Morgunblaðið - 29.04.1984, Blaðsíða 44
92
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. APRÍL 1984
„Heyréu LUja! \Jar i>eyv\ éq
fékk bircinstneclfilíuna. fyr'irv fóxbr'Otíinn" r*1'
ást er...
—Hr "—
... að vona að hún komi
út í yarðinn.
TM Reg US Pal Ott aii riqhis reserved
e 1979 Los Angeles Times Syndicate
Kr þaA ákvörðun þín að sogja upp,
eða ertu að reyna að gleðja mig?
HÖGNI HREKKVlSI
MED KÁLÍNU í þíTTA SlNN.
Aðstoðarseðlabanka-stjori ujnjvronuyujvjuM. #
Borgar sig ekki að bora ettir
gufu fyrir seinni hverfilinn
- Þyi*ef satt er- se^'r yfir^rf*!n??,!;
KKKI ER tali<V s»ara kostnaai a« bora eftir íttfu fyrir 8einni».''laKamst!eOooaí
Krofluvirkiun. þar sem eufuoðun þar hefur rejnst mj** dyr. Kkki er aamt
útilokaA .0 þati í«-li verii fjárhaitslega ha(>kv«-ml a» oetja þa v*l niiur annars
staiar á landmu þar sem Bufuoflun er talin hlutfallslega ódýran. Kd. (''nhYer.s
lo. á Keykjanessk.g.num oB no.a han. .sem topp- ei. v.r^to* Ji þv. er
Siíurgeir JúnLn. .O«„ni.rh.nk.stjon I Sei>l.h.nk.num, sagi. . r«Ou . .rs-
-................ ■ •“ -ara sl.
skotspónum.”
Einar Tjörvi sagði að Kröflu-
virkjun væri komin í fullt gagn ef
oinhvem tíma heföi veriö morkuð
virkíuninni ..Það
.'•IJ'UI K< .. »ira.~~...----
fundi Félags íslenstkra iðnrekenda 20. mars sl
„Þetta er meira en ég veit og mér 1 “ nt
.. k:- '-:»t ef satt er,“ sagði Einar
..e-...~-wfræðinnur
en það þyrfti að gera. Það hefur
aldrei reynst vel að reka fyrirtæki
án þess að vilja reka þau,“ sagði
hann. „En svo er ekki hægt að neita
því, að ákveðin öfl i þjóðfélaginu
telja Kröflu góðan blóraböggul
fyrir raforkukerfiö í landinu. Það er
ágætt að hafa Kröflu til að kenna
um það, sem miður fer.“
Fyrri hverfill Kröfluvirkjunar
var settur upp á árunum 1976 og
1977. Ákveðið var m.a. vegna
"n<T!\ og jarðelda á svæðinu
kössum í virkjunarhúsunum. Rekst-
ur virkjunarinnar gengur nú vel, að
sögn Einars Tjörva. Þar eru fram-
leidd 24 megawött og verður hægt
að framleiða um eða yfir 30 mega-
wött næsta haust, þegar tengdar
hafa verið tvær nýjar holur, sem
hafa blásið í ár og rúm tvö ár. „Það
hafa engar jarðhræringar veriö á
virkjunarsvæðinu í rúm tvö ár, en
ég sé ekki að við fáum fjárveitingar
til frekari borana. Meira afl en 30
megawött fáum við ekki með aðeins
^ðmm hverflinum,“ sagði Einar
Valdaklíka sem ber stork-
ið ál undir höfuðskeljum
Jónas Pétursson, Egilsstöðum,
skrifar:
„Á baksíðu Morgunblaðsins 29.
mars sl. gefur að líta: „Aðalseðla-
bankastjóri um Kröfluvirkjun:
Borgar sig ekki að bora eftir
gufu fyrir seinni hverfilinn."
Morgunblaðsmenn sáu þá
ástæðu til að spyrja yfirverkfræð-
ing Kröfluvirkjunar, Einar Tjörva
Elíasson, nánar út í þessa frétt.
„Þetta er meira en ég veit og þykir
leitt ef satt er,“ sagði yfirverk-
fræðingur. Og meira er haft eftir
honum. „En það er ekki nýtt að ég
frétti af ákvörðunum um Kröflu-
virkjun í gegnum fjölmiðla eða á
skotspónum." Einar Tjörvi sagði
einnig að Kröfluvirkjun væri kom-
in í fullt gagn ef einhverntíma
hefði verið mörkuð stefna um
virkjanir og bætir orðrétt við:
„það hefir aldrei reynst vel að
reka fyrirtæki án þess að vilja
reka þau. En svo er ekki hægt að
neita því að ákveðin öfl í þjóðfé-
laginu telja Kröflu góðan blóra-
böggul fyrir raforkukerfið í land-
inu. Það er ágætt að hafa Kröflu
til að kenna um það sem miður
fer.“
Þetta er lærdómsríkt að Iesa.
