Morgunblaðið - 09.05.1984, Blaðsíða 12
60
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MAl 1984
Munchausenæyintýri
— eftir Þorvald
Búason
Rúmt ár er síðan undirritaður
sýndi nokkrum áhugamönnum
fyrstu drög að greinargerð, þar
sem reynt var að lýsa ferli fjár-
muna, sem lög og reglur gera ráð
fyrir að fari um hendur fram-
leiðsluráðs landbúnaðarins og
þeirra, sem reka vinnslustöðvar
sauðfjárafurða.
Um svipað leyti mun Hreiðar
Karlsson kaupfélagsstjóri á Húsa-
vík hafa fengið drögin í hendur. Á
síðastliðnu hausti óskaði hann eft-
ir að fá eintak af greinargerðinni í
endanlegri gerð, og fékk það.
Skömmu síðar birtist útdráttur úr
greinargerðinni í Morgunblaðinu.
Nú hálfu ári síðar greinir
Hreiðar Karlsson alþjóð frá því í
orðsendingu til ritstjórnar Morg-
unblaðsins, að tölurnar í greinar-
gerðinni séu margar, sláturhúsa-
dæmið flókið og ekki hlaupið að
því að afsanna hana í einu vet-
fangi. Enginn hefur rekið á eftir
honum, hann gat tekið sér allan
þann tíma, sem hann taldi sig
þurfa. Honum hefur ekki nægt
hálft ár svo ekki sé sagt heilt ár.
Líklega verða landsmenn að bíða
enn um hríð eftir afsönnuninni.
Annars virtist Hreiðar Karlsson
hafa mestan áhuga á því að rit-
stýra Morgunblaðinu og er það
óskylt mál.
Svo iangt er um liðið, síðan ies-
endum Morgunblaðsins gafst kost-
ur á að lesa umrædda greinargerð,
að hér þykir rétt að rifja upp
nokkur meginatriði.
Gjafir eru gefnar
Kjarna þess efnis, sem hér um
ræðir, er best lýst með lítilli
dæmisögu:
Hugsum okkur Ólaf nokkurn,
sem nýtur vildarkjara hjá ríki og
bönkum í 50% verðbólgu. Hann
fær eina milljón króna lánaðar
hjá banka í ársbyrjun á 29% vöxt-
um og kaupir þegar í stað íbúð
fyrir peningana. í árslok selur
hann íbúðina á eina og hálfa millj-
ón, greiðir bankanum 1.290 þús-
und og á þá eftir 210 þúsund. Þetta
voru dágóð viðskipti fyrir Ólaf.
Hann hóf árið með tvær hendur
tómar, fékk gott lán og á 210 þús-
und krónur í árslok.
Allur almenningur skilur þessa
dæmisögu svo, að verðbólga og
vaxtakjör hafi fært Ólafi að gjöf
210 þúsund krónur.
En Ólafur kann að barma sér og
telur 29% vexti örugustu okur-
vexti. Af alkunnu örlæti alþing-
ismanna á almannafé, þegar Ólaf-
ar eiga í hlut, hafa þeir ákveðið að
greiða Ólafi útlagðan vaxtakostn-
að úr ríkissjóði. Ölafur fær nú 290
þúsund greiddar beint úr vasa
skattgreiðenda.
Vinur okkar hefur 500 þúsund í
hreinan tekjuafgang í árslok.
Lesandinn er beðinn að veita því
athygli, að tvennt þurfti að koma
til; annars vegar vildarvaxtakjör,
sem færðu honum 210 þúsund og
hins vegar endurgreiðsla vaxta-
kostnaðar, sem færði honum 290
þúsund til viðbótar. Af þessu
tvennu er niðurgreiðslan á vaxta-
kostnaði þyngri á metunum.
Hvort tveggja eru gjafir gefnar af
rausn. Almenningur borgar.
Það er ótrúlegt en satt, að
vinnslustöðvar sauðfjárafurða
hafa búið við þau vildarkjör síð-
ustu fimm árin, sem hér var lýst í
dæmisögu. Ferill fjármuna er þó
miklu flóknari en í dæmisögunni.
