Morgunblaðið - 09.12.1983, Page 14

Morgunblaðið - 09.12.1983, Page 14
DAGANA 10/12-18/12 SJONVARP L4UG/4RD4GUR 10. desember 16.15 Fólk á fornum vegi 6. Á bresku heimili Enskunámskeið í 26 þáttum. 16.30 íþróttir Umsjónarmaður Ingólfur Hann- esson. 18.30 Innsiglaö með ástarkossi Lokaþáttur. Breskur unglingamyndaflokkur í sex þáttum. Þýðandi Ragna Ragnars. 18.55 Enska knattspyrnan Umsjónarmaður Bjarni Felix- son. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Ættarsetrið — sjötti þáttur. Breskur gamanmyndaflokkur í sjö þáttum. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. 21.20 í skammdeginu Ása Finnsdóttir tekur á móti söngelskum gestum í sjón- varpssal. Gestir hennar eru: Björgvin Halldórsson, Jóhann Helgason, Jóhann Már Jó- hannsson, Bergþóra Árnadóttir, Pálmi Gunnarsson, Tryggvi Hiibner og nokkur léttfætt danspör. Upptöku stjórnaði Tage Amm- endrup. 22.10 Rússarnir koma (The Russians Are Coming) Bandarísk gamanmynd frá 1%6. Leikstjóri Norman Jewison. Aðalhlutverk: Carl Reiner, Eva Marie Saint, Alan Arkin, Brian Keith og Jonathan Winters. Mikið írafár verður í smábæ á austurströnd Bandaríkjanna þegar sovéskur kafbátur strandar þar úti fyrir og skip- verjar ganga á land. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 00.20 Dagskrárlok SUNNUD4GUR 11. desember 16.00 Sunnudagshugvekja Séra Árelíus Níelsson flytur. 16.10 Húsið á sléttunni 5. Þrefalt kraftaverk Bandarískur framhaldsmynda- flokkur. Þýðandi Óskar Ingimarsson. 17.00 Rafael Nýr flokkur — Fyrsti hluti Bresk heimildamynd f þremur hlutum um ævi, verk og áhrif ítalska málarans Rafaels, en á þessu ári eru 500 ár liðin frá fæðingu meistarans. Umsjónarmaður er David Thomas, fyrrum listgagnrýn- andi við „The Times“. Þýðandi og þulur Þorsteinn Helgason. 18.00 Stundin okkar Umsjónarmenn: Ása H. Ragn- arsdóttir og Þorsteinn Marels- son. Stjórn upptöku: Elín Þóra Frið- finnsdóttir. 18.50 Áskorendaeinvígin Gunnar Gunnarsson flytur skákskýringar. 19.05 Hlé Frá djasstónleikum kvartetts Gary Burton í Gamla bíói í maí sl. Upptöku stjórnaði Tage Amm- endrup. 23.50 Dagskrárlok MMUD4GUR 12. desember 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.45 Tommi og Jenni. 20.50 fþróttir. Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 21.35 Diskódans. Frá heimsmeist- arakeppni í diskódansi 1983 sem háð var í London 10. nóv- ember sl. Þátttakendur voru frá 36 þjóðum, þeirra á meðal ís- landsmeistarinn, Ástrós Gunn- arsdóttir, sem varð fjórða í keppninni. Að auki kemur hljómsveitin Mezzoforte fram í þættinum. 22.35 Allt á heljarþröm. Breskur grínmyndaflokkur í sex þáttum. Þýðandi Þrándur Thoroddsen. 23.10 Dagskrárlok. ÞRIÐJUDAGUR 13. desember 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.45 Bogi og Logi. Nýr flokkur. Pólskar teiknimyndir fyrir börn um tvo athafnasama snáða, sem lenda í ýmsum ævintýrum. 21.05 Derrick. Schubach snýr aft- ur. Þýskur sakamálamynda- flokkur. Þýðandi Veturliöi Guðnason. 22.15 Skiptar skoðanir. Umræðu- þáttur í umsjón Guðjóns Ein- arssonar fréttamanns. 