Morgunblaðið - 29.04.1984, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.04.1984, Blaðsíða 26
mr jIíi'ía « x ;oAauw;is /JiaAjavnioflOK ?•** 74 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. APRÍL 1984 Heilagur andi Hver er hann þessi heilagi andi sem viA heyrum stundum minnst á? Er þetta bara einn liður í æva fornri játningu kirkjunnar, merkingarleysa þar fyrir utan? EAa býr meira undir? Fólk talar stundum um góðan anda: Hér er góður andi, í merkingunni hér ríkir glaðværð og f?ott andrúms- loft. Með þessu er tjáð að eitthvað sé til staðar sem ekki verður þó bent á með áþreifanlegum hætti en allir geta þó fundið fyrir. Sérís- lenskt og velþekkt fyrir- brigði er til dæmis kaffiand- inn. Eða hvernig hressist fólk ekki við þegar það drekkur hinn svarta mjöð, svo jafnvel hinn mesti drumbur breytist í skraffinn. Og skáldin tala um innblást- ur andans sem hleypi þeim í ham til að skrifa. Og fleira mætti sjálfsagt tína til. En hver er þá sú stemmning sm heilagur andi á við? í postullegu trúarjátning- unni er fjallað um heilagan anda og verk hans. Annars er játningin í þremur liðum. I fyrsta lið er játuð trú á Guð sem skapara alls þess sem er sýnilegt og ósýnilegt. Allt er frá Guði. Lífið er þegið úr hendi hans. Hann viðheldur öllu. ^nnar liðurinn er um Jesú Krist, eðli hans og verk í sögulegu samhengi. Að end- ingu er minnst á heilagan anda: „Ég trúi á heilagan anda, heilaga almenna kirkju, samfélag heilagra, fyrirgefningu syndanna, upprisu holdsins og eilíft líf.“ Þessi eru þá verk heilags anda: Kirkjan, samfélagið, fyrirgefningin, upprisan og eilífa lífið. Og kann sumum að þykja þetta ærið torskilin upptalning og ekki skilja að hverju stefnt er. En hér er það, sem oft áður, orðið heil- agur sem öllu máli skiptir. Að kirkjan er til dæmis heil- ög merkir að hún tilheyri Guði, sé stofnuð af Guði og sé (vonandi) á leiðinni til hans. Verk heilags anda er að kalla menn til Guðs. Vekja trú á Guð. Guð, sem helgur andi, vitjar mannsins. Að vera trúaður er að vera höndlaður af andanum, vera leiddur af honum til Guðs — því enginn kemst af eigin rammleik til þekkingar á Guði. Margt fólk þráir það eitt að mega og geta trúað. Að mega sjá og skynja og skilja. Hvað þá með heilagan anda, hvernig kemur hann til? Hvar er hann að finna? í símaskránni? Nei, Guð er ekki skráður þar. Guð krist- inna manna er skráður í Biblíunni. Með því að lesa upp og hverfa í huganum af- tur um nítján aldir til at- burða sem þá gerðust og íhuga þá í bæn, hlusta, þá má þess vænta að helgur andi hræri hjörtun til trúar og skilnings. Enginn getur af sjálfum sér sagt með sönnu: Eg trúi á Jesú Krist —, nema fyrir tilverknað heilags anda. Og heilagur andi er í orði Biblíunnar. í þeim skiln- ingi er kristin trú bókstafs- trú. Fagnaðarerindið er í „bókstaflegri merkingu" orðanna. En hver þessi „bókstafsmerking" akkúrat er, það er spurningin. Þess vegna var Lúther karlinn svo 7. boðorðið Þú skalt ekki stela Vei þeim sem hugsa upp rangindi og hafa illt með höndum í hvílurúmum sínum og framkvæma það þegar ljómar af degi, jafnskjótt og þeir megna. Langi þá til að eignast akra, þá ræna þeir þeim, eða hús, þá taka þeir þau burt. Míka 2:1 — 1. Þeir sem fordæmir eru hér eru þeir sem leggja á ráðin um hvernig þeir geti sölsað undir sig sem mestu og beita aðra misrétti af ráðnum hug. Akrar og hús eru vissulega ekki það eins scm menn bít- ast um eða ásælast hver hjá öðrum. Væntanlega erum við sjálf oft nær því að stela en okkur grunar. Því að boð Guðs eru sett í kærleika náunga okkar og okkur sjálf- um til verndar. Þau gilda ekki bara um eign hans, hluti sem hann hefur eignast og getur sannað að hann á, held- 2. Mós. 20:14 ur líka um allt sem hann hef- ur tekið á móti að gjöf frá Guði, verðskuldað eða ekki. Við skulum ekki stela frá öðrum tíma þeirra, hugarró, peningum, tækifæri, gleði eða öðru því sem við sjálf vildum eiga en getum ekki alltaf öðl- ast eða höndlað. Hið góða í mannin um „Sælir eru hjartahreinir því þeir munu Guð sjá.