Morgunblaðið - 30.12.1983, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1983
Gullfiskabúrið
— eftir Arna Helga-
son, Grenivík
Eiginleg stefna í fiskimálum
hefur aldrei verið mörkuð á ís-
landi. Þegar syrti í álinn var land-
helgin færð út, skref fyrir skref,
en að öðru leyti hafa mál stjórnast
af furðulegri blöndu frumskógar-
lögmálsins og handhófskenndrar
miðstýringar. Síðast var farið að
ystu mörkum, og talnaröðin 3-4-
12-50-200 er á enda runnin. Meiri
sjór verður varla helgaður íslandi.
En þrátt fyrir allan þennan hafsjó
og það sem í honum býr, tókst
Alþingismannaflokknum að gera
svo lítið úr honum, að loks varð að
sækja björgina langt út fyrir land-
helgi, alla leið til pólskra og
tyrkneskra kollega.
Allt skrapp saman undan hinni
lamandi bjargarhönd: Verðbólga
var mikil, hún minnkaði. Kaup var
lágt, það lækkaði. Fiskar voru fá-
ir, þeim fækkaði. Þá var slegið á
höndina, aftur og aftur, og loks
var hún dregin til baka með sem-
ingi. Og verðbólgan er minni,
kaupið lægra og fiskar fáséðir.
Hvað síðan við tekur veit enginn,
— ekki nema næst verði sýnd til-
þrif í argentínskum stíl, og her-
numdar nálægar eyjar? Kannski
að áramótaboðskapur Geirgrímu
Alberts verði, að þjóðin skuli
gleyma því sem er heima, en
fvlkia sér saman til baráttu fyrir
■um 400 mílur 0„.rH!r slagorðun-
um: e *æreyjar.
Hæstráðandi til sjós og lands
hefur kennt um of háu kauplagi og
offjárfestingu hvernig komið var í
efnahagslífi eyjarinnar, en hvít-
þvær sjálfan sig og deilir út laun-
um og fríðindum, sjálfum sér og
sínum til handa. Var þó félagi
Geirgríma Alberts innsti koppur í
búri Alþingismannaflokksins
ráðsmennskuárin þegar mikið var
fjárfest, en fjárfest rangt. Þessar
röngu fjárfestingar leiddu síðan
til, að atvinnuvegirnir gátu ekki
greitt laun eins og tíðkast með
þjóðum er íslendingar telja sig í
flokki með.
Flokksfélagarnir ráðskuðust
með fjármuni sem ætlaðir voru til
eflingar byggðar um allt land. Og
af því að lítt var hugað að arðsemi
verkefnanna, en skyndigróði tal-
inn í atkvæðum, eru nú til staðar
um allt land og allan sjó fram-
leiðslutæki sem skila mun minni
verðmætum en sem nemur kostn-
aðinum af rekstri þeirra. Það var
ekki fjárfest of mikið, heldur
ranglega. Því hlaut svo að fara, að
almenningur, eins og ailtaf, tæki á
sig með skertum launum ábyrgð-
ina af svonefndum ábyrgðar-
mönnum þjóðfélagsins.
I,ánió er hverfult
Eitt af því sem einkennir nú-
tíma þjóðfélag eru ýmis vísindaleg
spáfræði. Þau gera ráð fyrir, að í
ljósi þess sem var og þess sem er,
megi geta sér til um það sem verð-
ur. Góðar upplýsingar um hið
liðna, og stöðug ný upplýsingaöfl-
un með traustum rannsóknum,
eru lykillinn að spádómum um hið
ókomna, en þeir opna dyrnar að
áreiðanlegri áætlanagerð. En ekki
er nóg að upplýsingar séu góðar,
ef þær taka aðeins til hluta þess
sem hefur áhrif á atferlið, sem spá
skal um. Veðurspár fyrir landið og
miðin væru marklitlar ef þær
byggðust eingöngu á veðurathug-
unum innanlands, en ekki tekið
tillit til lægða vestur í hafi, loft-
þrýstings yfir Grænlandi eða
veðrabrigða á Bretlandseyjum,
svo eitthvað sé nefnt. Spár um
efnahagsþróun í landinu væru
marklausar ef aðeins væri tekið
mið af óskhyggju Alþingismanna-
flokksins.
