Morgunblaðið - 28.03.1984, Síða 7

Morgunblaðið - 28.03.1984, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MARZ 1984 55 Leikfélag Blönduóss frumsýnir Spanskfluguna „l»etta eru góð gleraugu." „Augun standa út úr þeim. I»ú verður að hafa þau neðar á nefinu, Jón.“ „Ég hcld ég hafi aldrei leikið með gleraugu áður.“ Við erum stödd á aefingu á Spanskflugunni eftir Arnold og Bach hjá Leikfélagi Blönduóss, en verkið verður frumsýnt föstudag- inn 30. þ.m. Leikstjórinn er ungur Skagfirðingur, Eyþór Árnason að nafni. Þó að þetta sé hans fyrsta verk sem hann setur upp er greinilegt að hann hefur áunnið sér traust leikaranna. Góður andi sveif yfir hópnum og þegar Eyþór leikstjóri brá sér frá mátti heyra farið um hann viðurkenningarorðum: „Ég held ég hafi aldrei lært jafnmikið af neinum leikstjóra," og annað í þessum dúr og leikgleðin og kátín- an skein úr hverju andliti. Reyndar hafði staðið til hjá leikfélaginu að taka Skugga-Svein Matthíasar til sýninga en sú fyrirætlun fór út um þúfur þegar aðalleikarinn slasaðist og ekki reyndist unnt að fá annan í skarð- ið með þetta litlum fyrirvara. Því var það að eftir nokkrar vanga veltur og fundahöld að ákveðið var að reka Skugga-Svein á fjöll og taka upp Spanskfluguna í hans stað. Það er að sjálfsögðu úrvalsfólk sem færst hefur í hendur að setja stykkið á fjalirnar, en meðal leik- ara mætti nefna Brynju Sigurð- ardóttur, Jón Inga Erlendsson, Svein Kjartansson og Þorleif Óskarsson. Leikstjórinn Eyþór Árnason. Þegar kaffihlé varð á æfingunni ræddum við lltillega við leikstjór- ann Eyþór Arnason: „Ég lauk námi úr Leiklistarskólanum síð- astliðið vor. Undi mér heima í sveitinni í sumar sem leið, stund- aði búskapinn og fór í göngur. Reyndar er ég alltaf heima I Blönduhlíðinni á sumrin, ég er svoddan sveitavargur í aðra rönd- ina. 1 haust fór ég síðan suður og byrjaði nám í Söngskólanum. Svo höfðu Húnvetningar samband við mig og ég lét slag standa. Mér finnst nú nokkur bíræfni hjá þeim að hafa samband við strákpjakk sem þeir hvorki þekkja haus né sporð á. Þeir hafa kannski treyst mér af því að ég er Skagfirðing- ur.“ Aðspurður sagði Eyjólfur að sér fyndist mesta furða hve vel Hún- vetningar létu að stjórn. „Mér hefur fallið mjög vel að vinna með þeim. Þetta fólk skilar ótrúlegu starfi. Mætir í vinnu klukkan átta á morgnana og kemur síðan rak- leiðis á æfingu að loknum vinnu- degi. Alveg ódrepandi áhugi og vilji. Fæstir hafa því tíma til að hugsa um hlutverkin sín á daginn, það er því ekkert skrýtið þótt einn og einn geispi þegar komið er fram undir miðnætti ... Þetta er erfitt leikrit, með þeim erfiðari. Það er útbreiddur mis- skilningur að svona verk séu auð- veld. Spanskflugan er alvörufarsi, miklar sveiflur og nákvæmar tímasetningar og ef ekki tekst að gæða verkið lífi, gengur dæmið ekki upp. Takmarkið hjá okkur er fjör og meira fjör. Já, það er misskilningur að farsar séu auðveldir í uppsetn- ingu, að vísu eru engin leikrit auð- veld og það er vel þess virði fyrir leikfélag að taka þetta verk til sýninga. Það reynir sannarlega á fólk og það er gaman að æfa það með þessu fólki. Það hefur mikinn metnað fyrir sig og leikfélagið." — Hvernig stóð á því að þú ákvaðst að gera leiklistina að þínu ævistarfi? spyrjum við. „Þetta var búið að brjótast I mér lengi,“ svarar Eyþór. „Ég lék í skolanum og heima í Skagafirð- inum. Einn vetur var ég á leiklist- Hamagangur á sviðinu á æfingu. arbraut í lýðháskóla í Svíþjóð. Þessi fjögur ár í leiklistarskólan- um voru mjög skemmtilegur tími. Allt snerist um leiklist eins og gefur að skilja. Ég var giftur Þalíu og verð það vonandi áfram, já þetta er farsælt hjónaband þótt á ýmsu gangi en skilnaður kæmi aldrei til greina. Það er mjög lærdómsríkt að skipta um sæti eins og ég geri núna. Fara ofan af sviðinu og fram í salinn, það er tvennt ólíkt að leika eða leikstýra." Til að forvitnast aðeins um •hvernig leikurunum er innan- brjósts, fengum við einn þeirra, Brynju Sigurðardóttur, til að segja okkur hvernig henni líkaði að æfa með leikfélaginu. „Það er stórkostlegt ævintýri að taka