Morgunblaðið - 23.05.1984, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.05.1984, Blaðsíða 4
52 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MAl 1984 Þuríður Magnúsdóttir, forstöðumaður Fræðslumiðstöðvar iðnaðarins. Steinn Guðmundsson, deildarstjóri málmiðnaðardeild Iðn- skólans í Reykjavík og kennari á námskeiðinu. Hrafn Sveinbjarnarson, vélvirkjanemi, mundar tækin. Þarf að líta á mikilvægi þess- arar menntunar fyrir samfélagið „Við bjóðum upp á námskeið fyrir fólk í iðnaði og síðan við tók- um til starfa fyrir tveimur og hálfu ári hafa um 1600 manns sótt nám- skeið á okkar vegum í hinum ýmsu iðngreinum." t>að er Þuríður Magnúsdóttir, forstöðumaður Fræðslumiðstöðvar iðnaðarins, sem þetta segir. Morgunblaðið leit við á einu námskeiðanna sem haldið var fyrir skömmu og ræddi þá við Þuríði um starfsemi fræðslumiðstöðvar- innar. „Við höfum aðallega haldið námskeið í málmiðnaði og bygg- ingariðnaði og hafa þau nám- skeið sem við höfum haldið verið vel sótt," sagði Þuríður. „Það virðist vera að margir þeir sem við iðnað starfa hafi áhuga á því að endurmennta sig eftir því sem þeim gefst tækifæri til. Hlutverk fræðslumiðstöðvar- innar er svo að útvega fræðslu- efni og sjá um að mennta kenn- ara sem síðan geta kennt á þess- um námskeiðum. Til þess að sinna þessu hlutverki okkar höf- um við gert nokkuð af því að senda kennara út til annarra landa til að verða sér út um við- bótarmenntun og svo sjáum við um að setja það kennsluefni sem kenna á fram þannig að það sé aðgengilegt. Þessi námskeið sem við höfum haldið hafa m.a. verið í sam- vinnu við Iðnskólann í Reykjavík og Rannsóknarstofnun bygg- ingariðnaðarins og einnig höfum við haft samvinnu við fjöl- brautaskólana út um allt land. Nú erum við til dæmis að fara af stað með námskeið í loftræsti- og hitakerfum. Þarfnast kynningar Eitt af því sem staðið hefur starfseminni fyrir þrifum er að við höfum ekki getað kynnt nám- skeiðin nógu vel, það er greini- legt að það hefur þurft að kynna þau betur, því sum námskeiðin hefur þurft að fella niður vegna lítillar þátttöku. Við höfum farið þá leið að gefa út bækling tvisv- ar sinnum á ári og í honum hafa verið upplýsingar um þau nám- skeið sem fyrirhugað er að halda. Þessum bæklingi sem við höfum gefið út á haustin og um áramót höfum við dreift víða, til dæmis til fyrirtækja og fagfé- laga, en þau hafa einnig séð um að kynna námskeiðin fyrir okkur. Þá hafa einnig samtök í iðnaði hjálpað til með kynningu námskeiðanna, en þrátt fyrir alla þessa aðstoð sem við fáum er eins og ekki sé nógu mikið gert af því að kynna," sagði Þur- íður. Sænskur iðnaöur má ekki vera án endurmenntunar starfsmanna Þuríður sagði að á Norður- löndum væri mikið gert af því að halda endurmenntunarnámskeið í iðnaði og að jafnframt væri mikið um framboð á slíkum námskeiðum. „Það er mikið gert af því að halda að fólki símennt- un í þeim starfsgreinum sem það starfar við og þar eru þessi nám- skeið haldin á vinnutfma, en jafnframt er séð til þess að þeir sem taka þátt í þeim fái það greitt og verði ekki fyrir vinnu- tapi.