Morgunblaðið - 29.04.1984, Blaðsíða 6
54
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. APRÍL 1984
Liechtenstein er ekki nema 25 km
á lengd og 10 km á breidd, þar
sem best gerir. Sviss og Austurríki
umlykja það. Rín skilur það frá
Sviss og Alpafjöllin frá Austurríki.
Vaduz-kastali er í hæðinni fyrir
ofan höfuðborgina Vaduz. Vínakr-
ar furstafjölskyldunnar eru í út-
jaðri bæjarins.
Erfiðleikaárin eru liðin en
landið lætur lítið yfir sér
Liechtcnstcin er ótrúlega lítið og fámennt land. íslending-
ur fær á tilfinninguna, þegar hann er þar, að hann komi frá
einni af stórþjóöum heimsins. Við ertim 230.000 talsins og
ísland er 103.000 ferkflómetrar að flatarmáli, en Liechten-
stein er ekki nema 160 ferkílómetrar og þar búa bara 26.500
manns. I’riðjungur þeirra eru útlendingar, aöallega Sviss-
lendingar, Austurríkismcnn og Þjóðverjar, en Sviss og Aust-
urrfki umlykja landið. Smæðin og mannfæðin skipta verulegu
máli í daglegu lífi þjóðarinnar og takmarka möguleika henn-
ar. En velferðin er mikil og gífurlegur uppvöxtur hefur átt sér
stað hin síðari ár. Bláfátækt bændaþjóðfélag hefur breyst í
velefnað iðnaðarland á þrjátíu árum. Það hefur haft sín áhrif
en fhaldssemin er mikil og siðir og venjur því haldist fram til
þessa. Gildismat kynslóðarinnar, sem nú vex úr grasi, kann
þó að reynast annað en það sem enn tíökast. Ilún man ekki
erfiðleikaárin og stendur ekki í beinni þakkarskuld við erföa-
prinsinn sem er smátt og smátt að taka við af furstanum,
fóður sínum. Nýr kafli er að hefjast í sögu smáþjóðarinnar og
því ekki úr vegi að kynnast henni örlítið nánar.
1712. Þessi tvö svæði eru uppi-
staða Liechtenstein enn í dag.
Schellenberg er kallað neðraland
og Vaduz efraland. Kosið er til
þings samkvæmt þeim. Neðra-
landið hefur 6 þingmenn og þykir
njóta ýmissa fríðinda af því að
furstafjölskyldan eignaðist það
fyrst. Efraland hefur 9 þingmenn,
það er mun fjölmennara en neðra-
landið.
Karl Eusebius prins, bróðir
Hans Adams, hafði áhuga á list-
um og bætti við málverkasafn föð-
ur þeirra. Hann hafði safnað
myndum til skrauts. Það var upp-
hafið að Liechtenstein-inálverka-
safninu sem nú er eitt elsta og
dýrmætasta listaverkasafn í
einkaeign í heimi.
'Erfingi Hans Adams ríka lét
Anton Florian prins, náfrænda
sinn, fá Vaduz og Schellenberg í
skiptum fyrir önnur landsvæði.
Anton Florian var innundir hjá
Karli VI keisara. Hann sameinaði
landsvæðin í Liechtenstein og
keisarinn gerði það að furstadæmi
árið 1719. Furstarnir sem á eftir
komu skipuðu landshöfðingja til
að sjá um landareignina og það
var ekki fyrr en árið 1842 að einn
þeirra, Aloysius II prins, gerði sér
ferð til landsins frá Austurríki.
Þess má geta að Vín er í um 1.000
km fjarlægð frá Liechtenstein.
