Morgunblaðið - 15.02.1984, Page 2

Morgunblaðið - 15.02.1984, Page 2
50 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1984 ung stúlka“ yenjuleg UCJ' ö: I umir sem ég þekkti vel áður en ég varð fræg ávarpa kmig nú á mjög formlegan hátt,“ segir Erika Hess í 'viðtali við bandaríska tímaritið Ski, en Hess er eins og flestir vita ein skærasta stjarna skíðaíþróttanna í dag. „Þessir kunningjar mínir telja að ég hafi breyst en í rauninni eru það þeir sem hafa breyst gagnvart mér. Eg er sama manneskjan og ég var áður en ég varð fræg.“ Erika býr hjá foreldrum sín- um í Grafenort í Sviss, en það er lítið sveitaþorp í Ölpunum. Þetta þorp er eins og öll lítil sveita- þorp, kirkja, pósthús, veitinga- staður, mjólkurstöð og nokkrar hlöður og svo að sjálfsögðu íbúð- arhúsin sem eru fá. Hún er ósköp venjuleg stúlka innan dyra á heimilinu, hjálpar ' til við húsverkin og að því leyti standast orð hennar um að hún hafi ekkert breyst frá því sem áður var. En þegar kemur út eiga þessi orð ekki lengur við. Það eru ekki margar jafnöldrur hennar sem ættaðar eru úr litlu þorpi sem hafa ferðast eins víða og Erika hefur gert. Bandaríkin, Japan, Norðurlönd og flestöll ríki Evrópu. Auk þess er hún þjóðhetja í Sviss, enda ekki að furða þar sem hún er þrefaldur heimsmeistari og heimsbikar- hafi í Alpagreinum og af þessu öllu saman er hún nú forrík. Erika er ekkert nema hóg- værðin þegar hún segir að það hafi komið sér á óvart að hún skyldi verða heimsmeistari. „Ég hafði í rauninni alls ekki búist við að keppnin færi svona. Eftir að ég hafði unnið nokkur mót eygði ég möguleikann á að sigra en ég bjóst þó frekar við því að það færi eins fyrir mér og svo mörgum sem eru að byrja á toppnum, það er að segja að seinni hlutinn yrði hrein hörm- ung. Þetta kom til dæmis fyrir Stenmark í Innsbruck árið 1976, hann vann mót bæði fyrir og eft- ir keppnina en ekki í henni sjálfri. Ég velti því fyrir mér hvernig mér myndi ganga í Schladming er ég tæki upp á að því að vinna í öllum mótum fram að þeirri keppni og ég undirbjó mig þann- ig að ég væri viðbúin því að koma þangað sem líklegasti sig- urvegarinn. Ég veit ekki hvort það hefði nægt en ég var svo heppin að tapa í þremur síðustu mótunum fyrir leikana í Schladming. Ég sé það núna eft- ir á að þetta var gott fyrir mig þó svo ég hafi ekki verið alltof hrifin af því að tapa þá. Ég var alls ekki með hugann við þessi síðustu mót, hann var allur í Schladming." Vísbendingin um að Erika væri væntanlegur meistari á skíðum kom í ljós árið 1976 þeg- ar hún var aðeins 14 ára gömul en þá varð hún önnur á lands- móti Sviss, á eftir Lise-Marie Morerod — sem þá var besta skíðakona í heimi. Með þessum árangri komst hún í landslið Sviss. Hún varð fjórða í stórsvigi á móti í Kaliforníu árið 1979 og var það í fyrsta sinn sem hún komst framarlega í heimsbik- arkeppninni. Sama ár lenti hún í einhverju af þremur efstu sæt- unum í þremur stigamótum og árið 1981, strax í janúar, vann hún sinn fyrsta sigur í punkta- móti og var það í svigi. Keppnin fór fram í mikilli þoku og voru yfirburðir hennar slíkir að mót- herjar hennar töldu að hún hefði sleppt nokkrum hliðum, en þegar sú stutta gerði sér litið fyrir og sigraði í fimm næstu svigamót- um fóru stöllur hennar að taka hana alvarlega. Með þessum sigrum setti hún nýtt met, hún varð fyrsta konan til að sigra i fimm mótum í röð. Þessir sigrar hennar í svigi komu nokkuð á óvart því hún hafði fram að þeim tíma verið mun betri