Morgunblaðið - 09.05.1984, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 9. MAÍ 1984
63
Er hornsteinn lýð-
ræðisins að bresta?
I
— eftir Ólaf
Þorsteinsson
Inngangur
Undirritaður skrifaði grein í
þetta blað 1. desember á síðasta
ári, þar sem hann velti þeirri
spurningu fyrir sér, hvort lögregl-
an í Reykjavík hefði verið í víga-
hug, þegar hún á haustdögum mis-
þyrmdi fólskulega ungum manni
hér í bænum, í kjölfar ólögmætrar
handtöku. Fram hafði komið, að
yfirmenn lögreglunnar töldu, að
handtakan hefði verið með öllu
tilefnislaus.
Það er hverjum manni ljóst við
hvaða mál er hér átt. Fyrirfram
mátti líta svo á, að hér væri um
mjög léttvægt og ómerkilegt ein-
stakt tilvik að ræða, sem leysa
mætti með einfaldri sáttagerð.
Lögreglan í Reyjavík hefði ein-
faldlega beðist afsökunar og
harmað mistök sín.
Viðbrögð almennings við þess-
um atburði voru með ólíkindum og
hreint ótrúleg. Þau birtust einkum
í mynd hryggðar og reiði og venju-
lega var hnykkt á með því að segja
frá sambærilegri reynslu af sama
toga. Sum viðbrögð voru þó með
þeim hætti, að hægt hefði verið að
ímynda sér Líbýu á áttunda ára-
tugnum en ekki ísland á þeim ní-
unda. Til dæmis var látið að því
liggja, að svona skrif væru óþörf
og undirritaður varaður við skrif-
um af þessum toga. f fyrstu fannst
mér þetta ágæt tilbreyting í
skammdeginu og hafði lúmskt
gaman af, en ekki leið á löngu,
áður en sá grunur minn snerist í
fullvissu þess, að hér er ekki allt
raeð felldu.
í niðurlagi 1. des.-greinarinnar
var þeirrar spurningar spurt, og
það skal játað í hálfgerðum hálf-
kæringi, hvort runnir væru upp
tímar hér í Reykjavík, þar sem
slíkir atburðir væru að verða dag-
legt brauð. Þessarar spurningar
spurðu fleiri í einhverjum mestu
skrifum og umræðum um stöðu
lögreglunnar í Reykjavík frá
stríðslokum, sem öllum eru kunn-
ar.
Framvinda málsins og
lyktir fyrir héraösdómi
Dómskerfið í þessu landi hefur
á sér orð fyrir allt annað en hrað-
virkni. Þetta mál allt fékk óvenju
hraða meðferð gegnum „dóms-
kerfið".
Nú fyrir skemmstu féll dómur í
héraðsdómi, þar sem lögreglu-
sveitin var auðvitað með öllu
sýknuð og í dómsorði sagt, að ungi
maðurinn hefði að líkindum veitt
sér áverkana sjálfur, handjárnað-
ur og liggjandi á grúfu á gólfi
lögreglubíls, sem flutti hann til
lögreglustöðvar.
Marklaus niðurstaöa
Það, sem kom mönnum kannski
mest á óvart í allri þessari um-
ræðu, var af hversu miklu öryggi
forsvarsmenn lögreglunnar vörðu
gerðir sinna manna. Ekki fór
heldur hjá því, að menn yrðu hissa
á súmum þeim atriðum, sem notuð
voru sveitinni til varnar, svo sem
að árás ónafngreinds misynd-
ismanns á Arnþrúði Karlsdóttur,
fyrrverandi lögregluþjón, rétt-
lætti að nokkru leyti misþyrm-
ingar á Skafta Jónssyni, blaða-
manni. Þetta atriði ásamt fleirum
álíka fáránlegum, sem ekki verða
rakin hér, sýnir svo ekki verður
um villst, að í rauninni skipti engu
máli fyrir lögregluna, hvað notað
var til að verja gerðir sveitarinn-
ar. Sjóaðir yfirmenn lögreglunnar
vissu sem var, að hún yrði sýknuð
allt frá fyrsta degi.
Staða lögreglunnar í landinu er
mjög sterk, þar sem hún er hluti
af því valdi, sem lýðræðislega
kjörnir fulltrúar fólksins styðjast
við. f þeirra augum, því miður
flestra vil ég segja, er þetta full-
komið smámál. Á þetta er sussað
og hugsað sem svo: Þetta gleymist
á tveimur árum eða svo.