Nauðsynlegt er að setja upp all-
margþætt líkan til að greina áhrif
verðbótgu og hlunninda á afkom-
una í sláturhúsadæminu.
í greinargerðinni, sem minnst
var á í upphafi þessarar greinar
og birtist að hluta í þremur tölu-
blöðum Morgunblaðsins i nóvem-
ber í haust, var einmitt slíku lík-
ani gerð skil.
í smiðju hjá
sérfræðingum
Forsendur fyrir útreikningum
og niðurstöðum í sláturhúsadæm-
inu eru fáar og lítt umdeilanlegar.
1) Gengið var út frá verðum og
sjóðagjöldum og reglum um
uppgjör þeirra, eins og þau
voru ákveðin af sexmanna-
nefnd og ríkisstjórn árið
1980—'81.
2) Reglur um vaxtakjör og upp-
gjör á haust-, afurða- og
rekstrarlánum voru hafðar í
huga.
3) Reglur um niðurgreiðslur og
svokallaðar niðurgreiðslur á
vaxta- og geymslukostnaði
voru virtar.
4) Aðferðum við uppgjör við
bændur var gefinn gaumur og
miðað við þá reglu, sem algeng-
ust virtist vera.
5) Tekið var mið af sölu dilkakjöts
eftir mánuðum og miðað við
meðaltal næstu þriggja ára á
undan, því ekki voru handbær-
ar upplýsingar um vinnsluárið
1980—'81. Sömuleiðis var tekið
tillit til þess greiðslufrests,
sem smásalar jafnan fá.
6) Slátur- og heildsölukostnaður
var áætlaður óháð ákvörðun
sexmannanefndar og ríkis-
stjórnar, en i samræmi við
reynslu í vel reknu sláturhúsi.
Geymslukostnaður var þar
innifalinn. Nam þá áætlunin
samtals 21,38 kr/kg eða um
72% af meðaltali ákvarðana
sexmannanefndar og ríkis-
stjórnarárið 1980—'81.
7) Litið var svo á, að vinnslustöð
gæti verðtryggt og ávaxtað
lausafé, sem hún hefði á hverj-
um tíma.
Forsendurnar, sem hér eru tald-
ar, voru margræddar við fjölda
manna, sem hver um sig verður að
teljast sérfræðingur á því sviði,
sem við hann var rætt.
Landskunnur landbúnaðarhag-
fræðingur, sem er öllum hnútum
þessarar atvinnugreinar kunnugri
en flestir aðrir, las handrit yfir og
gerði athugasemdir, sem allar
voru teknar til greina. Hann tjáði
sig þó ekki um 6. forsenduna.
Engar athugasemdir, sem máli
skipta, hafa verið gerðar við þess-
ar forsendur á opinberum vett-
vangi.
Helstu niöurstöður
Miðað við aðstæður eins og þær
voru á vinnsluárinu 1980—'81 og
miðað við framleiðslu og sölu á
10.000 tonnum af fyrsta flokki
dilkakjöts voru niðurstöður eftir-
farandi. Allar upphæðir eru á
verðlagi í apríl 1984 eins og reynd-
ar alls staðar í þessari grein, nema
annað sé tekið fram.
1) Kjör á haust-, afurða- og
rekstrarlánum hafa vegna
verðbólgu fært frá bönkum og
þá sparifjáreigendum til
vinnslustöðva um 64 milljóna
króna tekjur.
2) Niðurgreiðslur vaxta- og
geymslukostnaðar hafa skilað
vinnslustöðvum 187 milljónum
króna sem hreinum gjöfum.
Samanlagt hefur því verðbólga,
vaxtakjör og ofrausn alþing-
ismanna fært vinnslustöðvum
á silfurfati 251 milljón vinnslu-
árið 1980—'81.
3) Bændur hafa borið minna úr
býtum en til var ætlast, ef allar
vinnslustöðvar hafa gert upp
við þá með þeim hætti, sem al-
gengastur virðist vera. Skaði
þeirra hefur numið u.þ.b. 7
milljónum króna.
