Morgunblaðið - 09.05.1984, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 09.05.1984, Qupperneq 2
50 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MAl 1984 Ýmislegt nýstárlegt verður sýnt á „Hestadögum". Medal annars verða sýndar gangskipt- ingar á hesti þar sem maður hleypur með eins og myndin sýnir. I>að er Hreggviður Eyvindsson scm verður með þetta atriði og var myndin tekin á ælíngu. Reynt verður við íslandsmetið í hæðarstökki. Meðal þeirra sem reyna verða Viðar Hall- dórsson og hestur hans, Blesi frá Kirkjubæ, sem kunnur stökkvari. „Hestadagaru í Garðabæ: Sýning á öllu því besta í íslenskri hestamennsku hópur með klárnum og gæti svo farið að þau yrðu allt að tíu. Rétt er að taka fram að þetta er einungis sýning en ekki dómur á Náttfara fyrir afkvæmi. Ekki er endanlega ákveðið hvaða afkvæmi Nátt- fara verða sýnd þarna, en vit- að er um Eldjárn frá Hvassa- felli, Hörð 954 frá Hvoli, Fylki frá Bringu og Straum frá sama stað. Nú sex árum eftir Landsmótið á Þingvöllum 1978 gefst okkur Sunnlend- ingum kostur að sjá gæðinginn Hlyn frá Akureyri á nýjan leik, og er sennilegt að margur hlakki til að sjá þennan mesta töltara síðari tíma. DAGANA 18.—20. maí næstkomandi verða haldnir í Garðabæ svokallaðir „Hesta- dagar“ en það er hesta- mannafélagið Andvari sem í er fólk búsett í Garðabæ og Bessastaðahrepp sem stend- ur fyrir þessari uppákomu. Óhætt mun að fullyrða að hér sé um að ræða meiriháttar viðburð á sviði hestamennsk- unnar. „Hestadagar“ verða tvíþættir þ.e. sýning á hross- um utandyra, nánar tiltekið á íþróttavellinum í Garðabæ og sýning á ýmsum munum og hlutum sem tengjast hestum og hestamennsku innanhúss. Leigðir verða út básar til fyrirtækja sem selja vöru tengdar hestamennsku. Þegar farið er að athuga nánar hvað á dagskránni verð- ur kemur í Ijós að þar kennir margra grasa. Hæst ber senni- lega sýningu á landsþekktum gæðingum sem efstir hafa staðið á Lands- og fjórðungs- mótum síðustu ár. Verða þar sýndir Hlynur frá Akureyri, Hrímnir frá Hrafnagili, Vængur frá Kirkjubæ og Kristall frá Kolkuósi og af al- hliða hestum mæta Hrafn frá Hvítárbakka, Þorri frá Hös- kuldsstöðum og Eldjárn frá Hvassafelli. Sennilegt er að margan fýsi að sjá þessa skör- unga því oft hefur það viljað fara svo að hestar sem fram- arlega standa á þessum mót- um hverfa algerlega af sjón- arsviðinu en nú gefst mönnum sem sé kostur á að sjá þessa hesta og það sem meira er alla samtímis. Annað sýningarat- riði sem athygli er vert er sýn- ing á Náttfara 776 frá Ytra- Dalsgerði og afkvæmum hans. Náttfari er einn eftirminni- legasti kynbótahestur sem komið hefur fram hin seinni ár og mikla athygli vakti á sínum tíma léleg útkoma úr af- kvæmarannsókn sem afkvæmi hans fóru í. Síðan hefur mikið vatn til sjávar runnið og ljóst var á síðasta Landsmóti að hefði Náttfari verið sýndur þar með afkvæmum hefði hann hlotið 1. verðlaun og það með glans. Nú verður sýndur Af öðrum atriðum má nefna sýning félaga í Félagi tamn- ingamanna sem ber yfirskrift- ina samspil manns og hests. Einnig má geta þess að Evr- ópumeistarinn í bæði tölti og fjórgangi, Hans Georg Gund- lach, mun mæta og sýna listir sínar á gæðingnum Tígli frá Holti. Einnig munu nokkrar snjallar reiðkonur mæta á snjöllum hestum og