Morgunblaðið - 29.04.1984, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.04.1984, Blaðsíða 16
64 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. APRÍL 1984 Veiðarfæri margra óþolinmóðra stangaveiði- manna komu undan ryksköfl- um í kompum víða um land 1. apríl síðast- liðinn. Þann dag er siður að vandaðir jafnt sem óvandaðir breiöi út ósannindavefi og freisti þess að láta meðbræð- ur sína og systur hlaupa sér til háðungar. Gróöur er að skríða undan snjósköflunum utan dyra. I»að er enn kalt í lofti og margur myndi full- yrða að enn væri vetur, en í þeirra hópi eru ekki margir stangaveiðimenn. 1. apríl er samnefnari vorsins í hugum þeirra, því þá mega þeir lög- um samkvæmt hefja eltinga- leiki sína viö einn hinna Ijúfu vorboða, sjóbirtinginn. Sjóbirtingurinn er eins og nafn- ið bendir til, göngufiskur úr sjó. Sjóbirtingur er silungur, en undir því safnheiti íslensku flokkast tvær tegundir, urriði og bleikja, en hvor tegundin um sig greinist í mörg afbrigði og urriði úr einu vatni getur verið furðu frábrugð- inn urriða úr næsta vatni þótt um sömu fisktegund sé að ræða. Kem- ur þar margt til, hitastig vatns, fæðuframboð og margt, margt fleira. Hjá bleikjunni eru afbrigð- in þó stórum ólíkari, en ekki fleiri orð um það. Sjóbirtingur er urriði sem hefur aðgang að sjó. Víðast hvar þar sem slíkt er fyrir hendi, gengur urriðinn til sjávar þó að magnið sé mismunandi frá einum stað til annars. Lifnaðarhættirnir verða þannig náskyldir nánum frænda urriðans, laxinum, þ.e.a.s. fiskurinn klekst úr hrogni í fersku vatni og elst þar upp, én gengur svo til sjávar til að braggast og þroskast. Síðan leitar fiskurinn upp í ár og læki á ný. Að ýmsu leyti stenst sjóbirting- urinn ekki samanburð við laxinn, að minnsta kosti ekki hvað varðar ýmsa líffræðilega þætti. Til að mynda hættir sjóbirtingurinn aldrei að éta og hann er oft að finna á öðrum stöðum í ánum en þar sem laxinn hreiðrar um sig. Sjóbirtingurinn er nefnilega oft á þönum í ætisleit og er helst að finna þar sem ætisvon er mest. Grh. minnist þess að hafa séð stangaveiðimann draga svona punds sjóbirting á land úr veiðihyl í smáá vestur á Mýrum. Maðurinn hafði rennt fyrir lax en vildi þó hirða silunginn enda af ætilegri stærð. Hann losaði úr birtingnum öngulinn og sló honum við stein. Hrukku þá upp úr honum þrjú væn laxaseiði. Sjóbirtingurinn er heldur ekki eins stór að jafnaði og lax þó ein- staklingar tegundarinnar geti orð- ið býsna vænir. Þeir stærstu sem hérlendis hafa vitanlega veiðst hafa verið eitthvað yfir 20 pund og lang oftast er slíkir fiskar hafa veiðst, hefur það átt sér stað í stóránum í Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslum, má nefna Skaftá, Eldvatnið og vatna- svæði Hólsár með Rangánum tveim. Á þeim slóðum er lítið af laxi. Reynt hefur verið að rækta laxinn en árangur verið lítill og trúlega vegna þess að árnar sjálf- ar henta illa. Sjóbirtingurinn er að því leyti harðari af sér. Á Suð- urlandi er sjóbirtingurinn einnig óvenjulega stór. Á Vesturlandi og annars staðar þar sem meira er af laxinum, er sjóbirtingurinn ekki einungis smærri, heldur verður Vænn sjóbirtingur þreyttur í Ölfusá hjá Hrauni. SJÓBIRTINGUR — silfurbúinn flakkari fallvatnanna líkamleg þreyta og aldrei sváfu þeir betur og aldrei vöknuðu þeir aftur jafn endurnærðir og hressir til sálar og líkama. Maðurinn lýsti sig fúsan að „koma einhvern tíma með“ og ekki löttu piltarnir hann. Svo rann dagurinn upp, maður- inn fór með piltunum í Leirvogsá og það var nóg af laxi. Allir veiddu þeir, utan „nemandinn", þeir tóku 6 stykki í beit í Birgishyl, en ekk- ert gekk hjá manninum með þrána. En svo tók hjá honum fisk- ur. Hann hélt það lax, fiskurinn var greinilega lítill af laxi að vera, en það skipti ekki máli, lax var lax. En fiskurinn var fallegur 2 punda sjóbirtingur og piltarnir sögðu manninum það. Vonbrigðin