23.15 Dagskrárlok. Mánudagur 12. desember Ástrós Gunnarsdóttir var í fjóröa sæti í heimsmeistarakeppninni í diskódansi. Enginn íslendingur hefur áöur náö svo jjoöum árangri í þessari keppni. Mezzoforte komu fram og spiluöu í heimsmeistarakeppninni. Þeir koma því fram í þessum þætti. Myndin var tekin í Englandi síöastliöiö vor, þar sem þeir héldu tónleika í Watford, nánar tiltekíð á Bailey’s disco, sem mun vera dansstaöur í Watford á Englandi. Diskódans Heimsmeistarakeppnin, sem haldin var í London í haust Diskódans verður á dagskrá sjónvarpsins næstkomandi mánudagskvöld. Má með sanni segja aö þessi þáttur sé ólíkur þeim sem yfirleitt eru í sjónvarpi á mánudagskvöld- um; þaö er að segja leikritun- um. Nú verður sem sagt sýndur klukkustundarlangur þáttur frá heimsmeistarakeppni í diskó- dansi, sem haldin var í London í nóvembermánuði síðastliðnum. Islenski keppandinn, Ástrós Gunnarsdóttir, stóð sig vel, lenti í fjóröa sæti af 36 keppendum. MEZZOFORTE OG ÁSTRÓS Hjá sjónvarpinu fengust þær upplýsingar, aö íslenska hljóm- sveitin Mezzoforte kæmi fram í þættinum auk þess sem flestir keppendur væru sýndir dansa, þeirra á meðal Ástrós Gunnars- dóttir — að sjálfsögöu. Hér á landi fór diskódans- meistarakeppni islands fram seinni hluta sumarsins og í haust. Magnús Kristjánsson sá um und- irbúning og framkvæmd keppn- innar hér og sagöi hann aö sam- tals hefðu um 50 manns tekiö þátt í henni og hefðu keppendur verið hvaöanæva af landinu. Úrslitakeppnin heföi síöan far- ið fram um mánaöamótin októ- ber/nóvember i veitingahúsinu Hollywood. Ástrós Gunnarsdóttir hefði sigrað þar og haldið til London, til þátttöku í heims- meistarakeppninni. Magnús sagöi ennfremur aö þetta væri í fimmta skipti, sem íslendingar tækju þátt í heims- meistarakeppninni, en fyrsta skipti sem þeir næöu svo langt aö eiga keppanda í fjóröa sæti. Þriðjudagur 13. desember AilÐNIKUDAGUR 14. desember 18.00 Söguhornið. Lata stelpan. Sögumaður Sjöfn Ingólfsdóttir. Umsjónarmaður Hrafnhildur Hreinsdóttir. 18.10 Bolla. Finnsk teiknimynd. Þýðandi Trausti Júlíusson. Sögumaður Sigrún Edda Björnsdóttir. (Nordvision — Finnska sjónvarpið) 18.15 Börnin í þorpinu. 2. Pakk- inn. Danskur myndaflokkur um grænlensk börn. Þýðandi Jó- hanna Jóhannsdóttir. Sögumað- ur Birna Hrólfsdóttir. (Nordvis- ion — Danska sjónvarpið). 18.35 Flýtur á meðan ekki sekkur. Bresk náttúrulífsmynd um flug- ur og önnur smádýr sem geta gengið á vatni. Þýðandi og þul- ur Oskar Ingimarsson. 19.00 Fólk á Tórnum vegi. Endur- sýning — 6. Á bresku heimili. Enskunámskeið í 26 þáttum. 19.15 Áskorendaeinvígin. Gunnar Gunnarsson flytur skákskýr- ingar. 19.30 Hlé. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.45 Akstur í rayrkri. Endursýn- ing. Norsk fræðslumynd frá Umferðarráði. 21.10 Dallas. Bandarískur fram- haldsmyndaflokkur. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 22.10 í skuldafjötrum. Bresk fræðslumynd um lántökur þróunarríkja undanfarin ár en nokkur Suður-Ameríkuríki eru nú að sligast undan greiðslu- byrðinni. Þá er fjallað um af- leiðingar þess fyrir Vesturlönd ef til greiðsluþrots kæmi. 23.00 Á döfinni. Aukaþáttur um jólabækur og hljómplötur. Um- sjónarmaður Karl Sigtryggsson. Kynnir Birna Hrólfsdóttir. 