Morgunblaðið - 11.04.1984, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 1984
Óskarsverðlaunin:
„Terms of Endearment“
- saga um móður og dóttur besta myndin
Shirley MacLaine og Robert Duvall með Óskarsverðlaunin. MacLaine
hlaut þau fyrir frammistöðu sína í myndinni „Terms of Endearment", en
Duvall fyrir leik sinn í myndinni „Tender Mercies".
Shirley Maclaine og Robert Duvall
fengu Óskarinn fyrir bestan leik
Los Angeles, 10. aprfl. AP.
„TERMS OF ENDEARMENT", Ijúfsár saga um móður og dóttur, var í
gærkvöldi valin besta bandaríska myndin sem gerð var á árinu 1983.
Shirley Maclaine fékk Óskarinn fyrir leik sinn í hlutverki móðurinnar og
Jack Nicholson fyrir besta leik í aukahlutverki, en hann leikur fyrrum
geimfara og bjórþambara, sem hún stendur í ástarsambandi við. Robert
Duvall var kjörinn besti karlleikarinn og besta erlenda myndin var valin
„Fanny og Alcxander" eftir Ingmar
Á óskarsverðlaunahátíðinni
kom fátt á óvart að þessu sinni
og skiptust verðlaun á milli fleiri
mynda en oftast áður. „Terms of
Endearment" fékk fimm óskars-
verðlaun, myndin „The Right
Stuff“ fékk fern og einnig
„Fanny og Alexander".
Robert Duvall fékk Óskars-
verðlaun sem besti karlleikar-
inn, en í myndinni „Tender
Mercies" leikur hann útbrunninn
sveitasöngvara sem tekst að yf-
irvinna áfengissýkina. Linda
Hunt var kjörin besta leikkonan
í aukahlutverki og var það fyrir
myndina „The Year of Living
Dangerously". Þar leikur hún
raunar karlmann og er þetta í
fyrsta sinn sem kona eða karl
eru verðlaunuð fyrir að leika hitt
kynið.
„Nú ætla ég að gráta. Þessi bið
hefur verið jafn löng lífi mínu,“
Bergman.
sagði Shiriey Maclaine þegar til-
kynnt hafði verið að hún fengi
verðlaunin. Hún hefur fjórum
sinnum áður verið tilnefnd til
þeirra en fær þau nú í fyrsta
sinn.
„Fanny og Alexander", sem
var kjörin besta erlenda myndin
á Óskarsverðlaunahátíðinni í
gærkvöldi, er þriðja mynd Ing-
mars Bergmans, sem þau verð-
laun hlýtur. Hún er jafnframt
síðasta myndin hans. .
Myndin var einnig verðlaunuð
fyrir búninga, listræna stjórn og
kvikmyndun Sven Nykvist og er
þetta í annað sínn sem hann fær
þessi verðlaun. Jorn Donner,
framleiðandi myndarinnar, tók
við verðlaununum og kvaðst vera
með hugann hjá „Bergman í
Múnchen og því fólki öðru, sem
gerðu framleiðslu myndarinnar
kleifa með óeigingjörnu starfi".
Bettaney seg-
ist saklaus af
njósnaákæru
London, 10. aprfl. AP.
MICHAEL Bettaney, fyrrum foringi
í bresku leyniþjónustunni, lýsti sig
saklausan af ákæru í tíu liðum um
njósnir í þágu Sovétríkjanna er hann
kom fyrir rétt í Old Bailey í dag.
Bettaney, sem er 33 ára að aldri,
er sakaður um að hafa starfað fyrir
Sovétmenn á tímabilinu desember
1982 og þar til í september 1983 er
hann var tekinn höndum.
Miklar öryggisráðstafanir höfðu
verið gerðar í dómshúsinu áður en
komið var með Bettaney þangað
og fara réttarhöldin fram fyrir
luktum dyrum.
12 íransk-
ir her-
menn felldir
Bagdad, 10. «q>rfl. AP.
TÓLF íranskir hermenn féllu í dag
þegar flugsveitir og landher íraka
gerðu árás á stöðvar írana við sunn-
anverð landamæri ríkjanna, að því
er fréttatilkynning íraska hersins
greinir.
I tilkynningunni sagði að ekkert
mannfall hefði orðið í liði íraka í
bardaganum.
