Morgunblaðið - 09.05.1984, Síða 18
%
Málþing um fíkniefnaneyslu unglinga:
a airnAnrTrvinmTvi mn* t<ti/rínjr.»/
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 9. MAI 1984
Sammála um að auka
þurfi ábyrgð foreldra í
uppeldi og velferð barna
MÁLÞING um fíkniefnaneyslu unglinga og brýnar aðgerðir í því sam-
bandi var háð hinn 30.04. sl. að Borgartúni 6. Á fundi samstarfsnefndar
um unglingamál snemma í mars sl. var ákveðiö aö halda málþing þetta.
Samstarfsnefndin er skipuð fólki, sem er í opinberu starfi hjá ríki og
bæjarfélögum í Reykjavík og nágrenni, og vinnur með unglingum og
fyrir þá hjá hinum ýmsu stofnunum. Má þar nefna: Félagsmálastofnun
Keykjavíkurborgar, fjölskyldudeild, Félagsmálastofnun Kópavogs,
Æskulýðsráð Keykjavíkur, Unglingaheimili ríkisins, Sálfræðideild
skóla, Reykjavík, Kannsóknarlögreglu ríkisins, Kópavogi, Fíkniefna-
deild lögreglunnar, Reykjavfk, Barnaverndarráð Islands, Skilorðseftirlit
ríkisins, Geðdeild ríkisspítalanna/ áfengisdeild, Æskulýðsráö ríkisins,
Kynfræðsludeild Heilsuverndarstöðvarnnar í Reykjavík, Fellaskóli,
Fræðsluskrifstofa Reykjavíkur.
Sl. þrjú ár hefur samstarf þetta
þróast sem frjálst samstarf til
kynningar og samræmingar. Á
þessu fólki brennur mest, ef ungl-
ingar lenda í miklum vanda og eru
jafnvel að fyrirfara sjálfum sér án
þess að nokkur geti að gert. Þar er
fíkniefnaneysla sá vandi, sem ekki
hefur verið snúist gegn á skipulagð-
an hátt.
Til málþings þessa var boðið full-
trúum ráða og nefnda Reykjavík-
urborgar, fulltrúum þingflokka og
öðrum þeim, sem vinna að félags-
og heilbrigðismálum. Hópstarf var
eftir framsöguræður og loks niður-
staða hópa og umræður. Heildar-
niðurstöðu var ekki leitað eða sam-
eiginlegrar ályktunar en um eftir-
farandi atriði virtust flestir sam-
mála:
Varðandi fyrirbyggjandi starf:
Að auka þyrfti ábyrgð foreldra í
uppeldi og velferð barna sinna og
gefa þeim kost á fræðslu í því sam-
bandi og ráðgjöf. Að skólatími verði
samræmdur almennum vinnutíma
fullorðinna (einsetinn skóli). Að
fræðsla til almennings um fíkni-
efnamál verði aukin. Að auknir
verði möguleikar skóla á að veita
félagslega hjálp, en erfiðleika
barna og unglinga verður auðveld-
lega vart í skólum. Að leggja
áherslu á virkt samstarf við ungl-
inga í stað hefðbundinnar fræðslu,
sem virðist ekki hafa borið tilætlað-
an árangur. Að efla beina aðstoð í
gegnum útideild, unglingaathvarf
o.fi. Einnig að gera félagsmiðstöðv-,
um kleift að sinna þörfum og að-
laga unglingahópa sem lenda til
hliðar við jafnaldra sína. Að auka
samvinnu milli stofnana, sem vinna
að unglingamálum. Að huga að og
bæta aðstöðu unglinga í hverfum,
sem ekki hafa félagsmiðstöðvar.
Varðandi meðferðarúrræði: Að
skipuleggja samvinnu milli heil-
brigðis- og félagsmálastarfsfólks
um úrræði. Fyrir hendi þarf að vera
aðgengileg þjónusta á göngudeild.
Að skipulögð verði þjónusta við þá
sem þurfa á bráðri læknisþjónustu
að halda og meðferðarheimili sem
fært er að hjálpa þeim sem þurfa
lengri vistunar við og félagslegrar
og andlegrar hjálpar. Var heimili
fyrir slíka aðstoð af sumum talið
betur sett utan mikils þéttbýlis.
Rætt var um að eðlilegast væri að
unglingaheimili ríkisins yrði gert
fært að annast þessa langtíma-
hjálp. Mat á aðstoð eftir fyrstu
hjálp verði ákveðið í samvinnu milli
lækna, félagsmála- og barnavernd-
arstarfsfólks.
Varðandi úrræði eftir meðferð:
Að auka möguleika á aðstoð fyrir
aðstöðulausa unglinga. M.a. í sam-
býli með félagslegri aðstoð, eða öð-
ru formi á húsnæði og stuðningi. Að
styrkja tilsjónarkerfi fyrir ungl-
inga. Að auka möguleika á athvarfi
fyrir unglinga. Að vinna markvisst
að atvinnumöguleikum fyrir ungl-
inga.
Dimiterað í Eyjum
FYRSTU stúdentarnir útskrifast frá Fjölbrautaskólanum í Vestmannaeyjum í vor. Þessar myndir tók Sigurgeir,
er stúdentsefnin dimiteruðu og snæddu þá m.a. árbít við langborð á Bárugötu og þjónuðu þriðjubekkingar þeim
til borðs. Á hinni myndinni eru stúdentsefnin öll, tíu talsins.