“ (Matt. 5:8.) „Þér eruð ljós heimsins. Borg sem á fjalíi stendur, fær ekki dulist." (Matt. 5:14.) „Sé því líkami þinn allur bjartur og hvergi myrkur í honum, verður hann allur í birtu, eins og þegar lampi lýsir á þig með loga sínum." (Lúk. 11:36.) „Slíkt kærleiksþel bárum vér til yðar að vér vildum glaðir gefa yður ekki einungis fagn- aðarerindi Guðs, heldur og vort eigið líf því þér voruð orðnir oss ástfóígnir." (1. Þess. 2:8.) Þessi orð Jesu Krists og Páls postula, sýna oss, hvað þeir lögðu mikla áherslu á hið góða í manninum sjálfum. Kristur staðfestir það með kærleiks- ríkri framkomu og verkum sín- um öllu mannkyni til blessun- ar. Kristur glæddi ætíð hið góða í manninum, en upprætti hið illa — syndina. í persónulegum samskiptum manna er nauðsynlegt að halda ljósi, Ijósanna logandi, í umgegni við fjölskyldu, vini og ástvina, en einnig sérhvern þann er Kristur nefndi sinn minnsta bróður. Mannvinurinn Albert Schweitzer sagði: „En umfram allt verðum við að kappkosta að halda ljósinu log- andi hið innra með okkur sjálf- um. Viðleitni okkar verður þá fundin af förunautunum, því að þeir sem búa yfir ljósi fá ekki haldið því byrgðu inni. (bls. 98 Æskuminningar Al- bert Schweitzers.) Persónuleg vinátta og trún- aðartraust glæðir ljósið. Þeir sem eru næmir skynja góðvild- ina öðrum fremur. Ólafur Tryggvason, mannvinur mikill, sagði: „Það persónulegasta er djúpt í hjarta grafið. Traust manna og trúnaður glæðir vitsmuni og eflir innsæi þeirra, sem fá að reyna slíkan trúnað. Þannig eru báðir aðiljar þiggjendur og gefendur. Raungildur trúnað- ur, viss tegund vináttu, glæðir lífsneistann eilífa, kjarna sjálfsins. Hann lýtur hvorki hyggindum, sem í hag koma, né eigingjörnum ástríðum. Hann er andinn sjálfur, er upplýsir persónuleikann á úr- slitastund. Slík samfyld inn á djúpmið einlægni og ástúðar er hin ágætasta kennslustund." (bls. 72, í bók Ólafs Tryggva- son, Á jörðu hér.) Þessi skilningur Ólafs, á þessari björtu vináttu, er Guð- legt ljós. upptekinn af biblíurann- sóknum og rýni. En hvernig vitum við hvort við höfum heilagan anda eður ei? Ég sagði áðan að heilagur andi lyki upp yfir mönnum ritningunum. Én nú eru oft engir tveir sammála um túlkun eða skilningá ritningunum. Hvað nú? Við getum aldrei vitað hvort við höfum heilagan anda, aðeins vonað. Og vonin er öllu held- ur sú að heilagur andi hafi okkur, standi okkur við hlið, því það erum við sem erum höndluð, kramin og teygð. enginn, alls enginn þekkir Guð eða hefur hann í vasan- um. Þetta er einmitt kvöl mannsins. Nagandi efi og óvissa. Sá, sem segist ekki ef- ast, lýgur ellegar hann telur sig þekkja Guð sem er klár skurðgoðadýrkun, því aðeins trédrumburinn verður þekkt- ur til hlítar. Biblíulestur fyrir vikuna 29. apríl — 5. maí Sunnudagur, 29. apríl. 3. Mós. 19,11. Eigi stela, eigi svíkja. Mánudagur, 30. apríl. Orðskv. 11,1. Svikavog er Drottni andstyggð. ÞriAjudagur, 1. maí. Orðskv. 10,2. Rangfenginn auður stoðar ekki. MiAvikudagur, 2. maí. Orðskv. 16,8. Betra er lítið með réttu. Fimmtudagur, 3. maí. Róm. 2,21. Samræmi í orði og verki? Föstudagur, 4. maí. Lúk. 19, 8. Og hafi ég haft nokkuð af nokkrum. Laugardagur, 5. maí. I. Kor. 13, 4—7. Kærleikurinn öf- undar ekki ... leitar ekki síns eigin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.