“ I Svíþjóð er viðhorfið til dæm- is það að sænskur iðnaður megi ekki við því að hafa fólk í störf- um sem það þekkir ekki nægi- lega vel eða hefur ekki full- komna kunnáttu á. Hér er viðhorfið hins vegar annað. Það er mjög sjaldgæft að þeir sem sótt hafa námskeiðin hjá okkur hafi fengið greitt vinnutap hjá fyrirtækjunum sem þeir starfa hjá. Við höfum því orðið að halda þessi nám- skeið á kvöldin og um helgar og þeir sem hafa sótt þau hafa orð- ið að fórna sínum frítíma til að taka þátt í þeim. Við höfum bara verið svo heppin að þeir sem hafa sótt þessi námskeið eru haldnir ódrepandi áhuga og hafa komið á þau til að fullnægja einhverri innri þörf til að læra meira. Hins vegar hafa fyrirtækin mörg hver séð hvaða árangri þessi námskeiö hafa skilað hjá þeim starfsmönnum sínum sem námskeiðin hafa sótt og þá hafa þau fengið áhuga á þessari starfsemi. Það eru jafnvel dæmi þess að þau hafi sent menn frá sér á námskeið þeim að kostnað- arlausu. I>að þarf að meta þessa menntun betur Það sem hér þarf að gerast er að endurmenntun eða símenntun starfsmanna sé metin meira en gert er í dag. Það þarf að líta á mikilvægi þessarar menntunar fyrir samfélagið. Það er bara eins og þegar komi að umræðu um þessa tegund menntunar að þá sé þetta einungis einkamál þeirra einstaklinga sem á nám- skeiðin fara,“ sagði Þuríður. Vilhjálmur Ólafsson, rennismiður. MIG, MAG, TIG Steinn Guðmundsson, deildar- stjóri málmiðnaðardeildar Iðn- skólans í Reykjavík, var kennari á námskeiðinu sem haldið var í suðu á áli og ryðfríu stáli. Steinn tók iðnkennarapróf frá Svíþjóð árið 1961 en síðan hefur hann farið á námskeið erlendis til að vera vel heima í öllu því nýjasta sem fram kemur á sjónarsviðið í hans kennslugreinum. „Þessi námskeið sem við höld- um hér eru að mestu leyti sniðin eftir erlendri fyrirmynd og ný tæki hafa einnig verið keypt til skólans svo hægt sé að halda þessi námskeið og kenna þeim sem í skólanum eru að nota þau,“ sagði Steinn. „Það má taka það fram að þessi tæki sem við erum með hér eru víða til á vinnustöðum en meðferð þeirra þar er að ýmsu leyti ábótavant því menn hrein- lega kunna ekki að nota þau. Við erum hér með námskeið í suðum á áli og ryðfríu stáli, en þetta eru efni sem mikið eru not- uð í matvælaiðnaðinum og því brýn þörf á að suðumenn hér kunni þær. Þessar suður ganga undir alþjóðlegu skammstöfun- unum MIG, MAG og TIG og eiga það sameiginlegt að vera eins- konar hlífðargas-suður. Ég hefi einnig heyrt það á þeim sem þetta námskeið sækja að þeim finnst alveg bráðnauð- synlegt að kunna með þessar suður að fara því á þeirra vinnu- stöðum eru þessi tæki til og því gott að kunna þetta," sagði Steinn að lokum. Finnst atvinnurekendur ekki gefa þessu nógu mikinn gaum Einn þátttakendanna á nám- skeiðinu er Hrafn Sveinbjarn- arson og hefur hann unnið hjá Hraðfrystihúsi Stokkseyrar. „Við erum hér tveir frá Stokkseyri sem erum á þessu námskeiði en við höfum verið á námskeiði á vegum Fræðslu- miðstöðvar iðnaðarins áður,“ sagði Hrafn. „Ég verð að segja að mér finnst atvinnurekendur ekki gefa þessum námskeiðum nógu mikinn gaum. Það er ekki fyrr en starfsmenn fyrirtækjanna hafa kostað sig sjálfir á nám- skeiðin að