Morgunblaðið - 15.02.1984, Page 6
Veljið ykkur
réttan útbúnað
Eitt af því allra mikilvægasta við skíðaiðkun er að hafa góðan
útbúnað. En jafnframt að sníða sér stakk eftir vexti og velja
sér ekki samskonar skíði. Sportvöruverslanir veita að sjálf-
sögðu allar upplýsingar en við skulum nú samt sem áður glöggva
okkur á stærðum skíðanna fyrir hvern aldursflokk. Góðir skíðaskór
og öryggisbindingar eru líka öllum nauðsynleg.
Fyrir smáfólkiö:
Tveggja til þriggja ára börn
geta auðveldlega athafnað sig á 70
sm skíðum með og án öryggisbind-
inga. Þriggja til fimm ára börnum
hæfa best ca. 90 sm löng skíði með
öryggisbindingum og samsvarandi
skíðaskóm.
Barnaskíði 6—10 ára:
Eldri börn, 6—10 ára, ættu að
velja sér skíði sem næst jafnlöng
þeim sjálfum, þó ívið lengri eftir
getu og þyngd. Öryggisbindingar
með skíðastoppurum og skíðaskór
eru nauðsyn.
Unglingaskíði:
Það má gjarnan taka lítið eitt
stærri en notandi er, ca. 10 sm
lengri. Þegar þessum aldrei er
náð, þurfa skíðin helst að vera fíb-
erstyrkt með innfeldum stálkönt-
um, vegna aukins álags.
Skíði fyrir fullorðna:
COMPACT-skíði eru ætluð fyrir
hæga til meðalhraða skíðun,
heppileg fyrir byrjendur og þá
sem skíða ekki hratt. COMPACT-
skíði 150—190 sm eru keypt sem
næst jafnstór notanda, þó skiptir
þyngd og geta nokkru máli, ca.
5—10 sm lengri eftir hæfni.
MID-skíði eru kærkomin nýjung
fyrir gott skíðafólk. MID-skíði eru
fyrir hraðari og fjölbreyttari skíð-
un. Henta vel bæði í hörðu og
mjúku færi og gefa skemmtilega
möguleika. MID-skíði skulu vera
ca. 10—15 sm lengri en notandi.
Gönguskíði eða
touring-skíði:
Gönguskíði eru jafnan tekin
20—30 sm lengri en notandi —
breytilegt eftir breidd skíðanna.
Svokölluð vax-frí skíði eru vinsæl-
ust, þar eð þau þarf ekki að vax-
bera. Besti árangur fæst þó á rétt
smurðum gönguskíðum.
SKÍÐAFERÐ TIL SVISS
20.—29. mars 10 dagar
Ferðatilhögun: Brottför frá Keflavíkurflugvelli kl. 8.00. Flogiö til Genf, með millilendingu í
Amsterdam. Ekið til dvalarstaöarins Crans-Montana. Dvaliö á hótel Mirabeau, 4 stjörnu
hóteli, sem hefur notiö mikilla vinsælda farþega í fyrri ferðum okkar. Öll herbergi meö
svölum, baöi, síma, sjónvarpi og minibar.
í Crans-Montana bjóöast óþrjótandi möguleikar til skíöaiðkana, brekkur viö allra hæfi,
um 40 skíðalyftur eru á svæðinu, skíöaskóli fyrir byrjendur og upp úr og einnig góöar
göngubrautir.
29. mars er haldið aftur til Genf og flogið um Amsterdam til Keflavíkurflugvallar. Áætlaö-
ur komutími kl. 20.15.
Verö kr. 22.700. — (Gengisskráning 13. jan.’84) Góöur barnaafsláttur.
Innifaliö í veröi: Flug, feröir frá flugvelli til dvalarstaöar og til baka, gisting í 9 nætur á
hótel Mirabeau í 2ja m. herbergi, morgun- og kvöldverður.
Leitiö nánari upplýsinga.
Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar h.f.:
Borgartúni 34,105 Reykjavík.
Sími: 83222.