Morgunblaðið - 29.04.1984, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. APRÍL 1984
82
Frá tónleikum Kukls í Ambulance Station um áramótin. Einar Melax lengst t.v., þá Sigtryggur og í forgrunni
má sjá Guðlaug Óttarsson ef myndin prentast vel.
„íslenskir tónlistarmenn
latt og sjálfumglatt pakk“
„Vió erum aö fara aó gefa út
plötu og ætlum aó efna til tónleika
hér heima á næstunni. Nota tæki-
færiö á meóan við erum öll saman.
Við erum nefnilega ekki saman
nema í stuttan tíma í einu — aöal-
lega vegna þess aó ég bý erlend-
is,“ sagói Einar Örn Benediktsson,
annar söngvara hljómsveitarinnar
Kukls, í spjalli vió Járnsíóuna fyrir
nokkrum dögum.
Einar Örn ætti að vera óþarti aö
kynna fyrir þjóóinni, verk hans segja
alla söguna. Sem forsprakki Purrks
Pillnikks, höfuöpaur iss! og fleiri
verkefna hefur hann iöulega verió á
allra vörum þótt ekki hafi menn
endilega veriö sammála um framlag
hans. Athygli hefur hann þó ætíö
vakið og þaö er meira en hægt er aö
segja um stóran hluta íslenskra
poppara.
Eins og kemur fram aó ofan hefur
Einar Örn dvalist erlendis í allan vet-
ur, nánar tiltekiö í London, þar sem
hann hefur lagt stund á nám í fjöl-
miðlun. Sækist þaö aö vonum vel,
en starfsemi Kukls hefur veriö meö
minna móti af þeim sökum.
Fyrir þá, sem ekki vita, er rótt að
geta þess, aö Kukl er sex manna (og
kvenna) sveit. Sigtryggur Baldurs-
son lemur húöir, Guólaugur Óttars-
son leikur á gítar, Birgir Mogensen á
bassa, Einar Melax á hljómborö og
þau Björk Guömundsdóttir og Einar
Örn sjá um sönghliö málanna. Þetta
fólk er meira og minna þekkt innan
„poppbransans." Sigtryggur og
Guölaugur báöir úr Þey sáluga,
Birgir úr Spilafíflum og síöar Killing
Joke um tíma og Björk var í framlínu
Tappa tíkarrass.
„Já, eins og ég sagöi reynum viö
að koma saman eins oft og viö get-
um, á X-mánaöa fresti skulum viö
segja, og vinnum þá aö plötugerð
og tónleikahaldi," sagói Einar örn
og lagói á þaö áherslu, aó Kukl
myndi efna til tónleika hér heima
áóur en langt um liöi og þá tveggja
fremur en einna.
Ambulance Station
Síðast hittist allur hópurinn um
áramótin þegar hljómsveitin kom út
til Bretlands og tók þá upp efni á
plötuna og efndi til tónleika í Ambul-
ance Station, sem frægir urðu.
Breska tímaritiö Sounds fjallaöi um
þessa tónleika, en auk Kukls voru
þar a.m.k. tvær aörar sveitir. Fékk
Kukl langsamlega bestu dómana og
var þó önnur hinna Flux of Pink
Indians.
Þaó er útgáfufyrirtæki Crass, sem
gefur þessa nýju plötu Kukls út. Ætl-
unin er að hún komi út í maí. Um er
aö ræöa svokallaöa EP-plötu, vænt-
anlega átta laga. Reyndar er þetta
fyrsta platan, sem Crass gefur út án
þess aö nefna til sérstakan „pródús-
er“. Kukl sá aö öllu leyti um upp-
tökustjórn, en Tony Cook var alltaf
nálægur. Þaö eru ekki margar plöt-
ur, utan sinna eigin, sem Crass hef-
ur gefiö út, en Kukl eru þau fyrstu
sem hafa algera sjálfsstjórn.
— Hver sér um dreifingu plöt-
unnar?
„Þeir Crass-arar gera þaö. Þaö er
fullt af fólki, sem kaupir allt sem
Crass gefur út bara af því aö það
eru þeir sem gefa þaö út, en það er
okkar vandamál aö ná til allra hinna.
Crass er meö öflugt dreifingarfyrir-
tæki í Bandaríkjunum og Evrópu og
Gramm mun t.d. flytja hana inn hér
á landi."
Augaö — Crass gefur út
— Hvaö kom til aö Crass gaf
þessa plötu ykkar út?
