Morgunblaðið - 09.05.1984, Side 8

Morgunblaðið - 09.05.1984, Side 8
56 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 1984 Gildi heimilislæknaþjónustu í Reykjavík og ófremdarástand það, sem ríkir í þeim málum — eftir Þórð Theódórsson Að starfa sem hcimilislæknir í Reykjavík er líkt og að starfa sem verkfræðingur með aðeins skólfu og haka. Enn ríkir að mestu leyti svipað ástand hvað varðar aðstöðu flestra heimilislækna og ríkti fyrir manns- aldri. Skilningur þeirra, sem veita fé til heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa í Keykjavík á gildi nútíma heimilis- lækninga og heilsugæslu, virðist afar takmarkaður. I‘ó hefur heilbrigðis- ráð Reykjavíkur og borgarlæknir sýnt málefninu mikinn áhuga en litl- ar undirtektir fengið meðal þeirra, sem stýra fjárveitingum. Nágrannaþjóðir okkar hafa undanfarið gert stórátak til að efla heimilislækningar og heilsu- gæslu utan sjúkrahúsa og átta sig á hlutverki þeirra til að draga úr sívaxandi kostnaði við sérfræði- lega læknisþjónustu utan sem inn- an sjúkrahúsa. Á meðan drögumst við sem óðast aftur úr hér á Stór-Reykja- víkursvæðinu og erum engan veg- inn jafningjar nágrannaþjóða vorra hvað snertir skipulagningu þjónustunnar utan sjúkrahúsa og heilsufarskannanir allar. For- senda þess að skipuleggja heilsu- gæsluþjónustu er sú að vita hvar og hvernig skórinn kreppir. Á þessum tíma tals um sparnað í opinberum rekstri er það þess virði að líta á það staðreynd að á tímabilinu 1970—1981 hefur kostnaður vegna sérfræðilegrar læknisþjónustu utan sjúkrahúsa í Reykjavík aukist um 44,1%. Á sama tíma hefur kostnaður við heimilislækningar og læknavakt- ina lækkað um 17,2%.* Skýringin er að hluta til sú, að mikill fjöldi Reykvíkinga leitar til sérfræðinga á stofu vegna lélegrar skipulagningar heimilislækninga í borginni, svo og vegna skorts á heimilislæknum, sem enn ríkir. Ég er ekki að gagnrýna störf sérfræðinga utan sjúkrahúsa, en fólk og hið opinbera kaupir af Þórður Thcódórsson þeim þjónustu, sem að hluta er hægt að veita á mun ódýrari hátt með skipulagðri þjónustu heimil- islækna. I»etta skilja ekki þeir sem stýra opinberum rekstri. Ér þetta stór liður í stöðnun þeirri sem hef- ur verið og á greinilega eftir að „Á þessum tíma tals um sparnað í opinberum rekstri er það þess virði að líta á þá staðreynd að á tímabilinu 1970—1981 hefur kostnaður vegna sérfræðilegrar læknisþjón- ustu utan sjúkrahúsa í Reykjavík aukist um 44,1 %. Á sama tima hefur kostnaður við heimilis- lækningar og læknavakt- ina lækkað um 17,2%.“ aukast enn meir í heimilislækna- þjónustu í Reykjavík. Ég bendi á að um mitt ár 1982 áttu einungis 10% borgarbúa aðgang að þjón- ustu heilsugæslustöðva þar sem málum þessum er þokkalega borg- ið í höndum starfsfólks þeirra.* Algjör forsenda þess að hægt sé að vinna að heimilislækningum og heilsugæslu í borginni er: 1. Virkt, skipulega unnið og að- gengilegt upplýsingasafn um heilsufar og þá áhrifavalda í lífsstíl og umhverfi borgarbúa sem valda hinum ýmsu sjúk- dómum og kvillum. Slíkt er einnig forsenda fyrirbyggjandi aðgerða. 2. Ákveðin lágmarks vinnuað- staða lækna og annars aðstoð- arfólks þeirra, tækjabúnaður o.fl. Þetta hvoru tveggja kallar á viss- an stofn- og rekstrarkostnað sem ekki er á færi neinna núverandi heimilislækna utan heilsugæslu- stöðva, nema til komi opinber rekstrarþátttaka. Stjórnsýslumenn borgar og ríkis klifa mikið á og hafa áhyggj- ur af stofn- og rekstrarkostnaði heilsugæslukerfisins eins og því háttar úti á landsbyggðinni. Ég tel þó að ekki muni slíkt kerfi í Reykjavík þurfa að vera sambæri- legt í kostnaði vegna annarra að- stæðna. Heimilislæknar í