Morgunblaðið - 29.04.1984, Blaðsíða 30
or
78
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. APRÍL 1984
IJK HEIMI KVKMyNDANNA
Af Anthony Quinn
Það eru til tvenns konar stjörnur á Broadway. í öörum hópnum eru þær
sem eru þekktar á götum úti og í hinum þær sem eru þaö ekki. Til dæmis
hefur Jeremy Irons náö því aö verða stjarna á Broadway í leikriti Tom
Stoppards, the Real Thing, en þaö breytir ekki þeirri staöreynd að fáir New
York-búar munu þekkja hann utan sviösins. Í hinum hópnum er Anthony
Quinn, orðinn 68 ára gamall, helmingi eldri en Irons og leikur nú Zorba í
söngleik gerðum eftir samnefndri bók Nikos Kazantzakis, sama hlutverkið
og hann fór með í kvikmyndinni fyrir 20 árum.
Jafnvel þeir gagnrýnendur, sem
þótti ekki mjög spunniö í söng-
leikinn, hældu Quinn á hvert
reipi í umsögn sinni. Þó hann sé lítill
söngvari lætur hann þaö ekki á sig
fá, en leikur í söngnum svolitiö eins
og Rex Harrison gerði í My Fair Lady,
nokkuö sem aðeins meistari getur
komist upp með.
Anthony Quinn er undarleg blanda
af Mexíkana og frekum Ameríkana
og hefur mexíkanska hliöin veriö ráö-
andi allt fram á sextugsaldurinn en
nú er fariö meira aö gæta írska upp-
runans í fari hans. Þaö líður varla sá
dagur aö ekki er minnst á Quinn í
einhverjum slúöurdálkinum. Ef hann
flytur inn á hótel er þvi lýst út í hörgul
(„Fyrir Anthony Quinn er heimili ein
hæð á hóteli, sem þýöir 14.000 doll-
ara leiga á mánuöi.") Ef hann skoöar
10 herbergja einbýlishús í Grandview
í New Jersey, kemst það í blöðin,
sérstaklega ef kvenkyns eigandi
hússins lætur hafa þaö eftir sér að
henni hafi þótt Quinn „mjög áhrifa-
mikill, náttúrulegur, kynþokkafullur
náungi" þó hann hafi ekki viljaö hús-
iö.
Veitingahús í New York fór á ann-
an endann nýlega vegna þess að
Quinn haföi stigiö þar inn fæti og
keypt sér drykk til aö taka meö sér,
rétt eins og hundraö manns gera
þarna á hverjum degi. Þegar hann
tók leigubíl um daginn brosti leigubíl-
stjórinn út aö eyrum og sagöi: „Jæja,
Tony, okkur tókst það.“ Quinn, sem
þykir að of margir Ameríkanar dýrki
hinn falska guö velgengninnar „og
hiröi ekki um venjulega manninn"
Anthony Quinn á yngri árum.
brosti á móti. Hann skildi af hverju
leigubílstjórinn fann samsvörun í
honum.
„Þaö má segja aö á vissan hátt sé
ég fulltrúi verkamannatýpunnar. Þeir
finna samsvörun i mér vegna þess aö
þeir þekkja baráttuna í 50 ár. Þeir
hafa séö mig tapa og sigra, en ég hef
aldrei brugðist þeim. Jafnvel í hinum
hörmulegustu myndum hef ég reynt
aö finna kjarna þess hvaö maöurinn
sé.“
Úr söngleiknum Zorba á Broadway.
Þaö var erfitt fyrir Quinn aö kom-
ast til metoröa í Hollywood vegna
þess aö þá var tímabil Van Johnsons
og hans líka, allt þaö sem hinn dökki,
útlendingslegi Quinn fékk aö gera
var aö leika indjána í vestrum. En
hægt og bítandi rataði hann leiðina á
toppinn. Hneyksli haföi næstum gert
aö engu feril hans þegar hann játaöi
aö eiga tvö börn meö ítalskri konu
eftir næstum 30 ára hjónaband meö
dóttur leikstjórans Cecil B. DeMille’s,
Katherine, en einhvern veginn leyst-
ist máliö þannig aö Quinn hækkaöi í
áliti, sem hinn heiöarlegi, rómantíski
karlmaöur.
Þegar hann skrifaði sjálfsævisögu
sína, The Original Sin eða Frumsynd-
in, viöurkenndi hann aö þegar hann
var strákur haföi hann viljaö vera
„Napóleón, Michaelangelo, Shake-
speare, Picasso, Martin Luther og
Jack Dempsey, í einu lagi.“
Og strákurinn, sem langaöi svo til
aö vera Picasso, hefur nú uppi ráöa-
gerðir um aö leika þennan mikla
spænska listamann og einnig tvo
aöra sem eru hetjur hans, Tolstoy og
Hemingway. Quinn hefur gaman aö
því að mála og í anddyrinu í leikhús-
inu á Broadway þar sem hann leikur
Zorba eru sjálfsmyndir hans til sölu.
New York-búar eru orönir vanir því
að sjá Quinn trimma í Central Park.
Það stendur yfir sýning á málverkum
hans og skúlptúrum í miðborginni og
hótelherbergin hans skarta málverk-
um Renoirs, Henry Moores og Miros
og Quinns. Gauguin er í geymslu því
þaö er ekki pláss fyrir hann sem
stendur.