„Þeir treystu okkur einfaldlega.
Þeir höföu enga reynslu af okkur og
höföu lítið heyrt til okkar, en treystu
okkur. Ég held aó þeir hafi ekki orö-
iö fyrir vonbrigóum. Ég man aö
Penny Rimbaud kom inn í Southern
Studios og hlustaöi á öll lögin í einni
striklotu án þess svo mikiö aö segja
eitt aukatekiö orö. Auövitaö vorum
við á nálum um aö hann yröi fyrir
vonbrigöum en síöan sagöi hann
bara „excellent" þegar allt var bú-
ið.“
— Hvað á platan aö heita?
„Hún mun bera nafniö Augaö,
The Eye á ensku."
— Af hverju þessi nafngift?
„Viö lentum í því um áramótin,
nafnarnir, ég og Einar Melax, aö
vera lamdir. Lamdir er ekki rétta
oröiö, skallaöir öllu heldur. Viö hitt-
um nokkra náunga á förnum vegi og
gáfum okkur eitthvað aö þeim. Áöur
en ég vissi af lá Einar í götunni,
steinrotaöur. Ég gekk þá aö þeim,
sem haföi rotaö hann og spuröi
hvers vegna hann heföi veriö aö
þessu. „Af því," svaraöi hann og
skallaöi mig af alefli í andlitið. Ég
rotaöist ekki, en hneig í götuna. Þeir
voru fleiri saman og byrjuöu aó
sparka í mig og ég held ég hafi aldr-
ei oröiö eins hræddur á ævinni. Tók
aö öskra á hjálp á íslensku og viö
þaó hlupu þeir á brott. Ég fékk feiki-
legar bólgur í andlitiö og tvö væn
glóöaraugu eftir þetta og Einar lá
rotaöur í nokkrar mínútur. Var svo
eftir sig, aó hann sagöi nánast ekki
orö næstu daga. Eftir þetta varö
mér þaö fyrst fyllilega Ijóst, aö ég vil
ekki vera beittur ofbeldi og gæti
ekki hugsaö mér aö beita nokkurn
mann ofbeldi. Ofbeldi er vióbjóóur.
Nafngiftin á plötunni stafar af þessu
ævintýri ef hægt er aö kalla það
svo."
Friöarins fólk
— Er eitthvert „þema" á þlöt-
unni?
„Nei, þaö held ég ekki. Þaö er
erfitt aö finna „þema" sem nær því
sem viö viljum koma á framfæri. Viö
látum okkur allt skipta, en látum
allra flokka pólitík í textum lönd og
leið. Þó munum viö í framtíöinni
taka þaö sem viö segjum og gerum
mun fastari tökum. Ég og viö öll í
Kukli höldum aó allir veröi bara aö
gera sér grein fyrir því aó þaö er
ekki hægt aö fara með alþýöu þessa
lands eins og hunda öllu lengur. Ef
ég hugsa meira út í „þema" plötunn-
ar þá myndi ég sennilega sætta mig
best viö þau orð, sem finnast á ein-
um staö á plötunni: „Opnaðu glugg-
ann svo sálin geti flogiö frjáls." Viö
erum frjáls að eölisfari og þannig vil
ég vera, engin höft."
— Eru meðlimir Crass hálfgeröir
„gúrúar" ykkar eins og Bubbi sagói
i viðtali um daginn?
„Nei, þaö er af og frá. Þetta er
aðeins fólk, sem við metum mikils
en höfum reyndar ekki hitt svo ýkja
oft, ekki nema kannski ég. Aöeins
einu sinni öll saman. Þetta er fólk,
sem berst fyrir friöi og þaö gerum
vió líka."
— Eru Kuklarar friöarsinnar?
„Já, hver er ekki á móti stríði. Þaö
hljóta allir aö vilja foröast styrjöld.
Vió erum þeirrar skoöunar, aö þaö
eigi ekki aö þurfa aö beita vopnum,
yfirgangi og ofbeldi til þess aö halda
uppi lögum og reglu i heiminum.
Hins vegar vil ég koma því á fram-
færi hér, aö mér finnst lítiö til þess-
ara friöarhópa um allt land koma.
Þetta fólk er bara aö stofna ein-
hverjar friöarhreyfingar til þess aö
friöa eigin samvisku. Hvaö hafa
þessir hópar svo gert til þess aö
fylgja eftir málum sínum? Ekkert.
