Morgunblaðið - 22.01.1984, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 22.01.1984, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1984 Ur heimi kvikmyndanna Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Flestum mun hafa ofboðið ósvífni kapalkerfiseigendanna í Breiðholtinu sem sýndu hina um- töluðu mynd The Day After í hundruðum heimilistækja fáein- um dögum áður en myndin var frumsýnd í Bióhöllinni. Tjón eig- enda sýningarréttar myndarinnar hérlendis (Bíóhallarinnar) er geysilegt og þá ekki ólíklegt að ríkiskassinn hafi tapað á þessum eina glæp hátt á annað hundrað þúsund krónum. Þetta er e'itt af mörgum dæm- um um hliðstæð brot en nú hafa eigendur Bíóhallarinnar ákveðið að iáta sverfa til stáls og reyna að koma lögum yfir þessa afbrota- menn nútímans. Bandaríkjamenn standa nú á öndinni yfir hugsanlegum yfirtök- um ástralska blaðakóngsins Rup- ert Murdochs á Warner Com- munications, en það er einn stærsti risinn i skemmtiiðnaðin- um þar vestra. Á auk Warner. Bros Warner Books og fleiri bókaútgáfur, Mad magazine, At- ari, New York Cosmos, fótbolta- klúbbinn fræga, svo nokkuð sé nefnt. Murdoch hefur þegar söls- að undir sig nokkur stærstu blöð Vesturheims eins og New York Post, New York Magazine og Vill- age Voice. Menn eru farnir að velta því fyrir sér hverjir séu líklegastir Oskarsverðlaunahafar fyrir frammistöðu sína á tjaldinu á síð- asta ári. Þessir eru taldir koma sterklega til greina: Sam Shepard, The Right Stuff; Al Pacino, Scar- face; Tom Conti, Reuben, Reuben; Ben Kingsley, Betrayal og Micha- el Caine fyrir Educating Rita. Þá er Jack Nicholson talinn munu hljóta hnossið fyrir besta leik í aukahlutverki í einni vinsælustu myndinni þar vestra í dag, Terms of Endearment. Af kvenfólkinu er Meryl Streep sigurstrangleg vegna frábærs leiks í Silkwood, sem jafnframt er ein mest sótta myndin um þessar mundir. Nú standa yfir sýningar á myndinni Njósnabrellur (undirr. mmihi Heillakarlinn Jack Nicholson ku vfst stela senunni frá þeim Shirley MacLaine (er með honum á myndinni) og Debru Winger, í einni af bestu og vinsælustu mynd Bandaríkjamanna um þessar mundir, Terms of Endearment. Þeir eru margir sem telja að Meryl Streep hafi aldrei verið betri en í hlutverki rannsóknarblaðakon- unnar Karen Silkwood í sam- nefndri mynd Mike Nichols. hefur ekki enn haft tækifæri til að líta hana augum), en hún ætti að snerta þjóðernisrembing okkar dulítið, þar sem hún fjallar um afreksmann einn ágætan sem var Vestur-íslendingur í aðra ættina. William Stephenson, en svo nefndist maðurinn, gat sér góðan orðstír í fyrri heimsstyrjöldinni bæði á láði og í lofti. Milli stríðs- áranna græddist honum svo mikið fé m.a. fyrir að finna upp tæki til að símsenda myndir. I byrjun seinna stríðs fékk Winston Churchill Stephenson það erfiða hlutverk að koma á laggirnar njósnahring sem safn- aði m.a. upplýsingum um stríðs- undirbúning Hitlers. Stephenson varð síðan yfirmað- ur leyniþjónustu Breta víða um lönd í stríðinu og átti drjúgan þátt i sigri bandamanna. Dulnefni hans var Intrepid = ódeigur. Jólaglaðningur