þátt i þessu. Undirbúningur- inn og allt í kringum æfingarnar. Ég lék í skólaleikritum forðum daga og nú fæ ég aftur tækifæri. Já, þetta er skemmtilegt. Ég hef líka kynnst fólkinu hérna betur og það kemur sér vel fyrir mig þar sem ég er nýsest að hérna á Blönduósi." Við svo búið kvaddi fréttaritari og á leiðinni út glumdu við hlátra- sköllin þegar Eyþór var að leið- beina Brynju í léttúðugu atriði: „Beraðu leggina betur!" IBMPC FIMM SPENNANDITÖLVUDAGAR 1 TÓNABÆ Sérfræöingar Skrifstofuvéla hf. munu annast kynningu á möguleikum hinna fjölbreyttu forrita sem unnin hafa verið fyrir IBM PC einkatölvuna - tölvu ársins 1983. Möguleikar hvers og eins forrits eru sýndir í klukkustund í senn og til að auka svigrúmið verðum við með tvær tölvur í gangi alla sýningardag- ana með ólíkum forritum hverju sinni. Með skipulagðri dagskrá gefum við öllum sem áhuga hafa á að kynnast einstökum möguleikum IBM PC, kost á að ganga að sínu áhuga- eða sérsviði á ákveðnum tímum, hvort sem það er bókhald, kennsla, Kynntu þér þinn tíma og komdu sem fyrst - þú vilt áreiðanlega líta við áætlanagerð eða ritvinnsla. aftur. MI6vlkud. 28/3 Ritvinnsla Áætlanagerð kl. 15.00-16.00 (Word frá Microsoft) (Lotus 1-2-3) Aætlanagerd Aætlanagerð kl. 16.00-17.00 (Multiplan frá Microsoft) (IFPS Personal) Gagnagrunnur Aætlanagerð kl. 17.00-18.00 (dBase 1 1) (IFPS Personal) Ritvinnsla Ðókhald kl. 18.00-20.00 (Word frá Microsoft) (Plús frá Islenskri forritapróun s/f) Ðókhaldiö Fyrir skólana kl. 20.00-22.00 (Hagvangur) (Waterloo frá Waterloo University) Flmmtud. 29/3 kl. 15.00-18.00 Gagnagrunnur (dBase 1 1) Bókhaldlö (Plús frá Íslenskrí forritapróun s/f) kl. 16.00-17.00 Bókhaldið Aætlanagerð (Hagvangur) (IFPS Personal) kl. 17.00-18.00 Ritvinnsla (Word frá Microsoft) Áætlanagerð (IFPS Personal) kl. 18.00-19.00 Ritvinnsla (Word frá Microsoft) Fyrir skólana (Waterloo frá Waterloo University) kl. 19.00-20.00 Gagnagrunnur (dBase 1 t) Bókhaldiö (Forritaþróun s/f) kl. 20.00-21 -OO Gagnagrunnur (dBase 1 1) Fyrir skólana (Waterloo frá Waterloo University) kl. 21.00-22.00 Ritvinnsla (Word frá Microsoft) Bókhald (Plús frá (slenskri forritapróun s/f) Föstud. 30/3 Aætlariagerð kl. 15.00-17.00 Ritvinnsla (Word frá Microsoft) (IFPS Personal) kl. 17.00-18.00 Bókhaldiö Fyrir skólana (Hagvangur) (Waterloo frá Waterloo University) kl. 18.00-19.00 Gagnagrunnur Bókhald (dBase 1 1) (Plús frá Islenskri forritaþróun s/f) kl. 19.00-20.00 Rítvinnsla Fyrir skólana (Word frá Microsoft) (Waterloo frá Waterloo University) kl. 21.00-22.00 Gagnagrunnur Bókhald (dBase 1 1) (Plús frá islenskri forritaþróun s/f) Laugard. 31/3 kl. 10.00-12.00 Ðókhaldiö Aætlanagerö (Hagvangur) (Lotus 1 -2-3) kl. 12.00-13.00 Ritvinnsla Fyrir skólana (Word frá Microsoft) (Waterloo frá Waterloo University) kl. 13.00-14.00 Aætlanagerð Aætlanagerö (Multiplan frá Microsoft) (IFPS Personal, kl. 14.00-15.00 Gagnagrunnur Bókhald (dBase t 1) (Plús frá Islenskri forritapróun s/f) kl. 15.00-16.00 Ritvinnsla Ðókhald (Word frá Microsoft) (Plús frá íslenskri forritapróun s/f) kl. 16.00-18.00 Aætlanagerð Aætlanagerð (Multiplan frá Microsoft) (IFPS Personal) kl. 18.00-20.00 Ðókhald Aætlanagerö (Hagvangur) (Lótus 1-2-3) kl. 20.00-22.00 Ritvinnsla Skólar (Word frá Microsoft) (Waterloo frá Waterloo University) Sunnud. 1/4 Ritvinnsla Fyrir skólana kl. 10.00-12.00 (Word frá Microsoft) (Waterloo frá Waterloo University) Gagnagrunnur Aætlanagerö kl. 12.00-14.00 (dBase 1 1) (Lotus 1 -2-3) Ritvinnsla Ðókhald kl. 14.00-15.00 (Word frá Microsoft) (Plús frá Islenskri forritapróun s/f) Gagnagrunnur Bókhald kl. 15.00-16.00 (dÐase 1 1) (Plús frá islenskri forritapróun s/f) Ritvinnsla Aætlanagerö kl. 16.00-18.00 (Word frá Microsoft) (IFPS Personal) Ðókhald Fyrlr skólana kl. 18.00-20.00 (Hagvangur) (Waterloo frá Waterloo University) Aætlanagerð Bókhaldiö kl. 20.00-22.00 (Multiplan frá Microsoft ) (Plús frá Islenskri forritapróun s/f) Authorized IBM Dealer - IBM Personal Computer T/ 3? Hverfisgötu 33 — Sími 20560 Pósthólf 377

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.