Morgunblaðið - 04.12.1983, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 04.12.1983, Qupperneq 48
HOLUWOðD Opið öll Kvöld ^ull & &ílfur b/f LM'd.W'ECil :«> - KI-VKI.W ÍK • S 20620 SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1983 VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR. Útflutningur Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna: 20% verðmætaaukning fyrstu 10 mánuði ársins Verðmætaaukning út- fluttra fiskafurða á vegum Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna fyrstu tíu mánuði þessa árs er um 20% miðað við fyrstu tíu mánuði síðasta árs. Er þá miðað við meðal- gengi Bandaríkjadollars. Magnaukning á sama tíma hefur verið um 10%, skv. upplýsingum, sem Mbl. fékk hjá Guömundi H. Garðars- syni, blaðafulltrúa SH. Guðmundur sagði að veruleg aukning hefði orðið í sölu til Evrópu á fyrstu tíu mánuðum þessa árs. Þannig hefðu verið seld í gegnum söluskrifstofu fyrirtækisins í Hamborg 5.340 tonn, sem væri 115% magnaukning frá sama tíma í fyrra. í Frakklandi hefði magnaukningin orðið 61%, eða úr 2.631 tonni í 4.232 tonn. í Bandaríkjun- um hefði sáralítil aukning orðið á sölu hjá Coldwater, dótturfyrirtæki SH; þar hefði salan fyrstu tíu mán- uði ársins verið 165,6 millj- ónir dollara en hefði verið 165,3 milljónir dollara fyrstu tíu mánuði síðasta árs. Hann sagðist telja víst, að sala ársins vestra yrði 1 ár um 200 milljónir dollara, eða svipuð og undanfarin ár. Innréttingar í hús Krabbameinsfélags: Lægsta til- boðið upp á rúmar 9,3 millj. kr. TILBOÐ í innréttingar í ný- byggingu Krabbameinsfélags- ins við Reykjanesbraut 8 voru opnuð sl. miðvikudag. 18 til- boð bárust í allt verkið, en auk þess bárust 4 tilboð í vissa verkhluta. Lægsta til- boðið átti trésmíöaverkstæði Erlends Péturssonar, en það hljóðaði upp á rúmar 9,3 millj- ónir króna, samkvæmt upp- lýsingum sem Mbl. fékk hjá Krabbameinsfélaginu í gær. Næsta tilboð í röðinni var frá Birni Traustasyni og hljóðaði það upp á rúmar 9,6 milljónir króna. Þriðja í röðinni var tilboð frá fyrirtækinu Sköfur sf. upp á 9,9 milljónir króna. Hæsta tilboðið sem í verkið barst hljóðaði upp á 14 milljónir króna. Samkvæmt upplýsingum fram- kvæmdastjóra Krabbameinsfé- lagsins mun byggingarnefnd fé- lagsins taka afstöðu til tilboða á næstunni, en stefnt er að því að framkvæmdir við þennan áfanga byggingarinnar geti hafist í janú- ar næstkomandi. Læknum fækkað á Landspítalanum ÚTLIT er fyrir að fækkað verði um 3—4 lækna á Landspítalanum á næstunni og að vinna nokkurra ann- arra lækna verði minnkuð sem svar- ar 2—3 stöðugildum, að sögn Davíðs Á. Gunnarssonar, forstjóra Ríkis- spítalanna. „Þetta er stjórnunarvandi hér innanhúss og verður reynt að leysa málið svo það valdi sem minnstu ónæði og óþægindum fyrir þá, sem í hlut eiga,“ sagði Davíð í samtali við blm. Morgun- blaðsins. „Hér er um að ræða lækna, sem lausráðnir hafa verið til afleysinga án fjárlagaheimilda á undanförnum árum. Nú, þegar engar aukafjárveitingar fást í reksturinn, þá blasir við að við þurfum að fækka. í flestum tilfell- um reikna ég með að okkur takist að leysa málið með því að minnka vinnu í stað þess að láta menn beinlínis fara,“ sagði Davíð. Hann sagðist vona að þessar ráðstafanir myndu á engan hátt bitna á þjónustu sjúkrahússins. „En hér er verið að ræða annað mál og þessu óskylt, sem gæti haft í för með sér einhvern samdrátt. Fjárlagaforsendur gera ráð fyrir 2,5% samdrætti í launum og 5% samdrætti á liðnum önnur rekstr- argjöld. Þetta er verið að ræða hér og það hlýtur að finnast fyrir því á einhvern hátt, því þetta eru í krónum reiknað um 50 milljónir. Ég sé ekki að hægt verði að kom- ast fram úr þessum mikla vanda nema með gífulegu aðhaldi á öll- um sviðum og einhverjum sam- drætti, þótt stjórnarnefnd Ríkis- spítalanna leggi mikla áherslu á, að þjónusta skerðist á engan hátt.“ Deildarmyrkvi á sólu í dag SÓLMYRKVI verður í dag, 4. desember. Þetta verður svokallaður hringmyrkvi og sést hann þannig í Mið-Afríku. Hér á íslandi sést deildarmyrkvi, en hann verður ekki mikill. Tungl hylur 8% sólu þegar myrkvinn verður mestur, en sól er ekki hátt á lofti á þessum tíma árs. Þar sem veður verður bjart sést myrkvinn í Reykjavík kl. 11.08 og honum lýkur kl. 12.11. Mestur verður myrkvinn klukk- an 11.39. Á Hornafirði stendur myrkvinn hins vegar frá kl. 11.23 til klukkan 12.10. Mestur verður myrkvinn þar klukkan 11.46 og hylur tunglið þá 4% af þvermáli sólar. Tunglið gengur fyrir sól- ina frá vestri til austurs og byrj- ar myrkvinn að sjást neðarlega hægra megin á sólkringlunni (kl. 16, ef sólinni er líkt við klukku- skífu). Þeir, sem vilja fylgjast með myrkvanum, eru alvarlega var- aðir við að horfa beint í sólina með sjónauka eða berum augum, nema ljósið sé mikið dreift, t.d. með mjög dökku gleri. Ef notað- ur er sjónauki er bezt að láta hann varpa mynd af sólinni á hvítt spjald, sem haldið er í dá- lítilli fjarlægð, og stilla sjónauk- ann, unz myndin verður skýr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.