Morgunblaðið - 04.12.1983, Page 37

Morgunblaðið - 04.12.1983, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1983 37 dóttir miðilsins, og Toby hinn mállausi eru að rísla sér þegar frú Flóra — öðru nafni Baba — kem- ur og öll hefjast þau handa við að undirbúa miðilsfund. Móníka klæðist hvítum serk og setur á sig hvíta slæðu og Toby gengur úr skugga um að brúðuleikhús, sem stendur í einu horninu og gegnir þýðingarmiklu hlutverki á fund- unum sé í lagi. Skjólstæðingar koma og dásama miðilinn. Ljósin eru slökkt og fundurinn hefst. Miðillinn stynur þungan og smám saman birtist Móníka, sveipuð daufbláu ljósi, og ákallar móður sína. Einn fundargesta sannfærist um að þar sé framliðin dóttir hans komin. Móníka líkir eftir barns- hlátri, en skyndilega æpir miðill- inn frávita af ótta: „Hver snerti mig?“ Fundurinn leysist upp og miðillinn vísar gestum sínum á dyr. Miðillinn er á valdi óttans og skellir skuldinni á Toby sem gefur til kynna að ekkert óvenjulegt hafi borið við. Miðillinn telur sig heyra raddir en Toby tekst ekki heldur að gefa skýringu á þeim. í örvænt- ingu fellur miðillinn á kné og gjör- ir bæn sína. II ÞÁTTUR Nokkrir dagar eru liðnir frá greiða fólkinu það fé sem hún hef- ur af því haft en það neitar að taka mark á orðum hennar. Það grátbiður miðilinn um fund og að lokum missir Baba þolinmæðina og rekur það burt með harðri hendi. Þrátt fyrir bænir Móníku flæmir hún Toby burt líka. Eftir situr svikamiðillinn og raddirnar heyrast á ný. í örvænt- ingu sinni leitar Baba á náðir Bakkusar, en ótti og móðursýki ná tökum á henni, en loks sofnar hún úrvinda af mæðu og þreytu. Toby snýr aftur. Hann felur sig í stofunni en Baba hrekkur upp og hrópar: „Hver er þar?“ Hún fær ekkert svar. Hún dregur upp skammbyssu og skýtur á leiktjöld- in. Eftir skamma stund kemur í ljós blóðblettur og miðillinn segir: „Ég hef drepið drauginn." Tjöldin láta undan þunga liksins og það steypist fram á gólfið, en miðillinn endurtekur í sifellu: „Ég hef drep- ið drauginn." SÍMINN Gamanóperan Sfminn fjallar um hið eilífa þríeyki ástarinnar, en hér er það ekki manneskja sem ruglar tvo elskendur í ríminu heldur síminn. Sviðið er heimili Lúsiar. Ben kemur og færir Lúsí gjöf og segist þurfa að ræða við hinum örlagaríka miðilsfundi. Móníka situr fyrir framan brúðu- leikhúsið og horfir á Toby leika listir sínar. Hann dansar og dans- inn verður tjáning um þá ást sem hann ber til Móníku. Baba nálgast og Móníka forðar sér. Baba yfir- heyrir Toby, var það hann sem lagði þvala hönd á háls hennar á miðilsfundinum? Það fer á sömu lund og fyrr — hann kannast ekki við neitt slíkt. í bræði sinni tekur miðillinn svipu og lætur dynja á piltinum. Dyrabjallan hringir. Inn koma tveir fastagestir. Er ekki fundur í kvöld? Miðillinn segir að það verði engir fundir eftirleiðis. Þetta var svikamylla. Hún ætlar að endur- hana mikilsvert mál og hafi skamma stund til að ljúka erind- inu. Hann er að komast að efninu er síminn hringir. Samtalinu er ekki fyrr lokið en síminn hringir aftur og í þriðja símtalinu deilir Lúsí við óþekktan aðdáanda. Þeg- ar því símtali lýkur hringir Lúsí í vinkonu sína ti) að trúa henni fyrir vandamálum sínum og Ben verður úrkula vonar um að honum takist að koma erindinu til skila í eigin persónu. Hann fer út og hringir í Lúsí úr símaklefa. Þá loksins tekst honum að ná athygli hennar. Hann ber upp bónorðið og Lúsí tekur þvi á stundinni. Hún setur aðeins eitt skilyrði — að hann gleymi ekki símanúmerinu hennar. mín vildi að við hefðum vetrar- setu í Mílanó, svo við færum ekki á mis við þá menntun sem völ var á í stórri borg.“ Skömmu eftir að Menotti hóf nám við Curtis-stofnunina kynntist hann Samuel Barber og hefur vinátta þeirra haldizt síð- an. Um árabil héldu tónskáldin saman heimili og studdu hvort annað með ráðum og dáð. Um Menotti hefur Barber sagt: „Gian Carlo er miklu gáf- aðri en fólk gerir sér grein fyrir. Það var ein ástæðan fyrir því að mér geðjaðist að honum þegar í stað. Hann er bezti tónlistar- gagnrýnandi sem ég hef kynnzt og hann er afar sjálfstæður í skoðunum. Hér áður fyrr var hann vanur að leita ráða hjá mér og yfirleitt voru mínar ráðlegg- ingar neikvæðar. Til dæmis má nefna að ég sagði honum að söguþráður Miðilsins gæti ekki vitlausari verið og að undirtekt- irnar yrðu eftir því. En það fór á aðra lund. Munurinn var sá að Gian Carlo sá verkið fyrir sér í heild en ég ekki.