Morgunblaðið - 22.01.1984, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.01.1984, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1984 fHnriúti Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 20 kr. eintakið. Frumkvæði Vesturlanda Síðasta vika hefur á al- þjóðavettvangi einkennst af því að forystumenn vest- rænna ríkja hafa varpað fram nýjum hugmyndum og tillög- um um leiðir til afvopnunar og til að hefja nýtt tímabil í samskijptum austurs og vest- urs. A mánudaginn flutti Ronald Reagan, forseti Bandaríkjanna, ræðu sem markar þáttaskil í afstöðu stjórnar hans til Sovétríkj- anna vegna sáttfýsinnar sem einkenndi hana. Daginn eftir, þriðjudag, hófst Stokkhólms- ráðstefnan eða Afvopnunar- ráðstefna Evrópu. George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fylgdi ræðu Reagans þá eftir. Á miðviku- daginn talaði síðan Andrei Gromyko, utanríkisráðherra Sovétríkjanna. Ræða hans bar sáttfýsi við Bandaríkin síður en svo vitni: „í stuttu máli,“ sagði Gromyko „er nú- verandi ríkisstjórn Banda- ríkjanna, ríkisstjórn, sem hugsar aðeins um styrjaldir og hegðar sér samkvæmt því.“ Þennan sama miðvikudag ræddust þeir síðan við í fimm klukkustundir Shultz og Gromyko. Eftir þann fund gáfu talsmenn Bandaríkja- stjórnar til kynna að ekki væri með öllu útilokað að þoka Sovétmönnum frá þeirri þrjósku sem þeir hafa sýnt síðustu vikur og mánuði. í ræðu sem Geir Hallgríms- son, utanríkisráðherra, flutti á Stokkhólmsráðstefnunni á fimmtudag dró hann upp mynd af stöðunni í samskipt- um austurs og vesturs með þessum orðum: „Hernám Af- ganistan og ákvörðun Sovét- ríkjanna að hætta þátttöku í Genfarviðræðunum um tak- mörkun meðaldrægra kjarna- flauga í Evrópu spilla alvar- lega fyrir frekari viðleitni til takmörkunar vígbúnaðar og afvopnunar og geta komið í veg fyrir árangur af þessari ráðstefnu. Áherslu ber því að leggja á, að hefja aftur var- anlegar viðræður austurs og j vesturs og því fremur, sem þær liggja nú niðri að öðru leyti en á þessari ráð- stefnu... Markmið okkar er að sjálfsögðu að afnema öll kjarnorkuvopn samhliða ann- arri gagnkvæmri afvopnun undir tryggu eftirliti." Þessi lýsing Geirs Hall- grímssonar á stöðunni milli austurs og vesturs er raun- sönn og markmiðið sem hann setur hlýtur að vera keppi- kefli allra sem vilja losa mannkynið undan þeirri ógn sem af kjarnorkuvopnunum stafar. En það markmið næst ekki nema við aðrar aðstæður en nú ríkja í okkar heims- hluta. Geir Hallgrímsson sagði réttilega: „Jafnvægis- leysi, hvort sem um er að ræða venjulegan vopnabúnað eða kjarnorkuvopnabúnað í Evrópu getur verið mesta ógnun við friðinn. Traust byggist nú ekki síst á því ör- yggi, sem valdajafnvægi og virðing fyrir sjálfsákvörðun- arrétti ríkja veitir." Að baki Stokkhólmsráð- stefnunni býr sú hugmynd að með því að efla traust milli ríkja og draga úr tortryggni sé unnt að skapa forsendur fyrir raunhæfri afvopnun. í þessum anda er frumkvæði Vesturlanda á ráðstefnunni. Úr því að NATO-þjóðunum tókst ekki að fá Sovétmenn til þess að fjarlægja SS-20-eld- flaugarnar sem ógna Vestur- Evrópu var fyrir árslok 1983 hafist handa við að koma bandarískum kjarnorkueld- flaugum fyrir í Vestur- Evrópu. Þar með var komið í veg fyrir jafnvægisleysið sem SS-20-flaugarnar