Þaö er nefnilega máliö. Hóparnir eru
bara stofnaóir og síöan ekki söguna
meir. Þetta er hræsni og ekkert
annað. Ef barátta fyrir friöi á aö
bera árangur þarf aö vera miklu
haröari gagnvart þeim, sem standa
fyrir því aö aörir eru drepnir."
— Hvað hafið þiö í Kuklinu gert
til aö leggja áherslu á skoöanir ykk-
ar?
„Viö höfum reyndar ekki haft ýkja
mikil tækifæri til slíks þar sem hóp-
urinn hefur veriö sundraóur svo
lengi. En áöur en ég fór út tókum viö
þátt í 4.000 manna samkomu i
Laugardalshöll undir nafninu „Viö
krefjumst framtíöar". Ég held að
þaö hafi verið einhver best heppn-
aöa skemmtun, sem sögur fara af
lengi vel."
Evrópuferðalag
— Víkjum aöeins frá þessari um-
ræöu og aftur aö því sem Kukl er aó
fást viö. Nú stendur til aö þiö fariö í
tónleikaferöalag um Evrópu, ekki
satt?
Nokkrir molar um
stórstirni rokksins
* Aódáendur Ronnie James Dio
geta fariö aó hlakka til því von er
nýrrar breiöskífu frá sveit hans,
Dio, í júní. Fyrsta breiðskífa sveit-
arinnar, Holy Diver, fékk feikigóðar
viðtökur.
★ Marilyn, sá er Bretar vilja stund-
um halda fram aö veröi arftaki Boy
George, fékk heldur betur fyrir
feröina er hann var í Sydney í Ástr-
alíu fyrir nokkrum dögum. Vissi
hann ekki fyrr til, þar sem hann var
aö dansa viö yngismey, aö maður
nokkur vatt sér aö honum og rétti
honum kjaftshögg.
★ Styx lifir enn og til þess aö und-
irstrika þaö sendi sveitin í vikunni
frá sér tvöfalda tónleikaplötu undir
því frumlega nafni „Caught in the
Act".
♦ Stevie Wonder fer í tónieika-
feröalag um Bretland i júní. Upp-
haflega ætlaói hann aö efna til
fjögurra tónleika en sökum feiki-
legrar eftirspurnar hefur hann
ákveöiö aö bæta 6 tónleikum viö.
Hafi einhverjir íslendingar áhuga á
aö fara og sjá kappann er þetta
tilvalið tækifæri.
Ný umboðsskrifstofa opnar
Umboðsfyrirtækiö Sóló sf. hef-
ur tekið til starfa. Hefur þaö
opnaö skrifstofu aö Hverfiagötu
50, 2. hæö. Forstöðumaður þess
er Viðar Arnarson. Síminn hjá
Sóló er 19620.
Aö sögn Viöars er tilgangur
fyrirtækisins sá, aó auövelda
hljómsveitum og skemmtikröftum
aö koma sér á framfæri, skipu-
leggja hljómleika sem víðast og
sem oftast. Sérstaka áherslu sagöi
Viöar fyrirtækiö leggja á aöstoö
viö þá er flyttu frumsamiö efni. Þá
tekur Sóló sf. aö sér dreifingu á
hljómplötum og kassettum. Þá
hefur fyrirtækiö áhuga á aö skipu-
leggja feröir fyrir danshópa út á
landsbyggöina.
Skrifstofan hjá Sóló verður fyrst
um sinn opin frá kl. 8—12 alla
virka daga og frá 10—16 um helg-
ar. Óreglulega utan þess.
Seafunkiö í upptökum
LÍTIO hefur heyrst af högum
hljómsveitarinnar lcelandic Sea-
funk Corporation aó undanförnu.
Lag sveitarinnar, Dansaöu, kom
út á safnplötunni Tvær í takt fyrir
skemmstu og vakti mikla athygli
og fékk veröskuldaða spilun í út-
varpi.
Umsjónarmaöur Járnsióunnar
hitti einn meölima sveitarinnar,
Styrmi Sigurösson, aö máli á förn-
um vegi fyrir skemmstu og sagöi
hann sveitina þá nýveriö komna úr
Grettisgati, þar sem hljóðrituö
hefðu veriö tvö lög. Styrmir sagöist
allsendis óviss um hvort þau uröu
gefin út, slíkt yröi allt aö koma i
Ijós.
Mel Brooka hefur gert það gott að undanförnu með lag sitt To
Be Or Not To Be. Hann er hér í gervi þekkta foringja. Myndin er
úr myndbandi, aem gert var við lagið.