Regnboginn
Síöasta lestin
Ein frægasta mynd Francois Truffaut
Áöur en langt um líöur mun Regnboginn taka til sýn-
ingar eina frægari kvikmynd Frakka hin síöari ár, Le
Dernier Métro (Síöasta lestin) eftir Francois Truffaut.
Myndin var gerð 1981 og var allra vinsælasta myndin í
Frakklandi þaö ár. Ekki nóg meö þaö, myndin hlaut
hvorki færri né fleiri en tíu Cesar-verðlaun, sem er
merkasta viöurkenning sem franskir listamenn geta
hlotiö (sambærileg Óskarsverölaununum vestanhafs).
myndinni leiöa saman hesta sina
Francois Trauffaut, Catherine
Deneuve og Gérard Depardieu
og kvikmyndatökumaðurinn Nestor
Allmendros, en hann filmaöi m.a.
„Apocalypse Now“ og „Rauðliöa"
Warren Beattys.
Truffaut segir að myndin sam-
anstandi af þremur gömlum
draumum: aö sýna líf og list aö
tjaldarbaki, aö endurskapa and-
rúmsloftiö sem skapaöist viö her-
nám Þjóðverja í heimsstyrjöldinni
síöari, og aö gefa Catherine De-
neuve tækifæri til aö leika ábyrga
konu.
Rauði þráöurinn í myndinni esr
lif listahjónanna Lucas og Marion
Steiner (Catherine Deneuve og
Heinz Bennett). Þau reka leikhús í
París, en þegar nasistar taka völdin
neyöist Lucas til aö fela sig þar
sem hann er gyöingur. Hann felur
sig í kjallara leikhússins og stjórnar
leiklistinni þaóan. Inn í þennan litla
heim hjónanna kemur leikarinn
Bernard (Gérard Depardieu). Hann
reynist dularfullur í meira lagi.
Hann tengist andspyrnuhreyfing-
unni og lifir því í stööugum ótta.
Ennfremur spilar gagnrýnandinn
Daxiat (Jean-Louis Richard) stórt
hlutverk. Hann er hlynntur nasist-
um og hefur örlög allra leikhúsa í
hendi sér.
Francois Truffaut
„Þegar þú ferö í bió nú á dögum
heyrir þú fólk kjafta saman gegn
um alla myndina. Þaö kjaftar og
kjaftar. Þaö er vant aö tala meöan
þaö horfir á sjónvarpiö heima hjá
sér, en gleymir aö þaö er í bió.
Þetta dregur úr áhrifum myndar-
innar og truflar aöra í salnum."
Þetta segir franski kvikmynda-
leikstjórinn Francois Truffaut. Hann
ætti aö vita hvaó hann syngur, bú-
inn aó starfa í bransanum í þrjátíu
ár. Hann segir: „Kvikmyndin er lif-
andi, en aö horfa á sjónvarpsmynd-
ir er eins og aö lesa símaskrána."
Truffaut er heldur ekki hrifinn af
myndbandabyltingunni, eöa kass-
ettuæöinu, eins og hann kallar þaö.
„Mínar myndir myndu hreinlega
týnast í þessari nýju tækni. Ég lít
myndbandskassettuna sömu aug-
um og hljómplötu sem þú hlustar á
eftir konsertinn. Ég get vel hugsaö
mér aö horfar á myndir á mynd-
bandi aöeins til aó endurnýja kynn-
Hjónin Lucas og Marion Steiner (Deneuve og
rýna í texta fyrir nýja leikritiö sem þau sviösetja.
Af ótta vió nasista felur Lucas sig I kjallaranum.
Heinz Bennett) Gérard Depardieu og Catherine
Deneuve í „Le Dernier Métro“
sem Regnboginn mun sýna.
in af gamalli mynd sem mér likaöi,
eöa sannreyna gæöi hennar og
áhrif. En mynd á myndbandi getur
engan veginn haft sömu áhrif og á
hvíta tjaldinu."
Ferill Truffaut er ein löng sigur-
ganga, en hvernig úskýrir hann
velgengni sína?
„Þaö eru tveir meistarar kvik-
myndanna sem höföu ómæld áhrif
á mig: Alfred Hitchcock, áhrifa
hans mun ávallt gæta, og Jean
Renoir, sem er meistari persónu-
sköpunarinnar. Þá hefur leikaraval-
iö í myndum mínum oft gert útslag-
ið.“
Truffaut, sem nú er kominn á
sextugsaldur, getur ekki lengur tal-
ist til hinna ungu leikstjóra. Flestir
félaga hans frá tilraunatímabllinum
kringum 1960 hafa reynt fyrir sér í
Bandaríkjunum. En Truffaut heldur
sínu striki og er ekkert á þeim bux-
unum aö feta í fótspor þeirra. Hann
segir aö kvikmyndahandritin sem
samin eru í Bandaríkjunum séu
spennitreyjur. Hann hefur gert fá
mistök á löngum ferli, og þau mis-
tök sem hann geröi kenndu honum
lexíu. Hann starfaöi í nokkur ár sem
gagnrýnandi og sú reynsla geröi
honum kleift aö skoöa kvikmyndir í
nýju Ijósi. Fyrir mörgum árum tók
hann sér þriggja ára frí frá erli
kvikmyndanna og samdi bækur. Sú
frægasta nefnist „Conversations
with Alfred Hitchcock” og er talin
klassísk.
Þess má geta aö önnur mynd
eftir Francois Truffaut veröur sýnd
i Regnboganum. Nefnist hún „The
Woman Next Door“ og vakti hún
' álíka athygll og Síöasta lestin.