Morgunblaðið - 11.04.1984, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 11.04.1984, Blaðsíða 46
 46 W I l'ri",1 WCf/. rr IJT?: •jai/oib /ir MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. APRlL 1984 Fyrri leikir undanúrslita Evrópukeppninnar í kvöld: Robson, Wilkins og Miihren ekki með United FYRRI LEIKIR undanúrslita Evrópukeppninnar í knattspyrnu fara fram í dag og kvöld og er þeirra beóiö með mikilli eftirvæntingu aó vanda. Eins og áóur hefur komið fram, eru tvö bresk liö í undanúrslitum Evrópukeppni meistaraliða, tvö í keppni bikarhafa og tvö í UEFA- keppninni og svo skemmtilega vildi til aó ekkert þeirra dróst saman. Möguleiki er á því aö allir úrslitaleikirnir veröi því „breskir" (ár. í keppni meistaraliöa leika Liv- erpool og Dynamo Búkarest frá Rúmeníu á Anfield Road í Liver- pool. Liverpool-liöiö er í miklum ham þessa dagana, eins og þaö sýndi á laugardag er þaö tók West Ham í kennslustund i deildinni og Stórmót í körfu- bolta í Njarðvík STÓRMÓT Sparisjóðs Keflavíkur i körfu- knattleik veröur haldiö í Keflavík dagana 12. og 15. apríl — á morgun og á sunnudag. Mót þetta er haldiö í fjáröflunarskyni fyrir ferö landsliösins á Evrópumeistaramótiö í Noregi síöar í þessum mánuöi og taka fjögur liö þátt í mótinu. Þátttakendur eru A- og Ð-landsliöió, Ungl- ingalandslióiö og Suöurnesjaúrval. Á morgun kl. 20 leika B-landsliöiö og U-landsliðiö og strax á eftir, kl. 21.30, mætast A-landsliöiö og Suóurnesjaúrval. Á sunnudag kl. 20 leika tap- liö frá fimmtudeginum i leik um 3. sætiö og sigurliöin frá fimmtudeginum leika um 1. sætiö i mótinu kl. 21.30. Sparisjóöurinn í Keflavík hefur styrkt þetta mót mjög veglega og hann hefur einnig styrkt landsliöiö sérstaklega vegna Noregsfararinnar meö myndarlegri fjárupphæö. Liöin sem taka þátt í mótinu veröa skipuö flestum bestu körfuknattleiksmönnum hér á landi. Þeir eru eftirtaldír: A-landsliöiö (landsl. í sviga): Jón Sigurösson, KR (116), Torfi Magnússon, Val (86). Krístján Ágústsson, Val (59), Valur Ingimundarson, UMFN (34), Jón Kr. Gíslason, ÍBK (19), Flosl Sigurösson, University of Wash- ington (11), Pálmar Sigurósson, Haukum (7), Hreinn Þorkelsson, ÍR (7), Garöar Jóhannsson, KR (4), Jón Steingrímsson, Val (4), Gylfi Þor- kelsson, ÍR (0), Sturla Örlygsson, UMFN (0) og Tómas Holton, Val (0). Þjálfari er Hilmar Haf- steinsson og honum til aöstoöar Siguröur Hjörleifsson. B-landsliöiö: Árni Guömundsson, (S, Guömundur Jó- hannsson, ÍS, Hálfdán Markússon, Haukum, Hjörtur Oddsson, ÍR, Kristinn Kristinsson, Haukum, Leifur Gústavsson, Val, Ólafur Rafnsson, Haukum, Páll Kolbeinsson, KR, Sveinn Sigurbergsson, Haukum, Unnar VII- hjálmsson UMFL, Decarsta Webster, Haukum og Þorvaldur Geirsson, Fram. Einar Bollason og Kristinn Jörundsson stjórna B-landsliöinu. Suöurnesjaúrval: Gunnar Þorvaröarson, UMFN, Árni Lárusson, UMFN, Ástþór Ingason, UMFN, ísak Tómas- son, UMFN, Ingimar Jónsson, UMFN, Þor- steinn Bjarnason, ÍBK, Óskar Nikulásson, ÍBK, Jónas Jóhannsson, Reynir, Eyjólfur Guö- laugsson, UMFG, Hjálmar Hallgrímsson, UMFG og Ólafur Jóhannesson, UMFG. Unglingalandsliöiö: Björn O. Steffensen, ÍR, Karl Guölaugsson, ÍR, Jóhannes Kristbjörnsson, KR, Matthías Ein- arsson, KR, Guöni Guónason, KR, Birgir Mika- elsson, KR, Siguröur Ingimundarson, IBK, Guöjón Skúlason, ÍBK, Kristinn Einarsson, UMFN, Hreiöar Hreiöarsson, UMFN, Teitur Ör- lygsson, UMFN og Henning Henningsson, Haukum. Þjálfarar eru Einar Bollason og Heigi Helgason. __ §|^ sigraði 6:0. Njósnari Búkarest- liösins var hálffölur í stúkunni aö