Morgunblaðið - 09.05.1984, Side 20
ob
68
kAPfl AM e WTrr>AflTIMfVfHM r»Tm T'Ctr<Tf'-><Tr,nr
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 9. MAÍ 1984
Hyernig á að fram-
kvæma friðarfræðslu?
— eftir Guðrúnu
Agnarsdóttur
Þegar á árinu 1947, í lok síðari
heimsstyrjaldarinnar, hafði
UNESCO, menningar- og fræðslu-
stofnun Sameinuðu þjóðanna,
frumkvæði að ráðstefnu á alþjóða-
vettvangi til að leggja grundvöll
að uppeldi til að auka skilning á
milli þjóða. Ráðstefnan var grund-
völluð í hugsjónum Þjóða-
bandalagsins og viðfangsefni
hennar voru tillögur að alþjóða-
samvinnu, gerðar af Albert Ein-
stein, Thomas Mann, Marie Curie
og fleirum. Einn árangur þessarar
ráðstefnu var hönnun námsefnis
fyrir skóla.
Þessar og aðrar seinni hug-
myndir og samþykktir um friðar-
uppeldi fengu aukinn byr eftir að-
alfund UNESCO í París 1974 þar
sem samþykkt var að mæla með
því að aðildarlöndin beittu sér
fyrir fræðslu til eflingar skilnings
þjóða í milli, samvinnu og friðar,
svo og fræðslu um grundvallar-
mannréttindi. Þessi fræðsla skyldi
ná til allra stiga og gerða uppeld-
is- og fræðslustofnana. Aðalfund-
inum lauk með svohljóðandi álykt-
un:
„Stríð og valdbeiting eru útilok-
uð á okkar tímum. Sérhver ein-
staklingur verður að læra að taka
persónulega ábyrgð til að tryggja
frið.“
Það er úr þessum jarðvegi sem
viðleitni til friðaruppeldis á sl.
áratug er sprottin. Þann 1. júlí
1983 höfðu 1650 skólar í 81 þjóð-
landi tekið þátt í samvinnuverk-
efni til að efla alþjóðlega sam-
vinnu og frið (Associated School’s
Project in Education for Inter-
national CO-operation and Peace,
ASPRO). Þarna er um að ræða
skóla allt frá forskóla- til háskóla-
stigs, sem leggja sérstaka áherslu
á fræðslu til að efla skilning og
samvinnu við önnur lönd. Allir
skóiar geta tekið þátt í þessu verk-
efni. Bæði Bandaríkin og Sovét-
ríkin eru aðilar að þessu sam-
starfi.
Ekki ný námsgrein
Friðarfræðsla í skólum erlendis,
t.d. í þeim löndum, sem við höfum
mest menningartengsl við, eins og
Norðurlöndin, Bretland og Banda-
ríkin, eru sjaldnast aðskilin náms-
grein, en er öllu heldur aðlöguð
sem ný vídd eða viðurkenning
þess, að í hverri námsgrein þurf-
um við stöðugt að mæta málefnum
friðar og deilna. Það er nauðsyn-
legt að leggja áherslu á að friðar-
fræðsla er ekki hugsuð sem ný
námsgrein sem skjóta þurfi inn í
námsefnið á kostnað einhverrar
annarrar námsgreinar. Markmið-
ið er miklu fremur að tryggja það,
að innan almennrar námsstefnu
skóla sé skýr stefna um friðar-
fræðslu.
Það námsefni sem notað hefur
verið til friðarfræðslu er ýmist út-
búið af UNESCO eða af viðkom-
andi löndum eða skólum. Nauð-
synlegt er að byrja nú þegar að
útbúa og velja viðeigandi náms-
efni, sem nota mætti við friðar-
fræðslu hérlendis. Má í því sam-
bandi vísa til úrvalsnámsefnis frá
UNESCO og eins hjá nágranna-
löndum okkar. Eðlilegt er, að
þetta verði í tengslum við þá
námsefnisgerð og það þróunar-
starf í skólum sem nú er unnið að.
Markmið friðarfræðslu '* falla
mjög vel að þeim markmiðum sem
lýst er í aðalnámsskrá grunnskóla.
T.d. hefur sú námsskrá í samfé-
lagsfræði sem gerð hefur verið á
vegum skólarannsóknardeildar
menntamálaráðuneytisins,
markmið, sem gætu myndað eðli-
legan grundvöll og tengsl við
friðarfræðslu. Þessi námsskrá
hefur notið styrkja frá Ford-
stofnuninni í New York og hefur
enn fremur fengið viðurkenningu
frá fulltrúum Sameinuðu þjóð-
anna, Harvard-háskóla og
Evrópuráðsins.