í stórsvigi. Hún vill þakka þetta breyttu viðhorfi sínu til undirbúnings fyrir mót. „Um tíma var ég best á skíðum þegar ég var reið, eða snarvit- laus, en núna blífur það alls ekki því núna verð ég að hugsa mikið um keppnina fyrirfram ef ég á að ná einhverjum árangri. Þetta er ef til vill ástæðan fyrir því að ég var betri í stórsvigi til að byrja með. Ég keyrði alltaf eins og ég gat og datt því oft í svigi, vissi aldrei hvað mér var óhætt að keyra mikið, vissi ekki hvern- ig meta bar brautina. Ég gat aldrei séð það fyrir keppni hversu mikið ég mætti keyra, ég kunni mér einfaldlega ekki læti.“ Erika fékk að kenna á þessu á Ól-leikunum í Lake Placid árið 1980: „Það var í seinni umferð- inni í stórsviginu sem þetta gerðist. Ég var á mjög mikilli ferð, og hefði líklega unnið til verðlauna, þegar ég lenti á klakabólstri rétt þegar ég var að koma í eitt hliðið þannig að ég krækti og varð að hætta keppni. En þetta lagaðist þegar ég vann til bronsverðlauna á sömu leik- um og það sýnir manni reyndar hversu skíðaíþróttin er harður skóli. Maður verður að læra það að vera fljótur að gleyma ósigri því maður vinnur ekki keppni fyrr en það hefur tekist." Erika er sannfærð um að hún sé miklu betri á skíðum núna en hún var fyrir fjórum árum: „Ekki alls fyrir löngu sá ég myndband frá keppni árin 1980—1981 og ég tók eftir því að ég hef breytt talsvert um stíl síð- an þá. Ég hef meira skap í þetta núna en þá og auk þess hef ég yfir meiri tækni að ráða núna. Ég kem betur út úr hverri beygju þannig að ég fer mun styttri leið í markið núna en ég gerði þá auk þess sem ég dett ekki nærri eins oft í svigi núna.“ Þetta stafar ekki af því að Er- ika hafi skipt um skíði eða klossa, því eins og flestir sem standa framarlega í íþróttinni er hún mjög íhaldssöm á búnaðinn sem hún notar og það er sérstak- ur maður sem sér um að gera við og smíða nýja skó fyrir hana Segir hin heims- fræga skíðakona Erika Hess frá Sviss Erika Hess, ein allra besta skíðakona heimsins í dag, á fullri ferð í stórsvigsbraut. Hún þykir líkleg til þess að vinna til verðlauna á Ólympíu- leikunum í Sarajevo. þannig að hún er í raun alltaf í eins skóm þó svo þeir séu ef til vill ekki eins að utan. Þrátt fyrir að hún tali um tæknilegar framfarir hjá sér er hún lítið fyrir að velta þvílíkum hlutum fyrir sér. „Ég hef aldrei velt tæknilegum hlutum mikið fyrir mér en auðvitað veit ég hvað er gott fyrir mig og hvað ekki en ég fer meira eftir tilfinn- ingunni í þessum efnum." Erika er sannfærð um að það sé rangt af kvenfólki að rann- saka stíl karlmanna, þær eiga frekar að athuga kynsystur sín- ar og læra af þeim: „Ég veit að stúlkur frá Austurríki rannsaka mjög mikið þann stíl sem Inge- mar Stenmark hefur, en ég tel það rangt. Stenmark gerir ein- hverjar furðulegar hreyfingar með ökklanum og það er alveg frábært að skoða hvernig hann gerir þetta en hann hefur allt öðruvísi fætur en kvenfólk þann- ig að ef ég ætlaði mér að reyna að herma eftir honum veit ég ekki hvar það endaði.“ Auk þess að vera nokkuð skeptísk á miklar tæknibreyt- ingar er Erika einnig með ákveðnar skoðanir á nýjustu grein Alpagreinanna, risastór- svigi. „Aðalvandamál mitt við undirbúning nýbyrjaðs keppnis- tímabils var risastórsvigið. Ég kann ekki við þessa grein. Mér finnst leitt að núna, þegar til eru stúlkur sem geta keppt í öllum þremur greinunum, skuli vera bætt við einni grein. Að keppa í öllum þremur greinunum, og ná árangri, er stórkostlegt og það lengsta sem þú getur náð í skíða- íþróttinni, og þá bæta þeir risa- stórsviginu við.