Morgunblaðið - 30.12.1983, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 30.12.1983, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1983 Stefanía Erlends- dóttir - Minning Tengdamóðir mín, Stefanía Ólafía Erlendsdóttir, andaðist í sjúkradeild Elli- og hjúkrunar- heimilisins Grundar hér í borg síðari hluta dags 22. desember sl., og var á 89. aldursári þegar hún dó. Hún fékk hægt og þjáningar- laust andlát. Líf hennar fjaraði út hægt og án allra átaka. Hún hafði dvalið á sjúkradeildinni tæpar fjórar vikur fyrir andlát sitt, og þar áður um nokkurt skeið sem vistmaður á því ágæta vistheimili Grund. Þar undi hún sér eftir at- vikum vel, enda naut hún þar þeirrar bestu aðhlynningar sem á verður kosið og taldi sig standa í mikilli þakkarskuld við starfsfólk- ið þar og Gísla Sigurbjörnsson forstjóra Grundar og fjölskyldu hans. Undir þær þakkir tökum við hjónin af heilum hug, enda var okkur báðum svo sannarlega kunnugt um hve þetta fólk reynd- ist henni vel þegar hún þarfnaðist þess mest. Meðan Stefanía var vistmaður á Grund kom hún lengst af á heimili okkar á Hofsvallagötu 60 um allar helgar, og voru þær samveru- stundir okkur alltaf kærkomnar. Það mun ekki algengt að mæðg- ur búi saman undir sama þaki í um eða yfir 60 ár, en það höfðu þær tengdamóðir mín og eigin- kona gert er Stefanía andaðist, að frátöldum einu eða tveimur árum, þegar verið var að byggja húsið á Kvisthaga 16, þar sem við bjugg- um á þriðja áratug. En áður en ég fer út í þá sálma að lýsa þeim ljúfu samverustund- um með Stefaníu, sem hvað mig snerti stóðu yfir í tæpa fjóra ára- tugi, tel ég rétt að greina stuttlega frá ætt og uppruna hennar. Stefanía var fædd 3. október 1895 á Breiðabólsstöðum á Álfta- nesi. Faðir hennar var Erlendur Björnsson útvegsbóndi og hrepp- stjóri á Breiðabólsstöðum, fæddur þar 3. nóvember 1864 og dáinn 22. maí 1953. Faðir hans var Björn Björnsson, einnig bóndi á Breiða- bólsstöðum, Björnssonar Ólafs- sonar bónda að Tungufelli í Lund- arreykjadal og Ellisifar ísleifs- dóttur konu hans. EUisif föður- amma Erlends var heitin eftir Ellisif móðurömmu sinni, er var dóttir Steinunnar Ásmundsdóttur frá Ásgarði í Grímsnesi og manns hennar, Hans von Klingenberg, en hann var sonur austurrísks aðals- manns og flutti ungur hingað til lands. Björn faðir Erlends ólst upp í Görðum á Álftanesi hjá séra Árna Helgasyni og var oft nefndur Bóka-Björn, sökum þess hve óvenjulega hann var bókhneigður og víðlesinn, enda safnaði hann öllum bókum, sem hann gat í náð, og mun hafa átt eitt stærsta og besta bókasafn, sem hér þekktist á þeim tíma. Föðuramma Stefaníu var Oddný, dóttir hins þjóðkunna manns séra Hjörleifs Guttorms- sonar, prófasts að Hofi í Vopna- firði, og konu hans, Guðlaugar Björnsdóttur, Vigfússonar, prests að Eiðum og Kirkjubæ. Oddný andaðist eftir langa vanheilsu að Breiðabólsstöðum árið 1901, og var þá 63 ára að aldri. Hún var fædd að Tjörn í Svarfaðardal, ein hinna kunnu Tjarnarsystra. Odd- ný hafði notið besta uppeldis og • menntunar í uppvexti sínum og var söngelsk og óvenju listfeng. Handbrögð hennar við vefnað og útsaum voru mjög rómuð. Eftir sviplegt fráfall tveggja ungra sona hennar, Stefáns og Ólafs Davíðs, sem drukknuðu I Skerjafirði haustið 1895, var sem strengur brysti í brjósti hennar, og