Því oftar sem spádómar rætast,
því ábyggilegri verða þeir og að-
ferðirnar sem lagðar eru þeim til
grundvallar. Hinar ýmsu spá-
stofnanir eru misvel á vegi stadd-
ar. Ekki er langt síðan Veðurstof-
an þótti hinn mesti bölvaldur í ís-
lensku atvinnulífi. Kannski var
haugabræla á sjó þegar átti að
verða blíða, eða úrhellisrigning
þegar veðurskeytin í viðtækjum
bændanna höfðu boðað brakandi
þurrk. Nú er svo komið að glöggir
menn geta treyst veðurspánum
með sæmilegu móti, en veðurstof-
an slær líka þann varanagla, að
því lengra sem frá líður sé áreið-
anleiki þeirra minni. Enda tekur
enginn bókstaflega hinar nýtil-
komnu þriggja sólarhringa spár,
og ekki heldur ætlast til þess að
fylgt sé í blindni óljósri vísbend-
ingu.
Ennþá er aflaspám Hafrann-
sóknastofnunar aðeins mjög var-
lega treystandi, eins og reynslan
hefur sýnt. Enda eru rannsóknir á
því sem í hafinu býr háðar flókn-
ari og dýrari tækni en veðurat-
huganir. Fiskispár eru einnig að
því leyti erfiðari viðfangs en veð-
urspár, að maðurinn sjálfur með
öll sín veiðitól er hluti af hinu
flókna atferli sem taka þarf tillit
til í spádómagerðinni, en áhrif
hans á veðurfar hins vegar hverf-
andi lítil, að minnsta kosti enn
sem komið er. Og að því er varðar
hagspár, í landi sem byggir efna-
hag sinn fyrst og fremst á hverful-
um fiskveiðum, hlýtur þeim að
skeika æði oft, þegar haft er í
huga hve hafrannsóknir og fisk-
veiðispár eru enn vanþróaðar.
Gullfiskabúr
Óskhyggja innan Alþing-
ismannaflokksins á síðasta áratug
og fram á þennan var meðal ann-
ars fólgin í oftrú á „góðar“ fiski-
spár, en vantrú á hinar „slærnu".
Þessi afstaða flokksins var eigin-
lega viðurkenning hans á, að Haf-
rannsóknastofnun væri í svipuð-
um sporum og Veðurstofan á ár-
um áður, þegar bændur gerðu ráð
fyrir þurrki þvert ofan í rign-
ingarspár og svo framvegis. Og
væri ekki allt í lagi, þegar allt átti
að vera í allra besta lagi, fékk
stofnunin að „heyra það“, og ef til
vill refsað með knappari fjárveit-
ingum. „Fiskur hefur orðið til svo
hægt sé að veiða hann,“ gæti hafa
verið yfirskrift flokksstefnunnar.
Og enn er sparað í hafrannsókn-
um. Þá má spyrja: Hvers vegna
eru ekki fjarritar Veðurstofunnar
seldir svo afla megi meira fjár í
ríkiskassann?
Samt er tilgangslítið að ausa fé
í hafrannsóknir á meðan nánast
er litið á ísiensku fiskimiðin sem
lokað fiskabúr, óháð öðrum haf-
svæðum og óháð ýmsum umhverf-
isáhrifum svo sem sjávarhita og
straumum. Fiskifræðingar hafa
vitað um þorskgöngur sem hafa
komið frá Vestur-Grænlandi þeg-
ar skilyrði versna þar .vegna sjáv-
arkulda, og loðnu- og síldargöngur
flakka um úthöfin þegar því er að
skipta, samanber norsk-íslenska
síldarstofninn, sællar minningar.
En að öðru leyti eins og hvert ann-
að gullfiskabúr. Voru þó Færey-
ingar fljótir að kannast við þann
gula af íslandsmiðum þegar hann
beit á agnið hjá þeim í sumar, og
einnig spurðist til hans við strend-
ur írlands og Bretlands. Fiski-
fræðingar komu ofan af fjöllum.
Var þetta ef til vil hinn margeft-
irlýsti ’76-árgangur að flýja sjáv-
arkuldann við ísland?
