Morgunblaðið - 11.04.1984, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.04.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 1984 23 „Ég ætla að spyrja kött- inn, hvað honum finnst“ Wall Street Journal gerir hunda- málum Reykvíkinga góö skil f bandaríska bladinu Wall Street Journal frá 4. aprfl sl. er löng frétt á forsíðu um hundamál- in í Reykjavík og framhald á henni inni í blaðinu. Fréttin eða greinin öllu heldur er skrifuð í léttum dúr og að því leyti ólík mörgu öðru, sem birst hefur um íslensk hunda- mál í erlendum blöðum, að sjón- armiðum beggja, hundaeigenda og þeirra, sem eru á móti hundahaldi, eru gerð góð og hlutlæg skil. Hér á eftir verður stiklað á stóru í grein- inni og aðeins örfárra atriða getið. Greinin hefst með því að segja frá Halldóru Aradóttur, 21 árs gamalli stúlku, sem stundar nám í píanóleik en hefur það jafn- framt á samviskunni að hafa skotið undan dæmdum útlaga. Er þar um að ræða tíkina Perlu, sem hafði komið upp um sig með gelti og einn nágrannanna þá ekki verið seinn á sér að klaga til lögreglunnar. Halldóra vildi þó heldur sitja tvo daga í fangelsi en borga sekt. Mannsins besti vin er nefnilega óvinur númer eitt í Reykjavík segir i greininni. Fleiri hundaeigenda er getið í greininni og hremminga þeirra en einnig sagt frá rökum þeirra, sem eru andvígir hundahaldi. Minnst er á sullaveikina og aðra sjúkdóma og þess getið, að göt- urnar í Reykjavík eru lausar við hundaskítinn, sem er algengur annars staðar, bæði austan hafs og vestan. Greinarhöfundur segir, að síð- an herferðin hafi hafist gegn hundunum hafi bréfunum rignt yfir utanríkisráðuneytið og borgarstjórn Reykjavíkur hvað- anæva að úr heiminum. Eru þar hundavinir að mótmæla „ofsókn- um gegn hundum" og segir að hundavinir hatist aðeins við eina þjóð meira en íslendinga: Kín- verja, sem drápu 200.000 hunda í Peking og átu suma. Það, sem gerir þó illt verra, er að sjálfur fjármálaráðherrann á hund og hefur hótað að sigla heldur af landi brott en láta hann af hendi. Embættismönnum og laganna vörðum, sem greinarhöfundur ræðir við, ber saman um að þessi mál séu erfið viðureignar og að það skilji allir, líka þeir sem eru á móti hundahaldi. Þrátt fyrir það verði þeir að myndast við að halda uppi lögunum og þess vegna hafi 60 hundaeigendur verið kærðir á síðasta ári. Tveir þriðju þeirra hafi fallist á að láta hundinn af hendi við fólk, sem býr þar sem hundahald er leyft, en þriðjungur hundanna verið skotinn. Aðeins fáir kjósi að fara heldur í fangelsi en að beygja sig fyrir lögunum en tek- ið er fram, að fangelsin í Reykja- vík séu svo sem ekkert Sing Sing. Ekki er ólíklegt, segir í grein- inni, að hundabanninu verði af- létt til reynslu í tvö ár en síðan efnt til nýrrar atkvæðagreiðslu um hundahaldið. Hundaeigend- ur eru ekkert hrifnir af því síð- arnefnda. „Ef kosið væri um hvort banna ætti reiðhjól í borg- inni, myndu margir verða því sammála," segir Jón Kristjáns- son, líffræðingur, sem sjálfur á hund, og Davíð Oddsson, borgar- stjóri í Reykjavík, viðurkennir, að þetta gæti valdið enn meiri erfiðleikum síðar. Ef hundahald yrði leyft myndu margir fá sér hund og ekki láta hann mótþróa- laust af hendi aftur. Hvað hann sjálfan varðar seg- ist Davíð Oddsson ætla að ráðsk- ast við fjölskylduna áður en hann afræður að fá sér hund. „Ég ætla að spyrja köttinn, hvað honum finnist," segir Davíð. Veður víða um heim Akurayri 0 skýjað Amsterdam 10 skýjaó Aþes 20 ekýjaó Barcelona 13 rigning Berlín 12 skýjaó BrUssel 11 