Morgunblaðið - 30.12.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.12.1983, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1983 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir GUÐMUND GUÐJÓNSSON Stjórnarkreppu afstýrt í Japan, a.m.k. í bili NýJega tókst Yasuhiro N'akas- one að mynda meirihlutastjóm í Japan þrátt fyrir að hafa tapað meirihlutanum í þingkosningum fyrr í mánuðinum. Ovissutímabili í japönskum stjórnmálum er þvf lokið, að minnsta kosti í bili. En Nakasone bjargaði málunum að margra viti klókindalega því hart var að honum sótt að segja af sér embætti forsætisráðherra ef ekki leiðtogaembættinu í frjálslynda (lokknum. Segja má, að hann hafi góða reynslu í því hvernig snúa eigi sér út úr ógöngum á borð við þær sem hann kom sér í, því keimlíkt mál skaut upp kollinum fyrir fáum árum. Og með því að bjarga málunum í „horn“ þykir hann að mörgu leyti hafa styrkt stöðu sína talsvert þó svo að meiri- hlutinn sem hann hefur á þinginu sé dálítið fallvaltur. Hvað sameiginlegt? Kosningarnar sem þær síð- ustu í Japan eru sagðar líkjast hvað mest þeim er voru árið 1979. Þá hét forsætisráð- herrann Masayoshi Ohira og hafði hann ekki setið lengi í embættinu. Hann tók áhættu og tapaði þingmeirihluta. Ohira var leiðtogi frjálslynda flokksins og er meirihlutinn glataðist ætlaði allt vitlaust að verða innan flokksins. Ýmsir flokksbræður Ohira kröfðust þess að hann segði af sér og hleypti öðrum að. Stjórnarandstöðuflokkarnir, sem ekki hafa komist til valda síðan árið 1955, þóttust sjá hag sinn vænkast og töldu sig geta myndað samsteypustjórn. Fram- haldið var 40 daga „stríð" við innanflokksöfl ekki síður en stjórnarrandstöðuna, því marg- ar fylkingar skipa frjálslynda flokkinn og lítið hefur mátt koma upp á í gegnum árin til að allt fari þar í bál og brand. Loks tókst þó Ohira að mynda stjórn, en traust var hún ekki. Þrátt fyrir fögur fyrirheit stjórnarandstöðunnar var það m.a. linka hennar sem kom í veg fyrir gullið tækifæri hennar til að losna við frjálslynda flokkinn úr stjórn. Ohira tókst nefnilega alls ekki að stilla til friðar í flokki sínum. Tanaka ... enn voldugur. Jú, það var Nakasone Það þykir kaldhæðnislegt að einn þeirra sem hvað mest gagn- rýndi Ohira á sínum tíma og hvað harðast gekk að honum að segja af sér embætti var Yasu- hiro Nakasone, sem nú stendur í nákvæmlega sömu sporunum, þ.e.a.s flokkurinn hefur tapað fylgi undir formennsku hans, en hann neitar að gefa sig þrátt fyrir þrýsting. Talið er að Nakasone hafi lært á máli Ohira hvernig ekki eigi að taka á málunum þegar slíkir erf- iðleikar steðja að. Þó var Nakas- one heppinn, hann hefði varla náð aftur þingmeirihlutá nema með því að gera bandalag við nokkra óháða þingmenn. Til allrar hamingju fyrir Nakasone voru það fyrrverandi meðlimir frjálslynda flokksins sem klufu sig frá honum er mútuhneyksli Tanaka kom upp um árið. Um- ræddir þingmenn voru því til- búnir til sátta gegn ákveðnum loforðum og komu þeir ýmsu til leiðar gegn stuðningi sínum, enda voru þeir í aðstöðu til að gera kröfur. Einn þeirra fékk meira að segja ráðuneyti, innan- ríkisráðuneytið. Kosningaslagurinn 1979 gekk út á skattamál. Ohira vildi skattahækkun, en ekki voru allir ánægðir með það eins og úrslit kosninganna bera vitni um. Ýmsir flokkadrættir og hrossa- kaup, auk lélegrar stjórnar- andstöðu urðu til þess að Ohira hélt velli þrátt fyrir allt. Fyrrum forsætisráðherrar, Fukuda og Miki, börðust ákaft við hlið Nak- asones fyrir því að koma Ohira frá. En maður er nefndur Kaku- ei Tanaka, enn einn fyrrum for- sætisráðherra. Sá hinn sami og neyddist til að draga sig í hlé eftir að hafa orðið uppvís að mútuþægni. En þrátt fyrir það er Tanaka geysilega voldugt afl í japönskum stjórnmálum. Nakas- one gekk í bandalag við Tanaka og sá síðarnefndi var stuðnings- maður