var hún eftir það áfall aldrei söm og áður. Þegar þessir ungu og efnilegu föðurbræður tengdamóður minnar féllu svo óvænt frá, var hún að fæðast í þennan heim. Fyrir þetta hörmulega slys hafði verið ákveðið að hún skyldi bera nafn móður- ömmu sinnar, Sigríðar, en nú var að þeirra tíma sið söðlað um í því efni og hún heitin eftir þessum ungu föðurbræðrum sínum, sem kallaðir höfðu verið burtu úr þess- um heimi með svo sviplegum hætti, og því gefin í heilagri skírn nöfn þeirra, og heitin Stefanía Ólafía. Móðir Stefaníu var María Sveinsdóttir, dóttir Sveins stór- skipasmiðs í Gufunesi, Jónssonar, Péturssonar bónda í Hvítanesi I Borgarfirði og Ingibjargar Þor- steinsdóttur, systur Jóns lands- læknis Thorsteinssen. Móðir Maríu var Sigríður Jóhannesdótt- ir Hansen, systir Einars og Hin- riks Hansen í Hafnarfirði. Eins og sjá má af þessari stuttu upptalningu næstu forfeðra Stef- aníu, stóðu að henni hinar merk- ustu ættir, gáfað og listfengt at- hafnafólk. Erlendur faðir hennar var ekki aðeins hreppstjóri í sinni sveit, Bessastaðahreppi, í hálfa öld, heldur var hann einnig al- kunnur athafnamaður til sjós og lands. Séra Jón Thorarensen hef- ur, góðu heilli, skráð endurminn- ingar Erlends í bókinni Sjósókn, sem kom út árið 1945, er Erlendur var um áttrætt. f þeirri bók er haldið til haga ómetanlegum fróð- leik um fólk í Bessastaðahreppi og víðar, sem fyrir löngu er horfið af sjónarsviðinu, og af atvinnuhátt- um, eins og þeir gerðust um og fyrir síðustu aldamót, ívöfðum persónulegum endurminningum Erlends — þess mæta og stór- merka manns. Saga Maríu, móður Stefaníu, hefur ekki verið skráð sérstaklega, en hún lifir í hjörtum allra þeirra, sem kynntust henni á lífsleiðinni. Hún var góð kona og heilsteypt í bestu merkingu þeirra orða, kona sem setti sér það mark- mið í lífinu að hjálpa lítil- magnanum hvenær sem hún gat því við komið, og að vinna ástvin- um sínum allt það besta, sem hún mátti. Þau María og Erlendur eignuð- ust sjö börn, sem öll voru á lífi þegar Erlendur andaðist 22. maí 1953. Kona hans, María, lést 6. nóvember 1947. Nú við andlát Stefaníu eru að- eins tvö þessara sjö barna á Iífi. Börn þeirra Maríu og Erlends voru, talin í aldursröð: Oddný E. Sen, síðast tungumálakennari I Reykjavík, d. 9. júlí 1963, Jakob, bóndi að Reykjavöllum í Biskups- tungum, sem látinn er fyrir mörg- um árum, Stefanía ólafía, hús- freyja, d. 22. desember 1983, Björn, fv. bóndi á Breiðabolsstöð- um, sem enn er á lífi, Sveinn, hreppstjóri, Grund á Álftanesi, sem einnig er enn á lífi, dr. Jón E. Vestdal efnaverkfræðingur, sem lést á ferðalagi í Grænlandi 24. ágúst 1979, og Guttormur, hæsta- réttarlögmaður og endurskoðandi reikninga Reykjavíkurborgar í síðstu tvo áratugina, sem hann lifði. Hann lést langt um aldur fram 17. júlí 1966. Hinn 9. október 1920 gekk Stef- Gísli hefur um langt árabil sýnt hinum ýmsu félögum hér mikinn rausnarskap og veitt þeim góða fjárstyrki, einnig hefur hann gefið fé til kirkjunnar og fleiri menn- ingarstofnana. anía að eiga Geir Gestsson, húsa- smíðameistara, frá Ytra-Rauða- mel, Eyjahreppi í Hnappadals- sýslu. Þau reistu hús í Hafnarfirði og bjuggu þar fyrstu búskaparár sín. Til Reykjavíkur fluttu þau ár- ið 1927, og bjuggu þar síðan. Þau Stefanía og Geir eignuðust þrjár