Morgunblaðið - 22.01.1984, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1984
Litiö inn á æf-
ingn Studenta-
leikhússins á
Jakobi og meist-
aranum, eftir
tékkneska skáld-
ið Milan Kund-
era
Leikstjórinn, Sigurður Páls-
son, fylgist af alúö með öllu
sem gerist á sviðinu og held-
ur á sér hita með sykurmola.
tíma og því verður að koma
þannig fyrir, að hver einstakur
þáttur fléttunnar haldi sér án
þess þó að heildin gliðni. Það er
mjög áhugavert að finna lausnir
á þeim vandamálum sem sviðs-
setning á svona verki hefur í för
með sér.
Það, sem mér finnst athyglis-
vert við Stúdentaleikhúsið, er að
það sækir sinn kraft í vissa
landamærastöðu í leiklistinni,
m.a. vegna þess að hér koma
saman atvinnu- og áhugaleikar-
ar. Slíkt hefur auðvitað bæði
kosti og galla, getur verið veik-
leiki en veldur jafnframt vissri
sérstöðu. Sem dæmi get ég nefnt
leikmyndina. Fólk, sem hefur
áhuga á leikmyndagerð, getur
ekki lært hana hér heima og fær
ekki tækifæri til þess að spreyta
sig hjá atvinnuleikhúsunum. En
hér bjóðast slík tækifæri og ég
er mjög ánægður með það hvern-
ig til hefur tekist með þann þátt
í þessari sýningu. Leikmyndin
„Leikrit um ást, girnd og
heimspekilegar spurningar“
Stúdentaleikhúsið lætur
ekki deigan síga og er ekk-
ert lát á starfsemi þess nú
íánuðum. Á fimmtudaginn
kemur, þann 26. þ.m., frumsýnir
það eina viðamestu leiksýningu
sína til þessa, Jakob og meistar-
ann, eftir tékkneska höfundinn
Milan Kundera, þýtt af Friðrik
Rafnssyni.
Þrátt fyrir kulda, sem teygði
klær sínar inn í húsið, var æft af
miklum krafti er blm. leit inn í
Tjarnarbæ á dögunum, fylgdist
með „rennslinu", sem mun vera
eitt heitið yfir æfingu á fagmáli,
og spjallaði að því loknu við leik-
stjórann, Sigurð Pálsson, í
„fæðuöflunarrými", þ.e. mat-
arhléi.
Leikendur í Jakobi og meistar-
anum eru tæplega tuttugu tals-
ins en alls koma hátt á fjórða
tug vaskra manna og kvenna við
sögu sýningarinnar. Aðalhlut-
verkin eru í höndum tveggja
ungra atvinnuleikara, Helga
Björnssonar (Jakob) og Arnórs
Benónýssonar (meistarinn).
Helgi útskrifaðist frá Leiklist-
arskóla íslands í vor sem leið og
hefur víða komið við síðan, m.a.
leikur hann í kvikmyndinni At-
ómstöðinni, sem frumsýnd verð-
ur innan tíðar, og hjá Alþýðu-
leikhúsinu á sýningum, sem nú
eru að hefja göngu sína á Hótel
Loftleiðum. Arnór lék einnig í
Atómstöðinni, en í annarri upp-
færslu, hjá Leikfélagi Akureyr-
ar. Þá hefur hann talsvert feng-
ist við leikstjórn, nú síðast
leikstýrði hann dagskránni
Draumar í höfðinu hjá Stúd-
entaleikhúsinu.
Um leikmynd og búninga sér
Guðný Richards og tónlistin í
verkinu er flutt af fiðluleikaran-
um Eyjólfi Alfreðssyni.
„Þaö er vel við hæfi að sýna
þetta verk á því herrans ári
1984,“ segir leikstjórinn, Sigurð-
ur Pálsson, „því meðferðin, sem
höfundur þess mátti sæta í
heimalandi sínu, gæti verið tek-
in úr samnefndri bók. Eftir inn-
rás Rússa í Tékkóslóvakíu 1968
var honum gert ókleift að lifa og
starfa í Prag. Hann var stimpl-
aður einn þeirra menntamanna
sem hvað mesta hlutdeild áttu í
„vorinu í Prag" og viðbrögð yfir-
valda voru á þá lund að hann var
settur á svartan lista. Honum
var ekki misþyrmt eða hótað öllu
illu, heldur var skapað algert
tómarúm í kringum hann. Nafn-
ið hans tekið úr símaskránni og
öllum, sem þekktu hann, skipað
að láta sem hann væri ekki til.
Einnig voru bækur hans fjar-
lægðar úr almenningsbókasöfn-
um og verslunum og Kundera
var því í raun og veru ekki til í
Tékkóslóvakíu eftir ’68. Árið
1975 varð ástandið honum um
megn og hann hélt ásamt konu
sinni í útlegö til Frakklands. Þar
býr hann enn og er orðinn
franskur ríkisborgari. Það sem
ég held að hafi haldið Kundera
uppi er kímnigáfan," segir Sig-
urður, „þessi örvæntingarhúmor,
sem getur haldið lífinu í þeim
sem eru ofsóttir og er t.d. mjög
sterkur meðal gyðinga."
