Morgunblaðið - 30.03.1984, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MARZ 1984
53
Flýtur á medan ekki sekkur.
Einhver góöur gárungi skaut þvi aö okkur að BEST líktist sveitaballi en
D-14 Hollywood. Að vissu leyti er þetta góö samlíking en .. .
Krakkarnir sem stunda D-14 eiga þess kost aö vera ekiö heim eftir ballið,
en þessháttar þjónustu er ekki boðiö upp á í BEST. Til þess aö aka
krökkunum heim eru notaöar tvær rútur. Báöar leggja þær úttroönar frá
staönum og þurfa oft að fara fleiri en eina ferö. Til að kynna okkur málið tók
Hallur sér ferö meö annarri rútunni.
í fyrstu var allt með kyrrum kjörum í rútunni. Krakkarnir tíndust inn í
rútuna eitt og eitt. En skyndilega virtist allt ganga af göflunum. Troðningur-
inn jókst og þaö var sem allir úr D-14 vildu komast inn í rútuna í einu. Aö
lokum var rútan stútfull út úr dyrum og enginn vegur aö bæta viö farþegum.
Þó tókst einum útsjónarsömum að troöa sér inn um glugga. En loksins
drattaöist rútan af staö. Hitinn tók að stíga og þrengslin voru á þann veg aö
erfitt reyndist aö skipta um skoðun.
„Vá krakkar. Er alltaf svona fullt hórna?"
„Já, blessaður vertu."
„Finnst ykkur þetta ekkert óþægilegt?"
„Nei, þetta er allt í fínu lagi svo fremi viö komumst heim!"
Já, þaö var heila máliö. Aðalatriðið var aö komast heim á ódýran og
öruggan máta. Engin peningaeyðsla í leigubíla og engin hætta á því aö þurfa
að ganga heim þreyttur og kaldur.
Rútan ók fyrst sem leiö lá um Breiðholtiö og hleypti krökkum út þar sem
þurfa þótti. Þaöan hélt hún í aðra hluta borgarinnar. Það fór smátt og smátt
aö rýmkast í rútunni og tök voru á því að líta í kringum sig. Sumir voru
orðnir heldur framlágir og þreyttir, en aörir létu gamminn geysa og voru
hinir hressustu. En greinilega voru allir guösfegnir aö komast heim á leiö þar
sem heit og góö sængin beið þeirra.
v-
Mfámc
DmÍ TlTOrr A
Vúpps. Hvaö sem tautar og raular skal ég inn.
Hemlarog hemlakerfi er mikilvægasti örYggisþátturinn í öllum akstri
og meðferð ökutækja og vinnuvéla. Þetta vita allir.
í því sambandi skiftir mestu, sé fyllsta öryggis gætt; að vel sé séð fyrir
viðhaldi og umhirðu allri. Þetta vita líka allir.
Við erum sérfræðingar í allskyns hemlum og hemlakerfum.
1. flokks varahlutaþjónusta. Við bjóðum orginal varahluti, beint frá
framleiðendum, — á ótrúlega góðu verði.
Yfir 20 ára þjónusta fagmanna tryggir öryggið.
STILLING"
Sérverslun með hemlahluti.
Skeifunni 11
Sími: 31340,82740,
— Hvernig stendur á því, er þaö
Edda, sem hefur skólaö þig til?
„Nei, engan veginn, hún fékk mig
alskapaöan þegar viö giftumst,
þannig aö með sínu kvenrembu-
brölti er hún yfirleitt í því aö frelsa
allar aörar en sjálfa sig. Þegar ég
var 17 ára gamall, lenti ég nefnilega
í uppeldi hjá framsæknum, ungum
hjónum, sem fræddu mig um leiklist
og góöar heimilisvenjur. Þessi
sömu hjón eru í dag framsækin
miöaldra hjón."
— Hvaö er jafnrétti í þínum aug-
um?
