Morgunblaðið - 24.11.1983, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 24.11.1983, Qupperneq 40
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1983 Þegar hætt reynist för Bókmenntir Erlendur Jónsson Steinar J. Lúðvíksson: ÞRAUTGÓÐ- IR Á RAUNASTUND. XV. 191 bls. Örn og Örlygur. Rvík, 1983. Tvö ár eru hér á dagskrá, 1962 og 1963. Hvort tveggja var slysaár. Minnisstæðasti atburður fyrra ársins var líkast til er Elliði frá Siglufirði fórst. Tveir af áhöfninni týndu lífi, hinir björguðust. Og þar var sannarlega þreytt kapp- hlaup við dauðann. Togarinn Júpí- ter kom á síðustu stundu og bjarg- aði mönnunum. Veður var slæmt, rok og stórsjór. Skipstjórinn á Ell- iða skaut línu yfir til Júpíters og hæfði í fyrsta skoti. Fjórum til fimm mínútum eftir að áhöfnin var komin yfir í Júpíter sökk Ell- iði. Ef skotið úr línubyssu skip- stjórans hefði geigað — hvað þá? Árið 1963 var minnisstætt fyrir margra hluta sakir. Loftslag hafði þá verið hér tiltölulega hlýtt um mörg undanfarin ár. Frá miðjum janúar til 9. apríl umrætt ár var veður eins gott og fagurt og hægt var að hugsa sér, sólskin og blíð- viðri dag hvern og hitinn tíu til tólf stig um hádaginn. Fyrir marslok voru flestöll lauftré sprungin út í görðum Reykjavíkur eins og komið væri hásumar. Að morgni 9. apríl vöknuðu höfuð- borgarbúar enn til sömu blíðunn- ar. En upp úr hádegi tók veður að skipast i lofti. Frá hádegi til mið- nættis þennan dag féll hiti sums staðar sunnanlands um allt að tuttugu og fimm gráður. Norðrið var að hefja sókn. Gerningaveður hefði þetta einhvern tíma verið kallað. Forspá þess reyndist líka skuggaleg. Hlýskeiðið var á enda, loftslagið snarkólnaði og erum við enn í þeim kapítula. Og enginn veit hvenær linnir. Steinar J. Lúðvíksson kallar þetta »mannskaðaveðrið 9. og 10. apríl«. Og það eru orð að sönnu. Óveður þetta, sem skall á eins og hendi væri veifað og án þess því Steinar J. Lúðvíksson hefði verið spáð, varð sextán mönnum að bana. Fjórtán fórust með bátum sem sukku en tvo tók útbyrðis af báti. Veðurhæðin náði ellefu til tólf vindstigum norðan- lands með hörkufrosti og fann- komu. Sjómaður, sem tók út af sökkvandi bát og tekinn var um borð í strandferðaskipið Esju eftir að hafa verið í sjónum þrjár til fjórar mínútur, reyndist vera lát- inn er til hafnar kom, slíkur var heljarkuldinn. En fleira lék íslenska flotann hart en veðrin á þessum árum. Mikla athygli vakti strand Esju skammt norðan við Dagverðareyri við Eyjafjörð í desember 1962. Skipið var að koma frá Akureyri í blíðskaparveðri og sigldi sem leið liggur út fjörðinn þegar stefnan var allt i einu tekin á Óxnadals- heiði. Esjan hafði þá hvort tveggja, siglingatæki og mann- afla, til að komast leiðar sinnar í besta veðri á þægilegri siglinga- leið. Enda leið hún svo mjúklega upp í fjöruna að hvorki áhöfn né farþega sakaði, og aftur komst hún á flot, annaðhvort af eiginn rammleik eða með hjálp annars skips sem togaði í hana, það mál er eitthvað á huldu. Orsökin? Mis- heyrn, misskilningur og mannleg mistök. Nemendur í stýrimann- askólum ættu að kynna sér þetta strand, því ekki eru ailar fjörur eins meinlausar og strönd sú sem tók á móti Esjunni á friðsælu des- emberkvöldi fyrir tuttugu og einu ári. Á þessum árum bjuggust menn við Kötlugosi á hverri stundu. Þeir, sem óku um Mýrdalssand, höfðu ekki augun af jöklinum en horfðu naumast á veginn fram- undan. Ekki gaus Katla heldur hafsbotninn suðvestur af Vest- mannaeyjum og upp kom Surtsey. Sú lexía kom Vestmanneyingum síðar að góðum