kvikmyndahús- anna hefur gengið einkar vel í neytendur, með örfáum undan- tekningum. Nánari athugun á þessum málum yrði fullviðkvæm fyrir okkar litlu borg svo við skul- um líta til New York og sjá hvaða myndir hafa gert það best þar í jólahrotunni (og vona að enginn móðgist!). Einu öruggu metaðsóknar- myndirnar eru Terms of Endear- ment og nýjasta Clint Eastwood — Dirty Harry-myndin, Sudden Impact. Þær, sem allt bendir til að virðist ætla að lenda á sömu braut, eru Silkwood (en málið hef- ur verið til umræðu eftir áramót- in eftir dóm hæstaréttar Banda- ríkjanna), Yentl, frumraun Barbra Streisand sem leikstjóra; Scarface, endurgerð þeirrar frægu myndar, leikstýrt af Brian De Palma með Pacino í titilhlut- verki og svo svarta hrossið í hópn- um, Uncommon Valor, hasar- mynd með Gene Hackman og hef- ur orðið að þola allnokkrar nafn- breytingar, en slíkt boðar mikla óvissu um velgengni vestur þar. Myndir sem enn ganga vel frá því fyrr á síðasta ári eru m.a. The Big Chill, Return of the Jedi, Nev- er Say Never Again og The Right Stuff. Spursmál er hvort þær spjari sig, Two of a Kind, en það er nýja myndin með John Travolta og Oliviu Newton-John, Christine, sem byggð er á metsölubók Steph- en Kings og nýjasta mynd Mel Brooks, To Be or Not to Be. Sama máli gegnir um Star 80, nýjasta verk Bob Fosse — gagnrýnendur eru ánægöir en áhorfendur láta standa á sér. Vonbrigðum hafa valdið D.C. Cab, Gorky’s Park, The Man Who Loved Women (en svo er að sjá Laugarasbio: VIDEO- DROME Myndbönd hafa átt mikilli vel- gengni að fagna hér á landi sem annars staðar og ekki er séð fyrir endann á þeirri þróun. En fyrir einu og hálfu ári fékk kvikmynda- gerðarmaðurinn David Cronen- berg þá hugmynd að stríða „vídeó- idjótum" eins og hann kallar þá. Stríðni er kannski ekki rétta orð- ið, en engu að síður gerði hann myndina Videodrome sem er ekki geðslegasta lýsing á fyrirbærinu sjónvarp plús vídeóspóla. — Laugarásbíó sýnir myndina á næstunni. David Cronenberg Kanadamaðurinn David Cron- enberg hefur gert fjórar kvik- myndir í fullri lengd. Fyrstu tvær voru frekar ódýrar hryllings- myndir, „Rabid“ og „The Brood". En með sinni þriðju mynd vakti David verulega athygli. Sú mynd heitir „Scanners" og er flestum eflaust enn í fersku minni. „Scanners" tryggði David fjár- hagslega framtíð. Næsta verkefni hans var „Videodrome" sem Laug- arásbíó tekur fljótlega til sýninga hvað á hverju. Sú mynd hlaut ekki eins góða aðsókn og Scanners. Engu að síður var David Cronen- berg, en hann er um þessar mund- Max (leikinn af James Woods) verður hluti af ógnvekjandi myndbanda- kerfi, videodrome. ir einn virtasti hrollvekjumeistari kvikmyndanna, fenginn til að leikstýra enn einni myndinni sem gerð er eftir bók kennarans fyrr- verandi, Stephen King, The Dead Zone. Hún var frumsýnd skömmu fyrir jólin og hlaut einstaklega góða dóma. Aðalhlutverkin í „Videodrome" eru í höndum James Wood (hann lék meðal annars í Holocaust og Laukakrinum), Sonja Smits og Deborah Harry, sem flestir þekkja undir nafninu Blondie. Söguþráður Max Renn er forstjóri