Morgunblaðið - 15.02.1984, Page 31

Morgunblaðið - 15.02.1984, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1984 79 Seláshverfi: Væri ekki hægt að leysa vandann á raunhæfan hátt? ir hrintídu Leiðinlegar sög- ur í útvarpinu Sigríður Helgadóttir hringdi og haföi eftirfarandi að segja: — Mér finnst sögurnar sem lesnar eru í útvarpinu alveg fyrir neðan allar hellur. Bæði síðdegissögurnar og kvöldsög- urnar eru bara leiðinlegar, í einu orði sagt. „Laundóttir hreppstjórans" heitir ein saga sem lesin er á kvöldin og mér finnst hún hræðilega leiðinleg og ég veit um marga sem finnst þessi saga ekki boðleg. Það er ekkert gaman að kynn- ast svona fólki eins og sögu- persónunum í þessari sögu. Ég myndi heldur vilja fá léttar og skemmtilegar sögur, eins og þær sem maður las í dönsku blöðunum hérna í eina tíð. Það eru skemmtilegar og meinlausar sögur, sem gaman væri að heyra í útvarpinu." Hvernig er stillimyndin sett saman? „Gónir hringdi og hafði eft- irfarandi að segja: — Það væri gaman að fá hjá sjónvarpinu skýringu á stillimyndinni. Á einum stað á stillimynd- inni er lítið mjótt og svart strik, ég tel að það hafi ein- hverja þýðingu og mig langar meðal annars að vita hvað þetta táknar. Eins er með lit- ina, gaman væri að vita hvaða litir eiga saman og svo fram- vegis. Guðlast Einn 10 ára hringdi og hafði eftirfarandi að segja: - Ég var að lesa bókina „Látum oss hlæja" og nýlega var sjónvarpið kært vegna þátta Dave Állen á þeim for- sendum að í þeim væri guðlast. Mér finnst að í „Látum oss hlæja" sé jafn mikið guðlast og í þáttunum hans Dave Allen, svo mér finnst að það megi al- veg eins kæra útgefendur þeirr- ar bókar. Djúpt liggja rætur Högni Torfason hringdi og óskaði eftir að koma eftirfar- andi athugasemd á framfæri: Hinn 7. febrúar sl. birti Morgunblaðið ágæta grein eftir Jón Karl Helgason í tilefni af áttræðisafmæli Ragnars Jóns- sonar í Smára. Ég hnaut um eitt atriði f þeirri grein. I 'kafla með yfir- skriftinni Bókmenntir segir m.a.: „Útgáfa á fornsögum á nútíma stafsetningu á rætur sínar að rekja til Helgafells er Ragnar fékk Halldór Laxnes f lið með sér um útgáfu Lax- dælu.“ Orka kann tvímælis hvað átt er við með hugtakinu „nútíma- stafsetning". Fornsögurnar voru að sjálfsögðu ritaðar „á nútíma stafsetningu". En slepp- um því. En þá er þess að geta, að árið 1889 kom út Saga Hávarðar ís- firðings á ísafirði, „prentuð í Prentsmiðju Isfirðinga á henn- ar kostnað". Sérstaka athygli vekja þessi orð í eftirmála útgáfunnar: „Vér göngum að því sem vfsu, að sumir af vorum lærðu mál- fræðingum muni hneikslast á því, að vér höfum fært stýlin (sic) til nútíöarmáls...