voru mikil. Þeir voru vestur á Mýrum nokkru síðar og aftur gekk veiðin vel hjá piltunum, nóg var af laxi að ganga og að hætti nýrenn- inga, tók laxinn vel. En maðurinn veiddi ekkert uns tók hjá honum fiskur og honum draujað á land með litlum tilþrifum. Aftur hélt maðurinn að um lítinn lax væri að ræða, en aftur varð hann fyrir vonbrigðum, þetta var tæplega 4 punda birtingur, gullfallegur fisk- ur í raun og sannleika. Bara ekki lax. Loks tók lax hjá vini vorum, vestur í Laugardalsá um haustið. Maðurinn var leiddur að Blámýra- fljóti klukkan sjö um morguninn í ausandi rigningu og þar tók grút- leginn og kolsvartur tittur sem varla losaði 3 pund. Lax var það, en vonbrigðin höfðu náð slíkum tökum á manninum að hinn speg- ilfagri nýrunni stórlax drauma hans varð á einu augabragði að hinum svarta smáhæng, 3 punda. Hængur, orðinn leginn og krókur- inn á neðri skolti byrjaður að vaxa. Sýgenginn sjóbirtingur er fagur fiskur. hann undir í samkeppni við lax- inn, þar sem síðarnefndi fiskurinn er þar í ám sem henta honum vel. Víða á vesturlandi var áður mikill sjóbirtingur, í Laxá í Kjós, Leir- vogsá, Laxá í Leirársveit og mörg- um fleiri. Enn veiðist þessi ágæti fiskur í ám þessum, en aðeins brot af því magni sem áður var. Hins vegar hefur laxveiðin víða marg- faldast. í einni af bókum sínum, kallar Björn J. Blöndal frá Laugarholti sjóbirting „flökkufiskinn í ætt- kvísl sinni", hann eigi hvergi heima, en flækist um vatnaheima ör og ærslafullur, „stökkvi hærri fossa og sé ótrúlega laginn að snúa sig af öngli". Víst er sjóbirtingur- inn merkisskepna. Og fallegur fiskur er hann, sérstaklega ný- runninn úr sjó með eggjahlaðnar sjólýs í vöngum og á hliðum. Þá getur vænn sjóbirtingur svipað til lax og er til af því lítil saga um mann sem var að stíga sín fyrstu skref á stangaveiðibrautinni og þráði afar heitt að veiða fallegan lax. Hann fékk veiðibakteríuna er hann var orðinn miðaldra og rúmlega það. Synir hans og vinir þeirra voru sýknt og heilagt á veiðum og oft komu þeir með fal- legan afla til síns heima eftir frábærar ferðir. Hann sá þessa fallegu fiska og hlýddi á frásagnir strákanna. Hann sá líka hvað þeir voru léttir til sálarinnar og lausir við alla streitu er þeir komu úr veiðitúrum sínum. Víst voru þeir þreyttir, en það var holl og góð Næsta vor veiddi vinur vor 10 punda lúsuga hrygnu vestur á Mýrum og ljómaði þá allur af hamingju, en leiðin hafði verið þyrnum stráð. Þótt furðulegt kunni að virðast, eru ýmsir veiðimenn haldnir þeirri skoðun að sjóbirtingar séu auvirðilegir silungstittir, sem ekki sé þess vert' að bóka í veiði- skýrslur, hvað þá hirða. Ætli það séu ekki hinir miklu veiðimenn sem einn snjall fluguveiðikappi komst svo að orði um: „Ég hef voðalega gaman að tala við þessa miklu laxveiðimenn. Þeir eru svo miklir sportmenn, komnir svo langt á þroskabrautinni að eigin mati að þeir veiða „aðeins lax“ , já ég hef gaman að heyra í þeim fugl- um.“ Sjálfur heyrði grh. eitt sinn veiðimann við Grímsá bera sig aumlega yfir veiðinni hjá sér í Þingnesstrengjunum þá um morg- uninn. Hann hafði veitt „bara 3 afætur og skilið þær eftir á eyr- inni. Síðdegis gekk grh. svo fram á þrjá gullfallega 1,5 til 2 punda sjó- birtinga sem láu dauðir þarna á eyrunum. „Afæturnar" sem um var rætt í hádeginu. En þetta átti að vera pistill um sjóbirtinga en ekki mikla „lax- veiðimenn". 1. apríl hófst veiði á þessum merka fiski sem áður segir og væri ekki úr vegi að skoða hvar hans verður helst vart á þessum árstíma. Það er einnig fyrr frá greint, að sjóbirtingurinn er hér á landi einkum í ám á Suður- og Vesturlandi. Víðast hvar í sjóbirt- ingsám sunnanlands hefja menn veiðar í apríl. Góður leiðarvísir um árnar á þessum slóðum er í fyrsta og fjórða bindi bækl- inganna „Vötn Og Veiði" sem Landssamband Veiðifélaga hefur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.