Morgunblaðið - 11.05.1984, Qupperneq 6
-08
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 1984
„Fannst alltaf svo leiðin-
legt að fara að heiman"
I
Benedikta ásamt eiginmanni, Guömundi Þorsteinssyni, og börnum þeirra.
— segir Bene-
dikta Þor-
steinsson sem
er aö flytja aft-
ur til fööur-
landsins eftir
13 ára búsetu
hér á landi
„Þaö er auðvitað alltaf
munur á fólki, 09 þá ef til
vill sérstaklega Islending-
um og Grænlendingum."
Benedikta Þorsteinsson
situr í stofu ibúðarinnar í
Breiðholtinu sem oröin er
hálf tómleg, enda búið aö
pakka flestu niður, senda
sumt, en annað fer um
leið og fjölskyldan. Hér á
landi hefur Benedikta bú-
ið í 13 ár, kom hingað
ásamt eiginmanninum
1971, og saman eiga þau
þrjú börn. Guðmundur
hefur lengst af verið
verkamaöur í Straumsvík,
en nú er ferðinni heitiö til
Grænlands, en þar ætlar
hann að gerast fjárbóndi.
„Við verðum í Einarsfirði,
viö íslendingabyggðirnar,
verðum meö íslenska hesta,
kindur, og svo er hugmyndin
aö fá sér íslenskan hund, og
þá verður þetta allt í stakasta
lagi.“ Guðmundur viröist
hvergi banginn, þó þau hjónin
séu að hafa hlutverkaskipti,
hann aö flytja til ókunns lands,
í sömu sporum og kona hans
var fyrir 13 árum. Þeirri spurn-
ingu hafði veriö beint til Bene-
diktu hvort ekki væri margt
ólíkt með okkur og löndum
hennar, en hún er varkár og
vill ekki láta hafa margt eftir
sér í þeim efnum. Sjálf talar
hún lýtalausa íslensku, og hef-
ur meira að segja lagt sitt af
mörkum til að auka viö bóka-
kost okkar íslendinga, nú fyrir
jólin kom út þýðing hennar á
bók eftir Inoraq Olsen, en
bókin heitir í íslenskri þýöingu
„Þegar heimurinn opnaðist”.
Aöspurö segir Benedikta aö
bókin fjalli um vandamál
ungra Grænlendinga sem eru
við nám í Kaupmannahöfn, en
þetta er eina bók höfundar
sem er 45 ára gamall fréttarit-
ari grænlenska útvarpsins i
Kaupmannahöfn.
En Benedikta hefur lagt
hönd á ýmislegt annað um æf-
ina, hún var viö nám í læknis-
fræði í Kaupmannahöfn, er
hún kynntist manni sínum,
Guðmundi, lauk aö vísu ekki
námi. Þá var hún einn vetur í
námi í lagadeildinni viö HÍ, og
lagöi stund á sálfræöinám i
nokkra mánuði. Eitt sumarið
var hún aöstoöarfararstjóri til
Grænlands á vegum Flugleiða,
hún hefur unnið við sauma-
skap, í Norræna húsinu og nú
síöast vann hún á skrifstofunni
í Straumsvík.
„Til að byrja með verðum
við nokkurs konar vinnuhjú
hjá pabba, en hann hefur veriö
bóndi í 45 ár, og er oröinn
gamall og slitinn. Við ætlum
aö reka búið sem tvíbýli meö
bróður mínum, en viö erum 15
systkinin, 13 á lífi, og flest
búsett á Grænlandi.
Við höfum farið heim á
sumrin eins oft og við höfum
getað, en annars hef ég verið
mikiö aö heiman allt frá því ég
var í grunnskóla, en þá bjó ég
hjá konu í næsta bæ. Mér
fannst alltaf svo leiðinlegt aö
fara að heiman, það er
kannski þess vegna sem ég er
að fara heim aftur fyrir fullt og
allt!“
— Þið ætlið þá ekkert að
koma aftur?
„Ég veit ekki... Við ætlum
aö teigja íbúðina okkar hér í
Breiöholtinu til að byrja með,
og þaö getur auövitaö vel fariö
svo að viö komum aftur ein-
hvern tíma. En á Grænlandi
verðum við að a.m.k. næstu
árin.“
íyÍAmRKOR
á pönnunni og látin stífna. Þá er innihaldi
pönnunnar hellt á sigti og safinn látinn síga
af humarhölunum. Sósu-hleypirinn eða
kartöflumjöliö er hrært út í hænsnakjöts-
seyöið, því síöan hellt á heita pönnuna, og
suöan þvínæst látin koma upp. Þá eru ert-
urnar og sveppirnir, sem áöur hafa veriö
teknir úr saltleginum í tæka tíö, sett út í
seyöiö á pönnunni og þetta látiö malla við
hægan hita í 5 mín. Eftir þaö er humarhöl-
unum meö eggjahvítunni bætt út í seyöiö
og allt saman svo kryddaö meö sósunum
og smásaxaöri pétursseljunni áöur en mat-
urinn er borinn fram.
Kjötbollur með
pálmamergsalati
100 g af tatar (fínustu nauta- eöa
kálfalundum, sem hakkaöar hafa ver-
iö), 2 matsk. af mjög þurri kotasælu,
50 g af brúnum champignon-svepp-
um, 1 matsk. af dökkri sojasósu, 1
matsk. af sætri chili-sósu, 1 matsk. af
ginger-topping-sósu, smáögn af hvít-
um pipar, 2—3 dropar af tabasco, Vj
búnt af pétursselju (steinselju), 2
matsk. af matarolíu, 150 g af pálma-
kjarna (fæst i Glæsibæ), 1 lítil sítróna,
nýmalaður svartur pipar, beint úr pip-
arkvörninni.
