Morgunblaðið - 11.05.1984, Page 23

Morgunblaðið - 11.05.1984, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 1984 Blaðburðarfólk óskast! 55 n ik í fréttum Roger Moore áhyggjufullur: Dóttir hans ást- fangin af 57 ára gömlum manni + Roger Moore og Luisa kona hans eru áhyggjufull og áhyggjuefniÖ er dóttir þeirra, hin tvítuga Deborah, sem leggur stund á tónlist í London en er öllum öðrum stundum í París. í París býr nefnilega vinur hennar, franski leikar- inn Phillipe Leroy, og raunveruleg ástæða fyrir áhyggjum foreldranna er að Phillipe er 57 ára gamall, jafnaldri Moores. Kunningi þeirra hjóna segir, að þau hafi margoft fært í tal við hana þetta samband hennar við frans- manninn en detti þó ekki í hug að banna henni eitt eða neitt. Deborah er mjög glæsileg stúlka og á marga vini meðal fína fólksins í Evrópu, hefur m.a. verið í slagtogi með Albert Mónakóprins. Roger Moore á reyndar dálitið erfitt með að ræða þetta mál við dóttur sína því að á sínum tíma, skömmu fyrir 1960, vakti hann mikla athygli og hneykslan sumra, þegar hann kvæntist söngkonunni Roger Moore með Deborah dóttur sinni. Dorothy Squires, sem var miklu eldri en hann. „Það var nú miklu frekar hnefaleikar en hjónaband," sagði Moore síðar. Hnefaleikakeppnin hélt áfram og harðnaði mjög þegar Moore hitti ítölsku leikkonuna Luisu, sem hann varð ástfanginn af. Dorothy Squires vildi hins vegar ekki gefa honum eftir skilnaðinn og jafnvel ekki eftir að þau Moore og Luisa voru búin að eiga Deborah saman. Það gekk þó að lokum og síðan hefur ekkert skyggt á hamingju þeirra þar tii nú, að dóttirin virð- ist vera að daðra við sömu vitleysuna og faðirinn áður. Tony Curtis með konunni, sem bjargaði honum frá flöskunni. Tony Curtis skil- inn við flöskuna — og kvæntur rúmlega tvítugri stúlku + Gamla Hollywood-leikaranum Tony Curtis hefur nú loksins tek- ist að losa sig úr klónum á brenni- víninu og hann getur þakkað það 21 árs gamalli stúlku að nafni Andria Savio. Tony, sem er 58 ára gamall, kaus að þakka henni fyrir með því að kvænast henni. Tony Curtis var til meðferðar á Betty Ford-sjúkrahúsinu ( Kalif- orníu en það er nú orðið fínasta afvötnunarstöð í Bandaríkjunum og er skemmst að minnast þess, að Elizabet Taylor var þar og margt fleira frægt fólk. „Nú er ég laus við áfengið og ætla að nota tima minn m.a. til að vara fólk við áfengisdrykkju og af- leiðingum hennar," segir Tony. „Nú er ég líka staðráðinn í að hjónabandið endist eitthvað. Áður fannst mér það bara undir kon- unni komið hvernig því reiddi af.“ Andria Savio hefur ekki áður gifst en þetta er fjórða hjónaband Tony Curtis. Fyrri konur hans voru þær Janet Leigh, Christine Kauffman og Leslie AUen. COSPER Þau voru með ís í eftirrétt, og hún gaf okkur tvo skammta. Læknir Michael Jacksons: Jackson ætlar ekki að gerast kynskiptingur + „Michael Jackson er ekki kynvilltur og er ekki á sjúkra- húsi til að gangast undir kyn- skiptingu." Dr. Steven Hoefflin, læknir stórstjörnunnar, sá sig um daginn tilneyddan til að gefa frá sér þessa tilkynningu en þá var það altalað, að Jack- son væri á sjúkrahúsi í ein- hverjum öðrum tilgangi en upp var gefinn, sem var að flytja þyrfti til húð vegna þess að hann brenndist illa við upptöku á auglýsingamynd. „Mér finnst það í meira lagi skrýtið þjóðfélag þar sem menn neyðast til að boða blaða- mannafund til þess eins að til- kynna hvað listamenn og frægt fólk er ekki að gera í frftíma sínum. Ástæðan fyrir þessum fundi er sú, að í blaðinu Nation- al Enquirer sagði, að innan skamms myndi Jackson koma fram á sviðinu sem stúlka og að hann væri að gangast undir kynskiptingu. Ég hef þekkt Jackson- fjölskylduna lengi og veit að hún er vönd að virðingu sinni. Ég vona bara að hún höfði mál á hendur blaðinu og það mun ekki standa á mér að vitna gegn því,“ sagði dr. Steven. Úthverfi Blesugróf Kynnum í dag kl. 15—19 frábæru kanadísku R.C. rauðu Delicius-cplin Venjulegar stærðir og risastór Einnig appelsínurnar sem slegið hafa rækilega í gegn í vetur „2 Cosas64 frá Spáni Kynningarverð „2 Cosas“ Verslunin Skagaver hf. Akranesi /

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.