„Jafnrétti! Ef þú átt viö jafna
verkaskiptingu á heimili, þá eru þaö
svo miklar „selvfölgeligheder" í
mínum augum aö þaö þarf ekki aö
ræöa þær. Annars er þetta allt
saman spurning um mismunandi
áherslur. Kona sem á húslegan eig-
inmann getur t.d. sagst hafa eign-
ast jafnréttissinnaöan mann. En svo
getur jafnréttissinnaöi karlinn
hinsvegar sagst hafa fengiö druslu
inn á heimilið. Þegar þetta tvennt
sameinast veröur útkoman jafn-
rétti. Annars eru karlar aldrei
spuröir aö því meö hrifningar-
glampa í augum hvort þelm þyki
ekki spennandi aö eiga svo og svo
húslega konu, sem vaskar upp, eld-
ar og ryksýgur motturnar. í aðra
röndina finnst mér þessi jafnréttis
debatt oröinn svolítiö þreytandi.
Hvaö mitt sambúðarfyrirtæki snert-
ir var ekkert mál aö öðlast jafnræöi
innan veggja heimilisins, en í faginu
og „karríernum" sko — þegar jafn-
vægislínan tekur aö raskast í sam-
eiginlegu framabrölti, þá er sko
fyrst komið viö kauninn á karlremb-
unni. Sjáöu til, hér áöur fyrr unnum
við Edda mikið saman, sem gat ver-
iö ágætt, stundum hreinlega óþol-
andi. Gott og vel — viö lékum sam-
an, ég leikstýröi henni, viö unnum
saman aö handritsgerö ýmist ein
eöa ásamt öörum o.s.frv. En nú hef-
ur þetta breyst. Hún er búin að
byggja upp sinn sjálfstæöa starfs-
feril og nú er þaö ekki lengur hún,
sem fær vinnu út á mig — fremur
aö ég fái vinnu út á hana og Edda
er ekki lengur konan hans Gísla
heldur er ég, Gísli, maðurinn henn-
ar Eddu. Skiluröu — þarna er á
feröinni aljt annaö tilbrigöi af jafn-
réttisstefinu og þar er eins gott aö
syngja bara meö — hátt og snjallt."
— En þaö er fleira erfitt en að
vera giftur vinsælli leikkonu og viö
spyrjum Gísla Rúnar út í þaö hvort
ekki sé vandasamt aö fara meö
fleiri en eitt hlutverk í sama leikrit-
inu eins og hann er aö gera nú í
Sveyk. Viö höfum líka fregnaö aö
hann heföi faríö meö allt aö 8 hlut-
verkum í einu og sama verkinu. Er
ekki erfitt að hoppa á milli persóna
meö stuttum fyrirvara — aö muna
mismunandi persónuleika, svip-
brigöi o.þ.h.?
„Jú, jú, þaö er nokkuö vanda-
samt og þvi skemmtilegt. Erfitt seg-
iröu ... ja, sko ... í upphafi æf-
ingatímabilsins byrjar maöur á því
aö vinna hlutverkiö aö einhverju
leyti „innanfrá", svona hátíölega til
oröa tekiö. Reynir meö einum eöa
öörum hætti aö ná einhverjum
grunni, skapa einhvern botn til aö
byggja persónuna á. Nú, síðan fæð-
ist þaö nokk af sjálfu sér, meö ýms-
um hjáiparmeöölum þó, þaö sem
þú kallar mismunandi svipbrigöi,
taktar o.þ.h. Nú, karakterinn slípast
til, ef svo má segja, og ef þú ert
nokkuð lukkulegur með grunninn,
sem þú lagðir karakternum til, þá
ertu meö eitthvaö tiltölulega traust í
höndunum, sem þú getur stólað á
og því er ekki svo ýkja mikiö mál aö
hoppa á milli eins og þú segir."
— Viö spyrjum hann líka hvernig
honum líki viö íslenska áhorfendur.
„Ég held aö þaö sé á margan
hátt töluvert aö marka íslenska
áhorfendur, þeir láta ekki hrífast á
auöveldan hátt. Þaö viröist þurfa aö
vera talsvert feitt á skepnunni,
svona aö öllu jöfnu, ef ná skal til
íslenskra leikhúsgesta. Tökum til
dæmis áhorfendur í útlöndum,
segjum t.a.m. i Bretlandi. I öllum
þeim aragrúa, sem þar er boðiö
upp á, vili oft á tíöum fara meira
fyrir magninu en gæðunum. En viö-
tokurnar eru nær undantekninga-
laust af svo innilegu og jákvæöu
tagi að maður, klakabrynjaöur ís-
lendingurinn, hlýtur aö fyllast efa-
semdum um eigin dómgreind en
hugsar sem svo, þar sem maöur
situr á bekknum sínum innan um
hjartahlýjar áhorfendasálir: já, litiö
er ungs manns gaman — eöa
þannig. Ekki svo aö skilja, sjáöu til
— það koma fyrir þau augnablik að
manni finnst íslenskir leikhússgestir
íviö seinteknir — en — þaö er nú
svo og svo er nú þaö — ekki verður
þeim legið á hálsi fyrir áhugaleysi
gagnvart leikhúsunum. Leikhús-
áhugi islenskra er áreiöanlega
heimsmet, þó óskráö sé. Ég þori aö
veöja um þaö."