sögn viöstaddra, leist greinilega ekkert á blikuna. En þó Englend- ingarnir veröi aö teljast sigur- stranglegri á heimavelli, skyldi enginn afskrifa þá rúmensku. Þeir hafa sýnt góöa leiki í keppninni í vetur og m.a. slegiö Evrópumeist- ara Hamburger SV úr keppninni. Allar líkur eru á því aö Liverpool- liöiö veröi eins skipaö í kvöld og þaö var á laugardag. Engin meiösli eru í þeim herbúöum. Ein breyting er þó óumflýjanleg. Craig John- ston tekur sæti John Wark sem ekki má leika. Hann haföi leikiö meö Ipswich í Evrópukeppninni í vetur áöur en hann var keyptur til Liverpool. í hinum undanúrslitum meist- arakeppninnar mætast Dundee Utd., Skotlandi, og ítölsku meistar- arnir Roma. Fyrri leikurinn fer fram í Skotlandi. Þaö er samdóma álit knattspyrnusérfræóinga aö róöur- inn veröi erfiðastur hjá Dundee United af öllum bresku liöunum. Skosku meistararnir hafa aldrei komist í undanúrslit í Evrópu- keppni áöur. „Rómverjar" ætla sér að sjálfsögöu ekkert annaö en sig- ur og sæti í úrslitunum — en úr- slitaleikurinn fer fram á heimavelii þeirra í vor. Möguleikar Dundee- liösins á sigri aukast eflaust veru- lega leiki Brasilíumaðurinn snjalli, Roberto Falcao, ekki meö i kvöld, en hann á viö meiösli í hné aö stríöa. Svíinn Nils Liedholm, þjálf- ari Roma, mun ekkert ákveöa fyrr en rétt fyrir leikinn. Wilkins í banni — Rob- son og Miihren meiddirl Manchester United fær Juvent- us meö Frakkann snjatla, Michel Platini, í broddi fylkingar í heim- sókn á Old Trafford. Vonir United um sigur minnkuðu heldur betur í gær er tilkynnt var aö Bryan Rob- son, fyrirliöi liösins og enska landsliösins, léki sennilega ekki meö. Meiddist á æfingu á mánu- dag. Ákveðiö veröur rétt fyrir leik hvort Robson leikur. „Þaö gæti oröiö hálf undarleg uppstilling á miðjunni hjá okkur í leiknum," sagöi Ron Atkinson, stjóri United í gær. Aberdeen, Evrópumeistarar bik- 52 með 12 rétta í 31. LEIKVIKU Getrauna var lítið um óvænt úrslit og komu fram 52 raóir meö 12 róttum og var vinningur fyrir hverja röð kr. 7.950.00 en meó 11 rétta voru 823 raóir og vinningur fyrir hverja röó kr. 215.00. Getrauna- spá MBL. o í (0 f Q. 1 3 </> Sunday Exprsss News of the World Sunday Telegraph SAMTALS Birmingham — OPR X 1 1 X 2 2 2 1 Coventry — Wolves 1 X X 1 2 X 2 3 1 Ipswich — Nott. Forest 2 X 1 2 X X 1 3 2 Leicester — Aston Villa 1 1 X X X 1 3 3 0 Stoke — Liverpool 2 2 2 2 2 2 0 0 6 Tottenham —Luton 1 1 1 1 1 1 6 0 0 WBA — Norwich 2 1 1 1 1 1 5 0 1 West Ham — Sunderland 1 1 1 1 1 1 6 0 0 Crystal Palace — Chelsea 2 2 2 2 X 2 0 1 5 Fulham — Huddersfield 1 1 1 1 1 X 5 1 0 Portsmouth — Blackburn 1 X 1 2 1 1 4 1 1 Shrewsbury — Brighton 2 arhafa, fara til Porto í Portúgal og leika viö heimamenn í hinum und- anúrslitaleiknum. Peter Weir og Doug Bell leika ekki meö Aber- deen vegna meiðsla. Porto hitaöi upp fyrir leikinn meö 8:1-sigri á Peanfiel í deildinni um helgina. Clough hræöist Anderlecht Tottenham fer til Split í Júgó- slavíu og leikur viö Hajduk í UEFA-keppninni. Glenn Hoddle og Osvaldo Ardiles eru báöir meiddir, einnig Ray Clemence, og Gary Stevens og Gary Brooke eru í banní, þannig aö liðið er hálf vængbrotiö. Hajduk hefur ekki fengiö á sig mark á heimavelli í Evrópukeppninni í vetur — og aö- eins 11 mörk í 25 deildarleikjum. I liöinu eru sjö landsliösmenn. Anderlecht fer tii Englands og leikur viö Nottingham Forest. Arn- ór Guöjohnsen byrjar að öllum lík- indum inná, eins og fram kemur í spjalli viö hann hér á síðunni. For- est er erfitt heim aö sækja — vörn liösins er sterk og leggur liðiö