í aðalnámsskrá grunnskóla í
samfélagsfræðum stendur:
„í samfélagsfræði er m.a. stefnt
að því, að nemendur
— séu færir um að setja sig í ann-
arra spor og geti þannig gert sér
grein fyrir eigin viðhorfum og
annarra þótt þau séu ólík,
— geri sér grein fyrir eigin gild-
ismati og annarra,
— viðurkenni ólík sjónarmið og
rétt hvers manns til að hafa
sjálfstæða skoðun,
— hafi áhuga á að kynnast
vandamálum í samskiptum
manna og ieita lausna á þeim,
— viðurkenni gildi samstarfs og
nauðsyn samhjálpar í samskiptum
manna,
— öðlist nægilegt sjálfstraust til
að geta snurðulaust tekið þátt i
gagnkvæmum skoðanakynnum og
umborið gagnrýni,
— öðlist það viðhorf að þeir þurfi
stöðugt að afla sér nýrrar þekk-
ingar og skoða hana gagnrýnum
augum."
Framkvæmd
friðarfræðslu
Um framkvæmd friðarfræðsiu
gilda sömu lögmál og um annað
nám. Það verður að sníða eftir
getu og aldri og vera i samræmi
við skilning og þroskastig barns-
ins eða unglingsins.
Meginkennsluaðferð í friðar-
fræðslu, einkum hjá yngri börn-
um, er að beina huga barnsins að
því að skilja eigin viðbrögð og
samskipti við aðra. Barninu er
kennt að kljást við eigin vanda-
mál, eðlileg ágreiningsmál og deil-
ur sem koma upp í nánasta um-
hverfi. Þegar barnið skilur orsakir
og mögulegt ferli sinna eigin
deilna við aðra getur það smám
saman, eftir því sem það eldist,
yfirfært þennan skilning á nær-
tækum dæmum yfir á fjarlægari
ágreiningsmál, bæði innan eigin
þjóðfélags og milli þjóða.
Jafnframt er lögð áhersla á að
rækta hæfileika barna til þess að
leysa ágreining og deilur sín á
milli á friðsamlegan hátt, án
ofbeldis.
Lögmál mannræktar er ekki
nýtt undir sólinni og sem betur fer
hafa lykilatriðin í því að laða það
besta fram í einstaklingnum alltaf
verið sumum manneskjum í blóð
borin og í návist þeirra hafa aðrir
menn dafnað. En niðurstöður síð-
ari tíma rannsókna í uppeldissál-
arfræði og geðlækningum hafa
staðfest, að aðferðir þessarar
eðlislægu fundvísi á hið góða í
manninum eru vænlegastar til
mannræktar. Þessar fræðigreinar,
sem leitast við að skilja og útskýra
eðli mannsins, beita einmitt svip-
uðum aðferðum til sálræktar og
lækninga sem styðja manninn til
þess sjálfstrausts og samræmis,
sem honum eru nauðsynleg til að
geta átt friðsamleg samskipti við
aðra.
Friðarfræðsla
yngri barna
Friðarfræðsla barna á dagvist-
arstofnunum og í yngri bekkjum
grunnskóla er því fyrst og fremst
fólgin á því að þroska skilning
barnsins í sjálfu sér og öðrum og
æfa það í jákvæðum og uppbyggj-
andi samskiptum við aðra. Enn-
fremur að auðvelda því að geta
sett sig í spor annarra.
í slíkri fræðslu er bæði auðvelt
og eðlilegt að nota leiki sem skapa
samheldni og góðan anda í hópi
barna. Með því að höfða til sam-
starfs má byggja upp gagnkvæm-
an stuðning og umhyggju barn-
anna hvers fyrir öðru. Það má
sniðganga þá leiki sem neyða börn
til að keppa hvert við annað eða
taka þátt í ójafnri keppni. Það er
hægt að forðast útilokunarleiki,
refsileiki, leiki þar sem meirihluti
þátttakenda er ekki virkur en
þeim sem gengur vel leika lengst
og keppa um vinninginn. Það má í
staðinn leggja áherslu á leiki þar
sem það að sigra eða tapa er ekki
eina viðmiðun velgengninnar.
Kapp og marksækni eru nauðsyn-
legir eiginleikar, en í stað þess að
nota samkeppni við aðra til að
leysa metnað barna úr læðingi, er
hægt að örva barnið til að keppa
við sjálft sig og bæta þannig eigin
árangur.