skýjaó Buenos Aires 28 heióakfrt Chicago 11 skýjaó Oubiin 12 heióskfrt Feneyjar 16 skýjaó Frankfurt 9 regn Genf 12 heióekirt Hetsinki 8 heióskírt Hong Kong 22 skýjaó Jerúsalem 15 skýjað Jóhannesarborg 15 heióskfrt Kairó 24 hsfóskirt Kaupmannahöfn 7 heióskírt La* Palmas 29 léttskýjaó Lissabon 20 heióskirt London 11 skýjaó Los Angeies 23 haióskfrt Malaga 20 skýjsó Mallorca 13 þokumóóa Mexíkóborg 30 hsióskirt Miami 28 skýjaó Montreal 5 hsiðskfrt Moskva 11 heíóskfrt New York 15 heióskirt Ostó 5 skýjaó París 12 skýjaó Peking 17 heióakfrt Perth 30 heióskfrt Reykjavik 2 tnjóól Ríó d* Janeiró 29 skýjeó Róm 20 skýjaó San Francisco 14 regn Kirkpatrick um tundurduflin við strönd Nicaragua: Áhyggjur vegna gagnrýni frá bandamönnum London, 10. aprfi. AF. • JEANE Kirkpatrick, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði í dag í viðtali við breska blaðið Daily Telegraph að gagnrýni sú sem Bandaríkjamcnn hefðu sætt vegna sprengiduflanna, sem þeir eru sakaðir um að hafa komið fyrir utan við strönd Nicaragua, sýndi að menn áttuðu sig ekki á þeirri ógn sem Bandaríkjunum gæti í Karíbahafi. Sérstaklega lét hún i ljós áhyggjur yfir þeirri gagnrýni sem Bandaríkjamenn hafa orðið fyrir frá samherjum sínum, þ.á m. bresku ríkisstjórninni. Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur ekki viðurkennt að banda- rískir aðilar hafi komið duflunum fyrir, en böndin hafa þó mjög beinst að bandarísku leyniþjón- ustunni CIA. Stjórn Nicaragua hefur beðið Alþjóðadómstólinn í Haag að hafa afskipti af málinu, en Bandaríkja- stjórn hefur lýst því yfir að hún muni ekkert mark taka á úrskurði stafað af atburðum í Mið-Ameríku og hans í þessu efni; um sé að ræða svið utan lögsögu dómstólsins. Tundurduflamálið hefur verið mjög til umræðu á Bandaríkja- þingi og er talið líklegt að það muni koma í veg fyrir að sam- þykkt verði fjárveiting til stuðn- ings andstæðingum herstjórnar- innar í Nicaragua. Þegar hafa sjö skip skemmst við það að rekast á tundurdufl fyrir utan strönd Nicaragua; í tveimur tilvikum, þar sem um var að ræða sovéskt og japanskt skip, urðu slys á mönnum. Sovétmenn: Saka Bandaríkja- menn um að brjóta ólympíusáttmálann Moskvu, 10. aprfl. AP. SOVÉSKA blaðið Sovietsky Sport sagði í dag að bandaríska ólympíu- nefndin hefði brotið gegn ólympíu- sáttmálanum með því að óska eftir brottvikningu bandarísks fulltrúa í alþjóðaólympíunefndinni, en sá hafði lagst gegn því að fulltrúar útvarpsstöðvanna Radio Liberty og Radio Free Europe fengju að fylgj- ast með vetrarólympíuleikjunum í Sarajevo og útvarpa frá þeim. I gær sendi sovéska ólympíu- nefndin frá sér sams konar ásökun og krafðist þess að tafarlaust yrði haldinn fundur í alþjóðaólymp- íunefndinni til að ræða brottvikn- ingskröfuna. Sovétmenn segja að alkunna sé að útvarpsstöðvarnar tvær séu reknar af bandarisku leyniþjón- ustunni og eigi því ekki heima á ólympíuleikum. 6 ára ryðvarnarábyrgð Escort selur sig sjálfur Það er staðreynd, að við höfum selt hátt í 200 Ford Escort LX frá lokum janúar nánast án þess að auglýsa. Þessi einstöku bílakaup hafa spurst manna á meðal. Escortinn selur sig sjálfur. Nokkrir bílar lausir úr aukasendingu í þessum mánuði. Esxort LX sérbúinn fyrir Norðurlönd Frábært verð aðeins 297.000 kr. Innifalið í verði aukabúnaður að verðmætum um 30.000 kr. Gerðu samanburð á verði og gæðum við hvaða bíl sem er. Escort - mest seldi bíll heims undanfarin ár Sveinn Egilsson Skeifan 17 — Sími: 85100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.