4) Greiðslufrestur sá, sem
vinnslustöðvar oftast veita
smásölum, dreifing sölu á mán-
uði ársins, sú staðreynd, að
verð kjöts er verðbætt einungis
á þriggja mánaða fresti, svo og
sú regla, að niðurgreiðslur eru
greiddar mánuði eftir á, hafa
Þorvaldur Búason
„Kerfið, sem íslend-
ingar búa við, hvað
varðar vinnslu landbún-
aðarafurða, er sannkall-
að Miinchhausenæfin-
týri. Eins og greifinn
dró sjálfan sig og mer-
ina upp úr keldunni á
eigin hári geta vinnslu-
stöðvar „halað upp“ af-
komu sína með því að
framvísa nógu háum
eigin reikningum.
Aðeins einn þáttur
vinnslunnar stenst sam-
anburð við erlenda
reynslu. Duglegt fólk,
sem fer hamförum í
sláturtíðinni á haustin,
skilar afköstum, sem
eru sambærileg við það,
sem gerist best erlend-
is, en fær lægra kaup
eins og flestir á þessu
landi. Það breytir kind
á fæti í matvöru í frysti.
Sú vinna telst minna en
einn þriðji af „löggilt-
um“ kostnaði. Síðan
hefst æfintýrið. Allt
annað er óheyrilega
dýrt.“
rýrt tekjur vinnslustöðva um
nær 108 milljónir króna.
5) Sexmannanefnd og ríkisstjórn
hafa ákveðið slátur- og heild-
sölukostnað verulega hærri en
vel rekið sláturhús notaði í
kostnað á sama tíma, jafnvel
þótt geymslukostnaður þess
fyrirtækis væri þar meðtalinn.
Sá munur hefur einn út af fyrir
sig getað þýtt um 102 milljóna
króna tekjuauka.
6) í vel rekinni vinnslustöð hefur
orðið, miðað við allar reglur og
venjur, mjög rúm lausafjár-
staða. Fyrir allar vinnslustöðv-
ar landsins gæti það svarað til
um 970 milljór.a króna að jafn-
aði allt árið. f góðum fyrirtækj-
um hefur ávöxtun slíkra fjár-
muna getað gefið hagnað upp á
nær 119 milljónir króna.
Hér hafa allar helstu niðurstöð-
ur verið tíundaðar, vegna þess, að
þær dreifðust á þrjú tölublöð
Morgunblaðsins og nauðsynlegt er
vegna þeirra umræðna, sem nú
fara fram, að færa þær til verð-
lags líöandi stundar.
Sláturhúsafurstar
og bændur
Jón H. Bergs forstjóri Sláturfé-
lags Suðurlands ritaði langa grein
í Morgunblaðinu án þess að benda
á eitt einasta dæmi um ranga for-
sendu, þótt heiti greinar hans boð-
aði slíkar athugasemdir.
Grein hans var samansafn af
rangfærslum. Hann sagði t.d. að
undirrituðum hefði láðst að geta
þess, að verð til bænda væri leið-
rétt á þriggja mánaða fresti, en
ekki slátur- og heildsölukostnað-
ur. í töflu III í greinargerðinni,
sem hann þóttist vera að gagn-
rýna, er tilgreindur slátur- og
heildsölukostnaður á föstu verð-
lagi (september 1980) í þeim fjór-
um verðákvörðunum, sem skiptu
máli fyrir athugun vinnsluársins
1980—'81, og er deginum ljósara,
að hann fer lækkandi: — 651, 651,
590, 541 kr/kg. Einnig er bent á
þessa staðreynd í samfelldum
texta. Annað var eftir því í grein-
inni. Þetta dæmi verður hér látið
nægja um augljósar rangfærslur
Jóns H. Bergs.