Óskhyggjan virðist hafa smitað
frá sér inn í raðir fiskifræðinga,
en þeim er kannski vorkunn þegar
haft er í huga hve heitar bænir
þungt á þeim liggja. Það virðist
sem þeir hafi gert ráð fyrir, að
fslandsmið gætu aðeins tekið á
móti fiski úr kólnandi sjó annarra
miða, en ekki sleppt, ef slíkt
ástand skapaðist á heimavígstöðv-
unum. Hrun þorskstofnsins á
þessu ári virðist hafa komið fiski-
Árni Helgason
„Óskhyggja innan Alþing-
ismannaflokksins á síðasta
áratug og fram á þennan var
meðal annars fólgin í oftrú á
„góðar“ fiskispár, en vantrú
á hinar „slæmu“. Þessi af-
staða Hokksins var eiginlega
viðurkenning hans á, að Haf-
rannsóknastofnun væri í
svipuðum sporum og Veð-
urstofan á árum áður, þegar
bændur gerðu ráð fyrir
þurrki þvert ofan í rign-
ingarspár og svo framvegis.“
fræðingum í opna skjöldu, eins og
þegar loðnan hvarf um árið. Svo
er að skilja, að ekki hafi verið gert
ráð fyrir að sjávarhiti gæti haft
svo afgerandi áhrif á vaxtarhrað-
ann, sem og brotthlaup fisksins af
miðunum, eins og nú er að koma í
ljós. Eftir þessu að dæma eru haf-
fræðingar, með þekkingu sína á
straumum og sjávarhita, ekki þýð-
ingarminni fyrir fiskifræðinga
þegar þeir spá í veiðihorfurnar en
fiskifræðingar eru fyrir hagspek-
ingana þegar þeir lesa í lófa
Geirgrímu Alberts og félaga.
Huldar taugar
Ekki er hægt að búast við
marktækum fiskveiðispám fyrr en
gengið verður til raunverulegs
samstarfs við aðrar fiskveiðiþjóð-
ir Norður-Atlantshafs um rann-
sóknir á þessu hafsvæði sem einni
heild. Haffræðingar, sem og veð-
urfræðingar, þurfa að koma við þá
sögu. Ef líkindasamband er milli
hitastigs á Jan-Mayen og hafís-
komu við ísland, má þá ekki hugsa
sér að til sé óþekkt samband milli
sjávarhita á íslandsmiðum og
annarra, að því er virðist að
órannsökuðu máli, óskyldra
þátta? Það gæti allt eins verið
eitthvert ástand Golfstraumsins
árið áður við Kanada eða annars
staðar, eins og hitafar eða hafís
hér og þar, sem því ræður. Er ekki
einnig hugsanlegt að veiðar Kan-
adamanna hafi bein eða óbein
áhrif á fiskigengd við ísland? Ef
til vill eru fleiri taugar í hafinu
milli Evrópu, íslands og Vestur-
heims en þær sem bera símboð á
milli Buenos Aires, Reykjavíkur
og Varsjár, þó huldar séu sjónum
manna og enginn viti af þeim
nema kannski þorskurinn.
Sjávarlífið er flókið fyrirbrigði
þegar allt er tekið með í reikning-
inn og haft er í huga að endalaus
víxlverkun á sér stað sem hefur
áhrif frá einu hafsvæði til annars.
Það væri ofætlun einni hafrann-
sóknastofnun að komast að ein-
hverri skynsamlegri niðurstöðu,
án verulegs samstarfs við skyldar
stofnanir þjóða er veiða úr sama
hafi. Fiskifræðin mun ekki slíta
barnsskónum fyrr en það verður.
Það kostar hins vegar fjármuni
sem ekki er víst að skili sér strax
með neinum skyndigróða. En þá
ætti að verða auðveldara að vita
hvernig háttað er samspili þorsk-
og ioðnugengdar, eða hvort aukn-
ing úthafsrækju stendur í sam-
bandi við fækkun þorska, og yfir-
leitt hvernig veiðar á einni tegund
hafa áhrif á aðrar.
Þegar Hafrannsóknastofnunin
verður í stakk búin til að gefa út
fiskveiðispár með líkri nákvæmni
fyrir ár og Veðurstofan gerir sínar
sólarhringsspár, — og tveggja til
þriggja ára spár með svipaðri
nákvæmni og tveggja-þriggja sól-
arhringaveðurspárnar, þá munu
fjármunirnir skila sér margfald-
lega til baka í öruggari áætlana-
gerð fyrir allan sjávarútveg í
landinu, en fjárfestingar, sem
styðjast við draumsýnir í stað
rökstuddra áætlana, eru í flestum
tilvikum dæmdar til að mistakast.