“ Frá fyrstu tíð var ég afbrýðisamur í garð Gian Carlos. Afbrýðisamur vegna velgengni hans. En ég er nú af- brýðisamur í garð allra sem eiga velgengni að fagna. Jafnvel minnsta klausa neðanmáls í The New York Times kemur mér úr jafnvægi. Og það er erfitt að keppa um hylli Gian Carlos við allt það fólk sem hann er ævin- lega umkringdur. Þegar hann er ekki umkringdur þessu fólki þá eigum við saman góðar stundir. En þegar Miðillinn sló i gegn kepptist fólk við að ná hylli Gian Carlos, og hann vissi svo sann- arlega hvernig hann átti að not- færa sér alla þessa athygli." Meðal óperuverka Menottis eru Ahmal og næturgestirnir, fyrsta ópera sem samin var fyrir sjónvarp, Konsúllinn, Amelía fer á dansleik, Dýrlingurinn í Bleecker-Stræti og Maria Golo- vin. Allar óperur Menottis eru samdar fyrir litla hljómsveit og í langflestum verkum hans er ekki gert ráð fyrir kór, svo sem tíðast er í óperum. Libretto — eða óperutexta — semur hann jafn- an sjálfur. Hann hefur hlotið margvíslega viðurkenningu fyrir verk sín, þ.á m. Pulitzer-verð- laun tvívegis. Hin síðari ár hefur hann verið búsettur í Skotlandi. (Ileimild: Ævisaga Menottia eftir John (>ruen.) Gyðingar heftir AÐEINS 58 gyðingar 'fengu að flytja frá Sovétríkjunum í nóv- embermánuði og er það lægsta mánaðartala allar götur síðan yf- irvöld í Rússlandi hófu að leyfa gyðingum að flytjast úr landi, en það var árið 1971. Aðeins 1224 gyðingar hafa feng- ið að hverfa frá Rússlandi á 11 fyrstu mánuðum þessa árs, en til samanburðar má geta að árið 1979 fengu 51.330 gyðingar að flytja. Frá því árið 1971 hafa 250.764 gyð- ingar flust frá Sovétríkjunum, rúmlega helmingur þeirra til ísra- els. Hættum að reykja Keflavík — námskeið Námskeið fyrir þá sem vilja hætta aö reykja hefst sunnudagskvöldið 4. des. kl. 20.00 í safnaðarheimili Sjöunda-dags aðventista Blikabraut 2, Keflavík. Innritun í símum 1705 og 1232. Einnig er hægt að innrit- ast viö byrjun námskeiösins. Þátttökugjald er kr. 450,- og greiðist fyrsta kvöldið. Krabbameinsfélag Suðurnesja og Sjöunda-dags aö- ventistar — íslenska Bindindisfélagið — standa sam- eiginlega að námskeiðinu. Læknar Keflavíkur fræða um skaðsemi reykinga. Jón Hjörleifur Jónsson leiöbeinir og stjórnar námskeiðinu. íslenska Bindindisfélagið Krabbameinsfélag Suöurnesja. 'unmrs Nú er komin hljómplata með tónlist eftir Gunnar Thorodd- sen, fv. forsætisráðherra. Hljómplatan hefur að geyma I4 lög í flutningi margra þekktra listamanna. Þeir eru: Kristinn Sigmundsson, Sigríður Ella Magnúsdóttir, Einsöngvarakvartett- inn, Karlakórinn Stefnir, Dómkórinn, Gunnar Kvaran sellóleikari, Gísli Magn- ússon píanóleikari, Smári Ólason orgel- leikari, o.fl. Auk þess leikur Gunnar heit- inn sjálfur á píanó 7 stutt lög sem hann kynnir sjálfur á plötunni. Á plötuumslagi segir Ólafur Ragnarsson meðal annars: „Dr. Gunnar Thoroddsen, fyrrverandi forsætisráðherra, kom mönnum oft á óvart á longum ferli sínum á vettvangi þjóðmála. Einn þáttur hæfilcika hans fór þó hljótt, en er nú kynntur alþjóð. Það er tónlistargáfan. Viðfangsefni hans á tón- listarsviðinu voru nánast einkamál hans og fjölskyldunnar og stundirnar við píanóið aðallega notaðar til þess að öðlast hvíld frá crli dagsins. Rætt hafði verið við Gunnar um að gefin yrði út á veguni Fálkans hljómplata mcð lögum hans. Skömmu fyrir andlát sitt hafði Gunnar í því skyni valið nokkur sýnishorn þeirra tónsmíða, sem hann hafði fengist við um árabil. Undirbúningur útgáfunnar var síðasta verkefnið sem Gunnar vann að, og lagði hann sig allan fram við það verk eins og annað scm hann fékkst við um dagana. Hann færði lögin úr huga sér yfir á nótnablöð, vann með útsetjurum, valdi flytjcndur og ræddi við þá um túlkun laganna. Gunnar lifði það ekki að sjá þetta verkefni sitt komast í höfn, og er hljómplatan nú gefin út í minningu hans ..." FALKINN Suðurlandsbraut 8, Laugavegi 24, Austurveri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.