23.20 Dagskrárlok. FÖSTUDAGUR 16. desember 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.45 Á döfínni. Umsjónarmaður Karl Sigtryggsson. Kynnir Birna Hrólfsdóttir. 21.00 Skonrokk. Umsjónarmaður Edda Andrésdóttir. 21.40 Kastljós. Þáttur um innlend og erlend málefni. Umsjónar- menn Ingvi Hrafn Jónsson og Ögmundur Jónasson. 22.50 Segir fátt af einum (Odd Man Out). Bresk bíómynd frá 1947. Leikstjóri Carol Reed. Að- alhlutverk: James Mason, Rob- ert Newton og Kathleen Ryan. írskur þjóðernissinni og stroku- fangi særist við ránstilraun og er síðan hundeltur svo að tví- sýnt er um undankomu. Þýð- andi Jón O. Edwald. 00.45 Dagskrárlok. L4UG4RD4GUR 17. desember 16.15 Fólk á rörnum vegi. 7. ferða- lag. Enskunámskeið í 26 þátt- um. 16.30 íþróttir. Umsjónarmaöur Bjarni Felixson. 18.30 Engin hetja (Nobody’s Hero). Nýr flokkur. Breskur Gudad á skjáinn framhaldsmyndaflokkur í sex þáttum fyrir börn og unglinga. Aðalhlutverk: Oliver Bradbury. Söguhetjan er ellefu ára dreng- ur sem kemst í kast við lögin, sakaður um íkveikju ásamt bekkjarbræðrum sínum. Þýð- andi Guðrún Jörundsdóttir. 18.55 Enska knattspyrnan. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Ættarsetrið. Lokaþáttur. Breskur gamanmyndaflokkur. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. 21.20 Frara, fram fylking (Follow that Camel). Bresk gamanmynd frá 1967 um ævintýri Áfram- flokksins í Útlendingahersveit- inni. Leikstjóri Gerald Thomas. Aðalhlutverk: Phil Silvers, Kennerth Williams, Jim Dale, Charles Hawtray og Angela Douglas. Þýðandi Ellert Sigur- björnsson. 23.00 Þvflíkt kvennaval (För att inte tala om alla dessa kvinn- or). Sænsk bíómynd frá 1964. Leikstjóri Ingmar Bergman. Að- alhlutverk: Jarl Kulle, Bibi Andersson, Eva Dahlbeck og Harriet Andersson. Gagnrýn- andi nokkur hyggst rita ævi- sögu sellósnillings og fer til fundar við hann á sumarsetri hans. Þar kemur margt á óvart, ekki síst þær sjö konur sem búa með tónsnillingnum. Þýðandi Jóhanna Þráinsdóttir. 00.25 Dagskrárlok. SUNNUD4GUR 18. desember 16.00 Sunnudagshugvekja. Séra Árelíus Níelsson flytur. 16.10 Húsið á sléttunni. 6. Ætt- artréð. Bandarískur fram- haldsmyndaflokkur. Þýðandi Óskar Ingimarsson. 17.00 Rafael. Annar hluti. Bresk heimildarmynd í þremur hlut- um um ævi, verk og áhrif ít- alska málarans Rafaels. Þýð- andi og þulur Þorsteinn Helga- son. 18.00 Stundin okkar. Umsjónar- menn Ása H. Ragnarsdóttir og Þorsteinn Marelsson. Stjórn upptöku: Elín Þóra Friðflnns- dóttjr. 18.50 Áskorendaeinvígin. Gunnar Gunnarsson flytur skákskýr- ingar. 19.05 Hlé 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Sjónvarp næstu viku. Um- sjónarmaður Guðmundur Ingi Kristjánsson. 21.10 Glugginn. Þáttur um listir, menningarmál og fleira. Um- sjónarmaður Áslaug Ragnars. 