Morgunblaðið - 09.12.1983, Side 10

Morgunblaðið - 09.12.1983, Side 10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1983 58 Þaö er niöamyrkur í salnum. Úr hátalarakerfinu heyrast miklir skruöningar, margir kannast viö alkunn íslensk rok og óveöurshljóð. Þaö fer hrollur um gestina, sem sitja prúöbúnir meö kampávínsglös og sýnis- horn af nýju nmvatnstegundinni sem veriö er aö kynna. „Þaö er ánægjulegt aö sjá allar þessar fallegu og vel klæddu konur hérna í kvöld með eiginmönnum sínum sem eru tilbúnir aö gera allt fyrir þær.“ Rödd Bryndísar Schram berst í gegnum hátalarakerfi húss- ins um allan salinn. „Og það veröa áreiö- anlega margir búnir að velja jólagjöfina í ár, áöur en kvöldiö er úti.“ Ljósin á sviöinu eru kveikt og fram ganga nokkrar svart- hæröar konur í mjallhvítum minkapelsum. Við erum stödd í Súlnasalnum á Hótel Sögu, en þar er veriö aö sýna 27 sérsniöna pelsa, sem fluttir voru hingaö í lögreglu- vernd frá fyrirtækinu Revillon i París. Pels- arnir hafa veriö sýndir i New York, Paris og Mílano, en þaö eru snyrtivörur hf. og Egg- ert feldskeri sem standa aö þessari kynn- ingu. Módelin ganga nú hvert af öðru í salinn, og ekki veröur annaö sagt en spilaö sé á glæsileikann. Flestir eru pelsarnir meö nokkuð karlmannlegu sniöi, breiöir um axl- ir og gjarnan tvíhnepptir. Hver einasta flík er módelsaumuö, þaö eru engir tveir pelsar eins, og sumum má reyndar snúa við þann- ig aö tvær flíkur felast í einni. Og þaö eru pelsar úr fjölmörgum dýrategundum sem svífa um sviöiö, þarna má sjá skinn af úlf- um, refum, þvottabjörnum, minkum, keng- úrum, kanínum og snákum, svo eitthvaö sé nefnt. Þetta er saga Glenn Hoddle, skærustu stjörnu enskrar knatt- spyrnu í dag. Hoddle segir frá ævi sinni, frá því hann sparkaði fyrst í bolta níu mánaða gamall, þegar hann hreifst af Bobby Charlton i heimsmeistarakeppninni 1966 og allt til þess er hann leikur sjálfur í lokakeppni HM 1982. Hoddle kemur víða við, segir frá fjölda leikmanna og framkvæmdastjóra, hælir og gagnrýnir, frá fjölda deildaleíkja, bikar-, Evrópu- og landsleikja þar á með- al á Laugardalsvelli 1982, og ræöir ástæöur þess hve illa honum hefur gengið að vinna sér fast sæti í enska landsliðinu. Hoddle segir frá komu Argentínumannanna í Tottenham, og hvernig Falklandseyjastríöiö kom viö sögu hjá félaginu, greinir frá leyni- makki við vestur-þýska útsendara á hóteli í Austurríki og lýsir jafnt björtu hlióunum sem skuggahliðunum á atvinnumennsk- unni. Glenn Hoddle er í dag einn eftirsóttasti knattspyrnumaður r Evrópu, hér er tækifæriö til að kynnast honum frá nýju sjón- arhorni. fslensk knattspyrna kemur nú út í þriðja skipti og er enn ítarlegri en áður. Sem fyrr er gangur keppnistímabilsins rakinn, frá 1. janúar til októberloka. Frábær frammistaða íslensku liðanna í Evrópumótunum, hörkuspennandi íslandsmót sem ekki var til lykta leitt þó síöasta leik væri lokiö, frásagnir af öllum lands- leikjum karla, kvenna, unglinga og drengja. Myndaopna frá afrekshelgi Atla Eðvaldssonar og úr bikarúrslitaleiknum, myndir úr leikjum og af fjölda leikmanna úr öllum deildum. Litmyndir af öllum íslands- meisturum ársins 1983. Til viðbótar, svart/hvítar myndir af öllum liöum 1. deildar, upplýsingar um markaskorara og alla leikmenn, greint frá ferli allra félaga sem tekið hafa þátt í íslandsmótinu í knattspyrnu í öllum deildum fyrr og síðar, greint frá öllum sem skoruðu mark í keppni 1., 2. og 3. deildar og 1. deildar kvenna og öörum sem athygli vöktu. Jafnframt tæpar eitt hundrað tilvitnanir í orð leikmanna og þjálfara. íslensk knattspyrna er bókin sem geymir minningarnar — hún veröur ómiss- andi í safninu — hún er besta heimild um íslenska knattspyrnu sem völ er á.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.