Ohira. Hann stóð því af sér veðrið 1979. En nú stóð Nak- asone frammi fyrir vanda, því eina leið hans til nýs meirihluta var að draga úr áhrifum Tanaka. Þá fór Nakasone ekki eins að og Ohira. Ohira þrjóskaðist við og barði höfðinu við stein. Viður- kenndi ekki mistök. En það gerði Nakasone, hann viðurkenndi strax fyrir þingheimi og alþjóð að sér hefði orðið á í messunni, einkum hvað varðaði „Tanaka- stefnuna" í japönskum stjórn- málum. Þá friðmæltist hann við foringja hinna ýmsu fylkinga flokksins, þar á meðal þá Miki og Fukuda, sem hlupu upp til handa og fóta „samkvæmt venju" er Nakasone tapaði meirihlutanum. Útkoman var sú stjórn sem nú er sest að störfum. Um 21 ráðu- neyti er að ræða. 6 þeirra féllu í skaut fylgismanna Tanaka, 4 í hlut fylgismanna Suzuki fyrrum forsætisráðherra, 4 í hlut fylg- ismanna Nakasone og 4 í hlut stuðningsmanna Fukuda. 2 féllu í hlut stuðningsmanna Toshio Komoto efnahagsráðgjafa stjórnvalda og eitt í hlut óháðra. Engar skýringar Nakasone sat fyrir svörum á fréttamannafundi eftir kosn- ingarnar margumtöluðu. Sóttu fjölmiðlamennirnir að honum fyrir að hafa krafist afsagnar Ohira 1979 en þráast svo sjálfur við í sömu aðstöðu. „Aðstæður eru eru ekki hinar sömu,“ sagði Nakasone. Hvernig þá? spurði þá einn fréttamaður. En svar fékk hann ekkert. En það er ekki víst að almenningur í Japan vilji nein svör nú, fyrir mestu mun þykja að stjórnarkreppu hefur verið afstýrt. Að minnsta kosti í bili- (Byggt á AP o.fl.) Cudmundur Cudjónsson er blada- iliaður v/Morgunblaðid. Horft bœnaraugum Undanfarna daga hefur Hjálparstofnun kirkjunnar geng- ist fyrir fjársöfnun til handa bágstöddum í Afríku, þar sem óvenju langvinnir þurrkar hafa leitt til hungurs milljóna manna. Þetta litla barn frá Chad ber sultarins greinileg merki, þar sem það horfir bænaraugum inn í linsu ljósmyndarans. Agca bað páfann um fyrirgefningu Róm, 29. desember. AP. MEHMET Ali Agca, sá er gerði til- raun til að ráða páfa af dögum þann 13. maí 1981, bað páfa um að fyrir- gefa sér er þeir hittust á 20 mínútna löngum fundi í Ribibbia-fangelsinu Starfsmaður sendiráðs Jórdana myrt- ur f Madrid Madrid, 29. desember. AP. ÓÞEKKTUR byssubófi skaut í dag á starfsmann jórdanska sendiráðsins í Madrid og særði hann til ólífis. Ann- ar starfsmaður sendiráðsins særðist ■ skotárásinni. Báðir voru á leið frá sendiráösbyggingunni í bifreið. Að sögn lögreglumanns, sem var önnum kafinn við að skrifa sektarmiða á nærliggjandi bif- reiðir er skotárásin var gerð, líkt- ist árásarmaðurinn araba í útliti. Hins vegar gat hann ekki lýst hon- um frekar. Lðgregla leitar árás- armannsins ákaft. í Róm, þar sem Agca afplánar lífs- tíðarfangelsi. Keraur þetta fram á myndum, sem ítalska sjónvarpið tók af fundinum fyrir Vatíkanið. Skýrði dagblaðið Corriera Della Sera í Milanó frá þessu í dag. Að sögn blaðsins hefur það í höndum allt það, sem heyra mátti af samtali páfa og Agca. Samkvæmt afritinu af textanum var það fyrsta sem Agca sagði, að biðja páfa fyrirgefningar á fram- ferði sínu. Eftir það lækkuðu báð- ir róminn, þannig að mjög erfitt var að greina orðaskil, þar sem bæði myndavélin og hljóðneminn voru utan klefans sjálfs. Gæði hljóðupptökunnar eru því lítil. Þó mátti heyra svar páfa, lík- ast til við spurningu Agca um heilsufar hans heilagleika, þar sem hann sagðist vera nokkuð vel á sig kominn, a.m.k. nægilega hress til að sinna starfi sínu. Páfi skýrði fréttamönnum frá því eftir fund hans og Agca, að hann hefði fyrirgefið tilræð- ismanninum, en neitaði að láta uppi hvað þeim fór annars á milli. Miklir kuldar hafa verið i Bandarfkjunum að undanlornu og ávaxtaeknir liggja undir skemmdum. Á myndinni má sjá einn bónda slökkva á olíukynditæki, sem hann notaði til að halda hita á appelsínutrjám sínum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.