notum. Steinar J. Lúðvíksson segir frá því að »13. desember lentu nokkrir Vest- manneyingar í kröppum dansi er þeir freistuðu landgöngu í Surts- ey, en þennan dag var mánuður liðinn frá upphafi gossins þar«. En sjórinn reyndist fleiri mönnum háskalegur, en þeim sem stigu á skipsfjöl. Margir duttu út af bryggjum: karlar, konur, börn. Var það ekki á þessum árum sem til tals kom að loka Reykjavíkur- höfn fyrir óviðkomandi umferð? Þar hefur of margur endað ævi sína, en líka mörgum verið bjarg- að frá bráðum bana. í sjávarþorp- um hringinn um landið er bryggj- an ekki aðeins til að binda við hana skip, ferma þau og afferma, hún er líka barnaleikvöllur, eins og lesa má um í endurminningum margra sem alist hafa upp í þorp- unum, en því miður oft bráð- hættulegur leikvöllur. Það sanna mörg dæmi í þessu greinagóða riti. Hafnarstjórnir þurfa að stú- dera þetta rit Steinars J. Lúð- vikssonar. í hverju einasta bindi (eftir að hafnarmannvirki komu til sögunnar) er greint frá fleiri eða færri slysum sem urðu með þeim hætti að fólk féll út af bryggjum. Fimmtán bindi eru þegar komin af þessu mikla riti. Ög mikið er enn eftir. Varla verða mörg ís- lensk ritsöfn lengri um það er lýk- ur. Þó saga þessi sé að nokkrum hluta dapurleg fjallar hún að hinu leytinu um eitthvert jákvæðasta starf sem unnið hefur verið í okkar mjög svo sundurleita sam- félagi. Erlendur Jónsson Aldnir minnast æskuára Bókmenntir Erlendur Jónsson Krlingur Davíðsson: ALDNIR HAFA ORÐIÐ. XII. 325 bls. Skjaldborg. Akureyri, 1983. Aldnir hafa orðið er eins konar ársrit, kemur nú út í tólfta sinn. Svo lífseigt væri það naumast orð- ið ef það fyndi ekki hljómgrunn. Enda er rit þetta jafnan heldur notalegt. Sjö einstaklingar segja frá hverju sinni. Stundum eru á ferðinni þekktar persónur, fleiri þó fáum kunnar. Þetta tólfta bindi hefst á frá- sögn Baldvins Þ. Kristjánssonar. Hann hefur gegnt ýmsum störfum um ævina. Iængst var hann er- indreki samvinnuhreyfingarinnar og er kunnastur sem slíkur. Bald- vin er þaulvanur fundamaður og nefndamaður og býr þáttur hans að því, hann kann að koma fyrir sig orði. Hann segir fjörlega frá. Og hann kynnir sig sem kappsfull- an félagsmálamann. Skemmtileg- ast segir Baldvin frá skólavist sinni á Núpi. Þar var mikið sung- ið. Þykir Baldvin ekki mikið koma til skóla þar sem enginn er söng- urinn. Og hann sneiðir maklega að núverandi skólakerfi: »Enginn nema Guð einn, veit, hversu mikils viðkomandi ungmenni fara á mis á sama tíma og vitstola fáránleik- inn flæðir um gættir á kostnað al- mennings.* — Baldvin minnist margra þekktra manna og talar vel um alla. Þykja mér dómar hans um menn og málefni nokkuð einhliða. En slíkur er háttur margra sem mikið hafa starfað á opinberum vettvangi og óvanir eru að segja og skrifa annað en það sem allir mega heyra: Þeir vilja hafa vaðið fyrir neðan sig. Næstu tveir þættir eru skráðir eftir rosknum Akureyringum — Laufey Valrós Tryggvadóttir og Sigurður Helgason rafvirkja- meistari segja frá. Þau eru bæði orðvör eins og Baldvin en ekki gædd fjöri í sama mæli og hann. Satt að segja finnst mér frásögn þeirra í það hversdagslegasta til að vekja forvitni og halda manni vakandi. Nokkuð verður að bera til sögu hverrar. Sigurður Jóhannesson frá Vermundarstöðum er næstur við- mælenda Erlings en hann er nú látinn, lést í fyrra liðlega níræður og taldist því til hinna elstu meðal núlifandi kynslóða. Sigurður lýsir því hversu erfitt var fyrir ur.gan mann og eignalausan að stofna heimili og koma undir sig fótunum á fyrstu