ollu og nú telja NATO-ríkin sig betur í 1 stakk búin en áður andspænis Sovétríkjunum hvernig sem á málin er litið. Frumkvæði þeirra á Stokkhólms- ráðstefnunni verður einnig að skoða í þessu ljósi. Ef hug- myndir friðarhreyfinganna hefðu orðið ofan á í Vestur- Evrópu og Bandaríkjunum, það er að segja sú skoðun að með einhliða aðgerðum í af- vopnunarmálum ættu Vestur- lönd að tryggja friðinn væri andrúmsloftið annað í Stokkhólmi, fulltrúar vest- rænna ríkja hefðu þá talið sig eiga undir högg að sækja gagnvart Sovétmönnum. Talsmenn friðarhreyf- inganna leggja höfuðkapp á hernaðarógnina sem af kjarn- orkuvopnunum stafar og á Stokkhólmsráðstefnunni eru það ræðumenn frá kommún- istaríkjunum sem tala eins og heimsslit séu á næsta leiti sé ekki farið að tillögum þeirra. Fulltrúar lýðræðisríkjanna standa öðru vísi að málum. Þeir viðurkenna að kjarn- orkuvopn séu ógnvænleg og segja að markmiðið sé að út- rýma þeim, ekki vegna þess að heimurinn sé á barmi glöt- unar heldur vegna hins að ekki væri unnt að fá betri staðfestingu en brotthvarf vopnanna fyrir því að raun- verulegur árangur hefði orðið í viðleitninni við að efla traust og draga úr tortryggni milli þjóða. Ræður fulltrúa lýðræðisríkjanna miða að því að fá ráðamenn kommúnist- aríkjanna til að breyta um stefnu. Ræður kommúnista- foringjanna miða að því að reka fleyg á milli Bandaríkj- anna og annarra lýðræðis- ríkja. Með því að draga upp hryllilega mynd af stríðsæs- ingarmanninum Ronald Reag- an var Gromyko að reka áróð- ur gagnvart Vestur-Evrópu- búum og kjósendum bæði þar og í Norður-Ameríku. Á meðan Sovétmenn breyta ekki um stefnu, átta sig til dæmis ekki á því að þeir töp- uðu í áróðursstríðinu um Evrópueldflaugarnar og þeim mistókst að nota það mál til að spilla sambandi Banda- ríkjanna við bandamenn sína er þess ekki að vænta að frumkvæði Vesturlanda á Stokkhólmsráðstefnunni beri nokkurn árangur. ►♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦< Rey kj a víkurbréf ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Laugardagur 21. janúar ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦< Ráðuneyti Bjarna Benediktssonar á ríkisráðsfundi. Magnús Jónsson Magnús Jónsson, fyrrum fjár- málaráðherra, var mikilhæfur stjórnmálamaður og skildi eftir sig spor hvarvetna þar sem hann kom við sögu. Hann var einlægur og hreinskiptinn maður, hélt fast við sitt, en þurfti samt ekki að standa í útistöðum við aðra vegna skoðana sinna sem hann fór ekki í launkofa með. Allir þessir kostir komu sér einstaklega vel á merk- um stjórnmálaferli hans og þá ekki sízt meðan hann var einn af helztu forystumönnum Sjálfstæð- isflokksins. Hann naut virðingar og vinsælda, enda sá hann vel um þann garð sem honum var trúað fyrir að yrkja og gerði það án þess að berast á við öll möguleg og ómöguleg tækifæri eins og þeim hættir oft til sem eru og þurfa að vera í sviðsljósinu og þá ekki sízt þeim sem eiga starf sitt og köllun undir almenningsáliti og atkvæð- um sundurleitra hópa þjóðfélags- ins. Á bak við Magnús Jónsson stóð mikilhæf kona og heimili þeirra var honum sá griðastaður sem stóð hjarta hans næst, ekki sízt í annasömum stjórnmála- störfum og erilsömu starfi banka- stjóra sem ekki getur orðið við öll- um óskum hvort