Morgunblaðið - 11.04.1984, Blaðsíða 31
MORtíUNBLAÐlÖ, MlÐVlKÚDAÓUR ll. APRÍL 1984
Gjaldskrár þjónustu-
stoftiana — Greiðslukort
Breytingar á
gjaldskrám
þjónustustofnana
JÓN MAGNÚSSON (S) flytur
svohljóðandi tillögu til þingsá-
lyktunar um efnislegar breyt-
ingar á gjaldskrám þjónustu-
stofnana: „Alþingi ályktar að
fela ríkisstjórninni að sjá um að
þjónustustofnunum ríkis og
sveitarfélaga verði skylt að
senda allar tillögur um efnisleg-
ar breytingar á gjaldskrám til
umsagnar Neytendasamtak-
anna og Verzlunarráðs íslands".
Söluskattur
og verksmiðju-
framleitt húsnæði
HELGI SELJAN (Abl.),
EGILL JÓNSSON (S), KARL
STEINAR GUÐNASON (A) OG
DAVÍÐ AÐALSTEINSSON (F)
flytja frumvarp til laga sem
heimilar fjármálaráðherra að
ákveða með reglugerð, að frá
heildsöluverði verksmiðjufram-
leiddra íbúðarhúsa, barnaheim-
ila, leikskóla, félags- eða safn-
aðarheimla og atvinnuhúsnæðis
megi framleiðandi þeirra draga
Stjómarfrumvarp:
Selveiðar
við ísland
Frá 1897 til 1919 var
meðalselveiði við ísland 6.000
dýr á ári, en selveiðar eru jafn-
gamlar búsetu í landinu. 1‘essar
veiðar náðu hámarki
1964—1977, um 6.500 dýr á ári.
Verðfall á selskinnum dregur
síðan úr veiði, sem nú er lítil
sem engin. Tengsl milli sels- og
hringorms í fiski hafa síðan
valdið því að selveiöar hafa ver-
ið mjög til umræðu og 31. ágúst
1982 skipaði þáverandi sjávar-
útvegsráðherra nefnd til að
semja frumvarp að lögum um
selveiðar. l»að var lagt fram á
Alþingi í gær.
Samkvæmt frumvarpinu hefur
sjávarútvegsráðuneytið yfirum-
sjón allra mála, er selveiðar varða,
en Hafrannsóknarstofnun annast
rannsóknir á selastofninum. Um
stjórn og skipulagningu selveiða
hefur ráðuneytið samráð við Nátt-
úruverndarráð, Hafrannsókna-
stofnun, Búnaðarféiag íslands og
Fiskifélag íslands. Samkvæmt
frumvarpinu er landeigendum
heimil selveiði i landareign sinni
en öllum íslenzkum ríkisborgurum
utan landareigna. Um rétt til sel-
veiða gilda ákvæði tilskipunar frá
20. júní 1894. Ráðherra getur sett
reglur um framkvæmd laganna.
Hann getur einnig bannað selveið-
ar á tilteknum svæðum eða tak-
markað selveiðar ákveðinn tíma.
IGNIS
Ódýr en vönduö
heimilistæki
RAFIÐJAN s/f
Ármúla 8, s. 19294.
Fróöleikur og
skemmtun
fyrirháa semlága!
3R0rgiimI»Ift&tö
við söluskattsuppgjör tiltekinn
hundraðshluta verðsins.
Kennslugagna-
miðstöðvar í öllum
fræðsluumdæmum
GUÐRÚN AGNARSDÓTTIR
(Kvl.) og sjö aðrir þingmenn úr
öllum þingflokkum flytja til-
lögu til þingsályktunar, þess
efnis, „að skora á ríkisstjórnina
að láta kanna hvernig bezt væri
að haga samstarfi við samtök
sveitarfélaga um að koma á fót
kennslugagnamiðstöðvum í
tengslum við fræðsluskrifstofur
í öllum landshlutum. Kennslu-
gagnamiðstöðvar hafi það meg-
inverkefni að lána skólum
námsgögn, kennslutæki og
hjálpargögn, þannig að öllum
nemendum verði tryggður að-
gangur að fjölbreyttum
kennslugögnum hvar á landinu
sem þeir búa“.
Frumvarp til laga
um greiðslukort
JÓN MAGNÚSSON (S) hefur
lagt fram þingsályktunartil-
lögu, hvar ríkisstjórn er „falið
að skipa nefnd til að semja
frumvarp til laga um greiðsluk-
ort og starfsemi
greiðslukortafyrirtækja". í
greinargerð segir að skortur á
löggjöf geti valdið réttaróvissu.