Jón H. Bergs lætur hins vegar
undir höfuð leggjast, að gera grein
fyrir því, að það skiptir ekki síður
máli fyrir bændur hvenær er gert
upp við þá og hvernig, heldur en
að fá leiðréttingu á grundvallar-
verði. Útreikningar sýna, að í
langflestum tilvikum bera bændur
skarðan hlut frá borði í viðskipt-
um við vinnslustöðvar vegna
dráttar á uppgjöri, og vegna þess
að of lágir vextir hafa verið reikn-
aðir af inneign þeirra.
Grein Jóns H. Bergs hefur verið
svarað í öllum meginatriðum. Rétt
er samt að nota þetta tækifæri til
að benda á eitt atriði, sem látið
var liggja á milli hluta þá.
í ferðasögu frá Nýja Sjálandi,
sem birtist í Árbók landbúnaðar-
ins 1980, kemur fram, að sláturhús
þar syðra fá 26% tekna af sölu
innmatar. f grein sinni segir Jón
H. Bergs það myndi lækka slát-
urkostnað á íslandi um 20%, ef
vinnslustöðvar fengju innmatinn
upp í sláturkostnað (og þyrftu þá
ekki að standa bændum skil á
verði fyrir hann).
Hvern er Jón H. Bergs að reyna
að blekkja? Heldur hann að bænd-
ur séu einhverjir Bakkabræður?
Þetta myndi að sjálfsögöu ekki
lækka neinn kostnað, en það flytti
tekjur frá bændum yfir á vinnslu-
stöðvar að öðru óbreyttu. Innmatur-
inn er afuró rétt eins og kjötið.
Hann hefði alveg eins getað sagt, að
sláturkostnaöurinn yrði lægri, ef
sláturhúsið fengi annað lærið af
hverjum dilk, eða hreint ekki neinn,
ef það fengi læri og bóg.
Þessi kafli úr grein Jóns H.
Bergs er rifjaður hér upp til að
benda á, að vinnslustöðvaforstjór-
um er ekkert tamt að líta til hags-
muna bænda.
Ólafur Sverrisson forstjóri
Kaupfélags Borgfirðinga ritaði
grein í Morgunblaðið í fyrri viku,
þar sem hann fer lofsamlegum
orðum um grein Jóns H. Bergs.
Varla hefur hann haft í huga
rangfærslur kollega síns, sem búið
var að hrekja, en hann hefu. vafa-
lítið rennt hýru auga til innmatar-
ins (eða lærisins).
„Með milljarð
í forgjör4
Niðurstöður greinargerðarinnar
má að sjálfsögðu bera saman við
reikninga ríkisins og Seðlabanka
Islands. Þannig mætti prófa,
hversu ábyggilegar þær eru.
Svokallaðar niðurgreiðslur
vaxta- og geymslukostnaðar námu
samkvæmt ríkisbókhaldi fyrir
vinnsluárið 1980—'81 (nóv.—okt).
u.þ.b. 260 milljónum króna. Þegar
haft er í huga, að 10.000 tonn af
fyrsta flokki dilkakjöts eru um
75% af heildarverðmæti kjöts ar
sauðfé haustið 1980, verður upp-
hæðin 195 milljónir sem bera á
saman við 187 milljónir, sem fyrr
getur. Samræmið er ágætt. Veru-
leikinn var ekki nákvæmlega eins
og lýst var í greinargerðinni, en
einungis ber lítið á milli.
Athugun á reikningum Seðla-
banka fslands yfir endurkeypt lán
til landbúnaðar fyrir árið 1981
bendir til þess, að 96 milljónum
minna hafi verið greitt til baka
ásamt vöxtum en lánað var út,
þegar reiknað er með föstu verð-
lagi (apríl 1984). Hlutur sauðfjár-
búskapar í þessu samhengi er um
80%, nemur því um 78 milljónum.
Einnig hér er samræmi ágætt,
75% af þessari upphæð eru 58
milljónir, sem bera á saman við 64
milljónir, sem fyrr getur. Ólafur
Sverrisson hefur engin rök fram
að færa en talar um skáldaðar töl-
ur í greinargerð undirritaðs. Þessi
samanburður staðfestir þó niður-
stöður greinargerðarinnar fremur
en hitt.