22.05 John F. Kennedy. Banda- rísk heimildarmynd sem rekur stjórnmálaferil Kennedys Bandaríkjaforseta frá kosn- ingabaráttunni 1960 til dauða hans 22. nóvember 1963. Þýð- andi Jón O. Edwald. 23.50 Dagskrárlok. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Sjónvarp næstu viku 21.10 Evita Peron — Síðari hluti Ný bandarísk sjónvarpsmynd um Evu Peron. Leikstjóri Marvin Chomsky. Aðalhlutverk Fave Dunaway og James Farentino. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. 22.50 Gary Burton Bogi og Logi — teiknimyndir ffyrir börn Nýr flokkur teiknimynda fyrir börn, um þá Boga og Loga, hefur göngu sína næsta þriðjudagskvöld. Þeir félagar eru sagðir athafnasamir snáöar og efalaust lenda þeir í ýmsum skemmtilegum ævintýr- um í vetur. Teiknimyndirnar eru pólskar. Laugardagur 17. desember Fram fram fylking Bresk gamanmynd um Áfram-flokkinn Kærasta aðalpersónunnar fer til Norður-Afríku í leit aó elskhuga sínum, sem er í útlendingahersveit í N-Afríku. Önnur bíómynd sjónvarps- ins næsta laugardagskvöld er gamanmynd frá árinu 1967, þar sem ævintýri Áfram- flokksins veróa efst á baugi. Aðalpersónan, ungur Eng- lendingur, er rekinn úr krikketliöi sínu fyrir brot á leikreglum. Hans heittelskaða segir honum einnig upp af sömu ástæðu. Mann- garmurinn treystir sér ekki til að lifa áfram viö þá skömm aö hafa veriö rekinn úr krikketliöi bæjar- ins og hafa auk þess misst kær- ustuna. Hann fer því til Noröur-Afríku ásamt þjóni sínum og ganga þeir báöir í útlendingahersveitina þar. Meöan þetta gerist játar fé- lagi hans úr krikketliöinu aö hafa logið upp á félaga sinn og hann hafi semsagt ekki brotiö af sér. Kærastan heldur þá til Norö- ur-Afríku í leit aö ástinni sinni, til aö tilkynna honum aö mannorö hans sé hreinsaö og hann hafi endurheimt æru sina. Aö sjálfsögöu gengur á ýmsu meöan hann er í útlendinga- hersveitinni og kærastan er að leita aö honum. En ekki er vert aö segja nánar frá þvi aö slnni. Míkill er máttur sjónvarps- ins. Núorðiö eru sjónvarps- tæki komin næstum inn á hvert heimili hér á íslandi eins og annars staðar í hinum vest- rænu löndum og kannski sér- staklega í Bandaríkjunum. í gegn um sjónvarpið berast inn á teppið til manna fréttir af viðburöum úti í hinum stóra heimi, oft þegar þeir eru aö gerast, þökk sé gervitunglun- um og heimilið, fjölskyldan, afi og amma, pabbi og mamma og börnin blessuð, geta fylgst með rétt eins og þau séu á staðnum og séu sjálf vitni að atburðunum. Þannig geta heilu og hálfu þjóðirnir, stórar og smáar, fylgst með geimskutlum skot- ið í loftið, morðtilræðum við forseta eða aðra fyrirmenn, heimsóknum þjóðhöföingja eöa heimsmeistarakeppni í knattspyrnu ef áhugi er fyrir hendi. Þarf ekki annaö en ýta á takka. Þannig er sjónvarpið sennilega áhrifamesti miðill sem til er og hefur nokkru sinni verið til og með aukinni tækni á sviði sjónvarps- búnaöar á þaö efalítið eftir aö gegna enn meira hlutverki í daglegu lífi manna í framtíð- inni, svo stóru hlutverki að mann getur ekki byrjað að gruna það. Og þaö er ekki aöeins á sviöi frétta- og upplýsingastreymis, sem sjónvarpiö er mikilvægt og