dætur, Maríu, Ólöfu og Þórdísi, og eru þær allar giftar og búsettar hér I borg. Er Stefanía andaðist voru barnabörn hennar tíu talsins og barnabörnin yfir tuttugu. Þau Stefanía og Geir skildu á árinu 1935, og voru þá erfið ár framundan hjá Stefaníu, því allar dæturnar, sem þá voru á aldrinum 10—14 ára, fylgdu henni og voru að öllu leyti á hennar framfæri. Stefanía hafði á sínum tíma verið við nám í Kvennaskólanum og var m.a. snillingur í matreiðslu og hannyrðum. Nú tók alvara lífsins við. Nú varð hún í fyrsta sinn að leita sér atvinnu á hinum almenna og þá þrönga vinnumarkaði til að sjá sér og telpunum sínum þrem far- borða. Segja má með sanni, að hún hafi í þeirri atvinnuleit verið mjög heppin. Henni bauðst vinna hjá þeirri ágætu konu frú Elísabetu Foss, sem þá og lengi síðar rak Lífstykkjabúðin? í Hafnarstræti 11. Þar starfaði Stefanía, þar til hún gekk að eiga síðari mann sinn, Sveinbjörn Kristjánsson, húsa- smíðameistara, á árinu 1944, en þau skildu eftir um fimm ára hjónaband. Þá setti Stefanía á stofn Lífstykkjasöluna á Frakka- stíg 7 hér í borg og rak þar af miklum dugnaöi bæði saumastofu og verslun í tvo áratugi, eða þar til hún varð að hætta sökum aldurs 76 ára gömul. Stefanía var hávaxin og svip- mikil kona, og þegar hún á tylli- degi hafði íklæðst íslenska bún- ingnum sínum og sett á sig hinn fagra möttul sinn, þá var alls staöar eftir henni tekið, enda var hún fram eftir öllum aldri með tígulegustu konum. Hún bar hið sterka svipmót föður síns og hafði einnig erft hið heita skap hans og ríku tilfinningar, sem hún átti fram eftir öllum aldri oft erfitt með að halda aftur af og leyna. En Stefanía hafði einnig erft frá móð- ur sinni mildi og góðvild, og var sem hún jafnan reiðubúin til að hjálpa og líkna, mönnum jafnt sem málleysingjum. Hún dáði og elskaði föður sinn og móður og tregaði þau mjög er þau féllu frá. Endurminninguna um æskuheim- ili sitt að Breiðabólsstöðum geymdi hún í hjarta sínu til hinstu stundar. Stefanía komst ekki, frekar en Stjórn ungmennafélagsins vill koma á framfæri kæru þakklæti til Gísla forstjóra fyrir þessa gjöf, sem mun koma að góðu gagni við hin mörgu málefni sem félagið starfar að. Sigrún svo margir aðrir, hjá því að verða fyrir miklum áföllum og djúpum sorgum í lífi sínu. Kornung kynntist hún ungum, glæsilegum og efnilegum manni, Guðmundi Kristni Sigurðssyni, síðar gullsmið, og felldu þau hugi saman. Þau stunduðu bæði mikið íþróttir, einkum sund, og voru í þeim harðsnúna hópi frumherja sundsins hér sem stundaði æf- ingar og keppni í sundi í sjónum við Örfirisey. Þau Stefanía og Guðmundur Kristinn unnust mjög og gerðu, eins og annað ungt og ástfangið fólk, áætlanir um sam- eiginleg framtíðarár sín. Hugur Stefaníu hafði mjög stefnt til hjúkrunarnáms, en úr því gat ekki orðið vegna féleysis hennar og annarra ástæðna. Þau Guðmundur Kristinn, unn- usti hennar, ákváðu að flytjast úr landi og taka sér bólfestu í Kan- ada og fór Guðmundur þangað rétt fyrir fyrri heimsstyrjöldina til að fá sér þar trygga atvinnu og þeim báðum góðan samastað. Hann hafði fengið fasta atvinnu sem gullsmiður þar vestra og keypt land undir hús, sem þau Stefanía ætluðu að reisa og hefja sinn búskap í. Meðan á þessum framkvæmdum Guðmundar stóð, kepptist unnusta hans, Stefanía, við