áratugum aldarinnar. Eitt sinn leitaði hann til Sigurðar Kristinssonar, kaupfélagsstjóra á Akureyri. Sigurður leysti ekki að- eins fjárhagsvanda nafna síns heldur jók hann »bjartsýni mína og lífsþrótt minn, svo ég leit hlut- ina öðrum augum en áður,« segir Sigurður Jóhannesson. Hann segir að leiðandi menn eigi að -auka mönnum þrótt með brýningum og hvatningum. Betur að allir fyrir- menn gætu það og gerðu. Næsti sögumaður, Erik Kondr- up, er fæddur í Kaupmannahöfn og hálfdanskur eins og nafnið bendir til. Móðir har.s, íslensk, vildi eiga heima á Akureyri. Það kostaði skilnað og fyrir bragðið Erlingur Davíðsson naut hann ekki forsjár föður síns. Erik Kondrup lýsir vel sambýlinu á uppvaxtarárunum þar sem margar fjölskyldur og einstakl- ingar deildu sama húsinu, jafnvel sömu íbúðinni. Svo þröngt var bú- ið »að því yrði tæplega trúað nú þó rétt væri lýst.« Erik Kondrup var bæði iðnaðarmaður og veitinga- maður, rak meðal annars Hótel Norðurland sem margir miðaldra og eldri Akureyringar minnast með gleði því það var á árum áður fjölsóttur skemmtistaður. Hrafn Sveinbjarnarson, næstur á blaði, er Austfirðingur. Hann segir meðal annars frá vegavinnu á Mývatnsöræfum og bygginga- vinnu á Skriðuklaustri — hjá Gunnari skáldi. Þá fluttist Hrafn að Hallormsstað og hefur búið þar síðan. »Ég hef aðeins einu sinni séð Lagarfljótsorminn,« segir Hrafn. Ymsum mundi nú þykja það nokkuð til frásagnar. Að lokum víkur sögunni vestur, Sigríður Pétursdóttir frá Selskerj- um við Breiðafjörð segir frá. Sig- ríður fæddist fjórum árum fyrir aldamót og man því tímana tvenna. Mikið var líf og fjör við Breiðafjörð á uppvaxtarárum hennar. og gróska í mannlífinu. Eitt sinn bað vinkona Sigríðar hana — gift kona — að passa bónda sinn sem væri nokkuð fjöl- þreifinn til kvenna, sjálf yrði hún tímunum saman fjarri heimili sínu. »Þegar ég kom í nýju vistina þurfti ég ekki lengi að bíða þess að vita vissu mína í því efni, að vin- kona mín hafði í engu logið á bónda sinn.« Sigríður mátti því gæta sjálfrar sín, fyrst og fremst. En svo Iiðu árin, fólki fækkaði við Breiðafjörð, Sigríður fluttist norð- ur til Akureyrar og situr þar að Ijúfum minningum í hárri elli. Mig minnir ég hafi látið þess getið vegna fyrri binda þessa mikla ritsafns að skrásetjari mætti vera nokkru aðgangsharð- ari við sögumenn, láta þá opna sig betur. Það stendur enn. Það er ekki alltaf mikið sem skilur á milli hins góða og hins ágæta. Hér vantar aðeins herslumuninn. Endurminningarnar í þessari bók mættu vera blóðríkari, enda þótt ekki sé verið að biðja um að flett sé ofan af einhverjum heilögum leyndarmálum, síður en svo. Erlendur Jónsson Fjör og frísk- ir vöðvar Skjaldborg á Akureyri hefur sent frá sér bókina Fjör og frískir vöðvar — vaxtarrækt fyrir konur og karla eftir Svíann Andreas Cahling. Eins og nafnið gefur til kynna er hér á ferðinni bók ætluð þeim, sem vilja stunda vaxtarrækt, hvort heldur er heima eða í sér- stökum æfingastöðvum. Þá segir í fréttatilkynningu, að bókin henti vel öllum þeim, sem vilja hugsa og styrkja líkama sinn og halda sér í góðu líkamlegu ástandi. Andreas Cahling hefur m.a. hlotið heimsmeistaratitil í vaxt- arrækt og hann hefur jafnframt komið hingað til lands til þess að sýna árangur æfinga sinna. Bókin Fjör og frískir vöðvar er rumlega 140 bls. að stærð og í henni er að finna 120 skýringar- myndir. Gísli Rafnsson og Sigurð- ur Gestsson tóku bókina saman. m pið í kvöld til 1 kl.20 o í HAGKAUPSir akureyr! |

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.