Morgunblaðið - 11.04.1984, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 11.04.1984, Blaðsíða 34
M. wísmimmsmm & æ&m. Af meiði lýðræðisins JJÍugleiðingar í tilefni 35 ára afmælis Atlantshafsbandalagsins — eftir Árna Sigurðsson ---Hinn 4. apríl síðastliðinn voru 35 ár liðin frá stofnun Atlants- hafsbandalagsins NATO, varnar- bandalags vestrænna lýðræðis- ríkja. f 35 ár samfleytt, eða allt frá lokum hildarleiksins mikla, heimsstyrjaldarinnar síðari, hefur ríkt friður, frelsi og virðing fyrir mannréttindum í Evrópu, þ.e. meðal aðildarþjóða NATO. Er það iengra tímabil friðar en áður hef- ur ríkt í sögu Evrópu, ef litið er til síðustu 500 ára eða jafnvel enn lengra aftur í söguna. Evrópa hef- ur í árhundruð verið einn alls- herjar vígvöilur, þar sem háð hef- ur verið hver styrjöldin á fætur annarri, hver annarri mannskæð- ari og ægilegri. AÖdragandinn að stofnun Atlantshafs- bandalagsins Að lokinni heimsstyrjöldinni síðari og í kjölfar þeirra hörm- unga er henni fylgdu, var að frum- kvæði Breta stofnað bandalag Vesturvelda með aðild Belgíu, Hollands, Luxemburgar, Bret- lands og Frakklands. Ríkin undir- rituðu samkomulag, Brussel-sam- komulagið svonefnda, þann 17. mars 1948, þar sem ríkin gerðu með sér bandalag um samstarf á sviði efnahags-, menningar- og varnarmála. Sama ár hófust svo viðræður milii aðila Briissel- samkomulagsins og Bandaríkj- anna og Kanada um varnir Norð- ur-Atlantshafsins. Þær viðræður urðu aðdragandi að stofnun Atl- antshafsbandalagsins, því þeim lauk með gerð Norður-Atlants- hafssáttmálans svokallaða. Þann 15. mars 1949 var Danmörku, Is- landi, Ítalíu, Noregi og Portúgal boðið að gerast stofnaðilar að sáttmálanum og þann 4. apríl sama ár undirrituðu 12 framan- greind ríki sáttmálann í Wash- ington DC. Árið 1952 gerðust Grikkland og Tyrkland aðilar sáttmálans. Vestur-Þýskaland gekk í bandalagið 1955. 1982 bætt- ist svo Spánn í hópinn og varð þar með 16. þjóðin til að ganga í Atl- antshafsbandalagið. Útþenslustefna Sovét- ríkjanna — ógn við frið, frelsi og mannréttindi Að Iokinni heimsstyrjöldinni síðari þegar þjóðir austurs og vesturs stóðu yfir höfuðsvörðum þriðja ríkisins og höfðu með því stöðvað framgang nasismans í Evrópu, horfðu þjóðir í vestri til framtíðarinnar með bjartsýni og atorku. En brátt kom annað í ljós. Skuggi Sovétkommúnismans und- ir forystu Stalíns hvíldi eins og mara yfir hinni stríðshrjáðu Evr- ópu sem aðeins þráði tíma friðar og uppbyggingar. Þegar herir Bandaríkjamanna og Breta drógu sig að mestu frá meginlandi Evr- ópu í lok stríðsins, stóð eftir risa- stór og öflugur sovéskur her og um leið og Vesturveldin fækkuðu hermönnum sínum í Evrópu á ör- skömmum tíma, úr rúmlega 5 milljónum í um 800 þúsund, var á sama tíma Rauði herinn, her Sov- étríkjanna, hins vegar efldur til muna og voru þá í honum um 4 milljónir hermanna, gráir fyrir járnum. Með stuðningi þessa her- afla hóf nú Stalín að búa um sig í löndum Austur-Evrópu og gerði friðar- og frelsisvonir Vestur- landabúa brátt að engu. Hinar hörmulegu staðreyndir blöstu við Vesturlöndum aðeins 3 árum eftir lok heimsstyrjaldarinnar síðari. Þá höfðu Sovétmenn náð