Morgunblaðið - 30.12.1983, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.12.1983, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1983 Gullfiskabúrið Grétar Hansson, formaður Lionsklúbbsins á Kjalarnesi, afhendir Hauki Þórðarsyni, yfirlækni á Reykjalundi, blóðgasmælinn. Vinnuheimilið á Reykjalundi: Lionsmenn gáfu heim- ilinu blóðgasmæli FUNDUR Lionsklúbbs Kjalarnesþings á Reykjalundi var hald- inn þann 13. október sl. Tilefni fundarins var afhending á svonefndum blóðgasmæli, sem einkum er notaður við aö mála súrefnismettun í blóði. Tæki þetta er læknum mikil hjálp við mat á ástandi sjúklinga, einkum ef þeir veikjast skyndilega og raunar algjör forsenda fyrir innritun lungnasjúklinga að Reykjalundi. sparnaðinn endurgreiddan með verðmætari útflutningi og bættum efnahag og afkomu í landinu öllu. Tilfærslufé að vestan er ekki ann- að en skyldusparnaður þjóðarinn- ar í Ameríku á síðustu áratugum. Sá sparnaður hefur vissulega gert sitt gagn, en nú er kominn tími til að nota hann heima. í þeim efnum yrði því ekki um neinar endur- greiðslur að ræða. Fullyrða má að til að koma fiskimálastefnu í framkvæmd á næstu árum myndi eigið fé lands- manna, það er skyldusparnaður útgerðar og þó enn frekar í mat- vælaverksmiðjum vestan hafs, vega þyngra en 1200 milljóna króna lán. Lánastofnanir óttuðust varla vanefndir á endurgreiðslum lántaka ef hann byggði á slíkum höfuðstól, ásamt raunhæfum áætlunum án gæsalappa, fyrst sama lántaka er treystandi fyrir 600 milljónum, þó í því tilviki sé Lesefni ístónon skömmtnm! höfuðstóllinn ekki annað en betli- gjöf. Eftir engu að bíða Þessir fjármunir sem um er rætt, samtals nokkrir milljarðar króna, duga til að breyta tugum togara, og einnig línuveiðurum, í frystiveiðiskip, og fjölmörgum fiskvinnsluhúsum í fyrsta flokks matvælaverksmiðjur. Að haf- rannsóknum ógleymdum. Ef til vill líður þessi áratugur undir lok áður en síðasti ísfisktogarinn verði kvaddur. En því fyrr sem byrjað er, því færri verða þeir eft- ir í óbreyttri mynd. Hafa þó gert sitt gagn, svo sannarlega. En tím- arnir breytast og mennirnir með — og einnig togarar. Hvað með gömlu seglarana ... ? Þó óhagkvæmustu skipin yrðu seld úr landi og önnur tekin úr umferð á meðan vinnslu- og frystibúnaði væri komið fyrir, er samt hugsanlegt, að það sem eftir yrði til skiptanna milli skipa á veiðum yrði ekki nóg á meðan aflamarkið er svo lágt sem nú. Þá væri athugandi að leita strax eftir fiskveiðiláni fyrir nokkra togara á erlendum miðum, með veði í fisk- afla næsta góðæris, þrátt fyrir að enn sé ekki fyrirsjáanlegt hvenær það verður. Ef slíkt lán er falt, yrðu enn færri skip eftir um heild- araflann, og kæmi þá meira í hlut ÁTVR á Selfossi: Utsala opnuð „ÞAÐ ERU allar líkur á því að áfengisútsalan á Selfossi verði opnuð um mánaðamótin mars-apríl. Það hefur ekki enn verið gengið frá samningum um kaup á hús- næði undir útsöluna, en það verð- hvers og eins. Að svo komnu máli væri ekki ástæða til fleiri sér- stakra ráðstafana, nema kannski heldur lengri skammtíma veiði- stoppa um stórhátíðir og þegar sól brennur heitast. Þessi aukni afli á hvert skip, þrátt fyrir sama