vinnuveitendur þeirra ranka við sér, því þeir sjá í flest- um tilfellum að bæði gæði vinn- unnar og afköst aukast. Þá fyrst fara þeir að huga að því að senda starfsmenn á námskeið. Vissu- lega eru til þeir atvinnrekendur sem eru vakandi fyrir þessu en þeir eru of fáir. Eftir að hafa sótt þessi nám- skeið finnst mér ég vita mun betur hvað ég er að gera og hvernig ég á að gera það. Öll handtök verða öruggari og ánægjan af vinnunni rneiri," sagði Hrafn að lokum. Nauðsynlegt að hafa menn í vinnu sem kunna að fara með tækin Næsti viðmælandi er Vil- hjálmur ólafsson, rennismiður hjá Kassagerð Reykjavíkur. „Ég fór á þetta námskeið vegna þess að hjá stóru fyrir- tæki eins og Kassagerðinni er nauðsynlegt að vera fær í flestan sjó,“ sagði Hrafn. „Þeir hjá Kassagerðinni skilja það að þeg- ar búið er að kaupa dýrar vélar þá er nauðsynlegt að hafa menn í vinnu sem kunna með þær að fara og því hafa þeir séð til þess að starfsmennirnir séu sem kunnugastir þeim verkefnum sem þeir þurfa að takast á við. Verkstjórinn hjá Kassagerð- inni hefur fylgst vel með því að senda starfsmennina á nám- skeið. Ef kennslustund hefur borið upp á vinnutíma þá hefur verið séð til þess að við fengjum það greitt. Við erum þrír sem höfum ver- ið sendir á námskeið á undan- förnum 12 mánuðum og þó menn hafi ekki verið sendir á nám- skeið hafa þeir reynt að fylgjast með. Sjálfur hef ég sótt tvö nám- skeið áður, en það hefur verið í öðru en rafsuðu. Núna þegar svona langt er liðið á þetta nám- skeið þá skil ég ekki hvernig maður fór að þessum hlutum hér áður fyrr,“ sagði Vilhjálmur Ólafsson. Einnig gott fyrir kennara að sækja þessi námskeið „Ég tel að það sé nauðsynlegt að kennarar í iðngreinum not- færi sér þessi námskeið sem boð- ið er upp á. Sumir hafa farið til útlanda til að sækja námskeið þar, en meðan boðið er upp á þetta hér finnst mér nauðsyn- legt að sækja þau,“ sagði Sigurð- ur Erlendsson, kennari við málmiðnaðarbraut Fjölbrauta- skóla Suðurnesja. „Þetta er fjórða námskeiðið sem ég sæki og svo framarlega sem ég kemst á þessi námskeið þá sæki ég þau því þau eru á allan hátt hagnýt. Þetta eru mikið til sömu mennirnir sem sækja þessi námskeið og þetta eru menn sem finna þessa þörf fyrir að fá að læra meira og standa klárir á því sem þeir eru að gera,“ sagði Sigurður. „Hvað varðar sofandahátt fyrirtækjanna gagnvart gildi þessara námskeiða er það að segja að nýtingin á tækjum og vélum þeirra yrði miklu meiri og betri ef þeir sem notuðu þau kynnu með þau að fara til hlítar. Það eru alltof margir sem ein- ungis kunna að nota tækin takmarkað og það þekki ég af eigin raun því það hefur margoft hent mig sjálfan. Námskeiðin gefa tækifæri til að læra á þau tæki sem maður er sífellt að starfa með og um leið veita þau staðbetri skilning á því sem ver- ið er að vinna við og eru mjög „praktísk" að því leyti. Ég vona að ráðamenn sjái sig í því að auka starfsemi fræðslu- miðstöðvarinnar en dragi ekki úr henni," sagði Sigurður að lok- um. ;í,:f I’ spinwriter Leturgæöa prentarar fyrir ritvinnslu Benco Bolholti 4, símar 21945 — 84077

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.