Morgunblaðið - 29.04.1984, Blaðsíða 1
Sunnudagur 29. apríl
Eg ólst upp í Njarðvíkun-
um og má þannig segja
að ég hafi verið í slorinu
frá því að ég man fyrst
eftir mér, sagði Finnbogi.
Níu ára byrjaði ég að gera út —
hafði bátsskel til umráða og var
með nokkur rauðmaganet.
Að loknu gagnfræðaprófi frá
Laugarvatni fór ég á sjóinn á báta
og togara og síðan í Stýrimanna-
skólann. Fiskimannapróf tók ég
1958 og farmannapróf 1960. Ég
var 2. stýrimaður á Drangajökli,
skipi Jökla hf., er hann sökk á
Pentlinum í júní 1960.
Gerðist það í vondu veðri?
Nei, við höfðum verið í vondu
veðri en vorum komnir í lygnu og
landvar þegar skipið fór á hliðina,
Drangajökull var gallagripur.
Reyndar munaði minnstu að ég
færi niður með honum. Það atvik-
aðist þannig að ég lokaðist inni í
herberginu mínu þegar skipið fór
á hliðina. Það rann skúffa fyrir
hurðina á klefa mínum þannig að
ég gat ekki opnað hurðina á klef-
anum. Ég gerði margar tilraunir
til að komast út — reyndi meira
að segja við kýraugað, sem auðvit-
að var alveg vonlaust. Loks tókst
mér að beygja hurðina ofanvert
þannig að ég gat skriðið út.
Þegar ég kom upp voru 1. stýri-
— dýrmætasta auðlind þjóðarinnar í fjötrum
Rætt viö Finnboga Kjeld, forstjóra og aöaleiganda Skipafélagsins Víkur hf.
„Hér hafa ríkið og bæjarfélög verið að vasast í öllu og oft verið með hin
furðulegustu uppátæki hvað varðar vonlausar fjárfestingar, svo sem salt-
verksmiðjur, Krísuvíkurskóla, og útflutningsuppbætur og niðurgreiðslur.
Hann þótti ekki til fyrirmyndar sá er gróf talentuna, sem honum var falið
að ávaxta, í jörð. En hér er gengið mun lengra — hér er talentunni
gjörsamlega eytt — það verður lítil sem engin fjármunamyndun hjá
þjóðinni. Dýrmætasta auðlind þjóðarinnar, hugvit, áræði og þor einstakl-
ingsins, er í fjötrum.“
Finnbogi Kjeld er forstjóri og einn aðaleigandi Skipafélagsins Víkur
hf. sem hann stofnaði árið 1969. Skipafélagið Víkur hefur m.a. sérhæft
sig í útflutningi á saltfiski og má segja að Finnbogi sé brautryðjandi hvað
varðar vinnuhagræðingu ög bætta vörumeðferð í saltfiskflutningum. Þá
er Finnbogi einn af aðaleigendum tveggja fiskeldisstöðva, Pólarlax hf.
við Straumsvík og Fiskeldis hf. við Húsavík.
Finnbogi er einn af þeim mönnum sem byrjaði með tvær hendur tómar
en hefur tekist að koma upp blómlegum atvinnurekstri á tiltölulega fáum
árum. Ég byrja á að spyrja hann um uppvaxtarár hans og sjómennsku
áður en hann stofnaði skipafélagið Víkur.
maður og skipstjóri að reyna að
bjarga skipinu meðal annars með
því að keyra það upp. Ég fór strax
í að koma út björgunarbátunum,
enda hrelldur vegna reynslunnar
niðri í klefanum. Hallinn á skip-
inu var orðinn talsverður í bak-
borða, af augljósum ástæðum
þýddi ekki að reyna við stjórn-
borðsbátinn, en við bakborðsbát-
inn var reynt án árangurs. Þá var
hafist handa við gúmmíbátana en
ómögulegt að koma þeim í sjóinn
til hliðanna svo ég lét bera þá aft-
ur á og henda þeim þar í sjóinn en
við urðum að blása þá út þarna á
bátapallinum því það var ekki
möguleiki að bera þá aftur eftir í
þessum halla, óútblásna.
Um líkt leyti gáfust þeir upp við
að bjarga skipinu og skipun var
gefin um að hverfa frá borði. Við
horfðum síðan á skipið fara á
hvolf. Fyrst sökk afturhlutinn og
eins og framhlutinn risi upp áður
en hann sökk. Allir komust af og
var okkur bjargað að nokkrum
klukkutímum liðnum af togara
sem fór með okkur til Aberdeen.
Eftir þetta fór ég í siglingar er
lendis — sigldi fyrst eitt ár hjá
United Fruit í banana- og sykur-
flutningum og annað ár hjá Nat-
ional Bulk Inc., aðallega í málm-
grýtisflutningum, síðan lá leiðin
heim.