Morgunblaðið - 09.05.1984, Page 17
64
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 1984
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 1984
65
Texti HG
Myndir Friðþjófur
Rækjutrollið gert klárt.
Af mýmörgum leiðum
er kvótinn verstur
— hann er eins og að fá tilkynningu um gjaldþrot í póstin-
um, segir Gylfi Gunnarsson, skipstjóri á Þorleifi EA 88
Kvótinn rothögg
á atvinnulífið
— segir Bjarni Magnússon, hreppstjóri
„ÞORSKKVÓTINN líkist mest lax-
veiðileyfum. Manni virðist engin al-
vara í þessu enda skiptir sportveiði-
mcnnina litlu sem engu hvort þeir fá
eitthvað eða ekki. Fyrir Grímseyinga
er þetta hins vegar alvörumál. Hefði
vertíðin gengið eins vel og í upphafi
hefði kvótinn okkar löngu verið bú-
inn, en nú endist hann kannski út
fjórða mánuð ársins," sagði Bjarni
Magnússon, hreppstjóri í Grímsey, er
hann var inntur eftir atvinnuhorfum í
Grímsey.
„Fyrir utan sjómennskuna bygg-
ist vinna í landi nær eingöngu upp
á fiskinum. Það eru um 20 manns,
sem hafa vinnu af fiskinum og nú
er fyrirsjáanlegt að sú vinna
dregst saman niður í nánast ekk-
ert. Sumarvinna fyrir skólafólk
verður varla nokkur gagnstætt því,
sem verið hefur. Það er því óhætt
að segja að kvótinn sé rothögg á
atvinnulíf Grímseyinga.
Áður fyrr gátum við valið á milli
fugls og fisks, þegar flekaveiðin
var leyfð. Nú er búið að taka hana
af okkur líka, en hún var veruleg
búbót. Flekaveiðin var stunduð hér
með mikilli yfirlegu og þess gætt
að vitja flekanna með stuttu milli-
bili og færi svo að þá ræki upp í
fjöru var sigið niður að þeim til að
ná fuglinum svo hann kveldist ekki
um of. Þessi veiði var hins vegar
bönnuð vegna þess, að aðrir aðilar,
sem ekki voru jafn háðir henni,
vitjuðu flekanna of sjaldan.
Þrátt fyrir þessa erfiðu stöðu
finnst mér fráleitt að reyna að
knýja fram meiri kvóta nema til
verulega aukinnar fiskgengdar
komi. Eg er fremur bjartsýnn á að
svo verði vegna hlýnandi sjávar.
Þá er aö byrja á kræsingunum úr
Sjallanum.
Guðjón Pálsson, píanóleikari, og
frændurnir Gylfi Gunnarsson, skip-
stjóri, og Jóhann Már Jóhannsson,
söngvari. Þeir Jóhann Már og Guójón
skemmtu árshátíðargestum með spili
og söng.
Gylfi rekur ásamt Garðari
ólasyni fyrirtækið Sigurbjörn hf.,
sem gerir út Þorleif og rekur eigin
fiskverkun. Sagði hann, að nánast
engin vinna væri framundan hjá
fiskverkuninni fyrr en á næsta
ári, en eitthvað fengist af trillum
í sumar. Tvö ár væru síðan fisk-
verkun þeirra hefði hafizt og væri
allt verkað í skreið og salt. Frá
upphafi hefðu þeir aðeins fengið
borgað fyrir 50 pakka af hertum
hausum en hins vegar hefði geng-
ið mjög vel með saltfiskinn, hann
færi nánast jafnóðum og hann
væri tilbúinn.
Þá gat Gylfi þess, að hafnleysið
væri eyjarskeggjum verulegt
vandamál. Það væri argasta klám
að kalla aðstöðuna höfn enda færi
að jafnaði ein trilla á ári upp í
fjöru. I slæmu brimi gengi svo-
leiðis yfir höfnina, að ómögulegt
væri að komast að bátunum á leg-
unni og þá væri bara að bíða og
vona að vel færi, annars að hirða
brakið úr fjörunni. Aðstaðan væri
yfirvöldum skömm með tilliti til
öryggismála sjómanna á þessum
slóðum. Skipin gætu ekki leitað
vars í eynni og yrðu því að berjast
til lands ef því væri að skipta. Á
fundi með þingmönnum á Akur-
eyri fyrir tveimur árum hefði því
verið lofað að höfnin í Grímsey
yrði forgangsverkefni í hafnar-
málum. I fyrra hefði framlag ver-
ið gott og vel unnið, en í ár væri
framlagið svo smánarlegt, að það
næði ekki ráðherraafslætti af litl-
um Blazer. Mannlíf í eynni væri
gott, þó margt mætti betur fara.
