Morgunblaðið - 24.11.1983, Side 43

Morgunblaðið - 24.11.1983, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1983 43 Enn um innrásina á Grenada — eftir Einar Hjörleifsson Staksteinahöfundur sýnir mér þann heiður að leggja út af grein minni um „innrás og áróðurslygi", sem birtist í Mbl. 9. nóv. sl. Mér finnst , tvennt athyglisvert við Staksteinaskrifin. í fyrsta lagi er engin alvarleg tilraun gerð til þess að svara gagnrýni þeirri, sem ég setti fram í grein minni. í öðru lagi tilraun greinarhöfundar til þess að afgreiða undirritaðan sem „frammámann í vináttufélagi ís- lands og Kúbu“ og láta þar með að því liggja, að skoðanir mínar á Grenada hljóti að vera með öllu marklausar. Tökum hið síðara fyrst. Ég er ekki meðlimur í Vináttufélagi ís- lands og Kúbu. Þótt ég hafi verið fenginn til þess að segja frá Nicar- agua á fundi félagsins nú fyrir skömmu, landi sem ég hef kynnst af eigin raun, er það ekki rökrétt afleiðing að ég sé einn af frammá- mönnum félagsins. Kúbutengslin vcrða því að flokkast undir skammhlaup í hugsanaferli Staksteinahöfundar. Ég vil leggja á það áherslu, að grein mín 9. nóv. er ekki skrifuð til þess að bera blak af Kúbu- mönnum. Hún er skrifuð til þess að mótmæla erlendum yfirgangi gagnvart fullvalda þjóð, Grenada, og til að fella ofan af þeim áróð- ursflaumi, sem skipar Kúbu- mönnum í aðalhlutverk innrás- arsjónleiksins, íbúum Grenada í hlutverk statista en Bandaríkja- mönnum í björgunarhlutverkið. Kúbumenn koma þessu máli lítið við, nema í áróðri Bandaríkja- stjórnar, sem notar þá til að rétt- læta eigið ofbeldi. Staksteinahöfundur ber mér á brýn, að ég verji innrás Kúbu- manna á Grenada. Það hef ég ekki gert, einfaldlega vegna þess, að um slíka innrás hefur aldrei verið að ræða. Dæmið um flugvallar- gerðina talar skýru máli um þetta og rökstyð ég það nánar í fyrri greininni. Dettur annars nokkrum í hug, að ríkisstjórn Thatchers veiti 6 milljón punda ríkisábyrgð fyrir láni til flugvallar, sem er kúbanskt víghreiður?? (Sjá grein Magnúsar Torfa Ólafssonar í Helgarpósti 3. nóv. og The Sunday Times.) Eins og búast mátti við, dregur Staksteinahöfundur Afghanistan upp úr pokahorninu og danglar í höfuðið á undirrituðum, svo að blóðsletturnar dreifast í allar átt- ir. Ég get ósköp vel skilið, að Staksteinahöfundi þyki sárt að vera krafinn um sams konar for- dæmingu á bandarísku innrásinni og þá, sem Mbl. birti í leiðara sín- um um sovézka íhlutun í Afghan- istan á sínum tíma. Ég vil endur- taka ummæli mín frá því 9. nóv.: „Vissulega eru hernaðaríhlutun Sovétríkjanna í Afghanistan og innrásin á Grenada ekki fyllilega sambærileg mál, en kjarninn í þeim báðum er þó hinn sami. Stór- veldi telur í sínum verkahring að ráðskast með málefni sjálfstæðs ríkis og sjá með því sínum eigin hagsmunum borgið." Þetta er kjarni málsins. Innrás ber að for- dæma, en ekki reyna að bera í bætifláka fyrir hana, t.d. með bollaleggingum um, að Banda- ríkjamenn séu „bjargvættir" eyjarskeggja, fremur en her- námslið. Flotaæfingin „Ocean Venture" í ágúst 1981, þar sem bandarískir hermenn æfðu m.a. innrás á Grenada, og ummæli bandaríska sendiherrans í París um að innrásin hafi verið undir- búin hálfum mánuði fyrir valda- rán hersins á Grenada, bera „frið- arvilja" Bandaríkjastjórnar ófag- urt vitni. Stakstein- um svarað Að lokum: Staksteinahöfundur beitir enn fyrir sig blóðidrifnum Kúbumönnum og Sovétmönnum, „hulduher, sem var