að útbúa sig til vesturfarar- innar. Ákveðið hafði verið að hann tæki sér far frá Kanada til Edin- borgar og hitti þar unnustu sína. í Edinborg átti svo hjónavígslan að fara fram frá heimili Oddnýjar systur Stefaníu, sem hafði starfað frá árinu 1909 hjá fyrirtækinu Garðar Gíslason & Hay í Leith, hafnarborg Edinborgar. Enn einu sinni reyndist það allt of rétt, að mennirnir áforma, en Guð ræður. Þegar Stefanía var ferðbúin og skip það komið í höfn hér, sem hún ætlaði að sigla með til Edinborgar, þá barst henni bréf, sem kom með því sama skipi. Það bréf hafði inni að halda fregn, sem fékk streng í hjarta hinnar kornungu konu til að bresta. Unn- usti hennar var látinn. Hafði lát- ist úr taugaveiki nokkrum dögum áður en hann ætlaði að stíga á skipsfjöl og halda til fundar við unnustu sína til að kvænast henni. Yfir þetta áfall komst Stefanía aldrei. Eina sem hún átti eftir til minningar um þennan ástvin sinn og unnusta voru nokkur bréf frá honum, skrifuð hér og í Kanada, og fagurlega gerð möttulpör og brjóstnæla, hvort tveggja hin mesta listasmíð. Eldri sonur okkar ber nöfn þeirra beggja. Það þótti Stefaníu vænt um, sem og okkur foreldrum hans, og er það bjargföst trú okkar að nöfn þess- ara ungu elskenda færi honum gæfu, því þeirri nafngift fylgdi góður hugur. Stefanía var, eins og áður segir, tvígift, og átti allar dætur sínar með fyrri manni sínum, Geir Gestssyni frá Ytra-Rauðamel. Því miður kynntist ég Geir lítið sem ekkert, en ég hefi alltaf heyrt þá, sem hann þekktu best, tala um, að hann hafi bæði verið góður maður og gjörvulegur. Hæglátur maður og hreinasti völundur í höndunum hvort sem um smíðar var að ræða eða annað. En leiðir þeirra Stef- aníu lágu ekki saman nema í 15 ár og því fór sem fór. Síðari manni sínum, Sveinbirni Kristjánssyni, var hún aðeins gift í 5 eða 6 ár er leiðir þeirra skildi. Sveinbjörn var kunnur húsasmíður hér í Reykja- vík fyrr á árum og stóð fyrir bygg- ingu margra stórbygginga. Þann tíma sem leiðir okkar lágu saman hafði ég ekkert nema gott um hann að segja. Hann var þá tekinn að reskjast nokkuð, en athafna- þráin var mikil þótt þrek hans væri ekki lengur hið sama og þeg- ar hann var upp á sitt besta. Ég vék að því fyrr í þessari grein, að Stefanía hafi verið óvenju ræktarsöm við foreldra sína, en fleiri en þau urðu rækt- arsemi hennar aðnjótandi. Jón E. Vestdal bróðir hennar bjó alfarið hjá henni öll menntaskólaár sín, og Guttormur gerði það einnig öll sín menntaskóla- og háskólaár. Þótt Stefanía hefði þá ekki mikil efni, þá var það henni aukaatriði. Það, að geta gert sitt til að hjálpa bræðrum sínum á námsbraut þeirra, var henni allt, enda naut hún þess í ríkum mæli þegar þeir voru heima hjá henni með skólafé- laga sína. Hún minntist þeirra stunda alltaf með ánægju og gleði. Að endingu vil ég minnast stuttlega allra góðu áranna sem við hjónin og börn okkar vorum svo lánsöm að eiga með Stefaníu. Það er oft sagt að heimili þriggja kynslóða heyri nú til liðinni tíð. Þar er ég á öðru máli. Faðir minn bjó á heimili okkar eftir að hann varð ekkjumaður á árinu 1960 og þar til hann lést í desember 1982, og Stefanía tengdamóðir mín bjó í sambýli við okkur svo að segja óslitið í hálfan fjórða áratug. Sambýlið með þessum góðu mann- eskjum var okkur heimilisfólkinu