Hins vegar byggðist framtíðin á
hafnaraðstöðunni og henni yrði
að kippa í lag.
„Nefskeriu, álka
og langvía
„ÞAÐ er óhemjumikið af fugli hér
við eyna nú og langt síðan hann hef-
ur verið svona vel feitur. Sjórinn er
hlýrri nú en hann hefur verið og því
meiri áta, en í fyrra var fuglinn bæði
grindhoraður og oft á tíðum blaut-
ur,“ sagði Valdemar Traustason er
við hittum hann á bryggjunni.
Valdemar var að koma af skytt-
eríi með 24 fugla en tveimur dög-
um áður hafði hann náð 50 stykkj-
um. Hann var að þessu sinni með
álku, langvíu og stuttnefju, eða
nefskera eins og hann sagði
stuttnefjuna kallaða fyrir vestan.
Hvað varðaði kvótann sagði
Bjarni Magnússon,
hreppstjóri.
Undanfarin tvö ár hefur enginn
gróður verið í sjávarsýnum, sem
tekin hafa verið hér vegna kuldans,
en horfur eru nú á að það lagist.
Við erum að hugsa um framtíðina,
en í nánustu framtíð okkar Gríms-
eyinga, það er í sumar, skiptir
mestu máli, að trillurnar fái að
fiska ótakmarkað til haustsins og
gæftir og afli verði góður. Það er
eini ljósi punkturinn," sagði Bjarni
Magnússon.
Rúmur helmingur
íbúa á árshátíð
„AF mýmörgum leiðum við stjórnun
fiskveiða hefur sú versta verið valin,
það er kvótinn. Þcssir fjórir dekk-
bátar, sem gerðir eru út héðan, hafa
haldið uppi vinnu 9 mánuði á ári, en
nú er því lokið á fjórða mánuði.
Þorleifur fer á rækju og landar í
Siglufirði, hinum verður lagt til ára-
móta um miðjan mánuðinn og trill-
legt af mönnum, sem ynnu að
stjórnun fiskveiða og hefðu verið
á sjó, að vera að tala um að rækta
upp fiskistofna við landið með
friðunum og fleiru. Það væri ein-
faldlega náttúran, sem öllu réði í
þessu máli.
Það væru allir þessir fræðingar
okkar, sem væru að ríða þjóðfé-
Gylfi Gunnarsson, skipstjóri á Þorleifi.
urnar 7 hefja ekki veiðar fyrr en um
miðjan júní. Að fá tilkynninguna um
kvótann var hreinlega eins og að fá
um það tilkynningu í pósti að maður
væri gjaldþrota, því ekkert annað
bíður þeirra, sem nú þurfa að ganga
í land vegna vanhugsaðra ákvarð-
ana,“ sagði Gylfi Gunnarsson, skip-
stjóri á Þorleifi EA 88.
Gylfi sagði ennfremur, að það
væri fáránlegt að byggja veiðar á
áliti fiskifræðinga. Þeir væru að
skrölta á einu skipi umhverfis
landið á ári og allt væri síðan
byggt á því, sem þeir fyndu i þess-
ari einu ferð. Þá væri það fárán-
Höfnin í baksýn.
laginu til helvítis. Sem dæmi um
kvótaskiptinguna mætti nefna, að
á Þorleif hefðu þeir fengið rúm-
lega 200 tonn, þar af 177 af þorski,
12 af ufsa og hálft af grálúðu. Á
síðustu vertíð hefði aflinn verið
um 350 tonn, en nú væru þeir að
hætta með 220 tonn alls. Þá
mætti nefna það, að á einn bátinn
hefði komið 6 tonn af krafa, en á
þeim bát hefði karfa aldrei verið
landað. Þetta væri því orðið þann-
ig, að undantekning væri ef menn
fengjust á bátana, slík væri af-
koman og svo héldi fólk að menn
yrðu ríkir á sjómennskunni.
úti á höfninni.
