Morgunblaðið - 28.03.1984, Síða 30

Morgunblaðið - 28.03.1984, Síða 30
78 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MARZ 1984 Bandalag kvenna: Sjúkrahúsprest og kap- ellu þarf í sjúkrahúsin BANDALAG kvenna í Reykjavík hélt aðalfund sinn nýlega. Kftirfar- andi ályktun var gerð: Aðalfundurinn fer þess á leit við fjármálaráðuneytið að fjármagn verði veitt á næstu fjárlögum til ráðningar sjúkrahúsprests. Aðalfundurinn vill vekja at- hygli opinberra aðila, arkitekta og forstöðumanna sjúkrastofnana, þá er hannaðar eru sjúkrastofnanir, að strax í upphafi verði gert ráð fyrir kapellu eða athvarfi til bænastunda í byggingunni. Aðalfundurinn styður fram- komnar blaðagreinar og erindi, þar sem mótmælt er sýningum á ofbeldis- og hryllingsmyndum, hvort heldur þær eru sýndar í kvikmyndahúsum eða af mynd- böndum. Skal hér vakin athygli á grein Guðjóns Magnúsar Bjarna- sonar framkvæmdastjóra Barna- verndarráðs fslands í Morgun- blaðinu 13. janúar sl. Hjá okkur fáið þið orginal pústkerfi í allar gerðir MAZDA bíla á mjög hagstæðu verði. Dæmi um verd á komplett pustkerfum: í í í MAZDA 929 árg. ’74-’78 kr. 3.338 MAZDA 929 árg. ’79-’81 kr. 3.249 MAZDA 626 árg. ’79-’81 kr. 3.123 MAZDA 323 árg. ’77-’80 kr. 2.894 MAZDA 323 árg. ’81-’84 kr. 3.158 MAZDA 818 allar árg. kr. 2.509 MAZDA 616 allar árg. kr. 2.934 ísetnmgarþjónusta á staðnum. Patreksfjörður: Slysavarnardeildin Unnur 50 ára PMrekgfirAi. SLYSAVARNADEILDIN Unnur hélt upp á 50 ára afmæli með veg- legu kaffisamsæti í Félagsheimili Patreksfjarðar. Samsætið hófst með því að formaður IJnnar, Þór- dís T. Olafsdóttir, bauð gesti vel- komna. Deildinni barst fjöldi árn- aðaróska á þessum tímamótum. Formaður deildarinnar af- henti Björgunarsveit Patreks- fjarðar kr. 50.000 og veitti for- maður Björgunarsveitar, Har- aldur Karlsson, gjöfinni mót- töku og færði deildinni þakkir fyrir hönd björgunarsveitarinn- ar. Hilmar Jónsson, sparisjóðs- stjóri og varaoddviti, færði deildinni að gjöf frá Patreks- fjarðarhreppi kr. 30.000 og Ing- ólfur Arason, formaður spari- sjóðsstjórnar, afhenti deildinni fyrir hönd Eyrarsparisjóðs kr. 20.000. Þórdís formaður Unnar þakkaði hinar höfðinglegu gjaf- ir. Fimm konur voru heiðraðar og voru þrjár þeirra stofnfélagar, þær Magndís Magnúsdóttir, Guðrún Magnúsdóttir og Oddný Karlsdóttir. Elínborg Þórarins- dóttir og María Jóakimsdóttir voru heiðraðar fyrir langt starf í stjórn deildarinnar. í fjarveru Maríu veitti dóttir hennar, Heiga Guðjónsdóttir, heiðursskjalinu viðtöku. Þórdís T. Ólafsdóttir formaður flutti ávarp og rakti í stórum dráttum sögu deildarinnar. Tildrög að stofnun deildarinn- ar voru þau að nokkrar konur undir forustu Andreu Andrés- dóttur ákváðu að stofna slysa- varnadeild. Konurnar fóru með lista um þorpið og skrifuðu 122 konur á listann. Þann 22. febrúar 1934 var síð- an haldinn stofnfundur og sátu hann 67 konur og var fyrst.i formaður kosinn Elín Bjarna- dóttir. Deildinni voru sett lög á næsta fundi og jafnframt ákveð- ið nafn deildarinnar, Únnur. Fyrstu árin beitti deildin sér fyrir fjársöfnun til björgunar- skútu Vestfjarða. Árum saman stóð deildin fyrir leiksýningum, sem var í raun merkileg menningarstarfsemi. Fjölmörg verk voru sett á svið t.d. Skugga-Sveinn, Maður og kona og Deleríum búbonis. Þótti þetta kærkomin tilbreyting og mikill menningarauki í einangr- uðu byggðarlagi. Basar hefur deildin haidið svo að segja árlega síðan 1938. Frá árinu 1976 hefur deildin á hverju hausti fært yngri og eldri borg- urum staðarins endurskins- merki, merkt nafni deildarinnar. Árið 1978 fór deildin af stað með jólakortasölu og hafa kortin ver- ið sérstaklega hönnuð fyrir deildina, sala þeirra hefur geng- ið vel. Árið 1941 bar Steinvör Gísla- dóttir fram tillögu um að deildin beitti sér fyrir byggingu sund- laugar á staðnum. Var tillagan samþykkt og unnið ötullega að fjáröflun næstu árin. Árið 1945 var sundlaugin síðan afhent Patreksfjarðarhreppi og er enn í notkun. Auk þess sem áður er taiið hefur deildin beitt sér fyrir og stutt mörg mál, sem of langt yrði upp að telja. Árið 1978 var tekin upp sú nýbreytni, að félagskonur voru hvattar til að mæta til guðsþjón- ustu í kirkjunni ásamt fjölskyld- um sínum, áður en aðalfundur hæfist. Hefur þessi góði siður síðan verið haldinn og á vonandi eftir að haldast áfram. Meðfylgjandi mynd var tekin í afmælishófinu. FrétUriUri Fyrirliggjandi í birgðastöð Galvaniserað plötujárn ST 02 Z DIN 17162 Notið eingöngu EKTA MAZDA VARAHLUTI eins og fram- leiðandinn mælir fyrir um. ÞAÐ MARGBORGAR SIG. BÍLABORG HF. ■ Smiðshöfða 23 Símar: Verkstæði 81225 —Varahlutir 81265 Plötuþykktir: Plötustærðir: og 0.5-2mm 1000 x 2000 mm 1250 x 2500 mm SINDRA STALHF Borgartúni 31 sími 27222 Alsjálfvirk-einföld - Kodak Diskmyndavélinni. Hún hugsar íyTir öllu, þú smellir bara aí. ENDURBÆTT DISKFILMA Vel á minnst, hefur þú hugsað fyrir ferminggr- gjöfinni? Kodak Diskur 3500 1990 kr Kodak Diskur 4000 2400 kr. Kodak Dlskur 6000 3200 kr Kodak Diskur 8000 4200 kr HfiNS PETERSEN HF BANKASTRÆTI ( 'SIBÆ AÚSTURVERI UMBOÐSMENN UM LAND ALLT

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.