Morgunblaðið - 30.12.1983, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.12.1983, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1983 Hallgrímur Pétursson (Sigurður Karlsson) og Guðríöur Símonardóttir (Steinunn Jóhannesdótt- ir). Gudda (Steinunn Jóhannesdóttir) og Ólafur (Hákon Waage). Píslarvætti Guðríðar Símonardóttur Leiklist Jóhann Hjálmarsson Þjóðleikhúsið: Tyrkja-Gudda eftir Jakob Jónsson frá Hrauni. Tónlist: Leifur Þórarinsson. Lýsing: Ásmundur Karlsson. Leikmynd og búningar: Sigurjón Jóhannsson. Leikstjóri: Benedikt Árnason. Jakob Jónsson frá Hrauni hef- ur að mig minnir einhvers stað- ar drepið á leikritun sem fyrst og fremst var gerð fyrir þröngan hóp, kannski heimilisfólk á af- skekktum bæ í íslenskri sveit. Höfundar þessara leikrita höfðu ekki vegsemd í huga, það að vera frægir og leiknir í stórum leik- húsum. En þeir höfðu ríka þörf fyrir að tjá sig í töluðu máli, láta reyna á tunguna til að koma hugðarefnum sínum á framfæri, oft boðskap í siðferðilegum til- gangi. Tyrkja-Gudda Jakobs Jónsson er ekki leikrit áhugamanns í þessum skilningi. Það hefur til að bera metnað leikritahöfundar sem stefnir hátt. Áður en Jakob Jónsson samdi Tyrkja-Guddu (1945) hafði hann lokið við Öldur (1940) sem er á margan hátt at- hyglisverð og lipur leikritun. Fleiri verk eftir hann mætti vit- anleg telja. En alþýðlegur tónn Tyrkja-Guddu minnir á leikrita- gerð sem löngum hefur þróast við hliðina á markvissum leik- skáldskap og engan skaðað að ég held. Ég á við verk áhugamanna sem fyrst og fremst miða að því að skemmta og fræða. Tyrkja-Gudda hefur marga kosti hins alþýðlega leiks. Efnið er sögulegt og höfðar til allra sem á annað borð láta sig sögu þjóðarinnar varða. Það er Tyrkjaránið alræmda. Aðalper- sónan er Guðríður Símonardótt- ir, þjóðsagnapersóna, frægust fyrir að vera eiginkona Hall- gríms Péturssonar sálmaskálds og veraldlegs vísnasmiðs. Um hana eru ekki til margar heim- ildir, allra síst traustar, en ágripskennd saga hennar gefur skáldi byr undir vængi og freist- ar Jakob Jónsson að gera af henni sem heillegasta mynd, oft á kostnað annarra persóna leik- ritsins. Það er barátta Guðríðar Símonardóttur fyrir lífi sínu og glíma hennar við efasemdir sem eru undirstaða verksins. Það sem m.a. veldur því að Tyrkja- Gudda er ekki einföld saga í leik- ritsformi eru hinar trúarlegu og tilvistarlegu spurningar sem verkið er fullt af. Grimmd Tyrkjaránanna kynn- umst við í upphafi leiksins sem dregur upp mynd frá Vest- mannaeyjum 1627. Næst erum við stödd í Algeirsborg í mun mildara umhverfi, síðan í Kaup- mannahöfn og loks á hlaðinu í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd 1674. Guðríður Símonardóttir var meðal þeirra sem keypt var úr þrældómi í Algeirsborg. í Kaupmannahöfn er hún búin undir heimkomu af studiosusi Hallgrími Péturssyni. Hallgrím- ur er upp á kvenhöndina og stenst ekki töfra Guðríðar þrátt fyrir aðvörunarorð Brynjólfs Sveinsonar, þá konrektors í Hró- arskeldu. Guðríður var gift kona þegar henni var rænt, en í Kaup- mannahöfn fréttir hún að maður hennar sé látinn. Þannig verður fátt því til fyrirstöðu að þau Hallgrímur geti unnast og búið saman. Guðríður er vitanlega þunga- miðja verksins, en Hallgrímur er líka viðfangsefni höfundar, skáldið og maðurinn. Endalok hans eru meðal þess sem fallega er gert í leikriti Jakobs og verða þau í anda helgileiksins þar sem krossinn stígur fram og varpar birtu yfir svið og fram í sal. Sterkast við þetta atriði er heimsókn förustúlkunnar sem er holdsveik eins og skáldið. Ekki skortir að hinir myrku tímar þjóðsögunnar séu túlkaðir þannig að óhug veki. En ánauð þess fólks í viðjum sem Tyrkirn- ir hafa á brott með sér er líka gerð sár; samt er stundum eins og sú ánauð sé ekki verri en eymdin heima fyrir. Eitt er það sem gæðir Tyrkja-Guddu áleitnu lífi, en það er húmor höfundar- ins sem bregður mannlegu ljósi á viðfangsefnið og vekur jafnvel hlátur þegar verst gegnir hjá persónunum. Túlkun Steinunnar Jóhannes- dóttur á Guðríði Símonardóttur er mjög viðkunnanleg og víst er hún aðlaðandi leikkona. En það er stundum eins og reisn skorti. Kona sem getur