Reykjavík hafa lengi unnið skv. s.k. númera- gjaldskerfi, sem er löngu úrelt orðið. Það byggir á föstu mánað- argjaldi fyrir hvern skráðan ein- stakling, 40% þess gjalds er ætlað í rekstur læknastofunnar og stendur varla undir brýnustu þörf svo sem herbergi, símaþjónustu, húsnæði og daglegum rekstri. Vegna þess hve fastagjaldið er lágt hafa heimilislæknar þurft að skrá alltof margt fólk og engan veginn annað aðsókninni. Hefur fólk af þeim sökum m.a. þurft að leita til annarra lækna og þá Bréf til Morgunblaðsins: Heilsuhagfræði og hlutverk fjölmiðla — eftir Davíð Á. Gunnarsson Kæru Morgunblaðsritstjórar. Um leið og ég sendi ykkur þess- ar línur og óska ykkur gleðilegs sumars vil ég nota tækifærið og þakka ykkur mörg góð skrif um Ríkisspítala og málefni þeirra á liðnum vetri. Nýlokið er hér Norrænni ráð- stefnu í heilsuhagfræði. Einn danski þátttakandinn sagði í ræðu sem hann hélt þegar ráðstefnunni var slitið að heilsuhagfræði væri flókin vísindagrein. Oft væri erfitt að skilja á milli staðreynda og aukaatriða. Margir vildu styðjast við niðurstöður heilsuhagfræði og veldu þá oft aukaatriði til að styðjast við ef þau hentuðu betur þeirra málstað og vildu hreinlega ekki láta aðalatriði vísa sér veg- inn. Þessi hagfræðingur vildi meina að líkja mætti heilsuhag- fræði við Ijósastaur. Efst væri Ijósið sem ætti að lýsa mönnum veginn, en sumir vildu ekki sjá það, teldu að ljósastaur ætti ein- ungis að nota til að styðja sig við. Fréttir hafa nýverið birst af að- ferð til að „spara“ í heilbrigðis- þjónustu. Þær fréttir lýsa þeirri „nýjung“, sem nokkrir duglegir læknar virðast hafa fundið upp, þ.e. að gera aðgerðir á sjúklingum án þess að leggja þá inn á sjúkra- hús. Það er skemmst frá því að segja að á ríkisspítölum hafa í fjölda ára verið reknar umsvifamiklar dagdeildir þar sem gerðar eru að- gerðir á sjúklingum. Einnig hafa Ríkisspítalar í samvinnu við læknaráð Landspítalans samið sérstaklega um afnot fyrir ýmsa sérfræðinga spítalans af skurð- stofuaðstöðu fyrir minniháttar ( aðgerðir og speglanir. Flestir sér- „Reynsla okkar sem raunverulega höfum reynt að takast á við hagræðingu er að það er ekki nóg að búa til ein- falda útreikninga. Það þarf að ná árangri. Þjónusta sú sem hinar nýju læknamiðstöðvar bjóða mun bæta þjón- ustu við sjúklinga, von- andi stytta biðlista, en því miður trúlega auka útgjöld ríkissjóðs.“ fræðingar spítalans hafa auk þess aðstöðu á eigin læknastofum þar sem minniháttar læknisverk og aðgerðir án innlagna eru gerðar. Þar sem frétt sú sem Morgun- blaðið leggur út af í leiðara föstu- daginn 27. apríl sl. er höfð eftir kvenlækni, er rétt að vekja sér- staka athygli á því að á dagdeild Kvennadeildar Landspítalans voru á árinu 1983 framkvæmdar samtals 1600 aðgerðir. Ef í sam- ræmi við upplýsingar Morgun- blaðsins útgjöld til trygginga við hverja aðgerð eru 10 þús. kr. lægri en hvað varðar spítalavist, er ljóst að á árinu 1983 hafa Ríkisspítalar sparað ríkissjóði með þessari starfsemi einni um 16 millj. kr. Jafnframt er rétt að vekja at- hygli á því að samkvæmt nýlegri athugun á vinnu lækna á Kvenna- í deild Landspitalans myndu laun ' þeirra tvöfaldast ef unnið væri eftir taxta þeim sem notaður er við einstaka aðgerðir utan sjúkra- húss. Staðreyndin er samt sú að svona reikningar eru heldur léleg hag- fræði. Það gefur aldrei góða raun að taka ódýran þátt úr einhverjum reikningi og bera hann saman við meðalkostnað af einhverju allt öðru. Jafnvel einföldum handlæknis- aðgerðum fylgja venjulega ein- hverjar röntgenmyndatökur og rannsóknir. Það verður að segjast eins og er að ef kyrrsetumenn með vaxtarlag undirritaðs ættu að ganga