Morgunblaðið - 04.12.1983, Side 36

Morgunblaðið - 04.12.1983, Side 36
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1983 36 Ný sýning í Islenzku óperunni Þegar Miðillinn var frumsýndur í háskólaleikhúsi í New York árið 1946 voru skiptar skoðanir um gildi verksins, en þegar kom að næstu uppfærslu, á vegum Ballet Society í New York, lýstu gagn- rýnendur velþóknun sinni ein- róma. Það var þó ekki fyrr en óperurnar voru sýndar á Broad- way árið 1947 að þær slógu í gegn, en aðdragandinn sannar að van- meta skyldi hina óútreiknanlegu duttlunga „neytandans". Þrátt fyrir frábærar viðtökur gagnrýn- enda sýndu leikhúsgestir Broad- way-sýningunni lítinn áhuga í fyrstu. Mikið fé hafði verið lagt í uppfærsluna og þegar sýnt hafði verið fyrir hálftómu húsi vikum saman sáu Menotti og félagar hans hilla undir gjaldþrot. Þá hugkvæmdist tónskáldinu að perur þær eftir Gian Carlo Menotti, Miðillinn og Sím- inn, sem Islenska óperan frumsýndi á föstudagskvöld- ið hafa lengst af verið fluttar saman. Flutningur Mið- ilsins, sem er dramatísk ópera í tveimur þáttum, tek- ur skemmri tíma en svo að nœgi til að hafa ofan af fyrir óperugestum heilt kvöld, og samdi Menotti Sím- ann sérstaklega til að sýna um leið og Miðilinn. Ekki er ótrúlegt að tónskáldinu hafi verið í huga það sem þessi fyrirbœri eiga sameiginlegt — þ.e. tengingu með fjarskiptasambandi. skrifa Arturo Toscanini sem hann þekkti frá gamalli tíð og bjóða honum að koma og sjá óperuna. Toscanini var þekktur fyrir að haga sér sem oftast gagnstætt því sem vænst var og því brá Menotti á það ráð að taka fram í boðsbréf- inu að auðvitað dytti sér ekki í hug að Toscanini þekktist boðið en sér fyndist það skylda sín sem ítala að bjóða landa sínum að koma og sjá sýninguna. „Mér til mestu undrunar," segir Menotti, „hafði þessi ögrun rétt áhrif." „Kæri Menotti, hví heldurðu því fram að ég muni ekki koma til að sjá óper- urnar þínar? Auðvitað kem ég. Taktu frá stúku handa mér.“ Við létum blaðafulltrúa okkar auðvit- að vita af þessu og hann lét blöðin vita. Og þar sem Toscanini lét nánast aldrei sjá sig meðal leik- húsgesta í New York varð uppi fótur og fit þegar hann kom til að sjá sýninguna í Barrymore- leikhúsinu. Að heita má hver dálkahöfundur gat um atburðinn og útiagði á sína vísu. Næsta kvöld urðu þau undur og stórmerki að Toscanini birtist aftur í leikhús- inu og nokkrum dögum síðar hringdi hann aftur og kvaðst vilja sjá Miðilinn einu sinni enn. Við létum það berast að Toscanini Miðillinn væri að koma til að sjá sýninguna f þriðja sinn. Nú var náttúrulega alltaf uppselt. Tímaritið Life sendi Gjon Mili til að taka myndir á sýningunni. Við sýndum á Broad- way í átta mánuði." Eins og gefur að skilja markaði þetta tímamót á ferli Menottis. Miðils-hlutverkið var í höndum Marie Powers sem varð stjarna fyrir vikið. Hún hafði kontra-alt- rödd og var afar stór upp á sig og sérkennileg í háttum. Þegar hún kom til að syngja fyrir, sem kallað er, segir Menotti að hún hafi hag- að sér eins og stórveldi og kynnt sig sem Crescentini greifynju og tók því með tregðu að hugleiða að taka að sér hlutverkið. „Ég þarf að kynna mér hlutverkið," hefur Menotti eftir henni. „Ég þarf að hugleiða málið. Þetta hljómar ekki illa en ég verð að vera vönd að virðingu minni, því ég hef sung- ið í mörgum helstu húsum verald- ar. Lofið mér að skoða handritið í nokkrar vikur og svo læt ég ykkur vita.“ Svo segir Menotti: „Við bara sátum og góndum á þessa mekt- arfrú. Svo sneri hún við blaðinu. „Æ, við skulum annars hætta þessu kjaftæði. Ég á nákvæmlega fjörutíu sent í vasanum svo það er eins gott fyrir mig að taka þessu. Auðvitað tek ég þessu tilboði." Og hlutverkið fór hún svo vel með að Menotti segir hana hafa verið hina fullkomnu. Böbu. „En erfið var hún. Hræðileg príma- donna. Og skrýtin var hún líka. Hún stundaði skylmingar þegar hún átti frí og kom aldrei öðru vísi en á hjólaskautum í leikhúsið. Hún bjó á Hótel Weelington og á hverju kvöldi spennti hún á sig hjólaskautana og lét sig renna niður Broadway að dyrum leik- hússins. Kolvitlaus manneskja." Síðan segir Menotti frá því að einn góðan veðurdag hafi Marie Powers boðað sig til fundar ásamt öðrum aðstandendum sýningar- innar og lögfræðingi