Erfiðleikaár og
framkvæmdasemi
Nágrannaþjóðir Liechtenstein
kölluðu það „fátæka landið" í
byrjun 19. aldarinnar. Stórskuld-
ugir smábændur ræktuðu örlitla
landskika með ævagömlum að-
ferðum. Handverks- og verslunar-
Furstafjölskyldan keypti
landið fyrir um 300 árum
Liechtenstein er óvenjulegt land
að því leyti að það heitir í höfuðið
á ættinni sem stjórnar því. Liecht-
enstein-fjölskyldan er rakin aftur
til 12. aldarinnar, en þá hafðist
Hugo nokkur af Liechtenstein við
í Liechteinstein-kastalanum, sem
er sunnan við Vín í Austurríki.
Fjölskyldan átti stór landsvæði í
Austurríki og nágrenni og var
vinveitt Habsburg-keisarafjöl-
skyldunni. Karl af Liechtenstein
reyndist keisarafjölskyldunni
mjög vel fjárhaldslega, bætti við
eignir hennar á meðan hann sá
um þær og lánaði fjölskyldunni fé,
þegar hún átti í stríði við Tyrki.
Hann hlaut nafnbótina prins að
launum árið 1608.
Synir Karls I kunnu einnig að
fara með fé. Hans Adam prins
hinn ríki keypti landeignina
Schellenberg af Hohenems-fjöl-
skyldunni árið 1699. Hann greiddi
115.000 flórínur fyrir. Það nægði
ekki fyrir skuldum fjölskyldunnar
svo að hann fékk jarlsdæmið
Vaduz einnig keypt. Hann borgaði
um 290.000 flórínur fyrir það árið
Séð yfir bæinn Triesenberg, yfir ána Rín til Sviss.
menn þekktust ekki og skólamál
voru í molum. Jóhann I (1805—
1836) kynnti sér málið og reyndi
að bæta hag þjóðarinnar. Hún var
aðili að þýska þjóðabandalaginu
og fékk ófullkomna stjórnarskrá í
fyrsta sinn 1818. Meðvitund þjóð-
arinnar vaknaði um miðja öldina,
og kröfur um nýja og betri stjórn-
arskrá urðu æ háværari.
Jóhann II hinn góði (1858—
1929) sýndi furstadæmi sínu
áhuga strax og hann tók við því.
Hann gaf þjóðinni stjórnarskrá
árið 1862 og lýðræðislega kjörið
þing hefur setið síðan. Kantónurn-
ar 11 fengu sjálfstæði og fólkið
fékk rétt til að krefjast þjóðar-
atkvæðagreiðslu um hugðarefni
sín. „Fólkið" í þessu tilviki á
reyndar aðeins við karlmenn.
Konur hafa enn ekki kosningarétt
um þjóðmál og í þingkosningum
en 6 kantónur hafa veitt þeim
kosningarétt um héraðsmál. Ný
stjórnarskrá tók gildi árið 1921 og
hún gildir enn í dag. Samband
Liechtenstein við Austurríki
breyttist mikið í heimsstyrjöld-
inni fyrri og þjóðin sneri sér
meira að Sviss eftir það.
Þó nokkurrar framtakssemi
varð vart í lok síðustu aldar. Haf-
ist var handa við að hemja ána
Rín, sem flæddi oft og mikið yfir
bakka sína, koma í veg fyrir
fjallaskriður og skógarelda.
Nokkrar brýr voru byggðar yfir
Rín til Sviss og fyrstu vegirnir
voru lagðir upp í fjöllin. Sléttlend-
ið meðfram ánni, sem skilur land-
ið vestan megin frá Sviss, er ekki
breytt og brattar hlíðar Alpanna
taka fljótt við.
Vefnaðariðnaður var stundaður
í lok síðustu aldar. Hann veitti þó
aðallega konum atvinnu og karl-
menn urðu að leita sér atvinnu er-
lendis. Fólk kunni að spara og um
aldamótin voru 3 milljónir franka
á sparnaðarreikningum fyrsta
bankans, en ríkið hafði bara úr
160.000 frönkum að moða á sama
tíma.
Liechtenstein var hlutlaust I