sem honum líkar betur eða verr. Vinátta sterkur bakhjarl En einn sterkasti eðliskostur Magnúsar Jónssonar frá Mel var samt drengskapur hans og heið- ríkja vináttunnar sem Stefán Hilmarsson bankastjóri, sam- starfsmaður Magnúsar um langt skeið, minnist á í grein um Magn- ús hér í Morgunblaðinu í gær: „Þrátt fyrir þolrifin sterk var Magnús að eðlisfari blíður maður og jafnvel viðkvæmur, og eitt hið fegursta í fari hans að mínum dómi var vináttan, umhyggjan og tryggðin, sem jafnan setti svip sinn á dagfar hans. Vinátta hans var tær og opinská, heilagt mál, og ég hygg að honum hafi þótt vænna um vini sína en öðrum mönn- um ...“ Ritstjórar Morgunblaðsins nutu þess að vera í vinarhúsi hjá Magn- úsi Jónssyni og Morgunblaðið átti hauk í horni þar sem hann var. Það átti samleið með honum um langt skeið í þjóðfélagsbaráttu og höfundar Reykjavíkurbréfs áttu vart auðveldara með annað en styðja hann á meðan hann stóð í orrahríð stjórnmálabaráttunnar. Hann var sanngjarn en hrein- skiptinn vinur, hafði oft samband við okkur, til að heyra í okkur hljóðið og láta einnig skoðanir sín- ar í ljósi, en þó aldrei þannig að neinn hefði annað á tilfinningunni en þar væru jafningjar að ræðast við. Þegar dr. Gunnar Thoroddsen lézt í fyrrahaust hringdi Magnús Jónsson í annan ritstjóra Morgun- blaðsins nokkrum vikum síðar og sagði að hann hefði saknað þess að ekki hefðu birzt nokkrar línur um dr. Gunnar í Reykjavíkurbréfi. Hann fékk það svar að um dr. Gunnar hefði verið fjallað í for- ystugrein Morgunblaðsins og því hafi ekki verið talin ástæða til að minnast hans einnig í annarri for- ystugrein, Reykjavíkurbréfi. Hann tók þessu vel og sagðist nú skilja ástæðu þessa en hann væri vanafastur og ætti ávallt von á því að nokkur orð væru rituð í Reykjavíkurbréfi um merka menn að þeim látnum. Þá sögðum við Magnúsi að dregið hefði úr slíkum skrifum og tók hann því vel eins og öðrum málum sem hann færði í tal við ritstjóra blaðsins. En vegna þessa samtals þykir okkur nú rétt- ara að minnast Magnúsar í upp- hafi þessa Reykjavíkurbréfs með þakklæti fyrir vináttu hans, drengskap og heiðarleika, en þá ekki sízt holl ráð, stundum á erfið- um tímum bæði fyrr og síðar. Fjármála- stjórn Magnúsar frá Mel Það er rétt sem Þorsteinn Páls- son, formaður Sjálfstæðisflokks- ins, segir að störf Magnúsar Jóns- sonar mörkuðu djúp spor í sögu Sjálfstæðisflokksins og hann áorkaði miklu í þágu þjóðar sinn- ar. Um langan tíma var helztu málum þessa lands ekki ráðið án þess hann kæmi við sögu, eins og formaður Sjálfstæðisflokksins kemst að orði. En það er einnig ástæða til að minnast hér á um- mæli Jóhannesar Nordal um gifturík störf Magnúsar frá Mel meðan hann var fjármálaráðherra ríkisins. Hann segir þessi athygl- isverðu orð: „Á þessu tímabili skiptust á skin og skúrir í þjóð- arbúskap íslendinga, fyrst hástig síldarævintýrisins fyrir Aust- fjörðum og síðan á árunum 1967 og 1968 mesta hrun útflutnings- tekna, sem íslenzka þjóðarbúið hefur orðið fyrir á svo skömmum tíma. Það var hvorki auðvelt né öfundsvert að vera fjármálaráð- herra á þessum árum, en þá sýndi Magnús Jónsson bezt stjórnsemi sína og þrautseigju. Er ég viss um, að enn hafi fáir metið til fulls,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.