Morgunblaðið - 09.05.1984, Qupperneq 4
52
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 1984
í stað sauðfjár
Seiðaeldi
Hvanntúni í Andakíl í apríl.
VIÐ I»EIM sem aka Borgarfjarðarbraut upp í Bæjarsveit blasir
vel byggt býli á fallegum stað. Fossatún heitir það og stendur á
bökkum Grímsár, einni af betri laxveiðiám á landinu.
Sturla Guðbjarnarson hefur
búið þar með hefðbundið kúa-
og sauðfjárbú. Auk margvís-
legra félagsstarfa hefur hann
verið í 12 ár gjaldkeri félags,
sem eigendur jarða við Grímsá
og Tunguá stofnuðu með sér
1971. Hann hefur unnið mikið
fyrir veiðifélagið, m.a. haft um-
sjón með glæsiiegu veiðihúsi á
bökkum Grímsár.
Þegar bændur sáu fram á of
mikla framleiðlsu, sérstaklega á
kindakjöti, tók Sturla þá
ákvörðun að farga sauðfénu.
Garnarveikin hafði lengi herjað
á sauðféð og valdið búsifjum.
Sem ný búgrein varð fyrir
valinu hjá honum laxaklak og
seiðaeldi. Hann setti ekki upp
fulikomnustu ker til eldis, held-
ur valdi þá leið, að halda stofn-
kostnaði niðri og reyna þannig
að hafa arð af sinni nýju bú-
grein. Margt heimaaflað efni
var notað. Nægilegt kalt vatn
var til staðar, heitt vatn úr
hitaveitu leiddi hann í forhit-
ara, þaðan rennur nú 10° heitt
vatn í eldiskerin. Þau eru
heimasmíðuð að mestu. Hús-
næði var fyrir hendi. Þannig
mátti áfram telja.
Þegar undirritaðan bar að
garði, voru Sturla og kona hans,
Sjöfn Pálsdóttir, að enda við
daglega hreinsun á kerjunum.
„Um tveggja til þriggja vikna
skeið verður að hreinsa kerin
sérstaklega vel og tína burt
dauð seiði," útskýrir Sturla.
„Þetta er talsverð vinna um
þennan tíma. Að sögn kunnugra
er svipaður seiðadauði hjá mér
og algengt er annarsstaðar, þó
búnaður sé hér frumstæður. Eg
el seiðin fram á sumar og sleppi
þeim síðan í Grimsá og Tunguá.
Við vonumst eftir betri heimt-
um á sumaröldum seiðum en
sjógönguseiðum."
En hvaðan koma seiðin? Það
er skemmtileg kenning höfð til
viðmiðunar, án þess að hún hafi
nokkurs staðar fengið vísinda-
lega staðfestigu. Notaður er lax,
sem tekið hefur flugu, og veiði-
menn gefa til hrognatöku. Hann
er geymdur í sérstökum búrum
í ánni í upphafi, en síðan fluttur
í ker á stöðinni, þangað til
hrognataka fer fram. „Þannig
getum við tekið hrogn úr allt að
20 punda löxum, fiskum, sem
e.t.v. eru eitthvað frekari að
taka flugur en aðrir sem ekki
veiðast. Ef þessi eiginleiki erf-
ist, gæti komist upp stofn, sem
betur veiðist á stöng. Banda-
rískir veiðimenn hafa mikla trú
á þessu og gefa fúslega stóra
laxa í þetta eldi,“ segir Sturla.
Fyrst og fremst er verið að
hugsa um stofninn úr Grímsá
og ekki er áhugi á að flytja seiði
milli áa. „Þetta er að mörgu
leyti skemmtilegra við að fást
en að elta kindur," bætir Sturla
við. Um fjárhagslegan ábata
var ekki rætt að sinni, en mikill
hugur er í Sturlu, sem fleytir
honum sjálfsagt yfir fyrstu erf-
iðleikana.
D.J.
50x50x 5
50x50x 7
50x50x10
ÚR VIKRl EÐA GJALLI
50x50x7 cm: 52 kr. pr. stk m/ssk.
R M VAII Á r Heimsending er án endurgjalds innan
U.lvl. VflLLflr Stór-Reykjavíkursvæðisins.
Pantanir:
Steinaverksmiðja Breiðhöfða 3,
sími: 91-85006
og Iðnverk hf. Nóatúni 17,
símar: 91-25930 og 91-25945
Útflutningur á dilkakjöti og osti:
Borga þarf með út-
flutningnum þó bænd-
ur gæfu búvörurnar
Borgarnosi, 9. apríl.
AFAR óhagstætt er að flytja land-
búnaðarafurðir út um þessar mundir
og er dæmið sífellt að verða óhag-
stæðara eins og reyndar hefur oft
komið fram í Morgunblaðinu. Á
bændafundi sem Búnaðarsamband
Borgarfjarðar hélt í Borgarnesi fyrir
skömmu, sýndi Ingi Tryggvason,
formaður Stéttarsambands bænda,
nokkur dæmi um útkomu útflutn-
ings á mjólkurvörum og kindakjöti.
Kom fram að þegar búið er að draga
kostnað við flutning, vinnslu og sölu
kjötsins frá útflutningsverði er yfir-
leitt ekkert eða minna en ekkert eft-
ir upp í búvöruverðið til bóndans.
Dæmi um útflutning á osti til USA í desember 1983:
Útflutningsverð cif 46,89 kr.pr.kg.
-f Flutningskostnaður o.fl. 11,43 kr.pr.kg.
Útflutningsverð fob
35,46 kr.pr.kg.
-r Vinnslukostn. (áætlun)
■f 2,5% umboðslaun
-f Stofnlánadeildargjöld
Nettó-skilaverð til bóndans
í þessu tilviki vantar 1,60 kr.
uppá að útflutningsverðið dugi til
að greiða milliliðakostnaðinn, og
30,00 kr.pr.kg.
3,92 kr.pr.kg.
3,14 kr.pr.kg.
■f 1,60 kr.pr. kg.
ekkert verður eftir til að greiða
sjálft búvöruverðið til framleið-
andans.
Dæmi um útflutning á dilkakjöti til Danmerkur í janúar
1984:
Útflutningsverð cif
+ Flutningskostn. o.fl.
Útflutningsverð fob
51,26 kr.pr.kg.
10,55 kr.pr.kg.
40,71 kr.pr.kg.
+ Slátur- og heildsölukostn.
+ Vaxta- og geymslugjald
+ Kostn. v/útflutningsverkunar
+ Stofnlánadeildargjöld
Nettó-skilaverð til bóndans
Þetta dæmi um útflutning á
dilkakjöti til Danmerkur sýnir að
þó að bóndinn gæfi kjötið þyrfti
að greiða rúmar 5 krónur með
hverju kílói af því við útflutning.
Nettóskilaverð til bænda á einum
hagstæðasta dilkakjötsútflutn-
ingnum, það er til Færeyja, er 1,57
krónur pr.kg., en það verð sem
30,55 kr.pr.kg.
9.54 kr.pr.kg.
3,23 kr.pr.kg.
2.54 kr.pr.kg.
+ 5,15 kr.pr.kg.
fæst fyrir dilkakjötið í Færeyjum
er 20—30% yfir heimsmarkaðs-
verði að sögn.
Ingi Tryggvason sagði í þessu
sambandi að stilla þyrfti útflutn-
ingnum í hóf, því að íslenskir
bændur hefðu ekki efni á að fram-
leiða vöru sem þeir fengju minna
en ekkert fyrir. — HBj.