— í þessum samræðum höfum
viö komið inn á þaö hve Gísli hefur
komiö víöa viö á ekki svo löngum
ferli sinum (u.þ.b. 12 ár). Fyrir utan
þaö, sem viö höfum þegar nefnt,
hefur hann lesið skáldsögur í út-
varp. Hver man ekki eftir Babbit
eftir Sinclair Lewis, sem hann las
svo listilega vel upp. Og nú er hann
aö lesa inn aöra skáldsögu fyrir út-
varp en þaö er saga Kurt Vonnegut,
sem heitir „Morgunveröur meistar-
anna" í þýöingu Birgis Svan Símon-
arsonar (þýöingu, sem Gísli trúir
okkur fyrir aö sé í mjög háum
gæöaflokki, og alveg genial miðaö
viö útvarpsstandard). Þá hefur Gisli
unnið aö ótölulegum fjölda hljóm-
platna bæöi fyrir börn og fulloröna
og annaö slagiö fæst hann viö gerö
sjónvarpsauglýsinga. Þú leikur aldr-
ei í auglýsingum sjálfur?
„Nei, þaö tek ég ekki í mál. En
filman hefur ævinlega freistaö min
og af þeim ástæöum hef ég samiö
og leikstýrt nokkrum sjónvarps-
auglýsingum þegar tími hefur gefist
frá öörum störfum og spennandi
verkefni hafa boðist. Þaö er skóli út
af fyrir sig að komast í tæri viö film-
una. Þaö má eiginlega oröa þaö
þannig aö ég hafi komist „gratís" á
nokkurs konar alhliða kvikmynda-
kúrs meö því að starfa aö auglýs-
ingagerö með filmusmiðum eins og
Karli Óskarssyni, Snorra Þórissyni
og fleirum."
— Meöal auglýsinga, sem Gísli
hefur leikstýrt og samið, eru Flori-
dana-auglýsingin, Díletto-kaffi-
serían og nú síöast Meistaraköku-
auglýsingin meö Gög & Gokke í aö-
alhlutverkum. — Og viö spyrjum
Gísla hvort ekki sé þreytandi aö
vera á svona mörgum vígstöðvum í
einu?
„Nei, eins og ég sagöi áöan, á
þetta yfirhöfuö alveg sérstaklega
vel viö mig, vinnutíminn er náttúru-
lega afar óreglulegur og þetta er
eilíföarpúsluspil. En mér dettur ekki
í hug aö kvarta."
— Þú getur varla átt önnur
áhugamál utan vinnunnar?
„Jú, jú, jú, ég á fleiri tugi áhuga-
mála, t.d. leiklist, matargerð, teikni-
kúnst (karíkatúrar), söngkúnst,
harmónikkuleik, söfnun eiginhand-
aráritana, innanhússarkitektúr,
ættfræöi, reykjarpípusöfnun, lestur
góöra og vondra bóka, bókasöfn-
un, allt sem viðkemur heimsborg-
inni London, aö hlýöa á millistríðs-
áratónlist af hljómplötum, aö liggja
afvelta í leti heima hjá mér og éta
lútsterka pizzu, sem ég laga sjálfur
— einkum þau kvöld sem ég á aö
vera aö leika. Nú í seinni tíö lánast
mér því miður æ sjaldnar aö sinna
öllum þessum áhugamálum mínum,
en er hins vegar svo Ijónheppinn aö
stunda atvinnu sem flokkast bein-
línis undir áhugamál mitt númer
eitt. Svo ekki flökrar aö mér aö
kvarta." HE