Ólafur Þorsteinsson
Fólki til upplýsingar skal þess
getið, að þó um opinbert mál sé að
ræða þ.e. ákæruvaldið á hendur í
þessu tilviki lögreglusveitinni, þá
gætir það ekki einasta hagsmuna
þess, sem ákærir heldur og ekki
síður þess eða þeirra, sem eru
kærðir. Þessi háttur er góður og
gildur í öllum öðrum málum en
þeim, þar sem lögreglan sjálf situr
öðrum megin við borðið. Ég er
ekki með þessu að segja, að sveitin
eigi að vera eitthvað öðruvísi sett,
þó hún fyrir tilviljun gegni þessu
starfi og sé viðriðin mál af þessum
toga. Þetta rýrir aðeins af augljós-
um ástæðum tiltrú fólks á réttar-
farið í landinu, þegar svona er
staðið að málum. Þá er og að geta
þess, að málflutningur fyrir hér-
aðsdómi í þessu tiltekna máli var
allur munnlegur og því ekki hægt
að fá afrit af ræðum sækjanda og
verjanda málsins til yfirlestrar.
Þegar þetta mál allt er skoðað,
blasir sú staðreynd við, að hér er á
ferðinni augljóst „gat“ í réttarfari
landsins og ekki síst í því réttarör-
yggi, sem hér á að ríkja og á sam-
kvæmt stjórnarskrá að vera
hornsteinn lýðræðis í landinu.
Niðurlag
Það er ljóst, að „Skaftamálið" er
mál okkar allra. Ekki dugar að
sitja hjá með hendur í skauti.
Þetta er prófmál, sem veldur því,
að búast má við málum sem þess-
um á komandi misserum.
Nú stendur fyrir dyrum skipu-
lagsbreyting á eigna- og málflutn-
ingsdeild fjármálaráðuneytis^
þannig' að ríkislögmaður, en það er
nýyrði í stjórnarráðinu, annast
opinberan málarekstur ráðuneyt-
isins.
Ég vil gera það að tillögu minni,
að í skipunarbréf væntanlegs
rikislögmanns yerði bætt ákvæði
þess efnis, að hann skipi í sam-
vinnu við dóms- og kirkjumála-
ráðuneyti tímabundinn setudóm í
sambærilegum málum og hér hef-
ur verið gert að umtalsefni. í
þennan setudóm verði skipaðir
vandaðir ábyrgir lögmenn.
Undirritaður er þeirrar skoðun-
ar, að með þessum hætti verði
hægt að stoppa í augljóst „réttar-
farsgat", sem hér viðgengst að
þessu leyti.
Er hornsteinn lýðræðisins að
bresta er spurt hér í upphafi.
Hann er brostinn, ef ckkert er að
gert, og við stöndum frammi fyrir
Líbýu-stílnum í stjórnarfari, áður
en langt um líður.
Ólafur borsteinsson er vidskipta-
frædingur í Reykjavík.
Hún sagði: „Mikið óskaplega
geta mennirnir farið vel með það,
ef einhver glóra leynist í þeim.
Maður kemur hvergi auga á
hana.“
iríi. Svo kom löng þula um allar
refsingarnar, sem hótað var. Þá
var maður nýbúinn að hlusta á
harmagrát yfir hinu stóra fjár-
lagagati.
En þetta er bara byrjunin á því
að stjórna náttúruöflunum með
penna.
Það á að endurskoða kvótann í
haust, en það vill svo til, að vertíð-
in er núna og fram á vorið og kem-
ur ekki aftur fyrr en eftir ár. Gæti
þá sú staða komið, að þingmenn
yrðu að girða sig í brók og róa
sjálfir næstu vertíð.
Ég vil endilegs vekja fólk til
umhugsunar um, að þó útgerð-
— eftir Elísabetu
Gunnlaugsdóttur
Hvaða stefnu eru stjórnvöld að
taka í fiskveiðimálum? Aldagaml-
ar venjur, sem þróast hafa með
þjóðinni, eiga allt í einu engan rétt
á sér. Útgerðarmenn eru rétt-
dræpir hvar og hvenær, sem til
þeirra næst.
Margir undrast hvað umræðan
hefur verið lítil um jafnviðamikið
mál. Viðbrögð flestra, sem fá sinn
dauðadóm, er að þá setur hljóða
um stund, ef orsökin væri af óvið-
ráðanlegum ástæðum. En þegar
vandinn er heimatilbúinn, fiskur
um allan sjó, þá má ekki veiða, ef
ske kynni að þorskurinn væri nú
bara í kurteisisheimsókn.
Þá er til lítils að eiga stóra land-
helgi.
Má furðulegt heita, hvað spá-
menn, sem enginn spádómur hefur
ræst hjá, hefur heltekið hug sjáv-
arútvegsráðherra og því miður
miklu fleiri, rétt eins og um frels-
un sé að ræða.
Okkur er sagt, að við búum við
lýðræði. Finnst mér gæta mikils
ábyrgðarleysis hjá þingmönnum,
að færa sjávarútvegsráðherra ein-
ræðisvald á silfurfati og láta hann
leika einleik í vitleysunni, en
koma svo eins og hvítþvegnir engl-
ar þegar allt er farið fjandans til.