Önnur hlið friðaruppeldis er að
kenna börnum félagslega og
vitsmunalega færni til samvinnu
með því að búa til og gera hluti
saman og njóta svo saman gleð-
innar yfir unnu verki. Þau þurfa
enn fremur að læra að meta yfir-
lýsingar og upplýsingar og þróa
með sér hæfileika til að líta á mál
frá mismunandi sjónarhóli.
Þeir sem lagt hafa stund á frið-
arfræðslu ungra barna telja nauð-
synlegt að skapa börnunum and-
rúmsloft sem auðveldar þeim að
leysa deilur sínar á friðsamlegan
hátt. Eftirfarandi þættir eru tald-
ir stuðla að því að mynda slíkt
andrúmsloft. “*
Viðurkenning. Kennarinn gefur
fordæmi og styður börnin í því að
meta og koma auga á góða og að-
dáunarverða eiginleika í fari
hvers annars. Það er hægt að
finna slíka eiginleika í sérhverri
manneskju og fólk þarfnast þess
að finna til eigin styrks og verð-
leika, einkum þegar það þarf að
kljást við vandamál. Viðurkenning
örvar slíkt og gefur aukið sjálfs-
traust til skapandi aðgerða.
AA blanda geði. Kennarinn leið-
beinir og hvetur börnin til að tjá
tilfinningar sínar og lifsreynslu á
gagnkvæman hátt. Þannig brotn-
ar sá múr einangrunar, sem
hindrar fólk í því að tjá hlýju og
samúð með öðrum, sem eiga við
vandamál að stríða. Til þess að
geta leyst vandamál sín án ofbeld-
is þarf upplýsingar um annars
konar leiðir. Þess vegna er nauð-
synlegt að skiptast á lífsreynslu
til að auka möguleikana á lausn-
um.
Stuðningshópur. Jákvæð viðhorf
og stuðningur innan hóps gera
vandamálin viðráðanleg. Ætlast
er til að allir í hópnum hafi eitt-
hvað til málanna að leggja og allir
séu nauðsynlegir til að leysa
vandann. Það hópefli, sem þannig
myndast, vekur bjartsýni meðal
barnanna og trú á að „okkur mun
takast það“.
Lífsgleði njóttu. Fegurð og gleði
eru hluti lífsins. Með því að opna
augu barnanna og hjálpa þeim til
að njóta þessara verðmæta er
þeim síður hætt við því að þrúgast
af vandamálum.
Lausn vandamála. Æfing í því að
takast á við og leysa vandamál
Guðrún Agnarsdóttir
„FriÖarhugsunin og
friöurinn gerist ekki án
fyrirhafnar,“ sagöi einn
þingmanna í umræöum
um þetta mál á Alþingi.
Þó að oft hafi verið þörf
er nú meiri nauösyn en
nokkru sinni fyrr að
efla frið milli manna og
þjóöa. Þess vegna verð-
um viö aö halda áfram á
hinni fyrirhafnarsömu
leið okkar til friösam-
legra samskipta meö
öllum tiltækum ráðum.“
skapar sjálfstraust og færni og
hvetur börn til að leita hæfilegra
lausna uns þær finnast, í stað þess
að gefast upp. Þó er reynslan sú að
því meiri færni sem börn hafa í
hinum þáttunum fjórum, sem að
ofan er getið, þeim mun færri deil-
um lenda þau í og eiga auðveldar
með að leysa þær friðsamlega.
Eftir því sem börnin eldast er
auðveldara fyrir þau að takast á
við þau vandamál sem óhjá-
kvæmilega mæta þeim er út í lífið
kemur. Eins og stendur í grunnsk-
ólalögunum er það hlutverk skóla
m.a. að búa börn undir þátttöku í
því margbreytilega og flókna þjóð-
félagi sem bíður þeirra. Því varðar
miklu að þeim séu ljósar megin-
staðreyndir í meiriháttar málefn-
um. Enn fremur að þau heyri
röksemdir um allar hliðar mála og
geti síðan myndað sér skoðanir.
Markmiðið hlýtur að vera að
tryggja það, að nemendur fái yfir-
vegaða mynd af hverju máli þar
sem fyllsta jafnvægis er gætt við
kynningu málsins. Um viðkvæm
málefni, hvort sem þau eru stjórn-
málalegs, félagslegs eða persónu-
legs eðlis, þarf að sjálfsögðu að
fjalla af nærgætni. Vitanlega eru
skiptar skoðanir um mörg málefni
er varða daglegt líf okkar og fram-
tíð. Oft eru þetta sterkar skoðanir
og andstæðar, en röksemdir þeirra
þurfa unglingar engu að síður að
þekkja ef menntun þeirra á að
stuðla að því að þeir geti beitt lýð-
ræðislegum réttindum sínum til
að skapa samfélag og veröld án
ófriðar.