að færa Grenadabúa í fjötra fátæktar og kúgunar í nafni Karls Marx“ (bein tilvitnun). Hvernig kemur þetta heim og saman við jákvæða um- sögn Alþjóðabankans um Grenada frá síðasta ári, þar sem stjórn- völdum var hrósað fyrir góðan árangur í efnahagsmálum?? Árið 1982 varð hagvöxtur á Grenada 5,5%, sem telja má umtalsverðan árangur í heimi, sem á við djúpa efnahagskreppu að stríða. Sú al- hliða uppbygging, sem fram fór á Grenada, með stuðningi úr mörg- um áttum stöðvast um sinn, með- an Reagan Bandaríkjaforseti velt- ir því fyrir sér, hvar best sé að halda áfram löggæslunni. Sunday Times hefur það eftir bandarísk- um og evrópskum diplómötum, að innrás sé fyrirhuguð í Nicaragua fyrir árslok, og nýjustu fregnir herma, að mikill herafli frá Guatemala og Honduras sé nú samankominn á landamærum þessara ríkja og E1 Salvador, í þeim tilgangi að ganga milli bols og höfuðs á þjóðfrelsisöflunum í samvinnu við stjórnarherinn. Inn- rásin á Grenada er því ekkert ann- að en prófsteinn á væntanleg alls- herjar átök á Mið-Ameríku- svæðinu, átök sem Bandaríkja- stjórn kyndir undir, bæði leynt og ljóst. Reykjavík, 10. nóv. ’83, Einar Hjörleifsson, Aths. ritstj. Lesendur Staksteina 10. nóv- ember sl. sáu að þar var ekki verið að svara grein Einars Hjör- leifssonar „Innrás og áróðurslygi" heldur var lagt út af einni setn- ingu í greininni: „Morgunblaðið virðist telja það skipta höfuðmáli hver stendur á bak við hernaðar- íhlutun, ekki hvað í henni felst." Jafnframt var í Staksteinum vak- in athygli á því að Einar Hjör- leifsson flutti ræðu á aðalfundi Vináttufélags íslands og Kúbu 5. nóvember síðastliðinn og af því tilefni var sagt að hann væri „frammámaður" í félaginu og hann kallaður „Kúbuvinur". Nú kemur fram að Einar er ekki í vin- áttufélaginu við Kúbú en geta aðr- ir en „Kúbuvinir" talað á fundi þessa vináttufélags? Athyglisvert er að í svari sínu tekur Einar Hjörleifsson ekki afstöðu til þess sem um var rætt í tilefni af grein hans í Staksteinum 10. nóvember, hvort menn hefðu þrek til að gera upp á milli stjórnkerfa í lýðræð- isríkjum og kommúnistaríkjum. Skortir Einar þetta þrek? Furðulegt er hve vinstrisinnaðir andmælendur innrásarinnar á Grenada halda lengi í þá röksemd til að styrkja málstað sinn að Vesturlöndum hafi veitt fé til flugvallargerðar á Grenada og þess vegna hafi verið í góðu lagi að þar væru við störf „6—700 létt- vopnaðir (!) kúbanskir verka- menn“ svo að vitnað sé til orða Einars Hjörleifssonar frá 9. nóv- ember. Vestrænn fjárstuðningur við stjórnvöld I kommúnistaríkj- um er alkunnur og er ekki unnt að nota hann sem neina mælistiku á hvers eðlis einstakar framkvæmd- ir eru. En hverjir lögðu til fé til þessa flugvallar á Grenada? Fréttastofan Inter Press Service segir að flugvöllurinn hafi verið fjármagnaður með eftirfarandi hætti: Kúba greiddi helming kostnaðarins, Alsír gaf sex millj- ónir dollara, Irak fimm milljónir, Efnahagsbandalag Evrópu þrjár milljónir, Sýrland tvær milljónir, Líbýa milli þrjár og fimm milljón- ir dollara en framlag Venezuela nam 10 þúsund tunnum af elds- neyti. Einar Hjörleifsson ræddi að eigin sögn um Nicaragua á fundi Kúbuvina og hann telur innrásina á Grenada „prófstein á væntanleg allsherjar átök í Mið-Ameríku, átök sem Bandaríkjastjórn kyndir undir bæði leynt og ljóst". En hvað um Nicaragua? Hvers vegna efndu Sandinistar ekki til kosn- inga þar á meðan þeir nutu enn vinsælda með