sínum. Þegar á hólminn var komið flutti lög- fræðingurinn langa og ítarlega ræðu um það að hinar frábæru Menotti og Samuel Barber í heimsókn Jacqueline og JFK í Hvíta húsinu. Marie Powers og Leo Coleman í Miölinum á Broadway. og srniinn viðtökur sem Miðillinn fengi væri Marie Powers að þakka og því bæri ekki aðeins að skrá nafn hennar yfir nafni Menottis heldur skildi það skráð á þrisvar sinnum stærra letri. Menotti féllst á þessa kröfu, í fyrsta lagi af því að hon- um var sama og í öðru lagi af því að hann nennti ekki að standa í argaþrasi út af slíkum smámun- um. Þegar sýningum á Miðlinum og Símanum lauk á Broadway var haldið til Evrópu þar sem óper- urnar voru settar upp í Lundúnum og París við mikinn orðstír. Eftir þá frægðarför var Menotti farinn að láta að sér kveða á alþjóða- vettvangi og síðan hafa þessar óperur hans og fleiri verið sýndar víða um lönd. MIÐILLINN Menotti fékk hugmyndina að þessari óperu í Salzburg árið 1936. Þar var honum boðið að sitja mið- ilsfund og eftir á sagði hann efa- semdir sínar vegna þess sem fyrir bar ekki vera undirrót verksins heldur áfergju fundarmanna í að leggja trúnað á að þeir væru raunverulega komnir í beint sam- band við framliðna ástvini sína. Reyndar voru þetta ekki fyrstu kynni Menottis af spíritisma. í æsku hafði hann dvalist um tíma á heimili í Genúa þar sem húsráð- endur voru spíritistar og héldu reglulega miðilsfundi, sem Men- otti heillaðist mjög af. Um Miðilinn segir tónskáldið: „Þetta er raunasaga konu sem er á milli tveggja heima, hins raunverulega heims sem hún ber ekki fullt skynbragð á og hins yf- irnáttúrulega heims sem hún get- ur ekki trúað að sé til. Baba, mið- illinn, vílar ekki fyrir sér að beita skjólstæðinga sína svikum og prettum þar til óvænt atvik kemur henni í opna skjöldu. Atvikið sviptir hana sjálfstrausti og hún verður hamslaus af bræði." I ÞÁTTUR Óperan hefst á því að Móníka, Gian Carlo Menotti Enda þótt Gian Carlo Menotti sé fæddur og uppalinn á ftalíu þá hefur hann verið talinn brautryðjandi í bandarískri óperu, enda fluttist hann til Bandaríkjanna sautján ára að aldri og var búsettur þar lengst af starfsævi sinnar. Gian Carlo Menotti fæddist í Gadegliano í námunda við Mílanó árið 1911, hinn sjötti í röðinni í hópi tíu systkina. Fjölskyldan var vel efnum búin og móðirin ákafur unnandi fagurra lista. Hún réð heimiliskennara til að annast listrænt uppeldi barnanna og lét þau læra á fiðlu, selló og píanó. Snemma kom í ljós að Gian Carlo var gæddur sérstökum tónlistarhæfileikum og fimm ára að aldri var hann farinn að semja smálög á píanóið. Ellefu ára að aldri hafði hann samið fyrstu óperu sína, Dauða Pierr- ots. Um fjögurra ára skeið stundaði hann nám við tónlist- arskólann í Mílanó en þá taldi móðir hans tímabært að hann fengi eins góða tónlistarmennt- un og völ væri á. Hún fluttist með hann til Bandaríkjanna þar sem hann nam við Curtis- stofnunina í sex ár. Ines Menotti, móðir tónskálds- ins, var afar sterkur persónu- leiki og hafði mikil áhrif á son sinn og reyndar börnin öll. „Hún var mjög geðrík kona,“ segir Menotti, „og mjög fögur. Hún var ákaflega ráðrík og fólk- inu í þorpinu fannst hún lfta stórt á sig. Ég held að faðir minn hafi verið dauðhræddur við hana, en við börnin, hvert eitt og einasta, dáðum hana takmarka- laust. Faðir minn barði mig að- eins einu sinni og ég minnist þess mjög vel því að refsingin var svo köld og harkaleg. Á hinn bóginn held ég að móðir mín hafi barið mig allt að því daglega, en ég man ekkert eftir því, af því að það var sjálfsagður hlutur þar sem tilfinningar voru með í spil- inu. Hún var afar hugmyndarík. Hún lét okkur alltaf hafa nóg að gera og var aldrei í vandræðum með verkefni handa okkur. Ég man eftir því að iðulega brast föður minn þolinmæði þegar honum þóttu uppátæki hennar keyra úr hófi. Eitt sinn fékk hún t.d. þá hugmynd að umturna garðinum og endurskipuleggja hann. Hún lét skera niður allar kamelíurnar og plantaði mímós- um í staðinn. Stöðugar deilur voru uppi vegna þess að móðir Gian Carlo Menotti er annálaóur fyrir persónutöfra og glæsimennsku. Hann hefur alla tíö haldiö sig ríkmannlega, en þessi mynd er úr Life Magazine.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.