“ Svo djúpt liggja rætur. Er ekki kominn tími til að leysa vetrarvanda Selásbúa á einhvem raunhæfan hátt? Nú er ekki leng- ur um einstakan viðburð að ræða, heldur árvissan, ef vetur verður í framtíðinni eins og verið hefur nú ár eftir ár. Þarna eru nú stór hverfi einbýlishúsa með þröngar lokaðar götur (botnlanga) og vfða fleiri en einn bíli á heimili. Hvert eiga bíleigendur að fara með bíla sína, þegar göturnar eru ekki ruddar og okkur algjörlega lokað- ar þótt á vel búnum bílum séum? Þarna er hvergi hægt að komast út af götu vegna snjóhryggja og þá er eina ráðið, sem menn hafa, að leggja bílum sfnum meðfram Rofabæ, Selásbraut og Hraunsás. Þetta er auðvitað neyðarúrræði, sem öllum er til ama, ekkert síður bíleigendum en ökumönnum snjó- ruðningstækja. En við getum bara ekki sagt hókus-pókus og látið bíl- inn hverfa. Þarna er um að ræða slikan fjölda af bílum, að ekki er Til Velvakanda. „Hver var olíukostnaður Hita- veitu Reykjavíkur f frostakaflan- um nýverið? Mig langar gjarnan að vita það, ef t.d. hitaveitustjór- inn í Reykjavík gæti upplýst hversu miklu fé hafi verið varið f olíukostnað við að skerpa á vatn- inu. Hefði ekki verið skynsamlegra að takmarka vatnsmagn til sundstaða eins og t.d. að hafa bara sturturnar á morgnana? Það nær ekki nokkurri átt að sundstaðirnir taki svona mikið af heita vatninu nokkur leið að hafa þau ráð ein að hóta bíleigendum öllu illu og bjóða ekki fram neina lausn. Það eru einfaldlega ekki til stæði fyrir all- an þennan bílaflota annars staðar í hverfinu. Þess vegna verður að finna önnur úrræði. Hvernig væri að byrja á því að ryðja íbúðargöt- ur svo himinlifandi bíleigendur geti komið bílum sínum heim að húsunum og hætti þannig að hindra snjóruðningstæki við að opna strætisvagnaleiðina? Mætti ekki líka ryðja snjó af opnu völlunum tveimur við Rofa- bæinn og leyfa Selásbúum að skilja bíla sína eftir þar þegar þeir komast ekki heim á þeim? Við erum orðin dauðþreytt á að liggja sífellt undir ámæli fyrir að skilja bílana okkar eftir á ak- brautum (þar sem við höfum auð- vitað áhyggjur af þeim) þegar við höfum engin önnur ráð og götur eru ekki ruddar svo dögum skiptir. Selásbúi. þegar fólk getur varla haldið á sér hita. Getur það verið rétt sem opin- ber starfsmaður sagði mér, að borgarstjórinn í Reykjavík hafi fyrirskipað að hefja kyndingu með olíu? Ef svo er finnst mér hann hafa gert rangt og er ég ekki þar með að kasta rýrð á borgarstjóra fyrir störf hans almennt. Mér þætti mjög vænt um að fá grein- argóð svör við þessum athuga- semdum mínum. Virðingarfyllst Gunnar Halldórsson Hver var olíukostnaður Hitaveitu Reykjavíkur? Litmyndir samdægurs Filman inn fyrir kl. 11. Myndirnar tilbúnar kl. 17; Sími 85811. .JOSMYNDAÞJONUSTAN HF LAUGAVEGI 178-P O BOX 5211-125 REYKJAVIK Duo 328 170-200 Kr. 4.590,00. Duo 728 170-200 Kr. 6.335,00. Quatro 175—205 Kr. 7.635,00. ^YYULNSft SKÍÐI Á HAGSTÆÐU STÖKK FRAM Á VIÐ Nýju Duo og Quatro skíöin slá í gegn. CmuF Glæsibæ, simi 82922. SmiTH v\t’. Músík og sport, Hafnarfiröi. Útilíf, Glæsibæ. Sproti, Keflavík. Sporthúsið, Akureyri. Sporthlaöan, ísafirði. Kaupfélag Héraösbúa, Egilsstööum. Jón Halldórsson, Dalvík. K.Þ. Hljóö og sport, Húsavík. Einar Guöfinnsson, Bolungarvík. PHIL OG STEVE MAHRE NOTA AÐEINS ÞAÐ BESTA SmiTH skíðagleraugu Einkaumboö: Gleraugnaverslun Keflavíkur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.