Kvfslaveita og Þórisyatnsmiðlun:
Auka orkuvinnslugetu landskerfis-
ins um allt að 430 GW-stundir á ári
FYRIR skömmu voru opnuð tilboð í
fjórða áfanga Kvíslaveitu og undir-
búning á stíflugrunnum við Þórisv-
atn. Af því tilefni sendi Landsvirkj-
un frá sér eftirfarandi lýsingar á
þessum framkvæmdum:
Kvíslaveita
Með Kvíslaveitu er stefnt að
aukinni vatnsmiðlun fyrir virkj-
anir í Tungnaá og Þjórsá með því
að veita í Þórisvatn kvíslum, sem
falla í Þjórsá á efra vatnasvæði
hennar að austan, þ.e.a.s. Stóra-
gerðiskvísl, Svartá, Þúfuverskvísl,
Eyvindarkvíslum og Hreysiskvísl,
ásamt einni af upptökukvíslum
Þjórsár ofan Arnarfells. Jafn-
framt Kvíslaveitu verður miðlun-
arrými Þórisvatns aukið með því
annars vegar að dýpka skurðinn
við suðurenda þess, þar sem vatni
er miðlað úr vatninu, svonefndan
Vatnsfellsskurð, og hins vegar
með því að hækka stíflur við norð-
urenda vatnsins. Þessar aðgerðir
munu auka orkuvinnslugetu
landskerfisins um allt að 430
GWst á ári.
Kvíslaveitu er skipt í 5 áfanga:
Fyrsti áfangi var framkvæmdur
haustið 1980 með því að veita
Stóraverskvísl nyrðri um skurð í
Þór’svatn.
í öðrum áfanga bættist Svartá
við veituna með öðrum skurði og
bráðabirgðastíflu í Svartá. Verkið
var unnið sumarið og haustið
1981.
Þriðji áfangi felst í því að stífla
Svartá, Þúfuverskvísl og Eyvind-
arkvísl syðri. Vinna við þennan
áfanga hófst sumarið 1982 með
byggingu botnrásar í Þúfuvers-
kvísl undir væntanlegri stíflu þar.
í framhaldi af tilboðum sem bár-
ust vorið 1983, var samið við Suð-
urverk sf. á Hvolsvelli um bygg-
ingu á stíflunum í þessum áfanga.
Þeir hófust handa vorið 1983 og í
samræmi við áætlanir var unnið
við styrkingu og þéttingu á undir-
stöðum fyrir stærstu stíflurnar á
árinu auk þess sem Svartárstífla
var byggð. Árið 1984 verða aðrar
stíflur í þessum áfanga byggðar og
að því loknu mun vatn ofan við
stíflurnar safnast í lón sem nefnt
hefur verið Kvíslavatn og sem
verður um 24 km2 að flatarmáli
með afrennsli í fyrri áfanga veit-
unnar.
í fjórða áfanga verða Eyvind-
arkvísl nyrðri og Hreysiskvísl
stíflaðar og um 6 km langur
skurður grafinn til þess að veita
vatninu úr þessum kvíslum í
Kvíslavatn. Verkið var boðið út í
apríl 1984 og tilboð opnuð 2. maí.
Miðað er við að vinna það á tveim-
ur sumrum, þ.e.a.s. 1984 og 1985.
Fimmti og síðasti áfangi Kvísla-
veitu verður að stífla eina af upp-
tökukvíslum Þjórsár ofan Arnar-
fells og veita henni um skurð í
Hreysiskvísl. Þar með er komið á
sambandi við fyrri áfanga veit-
unnar. Áætlað er að vinna þetta
verk að hluta árið 1985 og ljúka
því og þar með Kvíslaveitu haustið
1986.
Þórisvatnsmiðlun
Stækkun Þórisvatnsmiðlunar
hófst vorið 1982 með dýpkun
Vatnsfellsskurðar um 5 metra til
þess að auka miðlunarrýmið um
280 Gl. Áður var miðlunarrýmið
um 1000 GI. Því verki lauk um
sumarið, að undanskildu hafti sem
var skilið eftir í mynni skurðarins
út við Þórisvatn, en það verður
fjarlægt strax og tækifæri gefst
við lágt vatnsborð.
Frekari stækkun Þórisvatns-
miðlunar er fyrirhuguð með því að
hækka efra borð miðlunarinnar,
en þessu má ná með því að hækka
stíflur við norðurenda vatnsins,
þar sem Köldukvísl var veitt í það
á sínum tíma og þar sem Kvísla-
veita mun einnig koma í það. Mið-
að er við 5 metra hækkun efra
vatnsborðs miðlunar og að heildar
miðlunarrými verði 1730 GI, sem
hefur þá aukist um 73% frá því
sem upphaflega var byggt.
í apríl sl. var boðin út vinna við
stíflugrunna vegna þessarar síðari
stækkunar og tilboð opnuð 2. maí.
Hér er um að ræða framkvæmdir
sumarsins 1984, en annars staðar
verður þessi stækkun gerð um leið
og 5. áfangi Kvíslaveitu, eða á ár-
unum 1985 og 1986.
Áætlað er að grafa um 3 millj-
ónir rúmmetra úr skurðum og
undan stíflum og að jarðfylling í
stíflur og vegi verði um 2 milljónir
rúmmetra, samtals fyrir Kvísla-
veitu og stækkun Þórisvatnsmiðl-
unar.
Ráðunautar um hönnun og
byggingu Kvíslaveitu og stækkun
Þórisvatns eru Verkfræðistofa
Sigurðar Thoroddsen hf. Eftirlit
með framkvæmdum er hjá bygg-
ingardeild Landsvirkjunar.