Morgunblaðið - 29.04.1984, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 29.04.1984, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. APRÍL 1984 95 Simon Spies var mömmudrengur og Emma Spies kunni lagið á honum. Hún tók hann í karphúsiö þegar henni þótti Simon og dísirnar í leikhúsinu með göngustafnum 1967. hann ganga of langt í uppátækjunum en hún var hin ánægöasta meö aö hann giftist Janni. hann ákvað að giftast henni og gera hana að aðalerfingja eigna sinna og fyrirtækisins. Með því hafi hann viljað tryggja að ferða- skrifstofa hans yrði áfram í traustum höndum og í fremstu röð. En hvort Janni Spies á eftir að skipa sama sess í hjörtum Dana og Simon Spies á eftir að koma í ljós. Hann var svo danskur og svo vinsæll að hann komst upp með hvað sem var og um hann giltu allt aðrar reglur en um ann- að fólk. Hann fagnaði því er danskar rauðsokkur útnefndu hann sem „karlrembusvín af verstu sort“ fyrir nokkrum árum og á sextugsafmælinu fyrir tveim- ur árum ók hann um götur Kaup- mannahafnar í opnum vagni eins og þjóðhöfðingi og honum var fagnað sem þjóðhöfðingja. Fáir spá því að Jenni eigi eftir að láta að sér kveða með sama hætti en ljóst er að til hennar eru gerðar aðrar og meiri kröfur en annarra kaupsýslumanna. Hún verður undir smásjá á næstu árum og víst er að dönsku blöðin munu gera sér mat úr öllu sem hún tekur sér fyrir hendur. Fyrirbæriö Arkibald var um árabil fastur fylginautur Simon Spies. Stórbokkaskapur hundsins er sagö- ur takmarkalaus og Simon Spies haföi gaman af að láta hann vaöa uppi og fara í taugarnar á fólki. En danskir dýravinir kunnu aö meta það atlæti sem Arkibald hefur jafn- an notið. Þegar Janni sagðist hafa gefiö Sim- on Spies hjarta sitt voru margir sem efuðust um sannleiksgildi þeirra orða, en síöan skiptu þeir um skoö- un, og nú halda þeir því fram sem bezt þekkja til að Janni hafi verið þaö bezta sem nokkru sinni rak á fjörur Simon Spies. Þaö jafnaöist á viö þjóðhátíö í Danmörku þegar Janni og Simon gengu í þaö heilaga í fyrra. Simon Spies á hippaskeiðinu áriö 1969, reiöubúinn að leggja undir sig ferðaheiminn. Aö Simon Spies látnum var haldinn blaöamannafundur þar sem ekkjan unga sat í forsæti, svartklædd, föl og viröuleg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.