Morgunblaðið - 15.02.1984, Síða 4
52 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1984
Skíðatízkan:
Skjólgóðar
þægflegar og
léttar flíkur
hentugastar
Þ
að er með skíðafatnaðinn eins og aðrar flíkur, að ákveðnar
línur eru markaðar í útliti hans fyrir hvert skíðaár. Þetta ári<
ber mest á skíðasamfestingunum fyrir þá sem stunda svig-
skíði. '
Það má geta þess að á markaðnum er svigskíðafatnaður, sem
hægt er að hreyta í gönguskíðafatnað með því að fjarlægja legghlíf
ar, sem eru á buxunum og þá eru komnar hnébuxur eins og göngu-
skíðafólkið klæðist. Þetta er hentugt, því það eru alltaf einhverjir
sem stunda bæði göngu og svig.
Það fylgir því mikil vellíðan og
ánægja að fara á skíði, láta sig
renna mjúklega eftir fannbreið-
unni eða fara á fulla ferð í hröðu
svigi og að degi loknum leggjast
til hvíldar, þreyttur eftir áreynslu
dagsins. En það skiptir verulegu
máli að vera rétt klæddur svo
skíðaferðin heppnist sem best. Til
er margvíslegur skíðafatnaður á
markaðnum og fer það eftir þörf-
um og smekk hvers og eins, hverju
hann klæðist. Sú skíðaflík, sem nú
er mest í tísku og þykir hentug er
samfestingurinn. Hann er skjól-
góður þar eða ekki næðir með
samskeytunum. Það tekur aðeins
örlítinn tíma að klæða sig úr og í
gallann — og renna einum renni-
lás. Ef fólk vill fækka fötum að
ofan þá er hægt að klæða sig úr
efri hluta samfestingsins og binda
ermarnar um mittið. Samfest-
ingana er hægt að fá með og án
fyllingarefnis og í hinum ýmsu lit-
um, bæði einlita og marglita, svo
og með vesti í stíl.
Margir kjósa að klæðast hinum
eiginlegu skíðabuxum, sem eru
„strets“-buxur og sumar eru með
aukafóðri um hné og rennilás að
neðan svo þær falli vel yfir skíða-
skóna. Fara buxurnar vel og eru
þægilegar. Við þær er gjarnan
verið í léttri skíðablússu.
Enn aðrir kjósa tvískipta vatt-
galla, þar sem buxur og jakki eru í
sama lit eða mismunandi lit.
Undirfatnaðinn ber líka að
velja vel. Gott er að klæðast ull-
arfatnaði undir skíðagallann, sem
heldur vel hita á mönnum og
hleypir út raka er fólk svitnar í
hita leiksins. Þá er smekklegt að
klæðast rúllukragapeysu í stíl við
skíðagallann. Sokkarnir skipta
líka máli, en þar eð skíðaskórnir
ná nokkuð upp á fótlegginn er gott
að vera í sokkum sem ná upp að
hné. En svo er það matsatriði
hvernig hanska fólk kaupir sér.
Svo vilja sumir vera með húfu á
höfðinu annaðhvort úr dún eða
prjónahúfu einlita eða með
mynstri og öðrum finnst ómögu-
legt að vera með höfuðfat og skíða
berhöfðaðir.