Tatarkjötið hnoöaö meö kotasælunni,
mjög smásöxuðum champignon-sveppum
(sem hreinsaöir hafa veriö og þvegnir áöur)
og meö sósunum, þar til úr þessu er orðiö
deig, sem svo er kryddaö meö þeim krydd-
tegundum, sem gefnar eru upp í uppskrift-
inni og auk þess meö helmingnum af smá-
saxaðri pétursseljunni. Þaö eru búnar til
litlar kjötbollur úr þessu deigi, og þær svo
snöggbrúnaöar i sjóöheitri matarolíunni og
þess gætt vel, aö bollurnar nái aö brúnast
á öllum hliðum. Þá eru bollurnar teknar af
pönnunni og fitan látin síga af þeim á
pappír af eldhúsrúllunni, sem breiddur hef-
ur verið á fat. Pálmamergurinn er tekinn úr
dósinni, látið siga vel af honum og er svo
sneiddur niöur í þunnar skífur. Kryddaöur
meö sítrónudropum, sem pressaðir eru
beint úr sítrónunni, meö svörtum pipar og
því sem eftir er af smásaxaöri pétursselj-
unni, sem stráö er yfir aö lokum.
7kaldir
réttir til
að velja um
Reykt silungsflök meö salati
20 g af bleikum, kínverskum rör-
sveppum, 30 g af þráönúölum (ör-
mjóum spaghetti-þráöum), V« lítri af
kjöt- eöa grænmetisseyöi (teningur),
100 g af ertum (hraðfrystum), 100 g af
paprikakólfum, 100 g af brúnum
champignon-sveppum, ein laukspíra,
2 tesk. af sesamfræolíu, 2 matsk. af
Ijósri sojasósu, 1 tesk. af sæt-chili-
sósu, lítil ögn af fínraspaöri piparrót,
örlítiö af mulinni kardimommu, glúta-
mati og hvítum pipar, ein lítil sítróna
eöa 1—2 matsk. af vínediki, 1 hvít-
lauksgeiri, eitt búnt af pétursselju, eitt
búnt af graslauk, 100 g af reyktu sil-
ungsflaki.
Kínversku rörsveppirnir eru settir út í
kjötseyöiö í pottinum og þeir látnir sjóöa i
30 mín. Þráðnúölurnar settar út i og soðn-
ar. Þá eru sveppirnir og þráönúölurnar
færð upp úr pottinum, en erturnar settar
ofan í í staðinn og soönar viö hægan hita í
7 mín. færöar upp og látnar kólna. Paprik-
an er hreinsuö, þvegin og skorin í mjóar
ræmur. Champignon-sveppirnir hreinsaðir,
þvegnir og skornir í þunnar sktfur. Lauk-
spíran hreinsuö, þvegin og öll skorin niöur
í smáhringi, líka græni hlutinn. Kínversku
sveppirnir eiga núna aö vera þurrir viö-
komu og þeir eru skornir í ræmur og þeim
blandaö saman viö annaö, sem undirbúiö
hefur veriö í salatiö og þá er þráönúölunum
aö lokum blandað saman viö salatiö. Önn-
ur þau efni, sem talin eru í uppskriftinni,
eru þá tekin og þeim blandaö saman í
kryddsósu sem svo er hellt yfir salatiö og
látin liggja á salatinu stundarkorn til aö
gefa því verulega fínt bragö. Kjötseyöiö í
pottinum er ágætt sem forréttur; söxuðum
graslauk er stráö yfir kjötseyöiö til bragö-
bætis og það svo framreitt í skálum og
drukkiö á undan aöalréttinum: reykta sil-
ungsflakinu með salatinu.
Salat, búiö til úr önd
og sojabaunaspírum
100 g af soöinni önd, 125 g af soja-
baunaspírum, 100 g af brúnum
champignon-sveppum, 100 g af mjúk-
um bambussprotum, eítt lítið stk.
engiferrót, ein laukspíra, 2 matsk. af
Ijósri sojasósu, 1 matsk. af sæt-chili-
sósu, 1 matsk. af sesamfræolíu, 2
matsk. þurrt sherrý, hvítur pipar, 1—2
dropar af hunangi, 'A sítróna, hálft
búnt af pétursselju.
Andarkjötiö er skoriö í fínar, mjóar
ræmur. Sojabaunaspírurnar þvegnar og
látiö síga vel af þeim; champignon-svepp-
irnir hreinsaöir og skornir í þunnar skífur;
bambussprotarnir teknir úr dósinni, vökv-
inn látinn síga vel af þeim, og þeir skornir í
ræmur. Þá er öllu blandaö saman í hæfi-
lega stóra skál. Engiferrótin er flysjuö og
söxuö smátt, laukspíran snyrt, þvegin og
skorin í þunna hringi, einnig græni hlutinn.
Þessu hvoru tveggja er síöan bætt út í
salatiö í skálinni. Úr öörum þeim efnum,
sem talin eru í uppskriftinni, er búinn til
kryddlögur, sem hellt er yfir salatiö. Krydd-
lögurinn er látinn liggja stundarkorn á
salatinu, áöur en þessa réttar er neytt.