undir- tökum í Rúmeníu, Ungverjalandi, Búlgaríu, Albaníu og Póllandi. Árið 1948 tóku kommúnistar völd- in í Tékkóslóvakíu í skjóli sov- éskra hersveita. Þetta valdarán hafði gífurleg áhrif á allt frelsis- unnandi fólk á þessum tíma og sagði Bjarni Benediktsson, fyrr- verandi forsætisráðherra og for- maður Sjálfstæðisflokksins, að ör- lög Tékkóslóvakíu hefðu riðið baggamuninn um stofnun Atl- antshafsbandalagsins. Tuttugu árum síðar hjuggu Sovétmenn enn í sama knérunn þegar frelsistil- raun Tékka undir forystu Alex- anders Dubcheks var barin niður af sovéskum hersveitum er gerðu innrás í landið. Ungverjaland varð sömu örlögum að bráð. Megnri óánægju landsmanna, jafnvel í röðum tryggustu flokksmanna kommúnistaflokksins, lyktaði með því, að Ungverjar risu upp gegn hinum sovésku drottnurum sínum og ákváðu að draga sig út úr Varsjárbandalaginu. Sovétmenn brugðust skjótt við og þann 4. nóv- emþer 1956 gerðu þeir árás á höf- uðborgina, Búdapest. Smáríkið Ungverjaland varð sovéska birn- inum auðveld bráð. Eystrasaltslöndin — vonlaus barátta gegn sovéska birninum! Ekki má gleyma Eystrasalts- löndunum, en árið 1939 skiptu Sovétríkin og Þýskaland nasism- ans þeim á milli sín og sama ár komu sovéskar hersveitir sér fyrir í þessum löndum og hafa verið þar síðan. Allt frá upphafi hernáms- ins hafa sovésk stjórnvöld unnið dyggilega að því að afmá öll þjóð- areinkenni þessara fornu Evrópu- ríkja, Lettlands, Eistlands og Litháen, en þau höfðu áður verið sjálfstæð og fullvalda ríki. Berlínarmúrinn — ógnvænlegur minnisvardi Sovétkommúnismans Eitt dapurlegasta dæmi um stjórnskipan Sovétkommúnism- ans má ugglaust telja Berlinar- múrinn, er reistur var af komm- únistum árið 1961 og skiptir Berl- in í tvo hluta, eins og langt og ljótt svart ör. Hann er óbrotgjarn minnisvarði þess þjóðskipulags og stjórnmálakerfis er ekki þolir opnar og frjálsar umræður, skýtur niður farþegavélar og lokar menn inni á geðveikrahælum fyrir það eitt að segja hug sinn. . Kommúnisminn — illkynja æxli í frjálsum heimi Kommúnisminn eirir engu og breiðist út sem illkynja æxli. Árni Sigurðsson „Mikilvægara er en oft áður, að lýðræðisþjóðir heimsins snúi bökum saman gegn þeim vá- gesti sem kommúnism- inn er. Ekki er átt við valdbeitingu eða neitt þess háttar þegar talað er um að spyrna við fót- um. Heldur er átt við að lýðræðisríkin standi styrkan vörð um frelsi og öryggi landsmanna sinna.“ Kommúnisminn er alþjóðleg hreyfing, sem stefnir að því leynt og ljóst, á einn hátt eða annan, að þröngva þjóðskipulagi sínu upp um allar jarðir og stefnir að því að koma boðskap sínum að hvarvetna í heiminum. Að þessu leyti hafa Sovétmenn verið iðnir við kolann eins og fyrr greinir. Þeir beita leppríkjum sínum hiklaust fyrir sig og hafa til að mynda Kúbanir verið þeim dygg hjú og ekki reynst sporlatir við að vinna sósíalisman- um það, sem í þeirra valdi hefur staðið. Við lá að þeir yrðu einn allsherjar skotpallur fyrir sovésk- ar eldflaugar er gátu borið kjarn- orkusprengjur og talið var að beitt yrði gegn Bandaríkjunum árið 1961, en naumiega tókst að koma í veg fyrir það og var það að þakka hinum unga og dáðríka