áhrifaríkt í daglegu lífi fólks. Eins og komiö hefur fram í fréttum og m.a. í þessum dálki, hafa miklar umræöur átt sér staö undanfariö í Bandaríkjun- um um kjarnorkuvígbúnað stórveldanna og hættuna á gjöreyöingarstríöi í kjölfar sýn- inga á leikinni sjónvarpsmynd sem ABC-sjónvarpsstööin sýndi nýlega og ber heitiö „The Day After, „Daginn eftir". Sennilegt er aö enginn þáttur sem sýndur hefur veriö í Bandaríkjunum í lengri tíma hafi haft eins mikil áhrif á um- ræður manna í landinu og þessi. Um hundraö milljónir Bandaríkjamanna horföu á kvikmynd þessa og er hún þó aöeins í 12. sæti yfir mest séöa sjónvarpsefni frá upphafi þar. Myndin sýnir eymd fólks í borginni Lawrence í Kansas í Bandaríkjunum eftir aö kjarn- orkustyrjöld er gengin yfir og vakti hún upp fleiri spurningar en hún svaraöi, eins og „hvaö getum viö gert til aö koma í veg fyrir þetta?" Ritstjórnargrein í bandaríska stórblaöinu The New York Times fjallaöi um myndina og áhrif hennar á fólk og sagði m.a.: „Hundraö milljón Bandaríkjamanna voru kallaöir saman fyrir framan sjónvarps- tækin sín og rækilega brenndir til ösku og skildir á hinum raunverulega degi eftir án þess aö hafa eina einustu hugmynd til að festa hendur á.“ En myndin vakti svo sannar- lega forvitni almennings á hættunni á kjarnorkustríði. Um fimmtíu milljónir sjónvarps- áhorfenda, sem er fimm sinn- um meiri fjöldi en venjulega horfir á fréttatíma ABC-stööv- arinnar, horföi á 75 mínútna langan viöræöuþátt, View- point, eftir sýningu á myndinni. „Myndin gefur mjög einfalda hugmynd af kjarnorkuvopna- vandamálinu," sagði fyrrum utanríkisráöherra Bandaríkj- anna Henry Kissinger, sem var einn af sex sem tóku þátt í sjónvarpsumræöunum. „Eigum viö aö búa til stefnu með því aö hræöa okkur sjálf til dauöa?“ sagði hann svo. Forsetinn, Ronald Reagan, sem sá myndina snemma í nóv- ember og horföi aftur á hana þegar hún var sýnd nú fyrir stuttu, lét hafa eftir sér aö myndin væri „nokkuö vel gerö. Hún sagði ekkert sem viö ekki vissum fyrir, þaö aö kjarnorku- stríö er hryllingur”. „Daginn eftir" er dæmigerö fyrir áhrifamátt sjónvarpsins. 64 prósent þeirra sem horfa á sjónvarp aó staðaldri í Banda- ríkjunum horföu á myndina og 46 prósent heimila meö sjón- varp í Bandaríkjunum fylgdust með þegar Lawrence í Kansas sprakk í loft upp. Getur nærri aö hver einasti Bandaríkja- maöur hafi heyrt um myndina um og eftir sýningu hennar. Forseti Bandaríkjanna gefur frá sér yfirlýsingu um hana og helstu stjórnmálaskörungar eru leiddir inn í sjónvarpssal aö ræöa efni hennar og jafnvel áhrif á stefnu landsins í kjarn- orkuvígbúnaöi. Heil þjóö er vakin til vitundar um hinar hræóilegu afleiöingar kjarn- orkustyrjaldar og fleiri þjóöir fylgja í kjölfariö eftir því sem myndin veröur seld sjónvarps- stöövum fleiri landa. Mig minnir aö þaö íslenska sé aö leita eftir aó fá „Daginn eftir" til sýninga. Og allt er þetta tilkomið vegna lítils tækis sem við köllum yfir- leitt „imbakassa" þar sem ég þekki til. — ai.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.