Hræddust er ég við sjálfs-
ánægju ráðherrans, að taka við
slíku valdi og setja sig í dómara-
sæti, hvort þessi eða hinn verður
gjaldþrota. Banna mönnum að
vinna með lagaboði og koma á
kvótakerfi, sem er svo snilldarlega
úr garði gert, að það má einu gilda
hvernig farið er að, menn eru allt-
af brotlegir.
Að byggja svona mikilvægt mál
á ósönnuðum fullyrðingum fiski-
fræðinga, en leyfa sér að hlusta
ekkert á útskýringar líffræðinga,
hvað þá sjómenn. Ég trúi því ekki
á sjómenn að þeir láti troða sig
niður í svaðið án þess að spyrna
hressilega við fótum. Þið hljótið
einhverntímann að hafa séð það
svartara en þessa valdasjúku
nefnd.
Með tilliti til að ráðherrann er
fiskifræðingafrelsaður og telur
þorskinn hafa meiri rétt tii lífsins
en ykkur, ættuð þið að reyna að fá
fulltrúa, sem hefur hagsmuni ykk-
ar með í dæminu.
Svo er atriði, sem fólki kemur
spánskt fyrir sjónir. Þegar frétta-
menn fara á stúfana að ræða
kvótamálin eru í flestum tilfellum
drifnir upp menn, sem voru á sjó
fyrir 30—50 árum, löngu komnir á
ellilaun og hafa engra hagsmuna
að gæta. Og þá er það hann Krist-
ján Ragnarsson. Ég hélt, að hann
væri í forsvari fyrir útgerðar-
menn. En hann er liklega hættur.
Því besta ráð hans útgerðar-
mönnum til handa er að fara á
hausinn, það þurfi bara að útskýra
það nokkrum sinnum, hvar á
hausnum sé best að lenda. Ja, ef
þeir skilja það, er þeim borgið.
En við viljum kvóta. Kvóta á
ráðherrann. Prufa í eitt ár að
svelta hann, endurskoða þá hvort
hann verður hress til að takast á
við árin, sem á eftir koma. Það
sama hlýtur að gilda um útgerð-
armenn, þeir njóta seint seinni ár-
anna. Svo eru það markaðsmálin.
Þegar aflinn dregst saman um
helming koma aðrar þjóðir sínum
fiski á framfæri. Hvar stöndum
við þá, ef markaðsdyrnar lokast á
okkur meðan við leyfum Halldóri
að leika sér?
Halldór vill og Halldór langar.
Halldór verður að fá að prufa
kvóta og stofna lífsafkomu fjölda
fólks og heilla byggðarlaga í
stórkostlega hættu.
Hörmulegustu tíðindi, sem ég
hef lengi heyrt, voru þegar glumdi
í útvarpinu, að stöðva ætti vertíð-
arbátana á miðri vertíð í mokfisk-
Hópurinn gengur „fylktu“ liði eftir Skagahrautinni.
Morjfunbladid/Arnór.
Garðbúar í gönguferð
(iarði. 6. maí.
í DAG gekkst Foreldra- og kennara-
félag Gerðaskóla fyrir skemmtiferð.
Ferðin hófst með því að komið var
saman hjá skólanum og gengið
fylktu liði út á Skaga.
Þegar þangað var komið var
farið í ýmsa leiki, boðhlaup,
hlaupið í skarið, bimm bamm,
bimm bamm og ýmsa þekkta sam-
kvæmisleiki. Þatkom góður gestur
í heimsókn með harmónikku og
var sungið og dansað.
Þetta er önnur ferðin sem For-
eldrafélagið gengst fyrir, en í
fyrra var farið inn að Gufuskál-
um. Veður var sæmilegt en þátt-
taka í minna lagi. Arnór.
armenn og sjómenn standi í eld-
línunni, kemur þetta fljótlega
niður á öllum.
Að lokum vil ég segja frá um-
mælum orðvarar kennslukonu
þegar kvótakerfið bar á góma.
Elísabet Gunnlaugsdóttir er hús-
móóir á ísafirði.
ititit
Erindi Elísabetar Gunnlaugs-
dóttur var samið fyrir sjávarút-
vegsþátt útvarpsins. Útvarpsráð
bannaði birtingu að sögn Elísa-
betar og óskaði hún þá eftir því
við Morgunblaðið að erindið yrði
birt, þar sem hún telur að um-
ræða um kvótakerfið og uppbygg-
ingu þess hafi verið óeðlilega höll
undir sjónarmið fiskifræðinga, en
afkoma þeirra sem byggja á sjáv-
arútvegi hafi ekki fengið að koma
fram. Hún sagði að hvatinn að er-
indinu hafi orðið til á fundi nokk-
urra kvenna á ísafirði í vetur og
höfðu þær á orði að stofna með sér
Lóuvinafélag og beita aðferðum
íslenskra fiskifræðina. Fóru þær
út í vetrarnóttina og leituðu lóa.
Fundu enga og ályktuðu þá að
lóustofninn væri útdauður.
— Úlfar.
fiskveiðimálum?
Hvert steftiir í