Morgunblaðið - 11.04.1984, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.04.1984, Blaðsíða 32
MOáGUNBÍlAblÐ, lálöVlklÍÍ)AÓ'ÚR ri’APkít 19134 ' Háöstefna Samtaka um vestræna samvinnu og Varðbergs Frá ráðstefnu Samtaka um vestræna samvinnu og Varðbergs sl. laugar- dag í Átthagasal Hótel Sögu. málanefndar Alþingis, var fulltrúi Framsóknarflokksins og sagði meðal annars: „Þegar litið er yfir 35 ára starfsferil NATO er eðlilegt að ýmsar spurningar vakni, og þá m.a. þessar: Var rétt og skynsam- legt að stofna Atlantshafsbanda- lagið á sínum tíma? Var rétt og skynsamlegt fyrir Islendinga að taka þátt í þessum samtökum? Ég svara þessum spurningum báðum játandi... En ég tel að reynslan hafi sýnt og sannað þörfina fyrir þetta bandalag — að það hafi haft réttmætt ætlunarverk og að það hafi gegnt því hlutverki á farsæl- an hátt. Á starfstíma bandalags- ins hafa ekki orðið styrjaldir í þeim heimshluta, sem það tekur til. Bandalagið hefur ekki farið með ófriði á hendur nokkurri þjóð. Staðhæfingar um það, að því hafi verið ætlað árásarhlutverk eiga því hvorki stoð í veruleikanum né sögunni. Það hefur samkvæmt ætlunarverki sínu verið varnar- bandalag, sem hefur séð til þess að innan þess væru engin óvarin lönd, sem gætu freistað árásarað- ila. Þar í liggur mikilvægi banda- lagsins, svo og í því að árás á eitt bandalagsríki skuli skoðuð sem árás á þau öll. Það er þessi samábyrgð, studd nægilegum styrkleika og árvekni, sem er besta vörnin ... Það er mín skoðun, að eins og nú er ástatt, sé öryggi íslands best borgið með því að fylgja sömu stefnu og nú í öryggis- og varn- armálum. Vitaskuld þurfum við að halda vöku okkar í þessum málum. Við þurfum sífellt að reyna fylgj- ast með í þessum efnum og leggja „Hér á landi höfum við sem styðjum þátttöku íslands í vestrænni samvinnu um langan aldur átt í höggi við andstæð- inga sem beita flestu öðru en málefnalegum rökum gegn því sem við höfum fram að færa. Fyrr á árum var jiví helst haldið á loft af andstæðingunum að þeir væru betri Islendingar en við, þeir vildu standa vörð um íslenska menningu og lands- réttindi en við bæði selja landið og níðast á menningararfin- um. Þetta er ekki lengur efst á baugi. Nú er okkur fundið það ranglega til foráttu að við viljum geta gjöreytt veröldinni á kjarnorkubáli en hinir berjist gegn þeim voða og þar með heimsslitum, hvorki meira né minna,“ sagði Björn Bjarnason, formaður Samtaka um vestræna samvinnu (SVS), meðal ann- ars þegar hann setti ráðstefnu SVS og Varðbergs síðastliðinn laugardag um efnið Atlantshafsbandalagið, friður í 35 ár. Ráðstefnuna sátu um og yfir 200 manns. Fyrstur ræðumanna var Sir Patrick Wall, íhaldsþingmað- ur frá Hull í Bretlandi og forseti þings Norður-Atlantshafsbanda- lagsins, en stjórnarnefnd þess hélt fund hér í síðustu viku. Þegar Ólafur G. Einarsson, formaður þingflokks sjálfstæðismanna, kynnti Sir Patrick minntist hann þess sérstaklega að á sínum tíma hafi hann komið hingað til lands til að verja málstað Breta í þorskastríðinu. Sem svar við fyrirspurn taldi Sir Patrick að þorskastríðin hefðu í raun orðið til þess að treysta samband og vináttu fslendinga og Breta, þar sem gömul vináttubönd hefðu þol- að áraun átakanna og þar með orðið öflugri en áður. Ræða Sir Patrick Wall snerist að verulegu leyti um þróun her- mála á norðurslóðum. Hann vakti máls á mikilvægi íslands fyrir varnir Atlantshafsbandalagsins og sagði að GIUK-hliðið, en í því miðju er ísland, væri það hlið sem Sovétmenn mættu ekki komast í gegnum með flota sinn á hættu- eða átakatímum. Varnarstefna NATO byggðist á því að halda uppi vörnum fyrir norðan ísland, nálægt Kóla-skaganum þar sem Sovétmenn hefðu reist mesta víghreiður veraldar, en stöðva yrði sókn sovéskra kafbáta og herskipa í GIUK-hliðinu. Hann sagði að a.m.k. 60 sovésk herskip hefðu tek- ið þátt í flotaæfingum fyrir norð- an ísland undanfarna daga. Þessi floti hefði með stuttum fyrirvara safnast saman og hann gæti fyrir- varalaust breytt æfingum í árás en sovéskar flotaæfingar á Nor- egshafi væru árásaræfingar. Vegna umsvifa Sovétmanna í lofti og á legi væri nauðsynlegt fyrir NATO-ríkin að hafa herafla til