þjóðinni? Til þess höfðu Sandinistar stuðning Bandaríkjastjórnar sem veitti þeim 125 milljóna dollara aðstoð fram til 1981 þegar henni var hætt. „Jafnvel þótt Sandinistar gætu ekki sætt sig við aðstoð úr þessari átt,“ segir breska vikuritið The Economist nýlega „þá voru stjórnvöld í Mexíkó, Venezuela og ýmsum Evrópuríkjum reiðubúin til að leggja fram 100 milljónir dollara á ári. En þess í stað sneri stjórn Nicaragua sér til Sovét- manna og bað þá um hjálp. Fram til þessa hafa Sovétmenn veitt 500 milljóna dollara aðstoð og lofað 200 milljónum dollara að auki í ár, um 1000 Nicaragua-búar eru nú í tækni- og vísindaþjálfun í Sovét- ríkjunum." Menn verða einnig að hafa þrek til að átta sig á þessum staðreyndum þegar þeir ræða um Nicaragua. Það er ekkert markmið í sjálfu sér að losa þjóð undan hægrisinnuðum einræðissegg til að svíkja hana undir vinstrisinn- aða einræðisseggi, eins og marx- istarnir á Kúbu og í Nicaragua eru — ef menn hafa þá þrek og sjálfsvirðingu til að viðurkenna það. Sagan hefur sýnt, að við hægrisinnaða einræðisseggi er þó hægt að losna, t.a.m. á Kúbu, Spáni, í Nicaragua, Argentínu, Portúgal, Grikklandi og Tyrklandi en alls ekki einræðisofbeldi kommúnista. Áttunda bók Mary Stewart ÚT ER komin hjá Iðunni sagan Óvænt endalok eftir Mary Stewart og er þetta áttunda bók hennar. Efni nýju bókarinnar er kynnt svo á kápubaki: „Jennifer Silver er komin í sumarleyfi upp í Pyrenea- fjöllin og hyggst njóta lífsins í Frakklandi, fjarri skarkala um- heimsins. Nú ætlar hún að hitta frænku sína í Gavarnie. Þegar þangað kemur grípur hún- í tómt! Frænkan er horfin, og Jennifer verður þess áskynja að ekki er allt með felldu um örlög hennar. Jennifer neitar að trúa þeirri sögu að frænkan sé látin og tekur ótrauð að kanna málið. Það dregur dilk á eftir sér og von bráðar er Jennifer hrifin inn í æsilega at- burðarás. Hún kynnist líka manni, sem verður henni býsna kær. En Saga eftir Heinz G. Konsalik ÚT ER komin hjá Iðunni sagan Eyðimerkurlæknirinn eftir þýska höfundinn Heinz G. Konsalik. Ánd- rés Kristjánsson þýddi. Efni sögunnar er- svo kynnt í frétt frá útgefanda: „Læknirinn Ralf Vandura er í miklu uppáhaldi hjá kvenþjóðinni. Dag nokkurn er ung kona borin inn í læknastofu hans í yfirliði. Það reynast vera þáttaskil í lífi hans. Innan skamms stendur Vandura frammi fyrir því að vera grunaður um morð. Honum reynist erfitt að sanna sakleysi sitt og flýr úr landi til Mið-Austurlanda, þar sem hann gerist læknir hjá arabískum skæruliðasveitum. Og þar hittir hann hina fögru og grimmlyndu Lailu...“ I frétt útgefenada segir um höf- undinn: „Heinz G. Konsalik er ein- hver mesti metsöluhöfundur sem nú er uppi og í tölu afkastamestu höfunda. Hann semur allt upp í fjórar bækur á ári og sögur hans hafa selst í nærfellt þrjátíu millj- HEINZ G. KONSALIK tÐUNN ónum eintaka í mörgum þjóðlönd- um. Á íslensku hefur áður komið eftir hann sagan Hjartalæknir Mafíunnar." Eyðimerkurlæknirinn er 184 blaðsíður. Oddi prentaði. leitin að hinni horfnu frænku reynist örðug og háskaleg í meira lagi...“ Inga Huld Hákonardóttir þýddi Óvænt endalok. Bókin er 183 blað- síður. Oddi prentaði. UÖS&ORKA OSRAM Ag i low_______________________ Laglegur og stílhreinn vegg, borð - eða loftlampi sem gefur góða birtu. Gott lestrar- og vinnuljós. Hentugur lítill lampi sem alls staðar má koma fyrir á augnabliki. Póstsendum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.