heild- arafla, auðveldaði útgerð greiðslu skyldusparnaðar. Ekki er eftir neinu að bíða, Geirgríma Alberts, flokksmenn og aðrir ábyrgðarmenn fallinna víxla. íslensk sjávarútvegsmál verða ekki leyst úr viðjum með ráðherratilskipunum um séreign- arkvóta á sameign þjóðarinnar. Víxlarnir verða óborgaðir eftir sem áður. Þeir verða aðeins greiddir á þann hátt að fram- leiðslutækin í landinu, togarar sem traktorar og fiskhús sem vatnsvirkjanir, séu rekin með hag- kvæmustum hætti og í samræmi við tækni og rannsóknir hvers tíma. Þannig borguðu þau sig sjálf. Þau eru orðin til af vinnu fólksins í landinu og því í þess þágu, en fólkið varð ekki til vegna þeirra. Það á því ekki að vera hlutskipti hins starfandi manns að þiggja hálf laun fyrir fulla vinnu, en sjá á eftir hinum hlutan- um renna til greiðslu á taprekstri, þó látið sé svo heita á kaupkvitt- uninni að hálfu launin séu full laun. Klárað á lokadegi Alþingis, þá er þursinn íslandskvóti fékk undir sig fæturna. Arni Helgason er sjómadur á Grenivík. í lok mars ur gert í byrjun janúar," sagði Jón Kjartansson, forstjóri ÁTVR, í samtali við Mbl. í gær. Starf útibússtjóra hefur verið auglýst og rennur umsóknarfrest- ur út þann 7. janúar. Um þessar mundir eru að jafn- aði 15 lungnasjúklingar á Reykja- lundi undir umsjón Björns Magn- ússonar lungnasérfræðings. Tækið kostaði um 190 þúsund krónur þegar felld höfðu verið niður aðflutningsgjöld. Þess má geta að á þessum sama fundi af- henti Svavar Gests, umdæmis- stjóri Lionshreyfingarinnar, Guð- mundi Jóhannessyni, fyrrverandi umdæmisstjóra Lion á íslandi, sérstaka viðurkenningu frá al- þjóðaforseta Lionshreyfingarinn- ar fyrir frábær störf. Vinnuheimilið á Reykjalundi þakkar gefendum þessa höfðing- legu gjöf, sem nýtist stofnuninni vel í þeirri grein endurhæfingar á Reykjalundi sem er hvað nýjust, það er endurhæfing lungna- og hjartasjúklinga. (í’réiutilkynnmg.) Amnesty International: Fangar desembermánaðar Líbýa — Tíu fangar Um er að ræða tíu fanga, sem ásamt ellefu öðrum einstaklingum voru handteknir árið 1975. Rétt- arhöld yfir þeim fóru fram í saka- dómi þann 9. nóvember 1976. (Fulltrúi AI var viðstaddur hluta réttarhaldanna.) Nöfn þessara tíu fanga eru: Al-Mehdi Muhammad al-’Adl, Muhammad Muhammad al-’Adl, Oreibi ’Amr Youssef, Ibrahim Mahmoud al Sida’iy, Abdullah AIi al Khouja, Mansour Abdul Salam al Majdoub, Mu- hammad al Makki al Imam, Salih Inna’s Youssef, Muhammad Ali al Shridi og Belgassim Muhammad Abdullah al Sghier (hann var ekki viðstaddur réttarhöldin). Al-Mehdi Muhammad al-’Adl var sakaður um að koma á fót leynilegum samtökum, með stefnuskrá er gengi í berhögg við stefnuskrá Fateh-byltingarinnar 1969, Hinir tuttugu voru sakaðir um að vera meðlimir þessara sam- taka, og allir voru sakaðir um að hafa í frammi áróður gegn Fateh- byltingunni. Ellefu sakborn- inganna voru sýknaðir — en þess- ir tíu ofantöldu voru dæmdir í lífstíðarfangelsi. Sjö þeirra áfrýj- uðu dómnum. Þann 6. mars 1979 kvað hæstiréttur Líbýu upp þann úrskurð að allir þessir tíu væru saklausir af þeim ákærum sem á þá voru bornar — og voru þeir þá látnir lausir úr fangelsi. Saksóknari byltingaröryggis- ráðsins (The Prosecution for the Security of the Revolution) breytti síðar þessum úrskurði og lét hand- taka þá alla aftur í apríl 1979. Hinar „nýju“ ákærur á hendur þeim voru efnislega nákvæmlega eins og hinar fyrri. Fulltrúi AI var einnig viðstaddur hluta af þessum seinni réttarhöldum, en þau fóru fram á tímabilinu janúar til apríl 1980. Al-samtökin fengu síðar í hend- ur óopinber gögn frá Líbýu þar sem greint var frá því að al-Mehdi Muhammad al-’Adl og Muhamm- ad Muhammad al-’Adl hafi verið dæmdir sekir og hlotið lífstíðar- fangelsi, en hinir verið sýknaðir. Allir munu þeir þó enn vera í fangelsi. Al-samtökin telja að þessir menn hafi verið handteknir og dæmdir fyrir að hafa látið í ljósi sínar skoðanir, og látið þannig reyna á sinn rétt sem frjálsra manna. Það að þeir voru hand- teknir aftur, eftir að hafa verið sýknaðir af hæstarétti landsins, brýtur í bága við Alþjóða mann- réttindasáttmálann (the Interna- tional Covenant on Civil. and Pol- itical Rights) gr. 14 (undirgr. 7), en þar er kveðið svo á um að ekki megi refsa eða dæma menn fyrir afbrot sem þeir hafi þegar verið dæmdir fyrir eða sýknaðir af. f Lögbók Líbýu, þætti um glæpamál gr. 416, er svipuð fyrir- bygging skráð. Vinsamlegast sendið kurteis- lega orðað bréf, og biðjið um að þessir tíu fangar verði látnir laus- ir. Sendið bréfið til: ('olonel Mu’ammar al Gaddafi I,eader of the Revolution Tripoli Socialist People’s Libyan Arab Jamahiriya Thailand — Anant Senakhant Anant Senakhant er fyrrver- andi lögregluforingi og munkur. Hann var virkur andstæðingur herlaga í Thailandi, og hefur látið það í ljósi opinberlega, án þess að beita sjálfur eða hvetja til ofbeldis af neinu tagi. Hann afplánar nú 3ja ára fangelsisdóm fyrir drott- insvik (lese majesty). í byrjun þessa árs sagði hann skilið við hina búddísku munkareglu til þess að geta mótmælt tilraunum hers- ins til að breyta stjórnarskránni sér í hag. f mars sl. tók hann þátt í friðsamlegum mótmælaaðgerð- um fyrir utan þinghúsið, sem stóðu þar til þetta hernaðar- frumvarp var fellt. Sá orðrómur gekk í landinu um þetta leyti, að Sirikil drottning og Arthit hers- höfðingi, yfirmaður hersins, hefðu skipulagt kosningar fyrr en ella t.þ.a. tryggja áframhaldandi yfir- ráð hersins í stjórnmálum lands- ins. Þann 29. mars skírskotaði An- ant Senakhant til þessa orðróms og sagði sínum stuðningsmönnum að það væri skylda allra góðra borgara að vernda konungsvaldið gegn meinsömum orðrómi sem þessum. Þann 30. mars var hann handtekinn og dæmdur fyrir drottinsvik, rógburð, móðganir og hótanir í garð konungsfjölskyld- unnar — The Thai Royal Family. Daginn eftir kosningarnar í land- inu var hann látinn laus gegn tryggingu. Þann 23. apríl talaði hann að nýju á samkomu, — og að mati yfirvalda var hann þar að gagnrýna konungsfjölskylduna. Anant var aftur handtekinn þann 27. apríl, og var nú neitað um að verða látinn laus gegn tryggingu. Réttarhöldin yfir honum fóru fram fyrir herdómstóli í Bangkok, og voru þau lokuð. Anant fékk ekki að kalla til sín vitni, og hon- um var neitað um áfrýjun. Hann neitaði alfarið þeim ásökunum á hendur sér þess efnis að hann hafi ætlað að