forseta Bandaríkjanna, John F. Kennedy, hversu vel fór. Kúbanir veittu vinveittum skæruliðahreyfingum lið í Angóla og Mósambik um miðjan síðasta áratug og hafa án efa átt mikinn þátt í að efla til valda núverandi stjórnvöld í þessum ríkjum. Um tíma studdu Kúbanir og Sovét- ungarsögu afgönsku þjóðarinnar menn skæruliðahreyfingar í Sóm- alíu og Eþíópíu. Þegar þeim bauð svo við að horfa, sneru þeir þó baki við þessum liðsmönnum sín- um og gengu til liðs við féndur þeirra. Tugir þúsunda Kúbu- manna ganga nú um þessar mund- ir erinda Sovétmanna sem tindát- ar þeirra víða um heim. Friðarumræda og afvopnunarmál Lengi vel hefur fólki víða um heim, í einfeldni sinni en þó með góðum ásetningi, orðið tíðrætt um ágæti hlutleysis ríkja og talið það leið til friðar, að ríki afvopnist einhliða og lýsi yfir hlutleysi sínu. Það hefur ítrekað sannast að hlutleysi ríkis tryggir á engan hátt aðskilnað þess frá hinum stjórnmálalega, herfræðilega og landfræðilega veruleika sem það er í. Flestir sem fylgst hafa með utanríkismálum síðustu ára vita t.d., að Afganistan var í forystu hlutlausra ríkja, sem töldu rétt að halda sig utan hernaðarbandalaga til þess að komast hjá hugsanleg- um átökum og stuðla jafnframt með því að friði í heiminum. Afg- anistan hefur orðið mönnum tákn um raunverulegan friðarvilja Sovétmanna. Þetta fátæka fjalla- land, sem byggt var snauðum hjarðmönnum, skapaði hinum sovésku nágrönnum sínum litla hættu. í árslok 1979 gerðu Sovét- menn þó innrás í landið. Hörm- þarf ekki frekar að rekja hér. Hana þekkja allir. Lengi vel hafa átt sér stað við- ræður milli stórveldanna um gagnkvæman niðurskurð kjarn- orkuherafla. Þær viðræður hafa borið misjafnan árangur. Nýjasta dæmið um raunverulegan samn- ingsvilja Sovétmanna er þegar þeir gengu út af samningafundi um niðurskurð meðaldrægra kjarnorkueldflauga (INF) og slitu þeim þannig, með þeim orðum að ekki væri hvort sem er hægt að semja við Vesturveldin. Þrátt fyrir að þjóðir heims kæmu sér saman um niðurskurð kjarnorku- vopna, eins og æskilegt væri, væri þekkingin þó alltaf fyrir hendi, þ.e. aðferðir til smíði kjarnorku- vopna yrðu alltaf til og ekki tæki lengri tíma að smíða kjarnorku- sprengju en þann tíma er tæki að setja hana saman. Aðrar leiðir þarf því að fara ef tryggja á fyrir fullt og allt að ekki verði gripið til kjarnorkuvopna. Sú aðferð er að koma í veg fyrir orsök vígbúnað- arkapphlaupsins sjálfs, þ.e. kommúnismann, útþenslustefnu Sovétríkjanna og leppríkja þeirra; þjóðskipulag er nær yfir rúman Vs hluta þurrlendis jarðar og heldur í helgreipum alræðisins hundruð- um milljóna saklausra íbúa þeirra og ógnar um leið öryggi, frelsi og mannréttindum frjálsra lýðræð- isríkja hvarvetna í heiminum. Mikilvægara er en oft áður, að lýð- ræðisþjóðir heimsins snúi bökum saman gegn þeim vágesti sem kommúnisminn er. Ekki er átt við valdbeitingu eða neitt þess háttar þegar talað er um að spyrna við fótum. Heldur er átt við að lýð- ræðisríkin standi styrkan vörð um frelsi og öryggi landsmanna sinna. Má í því sambandi benda á, að í stjórnlagafræði er litið á það sem eitt veigamesta verkefni ríkisins að tryggja öryggi