undir aðgerð og svæfingu liði þeim betur ef fyrst væri tekið af þeim hjarta- línurit. Samkvæmt taxta gæti kostnað- ur vegna t.d. æðahnútaaðgerðar litið þannig út: lljarta og lungnamvnd Viótal við lyflækni 1.170 ásamt hjartalínurili 830 Blóöstatus 350 Svæfmg 2.120 Æöahnútaaógeró 3.180 Samtals kr. 7.650 Hlutur sjúklings væri 100 kr. á röntgendeild, hjá lyflækni, hand- lækni og svæfingalækni samtals 400 kr. Áætla má 1.250 kr. fyrir ýmsa einnota hluti. Heildarút- gjöld yrðu þannig 8.900 kr. Allt þetta er auðvitað innifalið í með- aldaggjaldi og þegar um er að ræða mikið veikt fólk er kostnað- urinn miklu meiri. Til saman- burðar er daggjald á Borgarspít- ala kr. 14.900. Fyrir mismuninn 6.000 kr. fær sjúklingurinn vistun með fullu fæði og hjúkrun í þrjá sólarhringa. Ekki mun vera fjarri lagi að ódýrt hótel kosti með fæði a.m.k. 1.000 kr. á sólarhring, eða 3.000 kr. í þrjá sólarhringa. Fyrir þær 3.000 kr. sem þá eru eftir fær sjúkling- urinn síðan alla hjúkrun í þrjá sólarhringa. Davíð Á. Gunnarsson Hvorn kostinn menn velja, ef þeir hafa val og lenda ekki ein- faldlega á biðlista, fer eftir heim- ilisaðstæðum og möguleikum á hjálp og hjúkrun innan veggja heimilanna. Ekki veit ég hvorn kostinn þið hjá Morgunblaðinum velduð. Mitt val væri Landspítalinn í 3 daga enda þekki ég þar best til læknis- kunnáttu og hjúkrunar. Ég er, eins og Morgunblaðið, fylgjandi samkeppni og athugun á hinum ýmsum rekstrarliðum í heilbrigðisþjónustu. Þess vegna fagna ég hinum nýju læknamið- stöðvum. Þær leysa mikinn vanda sjúklinga sem eru á löngum bið- listum og hafa oft þurft að bíða lengur en góðu hófi gegnir eftir sjálfsagðri þjónustu. Samkeppni er líka af hinu góða og stuðlar að hagkvæmni í rekstri. Eitt af hlutverkum fjölmiðla er að veita ríkisbákninu aðhald. Það er hins vegar umhugsunarvert þegar fjölmiðlabákn á borð við Morgunblaðið, sem annar hver ís- lendingur les og trúir, tekur tölur úr frétt, slær þeim upp í forystu- grein og gerir að innleggi í um- ræðum um sparnað í opinberum rekstri án nokkurrar frekari at- hugunar á staðreyndum á bak við tölurnar. Slíku fylgir mikil ábyrgð. Reynsla okkar sem raunveru- lega höfum reynt að takast á við hagræðingu er að það er ekki nóg að búa til einfalda útreikninga. Það þarf að ná árangri. Þjónusta sú sem hinar nýju læknamiðstöðv- ar bjóða mun bæta þjónustu við sjúklinga, vonandi stytta biðlista, en því miður trúlega auka útgjöld ríkissjóðs. Reksturinn verður ekki betri og sparnaður ríkisins ekki meiri þótt dæminu sé hagrætt. Ef Morgunblaðið ætlar að bera saman árangur samkeppni og hin ýmsu rekstrarform er nauðsynlegt að blaðið afli sér gagna. Ánnað flokkast undir fjölmiðlun sem ég hélt að tíðkaðist í öðrum heims- hlutum. Ábyrgð þeirra sem kallast bákn er ávallt mikil. Næst þegar blaðið skrifar leiðara um hagræðingu og sparnað í heilbrigðisþjónustu vona ég að vinir mínir á Morgun- blaðinu noti ljós heilsuhagfræð- innar, en styðji sig ekki bara við staurinn. Reykjavík, 2. maí 1984. Davíð Á. Gunnarsson, forstjóri Ríkisspítala. Vetrarvertíðin: Fjórir bátar yfir 1.000 lestum FJÓKIR vertíðarbátar eru nú komnir með meira en 1.000 lestir á vertíðinni og að minnsta kosti tveir yfir 900 lestir samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Höfrungur III ÁR er efstur með 1.251 lest, en Vestmannaeyjabát- ar eru í næstu þremur sætunum. Auk Höfrungs III eru eftir- taldir bátar efstir samkvæmt upplýsingum Mbl: Suðurey VE 1.220, Valdimar Sveinsson VE 1.158, Þórunn Sveinsdóttir VE 1.028, Stafnes KE 920 og Búr- fell KE 910 lestir. Hefðbundin vertíðarlok eru um miðjan maí.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.