og þá ekki hvað síst börnum okkar og síðar barnabörnum óslitið gleðiefni alla tíð. Hvað föður minn áhrærir, þá var því vel og réttilega komið til skila í minningargrein, er annar sona okkar reit um hann fyrir sína hönd og allra í fjöl- skyldunni við andlát hans fyrir réttu ári. Samvistirnar við tengdamóður mína voru miklu lengri og nánari. Um þær ætla ég hvorki að vera langorður eða há- tíðlegur, þótt vissulega standi efni til hvors tveggja. Ég vil í mínu nafni, konu minnar, barna okkar og barnabarna þakka henni alla hennar umhyggju, hjálp og ástúð er hún sýndi okkur frá fyrsta til síðasta dags. Hjá okkur var hún aldrei gestur, heldur alltaf einn af fjölskyldumeðlimum og alltaf sá sem aldrei brást á hverju sem gekk. Fyrir það og alla hennar elsku í okkar garð munum við minnast hennar með sönnu og djúpu þakklæti alla tíð. í dag, rétt eftir vetrarsólstöður og hina blessuðu jólahátíð, verður þessi þreytti og aldurhnigni lík- ami, með hinni síungu sál, til moldar borinn. Hún mun hvíla í Fossvogskirkjugarði við hlið syst- ur sinnar, Oddnýjar E. Sen, sem þar hefur hvílt síðan í júlí 1963. Það var óvenju kært með þeim systrum alla tíð og fékk sá kær- leikur fyrst aðstæður til að þrífast og dafna eftir að Oddný kom al- komin heim til Islands með börn sín, Jón og Signýju, í október 1937. Þær systur höfðu alllöngu fyrir andlát Oddnýjar komið sér saman um að fá grafreit fyrir sig í Foss- vogskirkjugarði og frá deginum í dag munu þær systur hvíla þar, hlið við hlið. Við, fjölskylda mín og ég, kveðj- um hér Stefaníu með djúpum trega, en í þeirri vissu að hún á vísa góða heimkomu hinumegin tjaldsins mikla. Blessuð sé minning þessarar góðu og hjartahreinu konu. Hallgrímur Dalberg Stefanía Ólafía Erlendsdóttir frá Breiðabólsstöðum á Álftanesi er til moldar borin í dag. Hún fæddist á Breiðabólsstöðum hin 3. október 1895 og andaðist í Reykja- vík 22. þ.m. á 89. aidursári. Ekki skulu ættir hennar raktar hér, það munu aðrir gera, heldur aðeins stuttlega minnzt persónulegra kynna við stórbrotna konu og veglynda. Kynni annars okkar við hana hófust nokkru fyrir síðari heimsstyrjöldina, hins skömmu eftir lok hennar. Allt frá fyrstu tíð höfum við verið vinir og haft tíð samskipti. Þá er kynni okkar hófust bjó hún á Njarðargötu 39 hér í borg ásamt dætrum sínum, Maríu, Ólöfu og Þórdísi, við kröpp kjör og harðan kost kreppuáranna, en þrátt fyrir langan og strangan vinnudag húsfreyjunnar var Stef- aníu einkar lagið að búa þeim mæðgum gott og hlýlegt heimili, og þangað þótti mörgum gott að koma, enda gestrisni þar höfð í öndvegi. Á unga aldri átti Stefanía sér þann draum að læra hjúkrun. Á þeim árum bjó og starfaði systir hennar, Oddný, í Edinborg. Undir- bjó hún skólavist Stefaníu í þekkt- um skozkum hjúkrunarkvenna- skóla, og svo langt var málið kom- ið, að keypt hafði verið efni í skólabúning og sent heim til sauma, en þá gripu örlögin í taum- ana og lögðu í rúst þennan draum ungrar stúlku af Álftanesinu, Peningagjöf til ungmennafélagsins Hvf-ragfrrti 17. dt's. .STJÓRN Ungmennafélags Hvera- gerðis og Ölfuss barst nýiega pen- ingagjöf að upphæð fimmtán þúsund krónur, frá Gísla Sigurbjörnssyni forstjóra Grundar og Dvalarheimilis- ins Ás — Ásbyrgi í Hveragerði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.