Um það geta flokksfélagarnir
vitnað.
En fyrst verða menn að átta sig
á að Barentshaf, Lófótmið, Rokk-
álssjór, Færeyjamið, íslandsmið,
Grænlandshaf og Nýfundnalands-
mið eru allt hlutar af órjúfanlegri
heild sem Norður-Atlantshaf heit-
ir. Þá liggur beint við að þjóðirnar
sem eiga lönd að þessum miðum
hefji samvinnu um nýtingu þeirra.
Ekki aðeins að því er lýtur loðnu-
og kolmunnaveiðum, heldur einnig
staðbundnari fiski svo sem þorski,
og á þó ef til vill eftir að koma í
ljós að hann er meiri flökkukind
en menn hafa viljað vera láta.
Fiskilánið
Það er of kostnaðarsamt í vond-
um veiðiárum að eiga stóran fisk-
veiðiflota, þó hann kæmi kannski
að fullum notum í albestu góðær-
um. Það ætti að vera framtíðar-
markmið að þjóðirnar létu hver
annarri í té veiðileyfi á miðum
sínum, eftir því hvar horfði væn-
legast samkvæmt veiðispámn. í
því felst að Islendingar fengju að
stefna nokkrum af skipum sínum
til dæmis á Nýfundnalandsmið
eða til Færeyja, ef svo vildi til að
fiskistofnar væru sterkir á þeim
slóðum þegar fiskur væri í lág-
marki við ísland. Á hinn bóginn
fengju Kanadamenn eða Færey-
ingar tilsvarandi veiðileyfi á Is-
landsmiðum í aflaárum, ef ör-
deyða væri vestra eða á Færeyja-
miðum, enda ættum við þá ekki
nógu öflugan flota til að afla alls
fiskjarins, eins og liggur í hlutar-
ins eðli. Þjóðirnar tækju sem sagt
mið af góðum meðalársafla þegar
stærð flota þeirra væri ákvörðuð, í
stað þess eins og nú er, að hver og
ein geri út fjölda fiskiskipa sem
jafnvel gera ekki fullt gagn í
mestu aflaárum. Þá er aldrei að
vita nema íslendingar og Bretar
eigi eftir að skiptast á veiðileyfum
er fram líða stundir!
„Fiskveiðiián" í líkingu við það
sem hér er um rætt, gegn „borgun
í sama“, yrðu jafnréttisviðskipti,
en ekki undirlægjuháttur eins og
íslendingar sýndu þegar þeir af-
söluðu sér rétti til hvalveiða gegn
loforði um „vernd" á Bandaríkja-
markaði og „hugsanlegum" veiði-
réttindum. Óstöðugleiki fiskveið-
anna yrði minna vandamál ef slík
gagnkvæm ián viðgengjust. Það
kæmi ekki aðeins skipaflotanum
til góða, heldur einnig vinnslu-
stöðvum í landi, því gera má ráð
fyrir að stærstu og best útbúnu
skipin, sem sigldu á erlend mið
þegar veiði væri léleg á heimamið-
um, færðu aflann heim til vinnslu.
Þá verður einnig að gera ráð fyrir
að hinum úreltu ísfiskveiðum tog-
aranna verði hætt, en fiskurinn
fari í frumvinnslu og síðan fryst-
ingu um borð, og á það jafnt við
um veiðar á heimaslóð, enda sigl-
ingar á fjarlæg mið aldrei annað
en tímabundin aukaverkefni.
Slóð peninganna
Frá því fiskur er dreginn úr sjó
þangað til hann er komin í munn
neytandans, fylgir hann löngum
ferli eftir ótal krákustígum og fer
um margar hendur og vélar. Til-
kostnaðurinn við veiðar, vinnslu
og dreifingu má ekki vera meiri en
verðið sem sá vill borga, er á end-
anum smjattar á góðgætinu.
Hrökkvi verðið ekki til fyrir
kostnaðinum er tap á framleiðsl-
unni. Af því að stór hluti íslenskra
sjávarafurða er frystur fiskur,
seldur vestra, og fiskjarins aðal-
lega aflað með togurum, verður
eftirfarandi peningaslóð rakin til
að varpa ofurlitlu ljósi á þennan
tilkostnað, en það sem að saltfiski
og skreið lýtur látið liggja milli
hluta að sinni.