vanvirða konungsfjöl- skylduna. Sagði hann að orð sín væru töluð til þess að reyna að koma í veg fyrir að aðrir notfærðu sér konungdæmið á pólitískan hátt (skv. gamalli hefð taka með- limir konungsfjölskyldunnar ekki þátt í stjórnmálum). Þann 17. ágúst sl. var Anant Senakhant dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar fyrir drottinsvik. Talið er að hann dvelji nú í Lady- aw-fangelsi — og bíði þar eftir öðrum dómi um drottinsvik. Vinsamlegast sendið kurteis- lega orðað bréf og biðjið um að Anant Senakhant verði látinn laus. Sendið bréfið til: General The Right Hon. Prem Tinsulanond Prime Minister Thai Fu Kah Ruilding Nakorn Pathom Road Bangkok 3 Thailand Sovétríkin — Vladimir Balakhonov Vladimir Balakhonov er 48 ára Sovétmaður, fyrrverandi þýðandi. Hann hefur verið samviskufangi sl. ellefu ár. Árið 1972 sótti hann um hæli sem pólitískur flóttamað- ur í Sviss, þar sem hann þá starf- aði á vegum Alþjóða veðurathug- unarstofnunarinnar í Genf. Síðar ákvað hann að fara aftur til Sov- étríkjanna, þar sem fjölskylda hans bjó. Þegar hann hafði fengið loforð sovéskra yfirvalda fyrir því að hann yrði ekki sóttur til saka, þá fór hann frá Sviss. Þann 7. janúar 1973 var hann handtekinn, sakaður um „landráð er komi fram í því að neita að snúa aftur heim frá útlöndum". Hann var dæmdur í tólf ára fang- elsi. Hann er nú í ströngum þrælkunarbúðum í Perm-héraði, og hefur hann ekki fengið neina heimsókn í þessi ellefu ár. Þegar hann sá dóttur sína, Irinu, síðast, þá var hún 10 ára, núna er hún orðin tvítug. Þegar hún sótti um leyfi til þess að heimsækja pabba sinn á síðasta ári, þá drógu yfir- völd leyfið til baka stuttu áður en þau áttu að fá að hittast. Ástæðan fyrir þessu var sögð vera sú, að faðir hennar hefði komið til starfa með eina tölu á búningi sínum óhneppta. Hann vinnur við að setja saman rafmagnsvörur, og er starfið sagt vera heitt, sóðalegt og hættulegt. Árið 1982 þurfti Vladi- mir að þola sérstaka refsingu í a.m.k. 30 daga, og var hann þá m.a. settur í einangrun. Var þetta gert v.þ.a. hann hafði ekki staðist fyllilega þær kröfur sem gerðar voru til hans. í gegnum þessi ár hefur hann reynt að vekja athygli á þeim að- búnaði sem hann og margir aðrir samviskufangar þurfa að þola — og hefur hann borið fram áfrýjun til yfirvalda til handa samföngum sínum. Oft hefur honum verið refsað fyrir þetta, og hefur hann m.a. verið sviptur rétti sínum til bréfaskrifta og settur í „fangelsið" — þ.e. á geðdeildir búðanna (camp’s lock-up). Tvisvar á þess- um ellefu árum hefur hann verið settur í slíkt fangelsi, sem er þyngsta refsing sem menn hljóta f þessum þrælkunarbúðum í Sovét- ríkjunum, og hefur hann þannig verið samtals 6 ár í Vladimir- og Chistopol-fangelsunum. Al-sam- tökin hafa áhyggjur af heilsufari hans. Hann er sagður vannærður, þjást af of háum blóðþrýstingi, bakverkjum og antritis. Vinsamlegast sendið kurteis- lega orðað bréf, og biðjið um að Vladimir Balakhonov verði nú þegar látinn laus úr haldi. Sendið bréfið til: V.V. Naidenov Deputy Procurator General of the USSR Ul. Pushkinskaya 15 a Moskva USSR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.