Morgunblaðið - 22.01.1984, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 22.01.1984, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1984 Dr. Jakob Jónsson frá Hrauni áttræður: Sýning í Kristalsal um þrjú leikskáld úr sömu fjölskyldunni í TILEFNI áttræðisafmælis dr. Jak- obs Jónssonar frá Hrauni hefur ver- ió sett upp sýning í Kristalsal l>jóó- leikhússins fyrir leikhúsgesti. Á sýn- ingunni eru Ijósmyndir úr ýmsum uppfærslum á leikritum dr. Jakobs og leikritum eftir börn hans, Svövu Jakobsdóttur og Jökul Jakobsson. Þar eru ennfremur gamlar leikskrár og ýmis handrit aó leikritum dr. Jak- obs, aó því er segir í frétt frá Þjóó- leikhúsinu. Þar segir ennfremur: öldinni að þrír leikritahöfunda'r komi úr einni og sömu fjölskyld- unni — og að verk eftir þá alla séu á fjölunum samtímis í borginni, en Þjóðleikhúsið sýnir um þessar mundir Tyrkja-Guddu, eftir dr. Jakob, og Lokaæfingu, eftir Svövu, meðan Leikfélag Reykjavíkur er með sýningar á Hart í bak, eftir Jökul. Myndin er frá opnun sýningar- innar. Það er líkast til einsdæmi í ver- Fríkirkjan í Reykjavík: Átta predikan- ir úr Jobsbók Tilboð óskast — Tilboð óskast Á NÆSTUNNI mun safnaðarprestur Fríkirkjunnar í Reykjavík flytja 8 prédikanir út frá textum í Jobsbók í Gamla testamentinu, einhverju dýr- legasta ljóði heimsbókmenntanna samanlagðra. Þessi mikli ljóðabálkur Gunnar Björnsson, fríkirkjuprestur. fjallar um vandamál þjáningarinnar. Þar segir frá Job, góðum og grand- vörum manni, sem verður fyrir gífur- legu andstreymi: Eigum hans er stol- ið, vinnufólkið drepið og börn hans farast í ofviðri. Sjálfur verður Job hræðilegum sjúkdómi að bráð. Allt þetta mótlæti ber gamli maðurinn af karlmannlegu æðruleysi. Það er fyrst, þegar vinir hans þrír koma í heimsókn og hanga yfir honum í viku og gera sig enda líklega til að dvelja í aðra viku, það er þá fyrst, sem Job lýkur sundur munni og bölvar fæð- ingardegi sínum. Af hverju deyr ungur maður úr krabbameini, en gamlir og vankaðir menn virðast ætla að verða eilífir á elliheimilunum? Af hverju aka þrælmenni um á kádiljákum meðan lítil börn deyja úr hungri? Vinir Jobs stinga upp á sínum svörum við slík- um spurningum, en Guð þegir. Kannski lætur Guð það vera að út- skýra hlutina, af því að hann veit, að Job þarf I rauninni ekki á neinni skýringu að halda. Þótt Job vissi ástæðu mótlætis síns, þyrfti hann eftir sem áður að horfa á auð sæti barna sinna við morgunverðarborðið, hann þyrfti áfram að burðast með sjúkdóm sinn. I stað þess að útskýra, birtir Guð Job auglit sitt og Job seg- ir: „Ég þekkti þig af afspurn, en nú hefur auga mitt litið þig.“ Það er greinilegt, að i islenska skammdeginu þurfum við á trú og trausti að halda. Við þurfum að þreyja þorrann og góuna með ein- hverjum ráðum. Fyrsta prédikunin, „Hann endur- nýjar trú mína“, verður haldin sunnudaginn 22. janúar í guðsþjón- ustu kl. 14.00, en hin síðasta á páska- dag, 22. apríl. Ég vona, að áhuga- menn um lif í trú sæki guðsþjónust- urnar. Gunnar Björnsson fríkirkjuprestur. Félag___________ járniðnaðarmanna Allsherjar- atkvæðagreiðsla Ákveöiö hefur veriö aö viöhafa allsherjar- atkvæöagreiöslu viö kjör stjórnar og trún- aöarmannaráös Félags járniönaöarmanna fyrir næsta starfsár, Tillögum um skipan stjórnar og trúnaö- armannaráös skal skila til kjörstjórnar fé- lagsins í skrifstofu þess aö Suöurlands- braut 30, 4. hæö ásamt meömælum a.m.k. 85 fullgildra félagsmanna. Tillögur eiga aö vera um 7 menn í stjórn félagsins og auk þess um 14 menn til viðbótar í trúnaöarmannaráö og 7 vara- menn þeirra. Frestur til aö skila tillögum um skipan stjórnar og trúnaöarmannaráös rennur út kl. 18.00 þriöjudaginn 31. janúar nk. Stjórn Félags járniðnaöarmanna Tilboö óskast í Ford Bronco II, árgerö 1984 (XLT) og Ford Bronco 1982 Bifreiöirnar veröa á útboöi þriöjudaginn 24. janúar nk. í bifreiöasal Sölu varnar- liöseigna, Grensásvegi 9, kl. 12—15. Bifreiðarnar veröa enn fremur til sýnis mánudaginn 23. janúar á sama stað. Sala varnarliöseigna. Vidskiptamenn Sportmarkaðarins athugið Hinn 8. nóv. sl. urðu eigendaskipti á Sportmarkaðnum sf., Grensásvegi 50. Var sérstaklega samið um að allar skuldbindingar fyrri eigenda væru nýjum eigendum óviðkomandi vegna þessa og er þeim sem af- hentu Sportmarkaðnum vörur í umboðssölu fyrir áðurgreint tímabil og hafa ekki enn fengið greiðslu bent á að snúa sér til Guðmundar Hjart- arsonar, Engihjalla 11, Kópavogi, sími 42873. Fyrir hönd Sportmarkadarins Sigurdur Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.