ógnað serknesk- um víkingum og ekkju dey í Al- geirsborg þarf að vera heldur getur gustmikil persóna. Slíkar kröfur uppfyllir Steinunn ekki. Aftur á móti virkar hún sann- færandi andspænis skáldinu og kennimanninum í Saurbæ og sem velgerðarmaður þurfalinga á íslandi. Sigurður Karlsson leikur Hallgrím Pétursson og nær frá byrjun skemmtilegum tökum á ( " AÐGÆSLA — VÖRN GEGN VÁ Æ (JMSJÓN: ULS LANDSSAMBAND HJÁLPARSVEITA SKÁTA ; Flugeldareglur l,átið aldrei flugelda í vasa ykk- ar. Ærslist aldrei með flugelda og kastið þeim ekki til. Haldið hundum og köttum inn- andyra þegar kveikt er á flugeld- um. Bogrið aldrei yfir flugeldum, en kveikið á þeim í um það bil arms- lengd frá og standið þannig, að vindur beri ekki neista í föt ykkar. I,esið vandlega leiðbeiningar sem fylgja flugeldum og blysum, þó aldrei við opinn eld. Farið í einu og öllu eftir leiðbeiningunum. Víkið vel frá flugeldunum, þegar kveikt hefur verið á þeim. Standblys Skorðið standblysin vel af. Kveikið á kveiknum og víkið frá. Standið þannig, að vindur beri ekki neista íföt ykkar. Haldið hundum og köttum innandyra, það er þeim fyrir bestu. Munið að bogra aldrei yfir blysum þegar kveikt er á þeim. Handblys Beinið handblysum vel frá lík- amanum og gætið þess, að kúlur eða neistar lendi ekki á öðrum nærstöddum. Haldið ekki á nein- um blysum nema sérstaklega merktum handblysum, blysum með tréskafti og stjörnuljósum. Notið ullar- eða skinnhanska. Þeir geta komið í veg fyrir slæm brunasár, ef óhapp hendir. Kælið brunasár. Flugeldar Flugeldum má aðeins skjóta af stöðugri undirstöðu. Þær eru t.d. skotfótur, vel skorðaðar flöskur eða rör bundið við staur. Skjótið aldrei flugeldum af svölum húsa. Jafnan skal beina flugeldum burt frá öðru fólki sem fylgist með. Geymið flugelda fjarri eldi og aldrei í vasa. Gætið þess, að þeir flugeldar, sem eftir er að kveikja á séu í öruggri fjarlægð frá neistaflugi. Haldið aldrei á ein- um flugeldi samtímis því sem kveikt er á öðrum. Ærslist aldrei með flugelda og bogrið ekki yfir þeim þegar kveikt er á. Gangið aldrei að ósprungnum flugeldi, ef ekki hefur tekist að kveikja á honum. Það gæti leynst glóð og hann farið af stað þegar minnst varir. Fylgið flugeldaleiðbeiningum í einu og öllu og munið, að aðgæsla er vörn gegn vá. Aðgát skal höfð Þegar keyptir hafa verið flug- eldar til áramótanna, hafið þá eftirfarandi í huga: Geymið flugeldana á þurrum og öruggum stað. Látið ekki börn og óvita leika sér með þá, því þessir skemmtilegu hlutir geta orðið að slysavöldum ef ekki er rétt með þá farið. Munið einnig, að ölvun og flugeldar eiga ekki samleið. Vaxta- og peninga- mál - Athugasemd — eftir Gunnar Tómasson í framsöguerindi undirritaðs um íslenzk vaxta- og peningamál á ráðstefnu Verzlunarráðs Islands, sem haldin var 26. október 1982, voru sett fram ýmis sjónarmið, sem andmælandi (Jónas H. Har- alz) lýsti sig ósammála. Af frá- sögn Mbl. af erindi Jónasar H. Haralz í hádegisverðarboði FÍS 8. desember sl., má ráða, að enn er um fræðilegan ágreining að ræða um mikilvæg atriði. Þar sem far- sæl lausn aðsteðjandi vanda í ís- lenzku atvinnu- og efnahagslífi er öllum slíkum ágreiningi mikil- vægari, þá skal farið nokkrum orðum um sjónarmið undirritaðs. í erindi sínu komst Jónas H. Haralz m.a. þannig að orði: „Já- kvæðir raunvextir eru skilyrði þess að innlán aukist, sem aftur er undirstaða þess að bankar geti aukið útlán sín og lengt lánstím- ann.“ (Mbl. 9. desember 1983, bls. 25). Að mati undirritaðs, þá er jákvæðum raunvöxtum hér gefið hlutverk, sem ekki verður stutt gildum fræðilegum rökum. Jákvæðir raunvextir hafa engu slíku hlutverki að gegna að því er varðar þann meginhluta „inn- Gunnar Tómasson lána“, sem skapast við kaup banka á víxlum og öðrum skuldaviður- kenningum gegn færslu andvirðis- ins á „innlána“-reikning við- skiptaaðila. Þar sem öll „útlán" banka eru í mynd slíkra kaupa, þá er einnig sönnu nær að segja að aukning „útlána" er forsenda þess að „innlán" aukist! Cunnar Tómasson er hagfræðingur og hefur starfað um árabil hji Al- þjóðagjaldeyrissjóðnum í Wash- ington.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.