Bandarískar stofnanir og veit-
ingastaðakeðjur borga hinum ís-
lensku sölusamtökum fyrir
fiskinn. Sölusamtökin draga frá
dreifingar-, birgða- og vinnslu-
kostnað á bandarískri grund auk
eigin þóknunar og opinberra
gjalda til þarlendra, og senda það
sem þá er eftir til íslenskra banka.
Þeir skipta peningunum í íslenska
mynt samkvæmt þeirri gengis-
skráningu sem ríkisstjórn þóknast
að hafa í gildi hverju sinni, og
taka sjálfir ríflegan skerf í sinn
hlut. Það sem þá er eftir greiðist
Ólenskum frystihúsum. Þau draga
frá upphæðinni flutningskostnað
yfir hafið, útflutningsgjöld, kostn-
að af birgðahaldi, allan vinnslu-
kostnað og vegna frystingarinnar
sjálfrar, skattgjöld og að líkindum
einhver prósent til hagnaðar. Af
allhárri upphæð, er fyrst var í
dollurum talin, eru þá eftir nokkr-
ar viðsjárverðar íslenskar krónur,
sem koma í hlut sjómanna og út-
gerðar.
Hlutur sjómanna í heildarafla-
verðmæti fer æ minnkandi, en út-
gerð fær að sama skapi meira, og
er þá átt við aukagreiðslur sem
ekki teljast til skiptaverðmætis.
Samt stendur ekkert eftir nema
bullandi tap þegar útgerðarmenn
semja debet-kredit-ljóðabálka
sína. Barlómur útgerðarmanna er
langt í frá að vera nýtt fyrirbrigði
í Islandssögunni. Þeir hafa löng-
um hrópað: Úlfur! Úlfur! og oftast
að tilefnislausu. Það er því ef til
vill skiljanlegt að viðbrögð séu
sein þegar raunveruleg hætta er á
ferð. En einmitt þannig mun vera
ástatt í togaraútgerð um þessar
mundir, eins og hvert mannsbarn
veit.
Sem sagt, verðið sem á endan-
um er borgað í Bandaríkjunum
fyrir íslensku gæðavöruna hrekk-
ur ekki til fyrir öllum kostnaði, og
togaraútgerðin er látin borga
brúsann. Það getur hún hins vegar
ekki, og þá er spurningin hver eigi
að gera það. Állir sem einn, en
ekki einn fyrir alla: útgerð,
vinnsla og sölusamtök í samein-
ingu? Eða ríkið? Eða breyta halla
í gróða með galdraaðferðum: slá
pennastriki yfir allar skuldir og
gleyma þeim?
Alveg sama hver af þessum leið-
um er valin, — eftir sem áður er
tapið fært til reiknings hjá
fimmta aðila, sem sé íslenskri al-
þýðu. Á endanum er það hún, og
alltaf hún, sem greiðir fyrir mis-
tök ráðamanna. Á meðan þau mis-
tök eru ekki leiðrétt, — meðal
annars með gjörbreytingu á sjáv-
arútvegi, fiskvinnslu og sölukerfi
afurðanna I þá veru að fram-
leiðslutækin standi undir sér, —
verður íslensk alþýða látin borga
tapið með lægri launum en tíðkast
með nágrannaþjóðum. Tölvubylt-
ing í skrifstofutækni eða vigtun
fisks, ein og sér, leysir engan
vanda ef undirstaðan er fúin.
Fyrir nokkrum áratugum var
lagður grunnur að núverandi
framleiðslu- og sölukerfi fyrir
frystar sjvarafurðir. Það var til
mikilla hagsbóta og í samræmi við
tækni og neysluvenjur þeirra
tíma. En síðan hefur mikið vatn
til sjávar runnið, og dagurinn í
dag er ekki dagurinn í gær. Æ
fleiri þrengja sér inn á hina hefð-
bundnu markaði, og íslendingar
njóta ekki lengur góðs af forskot-
inu sem þeir höfðu lengst framan
af. Afurðasalan stendur höllum
fæti vegna aukinnar verðsam-
keppni, en tilkostnaður eykst frá
ári til árs, og er hækkandi orku-
verð í heiminum stærsti þátturinn
í þeirri þróun. Kemur það aðallega
fram í hærra smíðaverði á skipum
og miklu olíukostnaði. Þar á ofan