lítillar sjónvarpsstöðvar í Bandaríkjun- um — Rásar 83 — sem sækist eft- ir ýmsu sérkennilegu efni. Það er gert til þess að skera sig úr meðal annarra sjónvarpsstöðva og vekja athygli á þann hátt. Þess vegna vílar Renn ekki fyrir sér að láta taka upp efni í heimildarleysi, t.d. efni sem virðist langt að komiö um gervihnetti. Meðal girnilegs efnis af þessu tagi er þáttur um pyntingar og slíkt sem talinn er að komið sé frá Malajsíu. Það tekur um 50 sek- úndur fyrir geislann að ná frá sendistöð til viðtækis, sem tekur þáttinn upp. Nánari athugun leið- ir þó í ljós að þátturinn er alls ekki svo langt að kominn. Hann er frá Pittsburg, sem er borg austan til í Bandaríkjunum. Max hefur mikinn hug á að rannsaka þetta mál nánar, því að þátturinn er mjög sérkennilegur. Hann kemst í kynni við þá sem standa að honum og verður fyrir sérkennilegri reynslu. Sérstökum hjálmi er komið fyrir á höfði hans og honum sagt að hann muni verða fyrir ofskynjunum. Síðan ætlar viðkomandi maður, Barry Convex að nafni, að taka segulrit- anir af áhrifum þeim sem Max verður fyrir, til nánari skilgrein- ingar og könnunar. En þessi til- raun dregur langan dilk á eftir sér ... sem stjarna Burt Reynolds fari nú ískyggilega lækkandi), The Keep og A Christmas Story. Mér var að berast í hendur ár- bók Variety, sem inniheldur marga forvitnilega lista að venju. Við skulum kíkja nánar á nokkra þeirra. Sá frægasti er listinn yfir vinsælustu myndir allra tima i N-Ameríku; þá bíða menn með óþreyju listans yfir vinsælustu myndir síðasta árs. Og sá þriðji er listi yfir þær myndir sem mest er lagt í og eru í framleiðslu i dag. Sæbjörn Vinsælustu myndir allra tíma í N-Ameríku (um áramót 1983—’84) E.T. STJÖRNUSTRÍÐ I (Star Wars) SrTJÖRNUSTRÍÐ III (Return of the Jedi) STJÖRNUSTRÍÐ II (The Empire Strikes Back) ÓKINDIN (Jaws) LEITIN AÐ TÝNDA EJÁRSJÓÐN- UM (Raiders of the Lost Ark) GREASE TOOTSIE THE EXORCIST GUÐFAÐIRINN (The Godfather) CLOSE ENCOUNTERS ... SUPERMAN THE SOUND OF MUSIC THE STING Á HVERFANDA HVELI (Gone With the Wind) SATURDAY NIGHT FEVER DELTA-KLÍKAN (National Lampoon’s Animal House) NINE TO FIVE ROCKY III SUPERMAN II SÍÐSUMAR (On Golden Pond) KRAMER GEGN KRAMER REYKUR OG BÓFI (Smokey and the Bandit) GAUKSHREIÐRIÐ (One Flew Over the Cuckoo’s Nest) STIR CRAZY AMERICAN GRAFFITI STAR TREK ROCKY ÓKINDIN II (Jaws II) FORINGI OG FYRIRMAÐUR (An Officer and a Gentleman) 20 best sóttu myndirnar í N-Ameríku 1983 Fyrst kemur nafn myndarinnar (innan sviga íslenskt heiti hennar ef því er til að dreifa), siðan leikstjóri og dreifingaraðili. Tölurnar eru innkoma myndarinnar um áramót, í milljónum dala: 1. Return of the Jedi — Stjörnustríð III, 20th-Fox 165,5 millj. 2. Tootsie, Sidney Pollack, Columbia 94,6 millj. 3. Trading Places, John Landis, Paramount 40,6 millj. 4. War Games, John Badham, MGM/UA 36,6 millj. 5. Superman III, Richard Lester, Warner Bros 36,4 millj. 6. Flashdance Adrien Lyne, Paramount 36,2 millj. 7. Staying Alive, Sylvester Stallone, Paramount 33,6. millj. 8. Octopussy, John Glenn, MGM/UA 33,2 millj. 