Friðarfræðsla í
framhaldsskóla
Þessa fræðslu má tengja ýmsum
námsgreinum. Eitt af tilgreindum
markmiðum friðarfræðslu, sem
kemur fram í þeirri þingsályktun-
artillögu, sem liggur fyrir Alþingi
er „að skilja eðli og orsakir
deilna, og athuga, skilja, meta og
nýta aðferðir til leysa deilur".
f sambandi við þetta markmið
langar mig að taka dæmi úr náms-
efni, sem sniðið var fyrir skóla í
Nottinghamhéraði í Englandi. nl)
Þar er spurt:
1. Eru nemendum gefin næg tæki-
færi til þess að læra um gerð nú-
tímaþjóðfélags og vandamál ver-
aldar okkar?
2. Gefast nemendum tækifæri til
að leika hlutverk ólíkra málsaðila
sem eiga í deilum og leita þannig
ýmissa mögulegra lausna á deil-
um?
3. Gefur skólinn nemendum tæki-
færi eða hvetur hann þá til að láta
í ljósi álit sitt til þess að þeir geti
þroskast í því að mynda sér skoð-
anir?
4. Hver er stefna skólans í því að
veita viðurkenningu og refsingu?
Hugsanlegt námsefni til að
nálgast þetta markmið gæti verið:
a) Athugun á skiptingu heimsins
(lönd, áhrifasvæði) og hinum
ýmsu bandalögum sem þjóðir
mynda.
b) Athugun á orsökum deilna
milli einstaklinga, samfélaga,
menningarheilda, t.d. orsakir eins
og hugmyndafræði, trúarbrögð,
fátækt, eignarhald og útþenslu-
stefna.
c) Skilgreining lykilorða: Friður,
ofbeldi, sjálfsagi, frelsi, lýðræði,
jafnrétti, þróun, mannréttindi
o.s.frv.
d) Athugun á þeim aðstæðum sem
gætu leitt til heimsstyrjaldar, þar
með talið hlutverk stórveldanna
og ábyrgð þeirra á því að varð-
veita frið.
e) Athugun á áhrifum nútíma
vígbúnaðar m.t.t. Hiroshima, Nag-
asaki og þróunar í kjarnorku-,
efna- og sýklavopnum.
f) Athugun á hlutverki friðar-
gæslusveita Sameinuðu þjóðanna
og tekin dæmi úr starfi þeirra.
g) Athugun á deilum á vinnu-
markaðinum og hvernig þær eru
leystar; t.d. verkföll, verkbann,
hægagangur, yfirvinnubann, sætt-
ir, gerðardómur, samningar.
h) Athugun á efnahagslegum af-
leiðingum vaxandi vígbúnaðar-
kapphlaups.
i) Umfjöllun um þá kenningu, að
jafnvægi í hernaðarmætti geti
tryggt frið.
Annað af markmiðum friðar-
fræðslu var tilgreint „að rækta
skilning á réttlæti og velferð með
og meðal einstaklinga og þjóðfé-
iaga“. Aftur tek ég dæmi af ensku
námsefni, en þar er spurt:
1. Mun skólinn leitast við að út-
skýra mannréttindi fyrir nemend-
um?
2. Hvaða stefnu hefur skólinn tek-
ið upp gagnvart þeim nemendum
sem trufla kennslu og hindra aðra
nemendur í því að læra?
3. Eiga nemendur rétt á því að
áfrýja málum sínum?
4. Eiga kennarar rétt á því að áf-
rýja málum sínum?
5. Hversu vel gætir skólinn vel-
ferðar nemenda sinna?
6. Á skólinn einhvern þátt í því að
stuðla að velferð samfélagsins?
Hugsanlegt námsefni til að
nálgast þetta markmið gæti verið:
a) Athugun á bresku og evrópsku
réttarfari í stórum dráttum, eink-
um m.t.t. meðferðar afbrota-
manna.
b) Athugun á mannréttindaskrá
Sameinuðu þjóðanna og hvernig
má framkvæma hana innan skól-
ans.
c) Athugun á því hvernig velferð-
arþjóðfélag er byggt upp og sam-
anburður við lönd sem ekki hafa
slíkt kerfi.
d) Athugun á því hvernig hægt er
að koma hugtakinu um mannrétt-
indi í framkvæmd þannig að allir
njóti þess, innan bekkjarins og í
skólanum.
e) Athugun á reglum, t.d. leik-
reglum, skólareglum, reglum bæj-
_ ^ _ Plastpoka og prentun færðu hjá jQj
Nastos lll 82655