Gísli Blöndal bendir á það í
greininni „Með milljarð í forgjöf",
sem birtist í Morgunblaðinu fyrir
skömmu, að vinnslustöðvar hafi
fengið einn milljarð króna að gjöf
á undanförnum fjórum árum í
svokölluðum niðurgreiðslum
vaxtakostnaðar. Tölur frá
ríkisbókhaldi sýna, að hér er sam-
tals um einn og einn fjórða millj-
arð króna að ræða. Sé hlutur
„áætlaðs" geymslukostnaðar dreg-
inn frá, sem engin ástæða er þó til,
svo sem fyrr hefur verið frá skýrt,
lætur nærri að niðurstaðan sé
einn milljarður. Gísli Blöndal hef-
ur viljað hafa vaðið fyrir neðan
sig og nefna ekki of háa upphæð.
Hann hefur því lög að mæla.
Einnig hefði mátt áætla þessa
upphæð út frá niðurstöðum grein-
argerðarinnar, sem hér er á
dagskrá. Sá sem það vill gera
verður að margfalda 187 milljónir
með fjórum og deila með 0,75. Út-
koman er sem næst einn milljarð-
ur. Sú niðurstaða er þó of lág
(munar u.þ.b. fjórðung milljarð-
ar), vegna þess að vinnsluárið
1980—'81 er ekkert dæmigert
meðaltalsár fyrir tímabilið í heild.
Reyndar myndaðist ólafur
Sverrisson við að gera slíka út-
reikninga, en hann tók óskylda
upphæð, þ.e. hagnað vinnslustöðva
af verðbólgu og vaxtakjörum í
viðskiptum við bændur, banka og
sjóði, ekki þá tölu, sem lýsir niður-
greiðslu vaxta- og geymslukostn-
aðar. Útkoma hans er því tómt
rugl og athugasemdir hans um
reiknilist Gísla Blöndal út í hött.
Ólafur Sverrisson skuldar Gísla
Blöndal og Hagkaup afsökunar-
beiðni á flumri sínu.
Neikvæðir skattar
SÍS og kaupfélaga
En hvernig gat Ólafi Sverris-
syni sést yfir þá staðreynd, að það
voru endurgreiðslur vaxtakostn-
aðar, sem voru í brennidepli. Varla
hefur Kaupfélag Borgfiróinga fengið
minna en 25 milljónir gefins í þess-
um endurgreiðslum á sl. ári, og mun-
ar margan um minna.
Hann á auk þess sæti í aðal-
stjórn Sambands íslenzkra sam-
vinnufélaga. Sláturhúsakeðja SÍS
og kaupfélaganna fékk í endur-
greiðslum vaxtakostnaðar að gjöf
hvorki meira né minna en um 230
milljónir króna árið 1982, en það er
hærri upphæð cn SÍS og kaupfélögin
greiddu samanlagt í opinber gjöld af
rekstri og í skatta það árið. Jafnvel
Grettir laut að litlu. Getur verið
að aðalstjórn SfS líti aldrei á eða
fjalli aldrei á fundum sínum um
tekjuliði, sem nema slíkum upp-
hæðum og eru þó hrein búbót fyrir
auðhringinn.
Þá var gjöfin, sem Sláturfélag
Suðurlands þáði í endurgreiddum
vaxtakostnaði í fyrra, engir smáaur-
ar heldur 50 milíjónir króna. (Eins
og alls staðar í þessari grein hafa
upphæðir verið umreiknaðar á
verðlag í apríi 1984.)
Heildarframlög úr ríkissjóði til
endurgreiðslu á vaxta- og
geymslukostnaði námu 310 millj-
ónum 1982 og 330 milljónum 1983.
Það skal engan undra, þótt
Ólafur Sverrisson og Jón H. Bergs
fallist í faðma. Oft hafa menn
snúið bökum saman til að verja
minni feng.
Þar sem þegnar gjafir nema
hærri upphæðum en greidd opin-
ber gjöld af rekstri og skattar fá