staðar á norðurslóðum þannig að hugsanlegum árásaraðila væri haldið í skefjum. Sir Patrick Wall sagði að sér þætti ólíklegt að til kjarnorku- átaka kæmi í Evrópu. Ef Sovét- menn réðust til atlögu gegn þjóð- um Vestur-Evrópu yrði það í þeim tilgangi að ná undir sig iðjuverum og auðlegð en ekki til að tróna yfir kjarnorkurústum. Ólíklegt væri að hinir öldnu leiðtogar Sovétríkj- anna tækju áhættu á hernaðar- sviðinu umfram það sem orðið er í Afganistan, en kvíðvænlegt væri að hugsa til þess sem yngri ráða- menn kynnu að gera, því að ekki væri allt sem skyldi í Sovétríkjun- um og einræðisherrar hæfu oft hernaðarútrás til að halda hinum kúguðu þjóðum í skefjum. Hvatti Sir Patrick Wall eindregið til þess að hugað væri að öllum raunhæf- Sir Patrick Wall, þingmaóur frá Bretlandi Gunnar Gunnarsson, starfsmaður Öryggismálanefndar. Guðmundur Magnússon, blaðamaður á Morgunblaðinu. um leiðum til afvopnunar og til að spara hernaðarútgjöld. Geir Hallgrímsson Að lokinni ræðu Sir Patrick Wall hófst sá þáttur ráðstefnunn- ar þar sem fulltrúar lýðræðis- flokkanna þriggja, Alþýðuflokks, Framsóknarflokks og Sjálfstæðis- flokks, ræddu efnið fsland og Atl- antshafsbandalagið í 35 ár, en ein- mitt menn úr þessum þremur flokkum mynda Samtök um vest- ræna samvinnu og Varðberg auk óflokksbundinna áhugamanna. Fyrstur talaði Geir Hallgrímsson, utanríkisráðherra, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins og sagði með- al annars: „Atlantshafsbandalagsríkin hafa lýst því yfir, að þau muni aldrei beita valdi að fyrra bragði og hafa gert tillögu um að fjar- lægja allar kjarnaflaugar frá Evr- ópu. Þótt Sovétmenn hafi ekki viljað setjast að samningaborðinu á ný, hljóta menn að vona að augu þeirra opnist og afstaða þeirra breytist, þótt ekki verði nema fyrir þá sök að efnahagskerfi þeirra þoli ekki þau vígbúnaðar- útgjöld, sem áframhaldandi vopnakapphlaup stórveldanna krefst. Islendingar hljóta annars vegar að leggja áherslu á þátttöku sína í Atlantshafsbandalaginu og leggja um leið lóð sitt á vogarskálar gagnkvæmrar afvopnunar í sam- skiptum þjóða undir tryggu eftir- liti... Athyglisvert er þó, að andstæð- ingar Atlantshafsbandalagsins krefjast þess að íslensk stjórnvöld geri grein fyrir, hvaða varnar- viðbúnaður sé til staðar í landinu og hvert sé hlutverk íslands í varnarkeðju vestrænna þjóða. Ekki þarf að því að spyrja, að fylgismenn Atlantshafsbanda- lagsins á íslandi hljóta því frekar að taka undir slíka kröfu. Þegar þetta er haft í huga og vaxandi áhugi og áskoranir á ís- lensk stjórnvöld að taka þátt í við- leitni á alþjóðavettvangi til að ná samkomulagi um afvopnun, þá hlýtur sú skylda að hvíla á ís- lenskum stjórnvöldum að taka meiri þátt í samstarfi Atlants- hafsbandalagsríkja á hernaðar- sviði til þess að ísiendingar geri sér grein fyrir þeim áætlunum er snerta ísland, og geti haft áhrif á stefnu Atlantshafsbandalagsins og annarra fjölþjóðasamtaka í af- vopnunarmálum." Ólafur Jóhannesson Ólafur Jóhannesson, alþingis- maður og formaður utanríkis- á þau hlutlægt mat. Ekkert stend- ur í stað. Allt er síbreytilegt. Og við megum ekki í þessum efnum láta aðra hugsa fyrir okkur. Mat okkar verður auðvitað að byggjast á íslenskum hagsmunum og á þeim skuldbindingum sem á okkur hvíla gagnvart bandamönnum. Við verðum að gera þær kröfur til sjálfra okkar, sem við gerum til annarra." Kjartan Jóhannsson Fyrir hönd Alþýðuflokksins flutti Kjartan Jóhannsson, for- maður flokksins, ræðu á ráðstefn- unni og sagði meðai annars: „Því verður ekki á móti mælt, að þau markmið að tryggja banda- lagsþjóðunum frið og frelsi hafa heppnast þau 35 ár sem Atlants- hafsbandalagið hefur starfað. í l Evrópu hefur ríkt friður allan þennan tíma þótt stundum hafi ! verið blikur á lofti. Engin þjóð í I þessum heimshluta hefur glatað frelsi sínu í hendur kommúnism- I ans og engin landspilda tapast. Friðurinn hefur því ekki verið keyptur með undanlátssemi og árangurinn verður augljóslega ekki dreginn í efa. Það fyrirkomulag sem hefur verið á varnarsamstarfi og í ör- yggismálum í Evrópu hefur veitt okkur frið og stöðugleika. Þess

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.