Fyrirspurnir
• HELGI SELJAN (Abl.) spyr
fjármálaráðherra: 1) hve mikið
lífeyrissjóðir hafi keypt af
skuldabréfum Byggingarsjóðs
ríkisins, Byggingarsjóðs verka-
manna, Framkvæmdasjóði og
ríkissjóði í samræmi við fjárlög
1983, 2) hve hátt hlutfall þessi
kaup hafi verið 1983, og 3) hvað
mikið hverjum lífeyrissjóði sé
ætlað að kaupa af skuldabréf-
um, samkvæmt áætlun fjár-
málaráðuneytis 1984?
• JÓN MAGNÚSSON (S) spyr
dómsmálaráðherra, hvað líði
undirbúningi að setningu laga
um meðferð minniháttar einka-
mála fyrir héraðsdómi?
• HJÖRLEIFUR GUTTORMS-
SON (Abl.) spyr heilbrigðisráð-
herra, hvernig fylgst sé með
langtímabreytingum á mengun
lofts og lagar við ísland? Enn-
fremur, hvaða niðurstöður liggi
fyrir um slíka mengun, m.a.
varðandi geislavirk efni og súra
úrkomu?
Aflatryggingarsjóður
MEIRIHLUTI sjávarútvegs-
nefndar efri deildar leggur til
að frumvarp um Aflatrygg-
ingarsjóð verði samþykkt
óbreytt en það gerir ráð fyrir að
árið 1984 verði greiddar sér-
Jón Magnússon, þriðji varaþingmað-
ur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík,
tók nýlega sæti á Alþingi í fjarveru
Friðriks Sophussonar.
stakar bætur úr hinni almennu
deild sjóðsins er nemi 4% af
öllu verðmæti afla miðað við
lágmarksverð. Þessi 4%
greiðsla var liður í fiskverðs-
ákvörðun 1. febrúar sl.
Félagsmálaráðherra:
Eftirlifandi maki undanþeginn erfðafjárskatti
- frumvarp um erfðafjárskatt
Alcxander Stefánsson, félags-
málaráðherra, mælti nýverið fyrir
stjórnarfrumvarpi til breytinga á
gildandi crfðafjárlögum, sem í aðal-
atriðum hafa staðið óbreytt í 60 ár.
Frumvarpið er samið af Ragnari
Halldóri Hall, borgarfógeta, en lagt
fram með nokkrum breytingum,
gcrðum í viðkomandi ráðuneyti.
Félagsmálaráðherra sagði
veigamikil nýmæli f frumvarpinu:
• Eftirlifandi maki verður und-
anþeginn erfðafjárskatti.
• Sama gildir um sambýlismann
arfleiðanda hafi verið um óvígða
sambúða að ræða.
• Ekki skal greiða erfðafjárskatt
af arfi til kirkna, opinberra sjóða,
líknar- og menningarstofnana eða
félaga.
• Viðmiðunarfjárhæðir við
álagningu erfðafjárskatts eru
verulega hækkaðar, eða úr 12 þús
kr. í 140 þús. kr., og hækka fram-
vegis ár hvert til samræmis við
breytingar á vísitölu byggingar-
kostnaðar.
Frumvarp þetta hefur að
geyma, að dómi ráðherra, einfald-
ari og skýrari reglur en nú gilda
um réttarfar í málum er varða
álagningu og innheimtu erfðafjár-
skatts, upplýsingaskyldu, skýrslu-
gerð o.fl.
í umsögn Fjárlaga- og hag-
sýslustofnunar um frumvarpið
kemur fram, að það hafi í för með
sér verulega lækkun skattbyrði,
frá því sem nú er, og samsvarandi
tekjuminnkun. Þyngjandi ákvæði
eru einnig í frumvarpinu: 1)
Erfðafjárskattur greiðist sam-
kvæmt því af leigulóðarréttindum,
sem ekki er nú, 2) Deyi maður,
sem tæmst hefur arfur, án þess að
greiða erfðaskatt, þurfa erfingjar
hans fyrst að greiða skatt af þeim
arfi, er honum tæmdist, en síðan
af því, sem telst arfur eftir hann,
3) í frumvarpinu er ákvæði um
vanskilavexti sem er nýmæli, 4)
Líkur eru á að minna verði um
setu í óskiptu búi, ef frumvarp
þetta verður að lögum.
Árið 1983 innheimtist erfðafjár-
skattur á höfuðborgarsvæðinu að
fjárhæð 23,5 m.kr., en alls á land-
inu 37 m.kr. Ef frumvarp þetta
hefði haft lagagildi 1983 hefði það
leitt til 11 m.kr. lægri skattheimtu
erfðafjárskatts 1983.
Ráðherra kvaðst myndi beita
sér fyrir því að tekjur af þessum
skatti renni óskiptar til Fram-
kvæmdasjóðs fatlaðra.
Alexandcr Stefánsson,
félagsmálaráðherra.
Kjörgripir
Vasar - Skálar -Plattar
og Kertaslaufur í
Komakúnst
m
UvTWsJ
Höföabakka 9
Reykjavík.
S 85411