í formála að Jakobi og meist-
aranum segir höfundurinn líka á
einum stað: „Ætti ég að gera
sjálfum mér skil, myndi ég segj-
ast vera gleðimaður sem er fang-
inn í heimi sem hefur orðið
stjórnmálum og hugmynda-
stefnum að bráð.“ Kundera
styðst við skáldsögu Diderots,
Jacques le fatalist, eða Jakob ör-
lagatrúar í leikritinu um Jakob
og meistarann og um það segir
hann í formálanum: „Hjá Dider-
ot segja fimm sögumenn sögur
og grípur hver fram í fyrir öðr-
um: Höfundurinn sjálfur (sem
ræðir við lesandann), Meistarinn
(sem ræðir við Jakob), Jakob
(sem ræðir við meistara sinn),
húsfreyjan (sem ræðir við
áheyrendur sína) og markgreif-
inn af örk. Samræðan (snilld-
arvel úr garði gerð) er öllum sög-
unum sameiginleg. En sögumenn
segja frá sögunum um leið og
þeir ræða saman — samræðurn-
ar eru inni í samræðum — og
fyrir vikið verður skáldsagan öll
eitt risavaxið og hávært samtal.
Skáldsaga Diderots er
sprengfull af ósvífnu og óhömdu
frelsi og kynhrifum, sem ekki
leita skjóls í viðkvæmni ... í
Jakobi örlagatrúar felst róttæk-
asta afneitun heimsbókmennt-
anna á blekkingunni við raunsæ-
ið og á fagurfræði svonefndrar
sálskoðandi skáldsögu." Að lok-
um segir Kundera að Jakob og
meistarinn sé þó engin „yfir-
færsla á skáldsögu Diderots,"
heldur „mitt eigið leikrit, mitt
eigið tilbrigði við Diderot, eða
allt eins, þar eð aðdáun var hvati
verksins, til heiðurs Diderot."
Jakob og meistarinn er eina
leikrit Kunderas til þessa og
kveðst hann hafa skrifað það
ánægjunnar vegna „og ef til vill í
óljósri von um aö einhvern tím-
ann yrði hægt að setja það á svið
i tékknesku leikhúsi, undii
nafni, sem yrði fengiö aö láni.“ í
stað undirskriftar dreifði Kund-
era því tilvisunum í önnur verk
sín um texta leikritsins En aldr-
ei varð af sýningum á Jakobi og
meistaranum I heimalandinu.
Svo fór aö höfundurinn kom
þeim úr landi og hefur verkið nú
verið sýnt m.a. í París og Genf
við afar góðar undirtektir.
„Þetta leikrit er mjög
skemmtilega uppbyggt," segir
Sigurður Pálsson, er talið berst
að uppfærslu Stúdentaleikhúss-
ins. „Það felur í sér frjálslega
meðferð því í því fléttast saman
fleiri en ein saga, rúm, tími og
staður.
Margir atburðir gerast á sama
Jakob (Helgi Björnsson) og
meistarinn (Arnór Benónýs-
son) í mikilli sennu yfir höf-
uðsvöröum besta vinar
meistarans, sem leikinn er af
Kjartani Bergmundssyni.
virðist kannski ekki vera ýkja
flókin við fyrstu sýn, enda á hún
ekki að gera það, heldur þjóna
sýningunni og öllum þáttum
hennar. Frásagnartækni í leik-
ritum er nokkuð, sem ég hef
mikinn áhuga á og ég er mjög
ánægður með það hvernig leik-
myndin styður við bakið á þeirri
frásagnartækni, sem notuð er í
sýningunni.
Leikritið fjallar meira og
minna um ástir og mislukkaðar
girndir, svo og ýmsar heimspeki-
legar spurningar eins og þá,
hvort nokkur ráði gerðum sín-
um. Svo fjallar það auðvitað um
húsbónda og þjón, eins og svo
ótalmargar sögur í vestrænni
menningu, allt frá Don Kíkóta
og Sankó Pansa til Vladimirs og
Astragons í Beðið eftir Godot.
Eins og öll góð leikrit fjallar
það líka um leikrit. Öll marktæk
list fjallar að einhverju marki
um listina, sem kemur engan
veginn í veg fyrir að hún geti
þjónað öllum mögulegum til-
gangi þó að hún fjalli um sjálfa
sig í leiðinni," segir Sigurður. En
hann er annar tveggja höfunda,
sem Þjóðleikhúsið hefur ráðið til
leikritasmíðar nú nýverið og
þykir því tilheyra að spyrja
hvernig það verk leggist í hann.
„Mjög vel,“ segir hann. „Ég er að
velja milli tveggja hugmynda og
þróa væntanlega aðra þeirra
áfram. Síðan er þaö leikhússins
aö skera úr um hvort þaö tekur
verkið til sýningar þegar þar að
kemur. En ég held að þetta fyrir-
komulag sé nokkuð sem allir
geta verið ánægðir með.“
Að lokum kemst Sigurður auð-
vitað ekki hjá því að svara
spurningunni „Er Jakob og
meistarinn að þínu mati
skemmtilegt verk?“
„í hreinskilni sagt, þá finnst
mér það,“ segir Sigurður, „eins
og landabruggarar á norðaust-
urhorninu segja: „Það er fótur í
því.““
HHS.