Morgunblaðið - 22.01.1984, Side 28

Morgunblaðið - 22.01.1984, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1984 Alþingi í skugga aflabrests: „Rekstrargrundvallarræfillinn“ Þungavigtarfyrirbæri í þjóðarbúskapnum Þorskurinn er þungavigtarfyrirbæri í þjóðarframleiðslu, þjóðartekjum og lífskjönim íslendinga. Sá harði gjaldeyrir sem við greiðum innfluttar nauðsynjar með, innflutta fjárfestingu, erlendar skuldir og utanferðir, svo fátt eitt sé nefnt, er að bróðurparti frá honum kominn. Hann hefur og sett það strik í reikning þjóðlífsins sem verður helzti höfuðverkur landsfeðra þá þing það hefur störf sem kemur úr „fríi“ á morgun. Hver verða verkefni Alþingis fyrstu þing- vikurnar Alþingi sem hefur störf á morgun kemur saman við ríkj- andi óvissu í efnahags-, at- vinnu- og kjaramálum. Þing- störfin munu væntanlega mótast af þessum vanda sem rætur á í aflasamdrætti með til- heyrandi áhrifum á atvinnu fólks og þjóðartekjur, sem og framvindu í samningum aðila vinnumarkaðarins. Alþingi fslendinga kemur saman til starfa á morgun, mánudag, eftir drjúglangt jóla- frí. Flestir þingmenn, einkum strjálbýlisþingmenn, hafa að hluta til varið þessu „fríi“ heima í kjördæmum sínum, bæði til að gera umbjóðendum grein fyrir þingstörfum það sem af er vetri, hver frá sínum sjón- arhóli séð, og heyra grasrót- arhljóðið, ef nota má það ný- tízkulega orð. Ráðherrar hafa væntanlega notað tímann vel til að fara ofan í sauma á viðfangsefnum, sumum stórum og vandmeð- förnum, bæði n;eð svokölluðum hagsmunaaðilum og sérhæfðu starfsliði ráðuneyta, og til að samræma sjónarmið og styrkja samstöðu stjórnarþingmanna og flokka. Ekki hefur af veitt að kortleggja stefnuna, hvern veg sigla skuli ýmsum örlagamálum fram hjá skerjum sundurlyndis — í meðförum Alþingis — og heilum í höfn. Alþingi kemur að þessu sinni saman í skugga mikillar óvissu. Óvissuþættirnir snerta einkum efnahags-, atvinnu- og kjara- mál. Það hefur að vísu tekizt að keyra verðbólguna niður, og það er vel. Óvissan í framvindu kjarasamninga setur hinsvegar stórt spurningarmerki aftan við þá staðhæfingu. Það er mjög auðvelt að glutra niður þeim árangri, kveða upp verðbólgu- drauginn og magna hann meira en nokkru sinni. Og satt bezt að segja hefur okkur íslendingum tekizt slíkur gjörningur oftar og „betur" en flestum öðrum. Það tókst að koma á kvótalög- um síðla aðventu. Útfærslan er hinsvegar hulin almannasjón- um, ef hún liggur þá fyrir, og uggur er víða í útvegi af þeim sökum. Og svo er það „rekstr- argrundvallarræfillinn", eins og Skúli Alexandersson, alþingis- maður, komst svo hnyttilega að orði; hann er enn ófundinn. Aflasamdráttur sá sem við blasir 1984 eykur ekki líkur á að hann finnist, né ófrágengnir kjarasamningar. Sterkar líkur benda og til aukins atvinnuleys- is ef fer sem horfir um afla- brögð. Sjávarútvegsdæmið vegur ef- laust þyngst í hugum manna, þegar hugsað er til þingstarfa sem fram undan eru. Úr því dæmi fær þjóðin þrjá fjórðu út- flutningsverðmæta sinna og gjaldeyristekna. Þjóðartekjur, sem lífskjörum ráða í raun, eru að drýgstum hluta sjávarfang. Það er hægt að gera kjarasamn- inga út fyrir ramma þjóðar- Kynningarfundur Rósarkrossreglunnar Rósarkrossreglan heldur kynn- ingarfund fyrir almenning þriðju- daginn 24. janúar nk. Fundurinn verður haldinn í Bolholti 4, 4. hæð, og hefst klukkan 20:30. Fluttur verður fyrirlestur og fólki gefinn kostur á að bera fram fyrirspurnir. Rósarkrossreglan er hreyfing með mannræktarsjónarmið að leiðarljósi, og vill stuðla að bættu heilbrigði, hamingju og friði mannkynsins. Rósarkrossmenn leggja áherslu á, að hamingja framtíðarinnar veltur á, hvað við gerum hér og nú fyrir aðra, sem og fyrir okkur sjálf. í öðru lagi er markmið reglunn- ar að gera mönnum kleift að lifa hreinu, heilbrigðu og óspilltu lífi. Vera frjáls og óbundnir af þján- ingum, sem komast má hjá með þekkingu Karma-lögmálsins. Starfsemi reglunnar byggist á fræðslu, námi og rannsóknum á þeim efnum, er taka til lögmála náttúrunnar og hins guðlega. Markmiðið er að gera félagsmenn þess umkomna að veita hjálp, meiri en ella, þeim sem þarfnast eða óska hjálpar og aðstoðar. Allir félagar eru skuldbundnir til að inna af hendi óeigingjarna þjónustu, án nokkurrar vonar um annan ábata en að uppskera auk- inn eigin þroska, og að vinna að undirbúningi sjálfra sín fyrir há- leit ætlunarverk. — Þá gefst föst- um félögum kotur á heimanámi. Námsefnið er m.a. á ensku, dönsku, sænsku, þýsku og frönsku. Þeir sem óska nánari upplýs- inga varðandi þetta nám, geta snúið sér beint til Rósarkrossregl- unnar. (FrétUtilkynning) Ný vöruafgreiðsla Þeim sem senda okkur vörur úr Reykjavík skal bent á, aö viö önnumst alla flutninga sjálfir. Frá 1. janúar 1984 flyst vöruafgreiðsla okkar af Vöruflutninga- miöstööinni á afgreiöslu Landflutninga hf. Skútuvogi 8,104 Reykjavík. Sími 84600. Önnumst einnig vöruflutninga fyrir aöra aöila á leiö- inni Reykjavík — Borgarnes Daglegar feröir eru frá okkur á flesta bæi í Borgar- firöi og á sunnanverðu Snæfellsnesi. KAUPFELAG BORGFIRÐINGA Borgarnesi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.