yfir- leitt áherslu á hana. Franz Thijs- sen, Hollendingurinn í Forest-liö- inu og stjórnandi liösins, er meidd- ur og er þar skarö fyrir skildi. „Ég hræöist Anderlecht-liöiö, en ég er sannfæröur um aó vörn okkar mun geta stöövaö þaö,“ sagöi Brian Clough, framkvæmdastjóri Forest i gær. • Arnór Guðjohnsen leikur meó liöi sínu Anderlecht í kvöld gegn Nottingham Forest. Leikur liöanna fer fram á City Ground. Forest er erfitt liö heim aö sækja. Liðió hefur leikiö allvel aö undanförnu og er í þriója sæti í 1. deild ensku knattspyrnunnar. Hugsum fyrst og fremst um að fá ekki á okkur mark - segir Arnór Guójohnsen, sem reiknar með að leika í kvöld „ÞESSI leikur veróur án efa erfiö- ur. Nottingham Forest er meó sterkt liö — og erfitt er aö leika gegn því eins og öllum enskum liðum,“ sagöi Arnór Guöjohnsen, hjá Anderlecht í Belgíu, er blm. Mbl. spjallaði vió hann um leik Nottingham Forest og Ander- lecht í UEFA-keppninni í kvöld. Anderlecht lék mjög vel um helgina — sigraöi CS Brúgge 7:0 og hlýtur sá sigur aö vera gott veganesti fyrir leikinn í kvöld. Arn- ór sagöi þó aö Evrópukeppnin væri allt ööruvísi en leikir í deild- arkeppni. i leik eins og þennan færu menn fyrst og fremst meö því hugarfari aö fá ekki á sig mark. „Viö verðum aö vera bjartsýnir á úrslitin — þaö væri gott aö ná jafntefli á útivelli," sagöi Arnór. Hann bjóst við því aö hefja leikinn í kvöld. Hann hefur leikið meö Anderlecht aö undanförnu — er aö byrja aftur eftir fjarveru vegna meiösla sem hafa haldiö honum frá keppni í allan vetur. Hann segir þau nú ekki hrjá sig lengur. Hann þurfi aöeins aö komast í góöa lík- amlega æfingu þá sé allt komiö í samt lag. Telja veröur líkur Anderlecht miklar á því að komast áfram og leika til úrslita. Liöiö hefur leikiö mjög vel aö undanförnu en Forest veriö í öldudal. Þá „er alltaf betra aö eiga útileikinn fyrst í Evrópu- keppninni," eins og Arnór sagöi. — SH. Oruggur íslenskur sigur ÍSLENSKA kvennalandsliöiö ( handknattleik sigraöi þaö franska örugglega 22—18 í öörum leik liöanna sem fram fór á Akra- nesi í gærkvöldi. í hálfleik var staöan þó jöfn 11—11. Framan af fyrri hálfleik var jafn- ræði meö liöunum, en þegar staö- an var 5—5 náöi franska liöiö frumkvæöinu og lék betur. En und- ir lok' hálfleiksins tókst íslensku stúlkunum aö jafna leikinn. I síöari hálfleik var aldrei nein spurning um hvort liöiö væri sterkara. Mesti munur í síöari hálf- leiknum var sjö mörk, staöan þá Island — Frakkland 22:18 22—15 fyrir (sland. Islenska liöið lék Ijómandi vel á köflum í leiknum bæöi í vörn og sókn. Þá var markvarzlan nokkuð góö Uppselt í hópferóina Feröaskrifstofan Útsýn efnir til hópferöar til Þýskalands á leik Stuttgart og Fortuna DUsseldorf í „Bundesligunni" í knattspyrnu eins og viö höfum áöur greint frá. Hópurinn fer utan fyrir hádegi í dag, en leikurinn fer fram á föstu- dagskvöld. Uppselt var í hópferö- ina — rúmlega 30 manns fara héö- an. Komið veröur heim á laugar- dag. — SH Mörk Islands skoruöu þær Kristjana 6, Ingunn 6, Guöríöur 5, Sigrún 4 og Erla 1. Þriöji og síöasti leikur liöanna fer fram í kvöld í Vestmannaeyjum. JG/ÞR. Gengið frá kaupunum á Olsen í GÆR var gengið endanlega frá sölunni á dananum Jesper Oisen frá Ajax til Manchester United. Kaupveröið er 350.000 pund — en samningurinn er 800.000 punda viröi. Olsen fær því 450.000 pund í sinn vasa fyrir þriggja ára samning viö United. Hann kemur til liðsins eftir þetta keppnistímabil. íþróttir eru á bls.: 45, 46, 47, 63, 64, 65 og 66

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.