borgaranna og ríkisins gagnvart árásum og ofbeldi annarra ríkja og manna. A móti þyrftum við svo að vona, að smátt og smátt linaðist tak sov- éska kommúnistaflokksins og í fyllingu tímans í kjölfarið breyt- ingar á stjórnarfari ríkisins, breytingar er kæmu innan frá en ekki með valdbeitingu né hervaldi, myndi hinn almenni borgari Sov- étríkjanna loks fá að njóta al- mennra mannréttinda og réttinda þegna lýðræðisþjóðfélaga, njóta málfrelsis, prentfrelsis o.s.frv. og frelsis til orðs og æðis. I dag er ekki séð að það verði í bráð, en vinna verður að því fullum fetum. Hvarvetna hefur fólk gert sér grein fyrir því að mannréttindi eru alls ekki til í Sovétríkjunum. Þar eru þessar grundvallarhug- sjónir fótum troðnar af stjórn- völdum, hugsjónir, sem voru kjarninn í því sem fólk á Vestur- löndum taldi sig hafa verið að berjast fyrir í heimsstyrjöldinni síðari er síðar leiddi til stofnunar Atlantshafsbandalagsins. Atlantshafsbandalagið var stofnað í þeim tilgangi að tryggja öryggi aðildarríkja bandalagsins gagnvart sívaxandi áhrifum og út- færslu Sovétkömmúnismans. Hlutverk bandalagsins er ekki eingöngu hernaðarlegs eðlis. Á grundvelli samstarfsins hefur á undanförnum árum þróast efna- hags- og menningarleg samvinna á fjölmörgum sviðum. Á þeim vettvangi þar sem forsvarsmenn aðildarríkjanna hittast, fá þessi mál sífellt meiri umræðu og sam- vinna um menningar-, félags- og efnahagsmál orðin mikilvægur þáttur í samstarfi Atlantshafs- bandalagsrikjanna. Má fullvíst telja, að með þessu móti styrkist bönd milli þjóða og varnarsam- starfið styrkist. Atlantshafsbandalagið — friður í 35 ár Atlantshafsbandalagið, NATO, er varnarbandalag vestrænna lýð- ræðisríkja og því af meiði lýðræð- isins. í bandalaginu eru sextán þjóðir sem eiga það sameiginlegt að vera tengdar í trúnni á frelsið. Þjóðir er eiga það sammerkt að bera fyrir brjósti almenn réttindi þegna lýðræðisþjóðfélaga, beita sér fyrir friði með frelsi, tengdar í baráttunni fyrir almennum mann- réttindum hvarvetna í heiminum, mannlegum verðmætum og sjálf- stæði einstaklingsins. Kjarninn í varnarsamvinnu Atlantshafs- bandalagsins er það ákvæði sáttmálans að árás á eitt ríki bandalagsins skuli líta sem árás á þeu öll. Með þessu ákvæði var mynduð svo sterk varnarkeðja, að hugsanlegum árásaraðila átti að vera fullljóst, að árás á eitt ríki bandalagsins, þótt áhrifalítið og veikburða væri, kallaði á öfluga mótspyrnu og viðbrögð bandalags- ins alls og hrakfarir árásaraðila yrðu því meiri en ávinningur. Þetta ákvæði í sáttmála Atlants- hafsbandalagsins er það sem trygJít hefur friðinn í Evrópu og aðildarríkjum NATO nú í 35 ár samfleytt. Þótt hlutverk Atlants- hafsbandalagsins hafi vissulega þróast á þessum 35 árum er liðin eru frá stofnun bandalagsins, má fullyrða, að þessi grundvallarþátt- ur varnarhugmyndarinnar stend- ur enn sem traustasti varnarmúr, sem byggður hefur verið f okkar stríðshrjáða heimi. Arni Sigurðsson er nemandi á bók- námssviði Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Hann er í stjórn Heim- dallar. Sovéskir eldflaugavagnar á Rauða torginu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.