þeyta þeim um sýningarsvæðið í söðlum og verða þær íklæddar gömlum reiðfötum. Hindrun- arstökk verður sýnt og er það að sögn um að ræða „alvöru“ hindrunarstökk og hafa verið smíðaðar hindranir að erlendri fyrirmynd. Verður reynt að hnekkja íslandsmetinu í hæð- arstökki en það er 1,25 m. Nýstárlegt sýningaratriði verður boðið upp á en það eru gangskiptingar á hesti í taumi. Sett verður upp sýning inn- an dyra í samvinnu við Árbæj- arsafn og er hún samsett af gömlum munum sem tengjast hestamennsku fyrri tíma og svo ljósmyndum af íslenska hestinum frá fyrri tíð. Sýningin verður formlega opnuð föstudaginn 18. maí klukkan 16.00 og verður forseti íslands, Vigdís Finnbogadótt- ir, viðstaddur opnunina. Um klukkan 17.30 verður svo svæð- ið opnað almenningi með sögu- sýningu og svokallaðri Topp- sýningu en hún inniheldur þau atriði sem hér voru áðurnefnd. Aðgangseyri verður mjög í hófi stillt og kostar 150 krónur fyrir fullorðna en 50 krónur fyrir börn. Að sögn aðstand- enda er tilgangurinn með lág- um aðgangseyri sá að fá sem flesta gesti á sýninguna. Kaupfélag Borgfirðinga 80 ára: „Heybandiðu eftir Ásmund Sveins- son afhjúpað í tilefni afmælisins Borgarn<-si, 30. apríl. Kaupfélag Borgfirftinga varð 80 ára í byrjun þessa árs. Á nýafstöðnum aðal- fundi félagsins sem haldinn var í Borgarnesi var þessara tímamóta minnst. Gefin var út bók með ágripi af sögu félagsins þessi 80 ár. Einnig var afhjúpað listaverkið „Heybandið" eft- ir Ásmund Sveinsson á lóð Mjólkur- samlagsins á Engjaási í Borgarnesi. Helga Bjarnadóttir húsfreyja á Skálpastöðum, eiginkona Guðmundar l>orsteinssonar formanns samlags- ráðs, afhjúpaði verkið að viðstöddum aðalfundarfulltrúum, mökum þeirra og fleiri gestum. Meðal gesta var Ás- dís dóttir listamannsins og eiginmaður hennar svo og Hallsteinn Sveinsson bróðir listamannsins. Kaupfélag Borgfirðinga var stofn- að 4. janúar 1904 í Deildartungu. Á fundum í Framfarafélagi Borgfirð- inga sem starfaði i nokkur ár og vann að ýmsum framfaramálum héraðsins höfðu verslunarmálin verið til umræðu og gerðar tilraunir með að senda u11 til Englands. Á fundi í Framfarafélaginu síðla árs 1903 var ákveðið að gangast fyrir stofnun verslunarfélags og kosin nefnd til að undirbúa stofnfundinn sem var eins og áður segir í Deild- artungu í ársbyrjun 1904. í fyrstu stjórn áttu sæti séra Jóhann Þor- steinsson í Stafholti, formaður, Jón Blöndal héraðslæknir í Stafholtsey og Jóhann Björnsson í Bakkakoti. Aðrir sem mjög komu við sögu við undirbúning stofnunar félagsins voru Jósef Björnsson Svarfhóli og Einar Hjálmsson í Munaðarnesi en þeir áttu ásamt Jóhanni Björnssyni sæti í nefndinni sem undirbjó stofnfundinn. Þetta var upphafið en á þessum 80 árum hefur starfsemin aukist jafnt og þétt. Er Kaupfélag Borgfirðinga nú annað stærsta kaupfélag lands- ins, og langstærsta fyrirtækið í Borgarnesi. Hefur það mjög um- fangsmikla starfsemi með höndum á nær öllum sviðum atvinnulífs hér- aðsins en þó er verslun með land- búnaðarafurðir enn stærsti þáttur starfseminnar en smásöluverslun kemur þar skammt á eftir. - llBj. „Heybandið" eftir Ásmund Svcinsson afhjúpað á lóð Mjólk- ursamlags Borgfirðina á Engja- ási í Borgarnesi. MorKunblaðiA/ HBj.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.