“ Érika æfir mjög mikið eins og allir sem vilja ná langt í sinni íþrótt. Hún segir að hún hafi frábæran þrekþjálfara en auk þess að æfa undir hans leiðsögn hjólar hún mikið. Uppáhalds- greinar hennar, fyrir utan skíð- in, eru samt tennis og sjóskíði (vatnaskíði kallast það í Sviss). Raunar líkar henni lífið mjög vel og allt sem viðkemur frama hennar sem skíðadrottningar (nema ef til vill risastórsvigið). „Ég veit ekki hvað hefði orðið úr mér ef ég hefði ekki orðið skíða- kona. Ég gekk í skóla í átta ár og vann um tíma hálfsdagsstarf í verksmiðju en ég var ekki nema 14 ára þegar ég var valin til að æfa með landsliðinu þannig að ég hafði ekki haft möguleika á að hugsa mikið um framtíðina. Ég hafði um tvennt að velja. Halda áfram í skóla eða helga mig skíðaíþróttinni, og ég valdi síðari kostinn því mér hafði allt- af þótt miklu skemmtilegra að fara á skíði en sitja á skólabekk. Ég veit að skíði og skóli geta farið saman, nokkrar stúlkur hafa reynt það og þeim gengið ágætlega á hvorum tveggja vígstöðvunum, en ég veit að það er mjög erfitt og ég er ekki viss um hvort ég hefði ráðið við það. Einnig getur verið að það hafi ráðið miklu að í Sviss er ekki neinn þrýstingur á konur að fara í háskóla, en það gegnir öðru máli í Bandaríkjunum og Eng- landi.“ Vel má vera að þetta sé rétt hjá henni en þó svo hún hafi lítið verið í skóla hefur hún sitt- hvað lært á þeim ferðalögum sem fylgja frægðinni. Hún talar ensku, þýsku og frönsku auk þess sem hún talar og skrifar sitt eigið mál en það er ákveðin mállýska sem ekki er ósvipuð þýsku. Hún viðurkennir að þessi ei- lífa keppni hafi breytt henni: „Ég er frá smáþorpi sem stendur uppi í fjöllunum þar sem alltaf er sama fólkið, ekkert um ókunnuga, en skyndilega er ég sett á stað þar sem mikið er af ókunnugum andlitum. Enn þann dag í dag finnst mér ég ekki vera algjörlega afslöppuð og einsog ég á að mér þegar ég er í slíku margmenni. Að vísu hef ég skán- að að þessu leyti og ég held að almennt megi segja að fólk losni við þessa óþægilegu tilfinningu með timanum, ég tel að ég sé að því smátt og smátt. Ég veit ekki hvort það er alltaf jákvætt að hætta að vera sveitamaður, en ég tel að það sé jákvætt fyrir mig.“ Það fylgja því nokkrar fórnir að vera fræg skíðakona og segist Erika hafa orðið að fórna nokkru af einkalífi sínu en hins vegar segist hún ekki sjá eftir neinu. „Skíðaíþróttin er bæði frí- stundagaman hjá mér og svo auðvitað atvinna. Er ekki und- ursamlegt að geta slegið þessu saman, að vinna við áhugamál sitt? Margir vilja meina að ég hafi misst hluta af æsku minni vegna sífelldra ferðalaga og keppni. Það má vel vera að þetta sé rétt en þó svo ég hafi misst af einhverju er ég sannfærð um að ef ég ætti möguleika á að velja að nýju, þá yrðu skíðin fyrir val- inu. Þrátt fyrir að Erika ferðist mikið er hún alltaf jafnfegin að koma heim f sveitina til foreldra sinna og bræðra. „Heima er besti staðurinn sem ég veit um til að slappa af og hvílast. For- eldrar mínir og bræður hafa ein- stakt lag á að koma mér í gott skap ef ég er eitthvað langt niðri eða þreytt og þau eru mín and- lega stoð í þessu stússi öllu sam- an. Þegar ég kem heim eftir keppni get ég loksins slappað af, en fyrr ekki.“ Erika Hess er ekkert nema hóg- værðin þrátt fyrir að hún sé heims- meistari kvenna í skíðaíþróttinni. „Eg er ósköp

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.