Þá sagði að hersveitir Irana
hefðu haldið uppi skotárásum á
borgirnar Basra og Mandali í Irak
og tekist að eyðileggja þrjú hús og
valda skemmdum á fleirum.
Þremur Vesturlandabúum vísaö frá Sovétríkjunum:
Sakaðir um að
smygla „fjandsam-
legum áróðri“
Moskvu, 10. apnl. AP.
EINUM Bandaríkjamanni og tveimur Vestur-Þjóðverjum hefur verið vísað
frá Sovétríkjunum eftir að sovéskir landamæraverðir fundu bæklinga er
geymdu and-sovéskan áróður í bifreið þeirra, að því er TASS-fréttastofan
greindi frá í dag.
Mennirnir komu sem ferðamenn
til Sovétríkjanna frá Póllandi og
samkvæmt frásögn TASS vakti
það grunsemdir þegar mennirnir
buðu landamæravörðum bjór,
vindlinga og „ódýra minjagripi“.
Rétt áður en skoðun lauk fannst
leynihólf í bifreiðinni þar sem gat
að líta 2000 eintök af bókum, sem
voru „hugmyndalega skaðlegar",
40 segulbandsspólur sem geymdu
„fjandsamlegan áróður", blek,
kalkipappír, tvo hljóðnema og
seðlabúnt.
Fjórir Bandaríkjamenn og tveir
Bretar voru reknir frá Leníngrad
fyrr á þessu ári og voru þá hafðar
uppi svipaðar ásakanir gegn þeim.
Framkvæmdaráð EBE:
Hugmyndir um fjár-
öflun til umræðu
FRAMKVÆMDARÁÐ Efnahagsbandalags Evrópu hefur gert tillög-
ur um hvernig forða megi bandalaginu frá gjaldþroti því sem fyrir-
sjáanlegt er í haust ef ekki verður gripið til einhverra ráðstafana.
Utanríkisráðherrar banda-
lagsríkjanna hafa falið ráðinu
að vinna frekar úr þessum til-
lögum næstu vikurnar.
Leiðirnar sem rætt er um að
fara til að mæta fjárskorti að
upphæð 2,7 milljarðar í Evr-
ópugjaldeyri eru þrjár. í
fyrsta lagi að aðildarríkin 10
greiði sérstök aukaframlög til
bandalagsins. í öðru lagi að
þau leggi fram fé sem þau taki
að láni í ríkjum sem ekki eru í
bandalaginu eða þá í eigin
i-=_i-- f i—í—: „x „x;u
arríkin afsali sér tekjum, sem
þau hafa af tollum og gjöldum
sem lögð eru á vörur sem
fluttar eru inn frá löndum
utan EBE.
Ekki munaöi miklu, að Rehal tækist að aka á Charles Hernu, varnarmálaráðherra Frakklands, sem er hér í
dökkum fötum fyrir miðri mynd. Fremst og yst til vinstri er einn af lífvörðum Hernu, sem stöðvaði ökuferðina
Reyndi aö
aka niður
varnarmála-
ráðherrann
Lionel Rehal er hér fluttur á brott á börum eftir að hafa orðið fyrir skoti
frá einum lífvarða Hernu, varnarmálaráðherra. Hann var augljóslega
mikið kvalinn enda talinn alvarlega særður.
Toulouse, Frakklandi, 10. aprn. AP.
BRÓÐIR eins þeirra níu, frönsku
hermanna, sem fórust í sprengingu
í Chad fyrir nokkrum dögum, var í
dag særður alvarlega eftir að hann
hafði ekið bíl sínum í átt að Charl-
es Hernu, varnarmálaráðherra
Frakklands, sem var viðstaddur
útfór hermannanna.
Hernu, öðrum háttsettum
mönnum og ættingjum her-
mannanna tókst að forða sér
undan bílnum en öryggisverðir
hófu strax að skjóta á hann þeg-
ar þeir sáu hvað verða vildi.
Særðist ökumaðurinn alvarlega
en hann heitir Lionel Rehal, 25
ára gamall bróðir eins hermann-
anna, sem fórust í Chad. Nokkru
áður en hann stökk upp í bílinn
hafði hann formælt Hernu og
haft í heitingum við hann en svo
virðist sem Rehal hafi kennt
Hernu um dauða bróður síns.
I