Valdemar að sér litist vel á að
hann yrði ekki aukinn, þó það yrði
erfitt fyrir ýmis pláss eins og
Grímsey. Hins vegar fyndist sér
rangt, að trillukvótinn yrði jafn
um allt land.
Hann sagðist hafa flutt út í eyju
1966 og hefði þá ekki fengið lán
hjá Húsnæðisstofnun. Hún hefði
talið framtíð eyjarinnar of óvissa
og því neitað um lán. 1974 hefði
síðan komið byggingaskipulag
fyrir eyjuna og hefði þá loks feng-
izt lán til húsbygginga. 20 ár
hefðu þá verið frá því að síðast
hefði verið byggt íhúðarhús í
eynni, en síðan hefðu húsin
hreinlega þotið upp.
„ÞAÐ hefur verið fastur liður í starf-
semi Kiwanisklúbbsins að halda hér
veglega hátíð þegar líður að vori.
Kvenfélagið hefur séð um þorrablótið
og við um þetta. Á þessar hátíðir höf-
um við fengið hljómsveitir úr landi og
landsþekkta skemmtikrafta eins þá
Jóhann Má og Guðjón núna, en einn-
ig hafa Ómar Ragnarsson og Kristján
Jóhannsson skemmt hér,“ sagði Þor-
lákur Sigurðsson, forseti Kiwanis-
klúbbsins í Grimsey.
Þorlákur sagði ennfremur, að
þetta væri fjárhagslega erfitt
vegna þess hve takmarkaður hópur
stæði að þessu. Mönnum fyndist
hins vegar rétt að leggja talsvert í
þessa skemmtun, hún væri öllum
opin og væri nær hver einasti full-
orðinn eyjarskeggi staddur á
henni. Alls væri gestir nú 69, en
þetta væri sjötta árið í röð, sem
árshátíð klúbbsins væri haldin.
Þetta væru stærstu böllin á ár-
inu, en auk þess væri stundum
diskótek um helgar, félagsvist ogl
bingó. Skemmtanalíf gæti þó varla
talizt blómlegt og hamlaði það því
helzt, að enginn hljóðfæraleikari
væri í eynni. Mikil þörf væri á slík-
um manni enda væri það svo að
hann þyrfti að fá úr landi þegar
messað væri. Mannlíf væri hins
vegar gott og góður félagsandi
enda byggðist svona afskekkt og
lítið byggðarlag upp á samheldni
og öllum þætti sjálfsagt að aðstoða
hver annan.
Komið í land á skektunni, trillan liggur
Valdemar Traustason hefur snarað
fuglakippunni á öxlina og ætlar að
fara að búa sig undir árshátíð.
Gunnar Halldór sveiflar þeim fyrsta upp á bryggjuna.
Öryggið fyrir öllu, björgunarbeltin eru líka nauðsyn við bryggjuveiðarnar.
Það var líf og fjör á dansgólfinu og stignir dansar af öllu mögulegu tagi.
Þorlákur Sigurðsson, for-
seti Kiwanisklúbbsins.
Hljómsveitin Rokkbandið leikur fyrir dansi.
Fengsælir fiskimenn: Sigurður Rúnar Sigfússon, Gunnar Halldór Gunnarsson og Bjarni Hrannar Héðinsson.
„Gott að vera
laus við kvótann
„ÞAÐ er gott að við erum lausir við
kvótann enda mokfiskirí á stöngina
núna. Hins vegar eru einhverjir stæl-
ar í verkstjóranum því hann viil ekki
taka fiskinn. Ég er nefnilega orðinn
hálfleiður á að éta hann,“ sagði 11
ára aflakló, Gunnar Halldór Gunn-
arsson, sem var með stöngina sína
niðri á bryggju.
Gunnar var fengsæll þá stuttu
stund, sem við stöldruðum við hjá
honum svo hann mátti lítið vera að
því að ræða við blaðamenn. Hann
fékk þá 5 þokkalega þyrsklinga og
sagðist búast við því að þeir yrðu
hafðir í matinn. Vð bryggjuna
fengist aðallega þorskur og ufsi og
þó hann væri fengsæll á stöngina
sagðist hann ekki vera búinn að
ákveða hvort hann yrði sjómaður
þegar hann yrði stór. Hann sagði
að það væri gott að búa í Grímsey.
Þar væri skemmtilegt að vera og
undir það tóku félagar hans þeir
Sigurður Rúnar Sigfússon og
Bjarni Hrannar Héðinsson.