Morgunblaðið - 30.12.1983, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.12.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1983 13 enginn þrjú fyrrum sjálfstæð smáríki, hinum megin Eystra- salts: Eistland, Lettland og Lithá- en? Þau eiga reynslusögu, sem lærdóma má draga af. Allir hugsandi menn þrá frið og heilbrigð samskipti þjóða og ein- staklinga. Allir hugsandi menn gera sér grein fyrir þeim hættum sem voðavopn nútímans geta leitt yfir mannkyn. Hitt er og vert að muna vel, að sameinuð eru lýð- ræðisríkin sterk en sundruð veik. Stöðvun vopnaframleiðslu og síð- an afvopnun í áföngum þjónar því aðeins tilgangi að gagnkvæm sé og fylgt eftir með raunhæfu eftirliti. Að slíku samkomulagi ber að stefna af einurð og festu. Það má heldur ekki gleymast nú, þegar margs konar erfiðleikar berja að heimadyrum, að á fáu er íslenzkri þjóð fremur þörf nú en friði í þjóðarbúskapnum, meðan hún réttir úr kút aðsteðjandi erf- iðleika. Það er gott og blessað að flytja út frið, en ekki sakar, að hann sé jafnframt til staðar heimafyrir. Raunar er það mál málanna að árið 1984 verði friðar- ár á heimavettvangi. Orðsins list Þingmenn settu meiriháttar málþóf á svið í önnum síðustu starfsdaga Alþingis 1983. Þeir, sem töluðu lengst, sögðu oft minnst. Það var erfitt að gera sér í hugarlund, þá hlýtt var á orðfær- ið, að orðsins list hafi verið kveikj- an að listferli mannkyns, — og höfuðprýði þingskörunga fyrr á tíð — og til skamms tíma. Þingmenn mættu að ósekju leggja meiri rækt við málflutning sinn, að efni, stíl og framsetningu. Það væri illt til þess að vita ef máisnilld heyrði fortíð til í þing- sögunni. Þeir eru allt of fáir sem fara á kostum í ræðustól þingsins, núorðið. Þar er hinsvegar ekki einsdæmi að þingmaður teygi lop- ann tímum saman, eftir að sam- þingmenn, aðrir en forseti, eru flúnir af hólmi. í þessu málþófi miðju hófu ýms- ir sjálfskipaðir „málverndar- menn“ herför að iðnaðarráðherra, Sverri Hermannssyni, vegna þess að hann kýs að skrifa z þar sem á við samkvæmt eldri ritreglum. Hér skal ekki fjallað um þennan bókstaf, sem gerður var „útlægur" úr stafrófinu. Hitt má gjarnan koma fram, að Sverrir Hermanns- son er í hópi þeirra þingmanna sem fer mýkstum og nærfærnust- um höndum um móðurmálið — og leggur hvað mesta rækt við mál- far sitt. Málsnilldin stæði því bet- ur að vígi á Alþingi ef þingmenn réðu yfir tungutaki, líku iðnaðar- ráðherrans. Megi þingárið 1984, eða Alþing- istíðindi þess árs, geyma þingræð- ur, þar sem gæði og innihald skipta meira máli en magn og lengd. á síðustu og verstu tímum stéttar- félaga og kjarabaráttu, skuli sá hluti félagsmanna sem vísast hef- ur vit til annars ætla að nota rangfærslur í dagblöðum til að grafa undan eigin stéttarfélagi. Væri þeim sýnu nær að ýta aðeins á „kjaramálavagninn" í stað þess að „hanga aftan í“ og hrópa þaðan óhróðri að þeim sem ævinlega hafa orðið að draga þann vagn. Að lokum óska ég þeim HM-mönnum sem og öðrum félög- um í St.Rv. árs og friðar með þeirri einlægu von að með viðræð- um innan félagsins megi eyða tor- tryggni og auka þá samstöðu sem ein dugar til varnar þeirri atlögu sem nú er gerð að launafólki í landinu. Á 3ja dag jóla 1983. Haraldur Hannesson er formaður Starfsmannafélags Reykjavíkur- borgar. Sumir versla dýrt- aðrir versla hjá okkur Reykturlax Graflax aðeins rnr .00 595 Nýr Iaxl/l225A Aligæs335 Aliönd 385 Aligrágæs335 VORUKYNNING: CátieÍkb kartöf lu f lögur Á KYNNINGARVERÐI! Hangikjöt £& Frampartar , d m T ^ • úrbeínaðir Urbeinuð læri JNVlíl 18958 278-58 kjötið Jfe Leyft verö 245.10 Leyft verö347.00 * ■/\ London Lamb Uppskrift fylgir NýttSvína EgUs opwajw-l/k læri 1 /:q.00 1" .eyft verð pr. kg. ^ Uliar laugardag frá kl. 9- 12. 223.0° 110.00 .10-30% afsláttur á öli Utimarkaður 1 Starmýri °9 g°si •'^ssum AUSTURSTRÆTI 17 STARMÝRI 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.