9. Mr. Mom, Stanley Dragoti, 20th-Fox 31,5 millj. 10. 48 Hrs, Walter Hill, Paramount 30,3 millj. 11. National Lampoon’s Vacation, H. Ramis, Warner Bros 29,5 millj. 12. Risky Business, P. Brickman, WB 28,5 millj. 13. The Verdict, Sidney Lumet, 20th-Fox 26,7 millj. 14. Jaws 3-D, J. Alves, Universal 26,4 millj. 15. Never Say Never Again — Aldrei að segja aldrei aftur, Irwing Kershner, WB 25,0 millj. 16. Terms of Endearment, J.L. Brooks, Paramount 25,01 millj. 17. The Toy, Richard Donner, Columbia 24,5 millj. 18. Gandhi, Richard Attenborough, Columbia 24,3 millj. 19. Dark Crystal, J. Henson, Universal 23,4 millj. 20. Sudden Impact, Clint Eastwood, WB 23,0 millj. (Ath.: Margar þessara mynda eiga eftir að bæta við aðsóknina.) Dýrustu myndirnar í fram- leiðslu um síðustu áramót Fyrst er nafn myndarinnar, síðan framleiðandi/dreifingaraöili og aö lokum áætlaður framleiðslukostnaður myndarinnar: „Dune“ (DeLaurentiis/U) ....................... $40,000,000+ „The Cotton Club“"(Evans/Orion) .................... 40,000,000+ „Greystoke, Legend Of Tarzan" (WB) ................ 40,000,000 „Once Upon A Time In America" (Wishbone/Ladd/WB) 38,000,000 „Supergirl" (Salkinds/WB) ......................... 30,000,000 „A Woman For All Time“ (Sovinfilm/Poseidon Par) .... 30,000,000+ „Ghostbusters" (Columbia) ......................... 29,000,000 „The Bounty" (DeLaurentiis/Orion) ................. 28,000,000 „Rhinestone" (20th-Fox) ........................... 28,000,000 „Indiana Jones & The Temple of Doom“ (Lucasfilm/Par) ................................... 27,000,000 „The Never-Ending Story" (Neue Constantin/WB) ..... 27,000,000 „The Black Cauldron" (Disney/Buena Vista) ......... 25,000,000 „2010: Odyssey 11“ (MGM-UA) ........................ 25,00,000 „Stick“ (U) ....................................... 22,000,000 „Ladyhawke" (WB/20th) ............................. 21,000,000 „Return To Oz“ (Disney/BV) ........................ 20,000,000 „Streets Of Fire“ (RKO/U) ......................... 19,500,000 „The Natural" (Tri-Star) ........................ 19,000,000 „A Passage To India" (Thorn EMI/Col) .............. 17,500,000 „Cannonball 11“ (Golden Harvest/WB) ............... 17,000,000 „Buckaroo Banzai" (Sherwood/20th) ................. 17,000,000 „Baby“ (Disney/Buena Vista) ....................... 16,000,000 „Star Trek III: The Search For Spock" (Par) ........ 16,000,000 „Sheena, Queen Of The Jungle" (Col/Thorn EMI) ...... 16,000,000 „Swing Shift" (WB) ................................ 16,000,000 „Conan II, King Of Thieves“ (DeLaurentiis/U) ....... 16,000,000 „The Last Starfighter" (Lorimar/U) ................ 15,000,000 „Amadeus" (Zaentz/Orion) .......................... 15,000,000 „The Little Drummer Girl“ (WB) .................... 15,000,000 „Sahara" (Cannon/MGM-UA) .......................... 15,000,000 „The Killing Fields" (Goldcrest/WB) ............... 15,000,000 „The Muppets Take Manhattan" (Tri-Star) ........... 14,000,000 „The Lonely Guy“ (U) .............................. 14,000,000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.