Einar Tjörvi hefir fylgst með
Kröfluvirkjun reynsluævi hennar.
Hann hefir öðlast á þessu skeiði
ómetanlega þekkingu á borholum
og gufuöflum. Rafmagnsveitur
ríkisins hafa látið gera áætlun
sem byggð er á reynslu hans og
árangri, sem sýnir að unnt sé að
koma Kröflu í fulla framleiðslu
um árið 1990 og með því yrði
virkjunin um aldamótin, eða laust
eftir þau, búin að greiða upp allan
rekstrar- og fjármagnskostnað frá
upphafi! Og auðvitað gengið út frá
að geta hennar sé nýtt sem virkj-
unar! Það hefir verið hljótt um
Einar Tjörva. Líklega þess vegna
hefir hann notið sín við að sjá
hvernig tök hæfa við gufuöflun
hjá Kröflu. Það er þess vegna ekk-
ert smámál á ferðinni, þegar, að
þvi er virðist, valdaklíka orku- og
peningamála telur sig ekki þurfa
að taka mið af slíkri þekkingu —
ekki einu sinni að leita álits eða
virða það nokkurs. Rétt er að
minna á að það kvað verið að
reyna að semja við Landsvirkjun
um yfirtöku Kröflu. I útvarps-
fréttum var haft eftir forstjóra
Landsvirkjunar að það þýddi um
27% hækkun á kW-stund í útsölu
hennar miðað við 100 gígaW-
stundir á ári.
Hámarksframleiðsla frá Kröflu
og allur kostnaður þeirrar virkj-
unar, eins og er í áætlunarbókinni
er áður er vitnað til. En þar er
ársframleiðsla Kröflu fullnýttrar
með báðum hreyflum ekki 100
gígaW-stundir heldur 480!
Velferð íslensku þjóðarinnar er
sannarlega í hættu ef hún verður
háð valdaklíku sem ber storkið ál
undir höfuðskeljum."
Póstur og sími gefi
lengri greiðslufrest
Forstjóri fyrirtækis í Reykja-
vík hringdi og hafði eftirfarandi
að segja: — Póst- og símamála-
stofnun er eina fyrirtækið sem
ég skipti við sem leyfir sér að
hafa aðeins 10 daga greiðslufrest
á þeim reikningum sem eru
sendir út. í öðrum fyrirtækjum
er greiðslufresturinn venjulega
30 dagar.
Ég rek þjónustufyrirtæki sem
er mjög háð símanum og síman-
um er lokað hjá okkur án viðvör-
unar þó aðeins örfáir dagar séu
liðnir frá gjalddaga. Stofnunin
notfærir sér þannig þá einokun
sem hún hefur á símanum. Mér
finnst það svolítið óvægið að al-
menningsfyrirtæki skuli leyfa
sér þetta. Þetta var kannski
skiljanlegra meðan verðbólgan
var mjög mikil, en núna er að-
staðan allt önnur og mér finnst
tími til kominn að Póst- og síma-
málastofnun gefi sama greiðslu-
frest og aðrar stofnanir og fyrir-
tæki.
„Matreiðslu-
námskeiðið“
skemmtilegt
Guðbjörg 14 ára hringdi og
hafði eftirfarandi að segja:
— Ég vil mótmæla því sem
Kristín Thoroddsen skrifar í
Velvakanda síðastliðinn föstu-
dag um leikritið „Matreiðslu-
námskeiðið". Þetta leikrit olli
mér engum vonbrigðum, mér
fannst það mjög skemmtilegt!
Þrjár stelpur hringdu og höfðu
eftirfarandi að segja: — Við er-
um hér þrjár sem erum ósam-
mála orðum Kristínar Thorodd-
sen sem segist hvorki hafa getað
hlegið né grátið að íslenska leik-
ritinu „Matreiðslunámskeiðið".
Við grétum allar úr hlátri og
einnig foreldrar okkar og okkur
fannst þetta mjög gott og
skemmtilegt leikrit.
Sigrún Þorvarðardóttir bók-
menntafræðinemi hringdi og
hafði eftirfarandi að segja:
Ég get ekki orða bundist vegna
ummæla Kristínar Thoroddsen
matreiðslukonu, vegna „Mat-
reiðslunámskeiðsins". Hér er á
ferð inni, að því er mér finnst,
mjög gott leikrit hvað varðar
handrit, leik og kvikmyndatöku.
Kjartan sagði sjálfur áður en
leikritið var sýnt, að þetta ætti
ekki að vera neitt stórstykki,
heldur væri þetta lítil og ljúf
saga sem gerðist í Reykjavík.
Sumir gagnrýnendur skrifuðu
mjög neikvæða gagnrýni um
þetta leikrit, sem mér fannst
ákaflega ósanngjarnt. Gagnrýn-
endur fjölmiðlanna hafa mjög
víðtæk áhrif og þetta þurfa að
vera menn sem eru menntaðir í
leikhúsfræðum og kvikmynda-
gerð.